Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin I.-2. október 1983
skammtur
Af voru daglega brauði
Ég held þaö hafi verið í gær, frekar en í fyrradag, nei
annars, þaö var víst í fyrradag, að ég hugsaöi með mér
sem svo: „Þaö er best aö fá sér brauösneiö".
Þetta er nú auðvitað tæplega í frásögur færandi
frekar en annað sem mitt „daglega brauð“ áhrærir.
Nema ég segi si svona við konuna mína:
„Ég er að hugsa um að fá mér brauðsneið".
Nú skeði það, sem stundum hendir, þegar hún er að
prjóna og telja lykkjurnar, að hún svaraði mér ekki, en
af því að það er nú orðið svo miklu betra á milli okkar
núna síðustu árin, var ég ekkert að rjúka upp útaf því,
en hugsaði með mér sem svo:
„Best að leyfa henni að telja út prjóninn." Mér leið
alveg sérstaklega vel þegar ég var búinn að klára
þessa fallegu hugsun, því með árunum hefur mér
lærst að ekkert er jafn sál- og geðbætandi eins og
umburðarlyndi gagnvart sínum nánustu, hlýja í við-
móti og þolinmæði.
Ég fylgdist með því hvernig lykkjurnar hrönnuðust
uppá prjóninn og vissi raunar af gömlum vana, að
þegar komið er á leiðarenda með hverja umferð í
prjónaskapnum, þá losnar annar prjónninn og konar
staldrar aðeins við og klórar sér bakvið eyrað með
lausa prjóninum. Á því augnabliki ætlaði ég að sæta
lagi að ná sambandi við hana. Hægt og hægt fjölgaði
lykkjunum á öðrum prjóninum og fækkaði á hinum. Ég
vissi að hún var að prjóna vesti á mig og ég hugsaði
sem svo:
„Það er nú meira hvað hún hefur gaman af því að
prjóna á mann. Ekkert smávegis".
Með hverri lykkju varð ég spenntari og spenntari.
Nú voru eftir sjö lykkjur á prjóninum, sem var að
tæmast, sex, fimm, fjórar, þrjár, tvær, ein - og nú
tæmdist prjónninn og hún lyfti honum, svona af
gömlum vana uppað eyranu, og ég kom með setning-
una á hárréttu augnabliki, hvorki sekúndubroti of
seint, eða snemma.
„Ég er að hugsa um að fá mér brauðsneið".
Hún klóraði sér á bak við eyrað, eins og ég vissi
raunar alltaf að hún mundi gera á þessu augnabliki og
svaraði svo:
„Jæja, elskan mín. Gerðu það þá“.
Þetta svar hefði ekki gengið fyrir nokkrum árum,
þegar enn var ekki orðið svona gott á milli okkar, en af
því að mér finnst heimilisfriðurinn það dýrmætasta
sem til er, ákvað ég að láta hana ekki sjá, þó ég skipti
skapi.
Svo ég reyndi að leyna geðshræringunni og sagði
eins blátt áfram og mér var frekast unnt:
„Er eitthvert brauð til?“
„Ef það er til, þá er það frammi í brauðboxinu",
svaraði hún og ég sá að hún gerði sig líklega til að fitja
uppá annarri umferð á prjónavestinu.
Nú fór mér að finnast að einhvern veginn væri ekki
eins gott á milli okkar, eins og rétt áðan. Ég hugsaði
sem svo:
„Maður er bara ekki svaraverður".
Svo fór ég fram og skellti hurð í leiðinni, en sá strax
pínul tið eftir því og ákvað að bluffa hana með því að
láta eins og ég hefði rekist óvart á hurðina. Ég rak upp
sársaukavein og æpti:
„Andskotans vitlausa beinið", en hugsaði í leiðinni:
„Það er allt til vinnandi að komast hjá illindum og
halda heimilisfriðinn. Ég skal ekki láta það á mig fá, þó
þessi gállinn sé á henni.“
Ég er tiltölulega óvanur að fá mér brauð sjálfur. Ekki
það að það sé svo mikill vandi í sjálfu sér og auðvitað
enginn vandi ef útí það er farið. Það hefur bara ein-
hvern veginn alltaf hist svoleiðis á að þegar konan
hefur verið að fá sér brauð hefur hún smurt fyrir mig
líka í þessi þrjátíu ár, eða hvað það nú er.
Ég fann rúgbrauðshleif og fór létt með það að skera
mér þunna og snyrtilega sneið og hugsaði sem svo:
„Munur að vera vanur að járna. Bitvopnunum kann
maður þó alltaf að beita".
