Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNHelgin 1.-2. október 1983 Pólýfónkórinn flytur tvö þekkt kórverk í vetur Pólýfónkórinn og Kórskólinn eru nú að hefja vetrarstarfið og er á dagskránni flutningur hérlendis á tveimur þekktum kórverkum. Ráðgert er að flytja hina fögru jóla- óratoríu Hcinrichs Schutz í desem- ber og Stabat Mater Rossinis á næsta vori, með hljómsveit og ein- söngvurum. Aður hefur kórinn flutt stærsta kórverk hans, Helgi- messuna. Þar sem verkið eftir Schutz er að talsverðu leyti fyrir karlakór er flutningur þess háður því, að unnt verði að styrkja karlaraddir kórsins verulega, en tekið er við góðu söngfólki í allar raddir kórsins. Tæplega 100 manns er nú skráð í kórinn. Æfingar fara sem áður fram í Vörðuskóla við Barónsstíg og er æft tvö kvöld í viku. Ingólfur Guðbrandsson, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, heldur því á- fram, með aðstoð Harðar Áskels- sonar, organista. Elísabet Erlings- dóttir, sópransöngkona, mun að- stoða við raddþjálfun kórsins, ásamt söngstjóra. Flutningur stórra kórverka, með hljómsveit og einsöngvurum, er kostnaðarsamur. Hann hefur verið borinn uppi af aðgangseyri og framlögum einstaklinga en ekki opinberum styrkjum. En nú hefur kostnaður hækkað svo, að telja má nær því útilokað að efna til hljóm- ieika eins og þeirra, sem Pólýfón- kórinn stendur fyrir, nema í sam- vinnu við opinbera aðila og samtök hljóðfæraleikara. í fyrra naut kórinn styrks frá . Spánverjum til hljómleikaferðar um Andalúsíu. Par voru m.a. frumfluttir kaflar úr óratóriu Jóns Leifs, Eddu, við hin lofsamlegustu ummæli. Þekktur gagnrýnandi í Sevilla sagði eftir lokahljóm- leikana: „Þetta fólk ætti ekkert Ingólfur Guðbrandsson annað að gera en að ferðast um heiminn og syngja“. Nú hafa borist tilmæli frá Spán- verjum um þátttöku í tónlistar- hátíðinni í Granada 1984, en trú- lega getur ekki orðið af þeirri för. Snemma í vor leitaði stjórn kórs- ins eftir samstarfi við listahátíðar- nefnd Reykjavíkur um aðild að listahátíð 1984. Svar hefur ekki borist og á fundi, sem boðaður hafði verið með nefndinni og stjórn kórsins nú nýlega, mætti enginn úr listahátíðarnefnd. Á hinn bóginn hefur kórnum boðist fyrirgreiðsla við tónleika á ftalíu, þ.á.m. í Rómaborg. Og ef nægur stuðningur fæst hér heima og að utan er að því stefnt að flytja H-moll messu Bachs bæði á fslandi og á Ítalíu árið 1985, en það er ár tónlistarinnar í Evrópu og 300 ára afmæli Bachs. mhg Síldarverð ákveðið Margir bátar farnir á miðin Með þessu síldarverði höfum við náð fram sömu hækkun og launafólk í Jandi hefur fengið á sama tíma og við sættum okkar við það“, sagði Hafþór Rósmundsson starfsmaður Sjómannasambandsins aðspurður um nýtt verð fyrir síld til söltunar sem yrirnefnd verðlagsráðs ákvað samhljóða í fyrradag. Meðalskiptaverð hækkar um 45.6% frá síðustu síldarvertíð og fást nú 4.85 krónur fyrir síld 33 cm. og stærri hvert kg. og 2 kr fyrir minnstu síldina. Ekki náðist fullt samkomulag um verð á sítd til frystingar en meirihlutinn, kaupendur og odda- maður, samþykktu að fyrir stærri síldina yrði greitt 3 kr hvert kg. og 1.75 fyrir 27 cm og minni síld. Félög síldarseljenda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar segir að rúm- lega 40% verðmunur á hráefni til söltunar og frystingar geri mark- aðsstöðu saltsíldar enn erfiðari en ella og telja að hyggilegra hefði verið að ákveða eitt fersksíldar- verð og ráðstafa mismuninum í saltsíldardeild Verðjöfnunarsjóðs. Um þetta hafi ekki tekist sam- komulag í Verðlagsráði. Haustvertíð hringnóta- og rek- netabáta hefst á miðnætti sunnu- dags n.k. og er fjöldi báta þegar lagður á miðin úti fyrir austfjörð- um að svipast eftir síldinni, en fréttir hafa borist víða að austan af vaðandi síld út af norðurfjörðun- um. Ennþá hefur ekki tekist að selja nema 30 þúsund tonn af síld til söltunar og ljóst er að lítið verður fryst af síld á vertíðinni. Heimilt er hins vegar að veiða 52.500 tonn af síld á þessari haustvertíð. 49 síld- arsaltendur hafa fengið leyfi til söltunar á þessari vertíð en það er fjórum aðilum fleiri en í fyrra. -Ig- apótek Helgar- og næturþjónusta lyfjabúða í Reykjavík vikuna 30. september til 6. októ- ber er í Lyfjabúð Breiðholts og Apóteki Austurbæjar. * Fyrrnefnda apótekið annast vörslu um helgar-og næturvörslu (frákl. 22.00). Hið síðarnefnda annast kvöldvörslu virka daga (kl. 18.00-22.00) og laugardaga (kl. 9.00- 22.00). Upplýsingar um lækna og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar í sima 1 88 88. Kópavogsapótek er opið alla virka daga til kl. 19, Jaugardaga kl. 9-12, en lokaö á sunnudögum. Hafnarfjarðarapótek og Norðurbæjar- apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9-18.30 og til skiptis annan hvern laugar- dag frá kl. 10 - 13, og sunnudaga kl. 10 - 12. Upplýsingar í síma 5 15 00. sjúkrahús Borgarspitalinn: Heimsóknartími mánudaga - föstudaga milli kl. 18.30 og 19.30. - Heimsóknartími laugardaga og sunnudaga kl. 15 og 18 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Mánudaga - föstudaga kl. 16 - 19.30. Laugardaga og sunnudaga kl. 14 - 19.30. kærleiksheimilið Ég vildi aö Snati okkar væri teiknimyndahundur. Þágæti hanntalað! Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15.00 - 16.00 og 19.00 - 19.30. Barnadelld: Kl. 14.30 - 17.30. Gjörgæsludeild: Eftir samkomulagi. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg: Alla daga frá kl. 15.00 - 16.00 og 18.30 - 19.00. - Einnig eftir samkomulagi. Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.............. simi 1 11 00 Kópavogur.............. sími 1 11 00 Seitj.nes.............. sími 1 11 00 Hafnarfj............... sími 5 11 00 Garðabær............... simi 5 11 00 tilkynningar Samtök um kvennaathvarf Kvenfélag Langholtssóknar. Fundur verður þriðjudaginn 5. október kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu. Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. Vetrardagskráin kynnt. Myndasýning (haustlitir á Þingvöllum). Kaffiveitingar. Stjórnin. Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15.00 - 16.00 og 18.30 - 19.00. - Einnig eftir samkomulagi. Hvítabandið - hjúkrunardeild: Alla daga frjáls heimsóknartími. Fæðingardeild Landspítalans: Sængurkvennadeild kl. 15 - 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30 - 20.30. Barnspítali Hringsins: Alladagafrákl. 15.00-16.00, laugardaga kl. 15.00 -17.00 og sunnudaga kl. 10.00 - 11.30 og kl. 15.00 - 17.00. St. Jósefsspitali í Hafnarfirði Heimsóknartími alla daga vikunnar kl. 15 - 16 og 19 - 19.30. læknar Borgarspítalinn: Vakt frá kí. 08 til 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild Landspítalans opin milli kl. 08 og 16. Slysadeild: Opið allan sólarhringinn, simi 8 12 00. - Upplýsingar um lækna og lyf jaþjónustu i sjálfsvara 1 88 88. Sl'MI 2 12 05 Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofa Samtaka um kvennaathvarf að Bárugötu 11, sími 23720, er opin kl. 14 -16 alla virka daga. Pósthólf 4-5, 121 Reykja- vík. Geðhjálp Félagsmiðstöð Geðhjálpar Bárugötu 11. SlMI 2 59 90. Opið hús laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 - 18. Styðjum alþýðu El Salvador Styrkjum FMLN og FDR. Bankareikningur: 303-25-59957. El Salvador-nefndin á íslandi. Kvenfélag Háteigssóknar 1. fundur félagsins verður þriðjudaginn 4. október kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Unnur Arngrímsdóttir flytur erindi. Nýir fé- lagar velkomnir. MætiÓ vel og stundvís- lega. Kvenfélag Árbæjarsóknar 1. fundur vetrarins verður þriðjudaginn 4. október kl. 20.40. Venjuleg aðalfundar- störf. Innólfur S. Sveinsson læknir flytur erindi um vöðvabólgu og streitu. Kaffi- veitingar. Allar konur velkomnar. - Stjórn- in. Aðalfundur Húnvetninga- félagsins í Reykjavík verður haldinn i Domus Medica mánudag- inn 3. okt. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundar- störf. Önnur mál. - Stjórnin. Ferðafélag íslands Helgarferðir 30. sept.-2. okt. 1. Landmannalaugar - Kirkjuf el I (964 m) - Kýlingar. Samkvæmt ferðaáætlun er þetta síðasta ferðin í Landmannalaugar á árinu. Notið tækifærið og komið með. Gist í upphituðu sæluhúsi F.l. í Laugum. 2. Þórsmörk- Haustlitaferð. Góð gistiað- staða í Skagfjörðsskála og nýstandsett setustofa fyrir gesti. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofu F.l. Oldugötu 3. Ferðafélag íslands. Dagsferðir sunnudaginn 2. okt.: 1. kl. 10. Hátindur Esju (914 m)- Sands- fjall. Verð kr. 250,- 2. kl. 13. Eyjadalur og nágrenni, en dalur- inn er norðan megin í Esju. VerÓ kr. 250,- Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Farmiðar við bll. Ath.: Pottasett frá Nýjadal er í óskilum á skrifstofu F.l. Ferðafélag íslands. Vá ÚTIVISTARFERÐIR lögreglan Reykjavik.............. sími 1 11 66 Kópavogur.............. sími 4 12 00 Seltj.nes.............. sími 1 11 66 Hafnarfj............... sími 5 11 66 Garðabær............... sími 5 11 66 Kvenfélag Laugarnessóknar Fundur verður haldinn i fundarsal kirkjunn- ar mánudaginn 3. október kl. 20. Vetrar- dagskráin rædd. Skemmtiatriði. Kvenfélagið Fjallkonurnar Fyrsti fundur vetrarins verður þriðjudaginr 4. okt. kl. 20.30 í Geirsbúð. Dagskrá lík- amsrækt og vetrarstarfið. Helgarferðir 30. sept.-2. okt. 1. Öræfaferð út í óvissuna. Spennandi ferð um fagurt og ævintýralegt svæði. Gist í húsi. 2. Þórsmörk-haustlitir. Gönguferðir við allra hæfi í haustlitadýrðinni. Frábær gistiaðstaða i Útivistarskálanum í Bás- um. Kvöldvaka. Uppl. og fars. á skrifst. Lækjarg. 6a, s: 14606. Sjáumst um helgina! - Útivist. Útivistarferðir. Dagsferðir sunnudaginn 2. okt. 1. Kl. 8.00 Þórsmörk-Haustlitir. Síðasta haustlitaferðin. Verð 450 kr. 2- Kl. 10.30 Móskarðshnúkar- Svínaskarð. Skemmtileg fjallganga og gömul þjóðleiö í Kjósina. Verð 250 kr. 3. Kl. 13. Maríuhöfn-Búðasandur. Forn- ar minjar um verslunarstað o.fl. Verð 250 kr. Frítt f. börn í dagsferðir. Brottför frá bensínsölu BSl. Símsvari 14606. Sjáumst á sunnudaginn. Útivist. ferðalög Ferðir Akraborgar Áætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 - 11.30 - 14.30 - 17.30 Kvöldferðir kl. 20.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 - 13.00 - 16.00 - 19.00 kl. 22.00 Lárétt: 1 sægur 4 nokkrum 8 skyldmenni 9 farga 11 massi 12 fugla 14 fljótræði 15 flytja 17 flís 19 ullarílát 21 auli 22 kámir 24 uppspretta 25 sníkjur. Lóðrétt: 1 gróp 2 nægilega 3 vinna 4 liprar 5 fljótið 6 hræðast 7 rámar í 10 framandi 13 matur 16 lengdarmál 17 andi 18 stök 20 púka 23 samstæðir Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 gubb 4 sofa 6 afl 7 gras 9 óhóf 12 flaga 14 ell 15 mor 16 aumur 19 nagg 21 agnið. Lóðrétt: 2 urr 3 basl 4 slóg 5 fró 7 greina 8 aflaga 10 hamrað 11 forugi 13 arm 17 ugg 18 uni. Ágúst, alla daga nema laugardaga. Mai, júní og september, á föstudögum og sunnudögum. Apríl og október á sunnudögum. Hf. Skallagrímur Afgreiðsla Akranesi sími 2275. Skrifstofa Akranesi sími 1095. Agreiðsla Reykjavík sími 16050.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.