Svo smurði ég sneiðina og fór í ísskápinn til að
kanna það hvað væri til af áleggi. Fljótlega fann ég
reyktan laxbita. Og þar sem mé.r finnst nú reyktur lax
hreinasta lostæti, skar ég nokkra þykka, væna
karlmannlega bita úr flakinu og raðaði þeim svo á
sneiðina.
Nú heyrði ég hana koma fram, en ég lést ekki taka
neitt eftir henni en hugsaði sem svo:
„Þarna varstu nú heldur sein. Ég er nú búinn að taka
af þér ómakið."
Hún stoppaði við borðið og tók síðan svo til máls:
„Veistu hvað kílóið kostar af reykta laxinum?"
Ég var alveg að missa stjórn á mér og hugsaði sem
svo:
„Nú er ég búinn að vera hér rólegur og elskulegur í
kvöld. Ég hef reynt að trufla hana sem minnst við
prjónaskapinn og meira að segja kominn hingað í
kokkhúsið til að taka að mér eldhússtörfin fyrir hana,
bara svo hægt sé að halda friðinn. Er það ekki sam-
komulag okkar á milli að hún taki að sér matar-
reikningana af kaupinu sínu? Og nú á að fara að telja
eftir matinn oní mann.“
Hvað kostar kílóið af reykta laxinum? Ekki nema
það þó!
Ég reyndi að leyna því, hvað mér var mikið niðri fyrir
en sagði svo, einsog dálítið höstugri en ég á vanda til:
„Hvað með það?“
„Kílóið af reykta laxinum kostar níuþúsund
sexhundruð og fjörutíu krónur. Kílóið af reykta laxinum
kostar tæpa MILJÓN GAMLA! Eina miljón gamlar
krónur."
Ég hélt einsog snöggvast að ég myncfi missa lystina
á brauðsneiðinni, en hélt þó áfram að raða henni í mig,
en hægar en ég á vanda til, þegar ég er að borða. Og
nú fann ég að reiðin útí konuna var svona einsog í
rénun, en beindist eitthvað annað, ég vissi bara ekki
hvert. Það næsta sem ég hugsaði, hugsaði ég svo
upphátt:
„Svo kílóið að reykta laxinum kostartæpartíuþúsund
krónur. Semsagt MILJÓN GAMLAR. Þat var ok.“
Svo ákvað ég að reyna að gleyma misgjörðum
konunnar og verðlaginu í landinu og hugsaði sem svo:
„Maður er þó alltaf frjáls maður í frjálsu landi“.
skráargatid
Gífurleg
ólga er nú meðal kaupmanna í
Reykjavík vegna áforma um að
reisa 33 þúsund fermetra verslun-
arrými í Nýja miðbænum við
Kringlumýri, en það er jafnmikið
og nú er við allan Laugaveginn.
Allar athuganir benda til þess að
síst þurfi að bæta við verslunar-
rými í Reykjavík og ef það verði
gert eigi það að koma miklu
austar í borgina, þ.e.a.s. í
Mjóddinni og á nýju bygginga-
svæðunum enn austar. A fjöl-
mennum fundi með borgarstjóra
á miðvikudagskvöld sem hófst
með miklu kurteisishjali á báða
bóga sauð þó uppúr að lokum og
samþykkti fundurinn harðorð
mótmæli við þessa stefnu og voru
aðeins 3 kaupmenn á móti. Einn
þeirra Hrafn Backman er í óða
önn að undirbúa stórmarkað á
móti sundlaugunum í Laugardal.
Pað
eru ekki aðeins kaupmenn sem
eru óánægðir með stefnu Sjálf-
stæðisflokksins vegna Nýja mið-
bæjarins. Gísii Halldórsson arki-
tekt og fyrrum forseti bæjar-
stjórnar fékk það verkefni á
dögunum að endurskipuleggja
svæðið m.a. með tilliti til risa-
markaðar Hagkaupa. Nú hefur
tillögum hans verið ýtt til hliðar
fyrir tillögu frá Hilmar Oiafssyni,
fyrrum fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins í skipulagsnefnd, en hann
ásamt tveimur öðrum arkitektum
hefur skilað inn nýjum tillögum í
nafni Hagkaupa. Segir sagan
reyndar að þeir séu aðeins blaða-
fulltrúar breska arkitektafirmans
Bernard Engle Partnership, sem
Hagkaup réðu til verksins. Kann
Gísli: kann borgar- Elín: ritar
stjórn litlar þakkir lagsnefnd
Gísli borgarstjóra litlar þakkir
fyrir tiltækið.
endurskipulagningu Nýja mið-
bæjarins hefur Aðalsafni Borgar-
bókasafnsins verið ýtt úr, en þar
hefur safnið átt lóð í meira en
áratug. Formaður Borgarbóka-
safnsstjórnarinnar er Eiín Pálma-
dóttir og hefur hún ritað skipu-
lagsnefnd skammarbréf í tvígang,
- fyrst í júní og nú aftur í sept-
ember. I síðara bréfinu virðist
henni þó orðið ljóst að ætlunin er
að taka lóðina af safninu því þar
segir hún að ef svo verði, þá verði
skipulagsnefnd að taka frá lóð
suður af Húsi verslunarinnar, en
þar er um smáskækil að ræða.
Munu aðrir málinu tengdir lítt
hrifnir af hugmyndinni og segja
ljóst að ekki verði af byggingu
aðalsafns á þessum stað.
Borgarleikhúsið
verður því trúlega eina menning-
arstofnunin sem eftir er í Nýja
miðbænum. Og það er ekki am-
alegt kompaní sem leikhúsið
fær: Hús verslunarinnar, Versl-
unarskólinn, Hótel Tommaham-
borgarar (kallað Hamborg), am-
skipu-
Markús Orn: næsti
útvarpsstjóri?
eríska sendiráðið, ný Morgun-
blaðshöll á stórri lóð Árvakurs
auk risamarkaðar Hagkaupa.
Fréttir
Þjóðviljans um bílakaup Stein-
gríms Hermannssonar forsætis-
ráðherra hafa vakið mikla athygli
sem vonlegt er. Á vinnustöðum
hefur víða verið slegist um hvert
tölublað sem borist hefur af blað-
inu. Þannig er það t.d. í véladeild
SÍS þar sem hinir umtöluðu
Blazer-jeppar eru keyptir. Eitt-
eintak af Pjóðviljanum kemur
þangað og undanfarna daga hef-
ur svo borið við að það er ekki
fyrr komið í hús en það hverfur
gjörsamlega og veit enginn hvað
orðið hefur af því.
Senn
líður að því að Andrés Björnsson
útvarpsstjóri lætur af störfum
fyrir aidurs sakir og er langt síðan
menn fóru að velta fyrir sér vænt-
anlegum eftirmanni. Hafa ýmis
nöfn verið nefnd svo sem Sveins
Einarssonar fyrrv. Pjóðleikhús-
stjóra. Nú mun hins vegar Ragn-
hildur Helgadóttir hafa fundiö
eftirmann Andrésar og er það
Markús Örn Antonsson. Hann
Davíð: allir sitja
með hendur í skauti
Katrín: persónu-
lega myndi ég vilja
mun fullnægja þeim kröfum sem
hægri armur Sjálfstæðisflokksins
og áhugamenn um frjálsan út-
varpsrekstur gera.
Húsnœðisloforð
ríkisstjórnarinnar valda nú mikl-
um heilabrotum og vinnu hjá
fjárlaga- og hagsýslustofnun að
ógleymdri húsnæðismálastjórn.
Húsnæðismálastofnun mun nú
vera með 200 miljón króna halla
og eiga mjög erfitt með að standa
við þær skuldbindingar sem hún á
lögum samkvæmt að sinna á
þessu ári. Ofan á þetta eiga síðan
að bætast 200-250 miljónir í nó-
vember, en þá eiga nýbyggjendur
og - kaupendur áranna 82 og 83
að fá viðbót við húsnæðisstjórn-
arlánin sín. Enginn veit hvaðan ’
þetta fé á að koma og svitna nú
embættismennirnir yfir loforða-
flaumi ráðherra.
Eftir
að Albert Guðmundsson sneri sér
að því að sinna aðhaldi í utan-
ferðum m.a. ráðherra (með litl-
um árangri að vísu), hefur allt
fallið í dúnalogn í borgarstjórnar-
flokki Sjálfstæðisflokksins. Á
borgarstjórnarfundum sitja allir
með hendur í skauti og hlýða á
foringjann Davfð Oddsson, sem
mælir fyrir hverju máli. Petta er
gömul regla sem þeir Gunnar og
Geir, þáverandi borgarstjórar
komu upp og hélst vei á, enda var
Albert þá ekki kominn í borgar-
stjórn. Fyrir prófkjör var
óbreyttum borgarfulltrúum út-
hlutað einu máli sem þeir máttu
veija og tala fyrir, en framkvæmd
tillögu þeirra mátti þó ekki kosta
neina peninga. Morgunblaðið
birti síðan framsöguræðuna með
mynd af viðkomandi. Birgir ís-
leifur lenti í þeim vanda að fá Al-
bert inn í borgarstjórnarflokkinn
og þegar hann tók upp á því að
tala í hverju máli og hafa sínar
skoðanir á hlutunum, hlutu hinir
að fylgja á eftir. En nú er Albert
sem sé farinn og þá er gamla lagið
tekið upp.
Þó
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins megi ekki segja sínar
skoðanir á borgarstjórnarfund-
um, er þó ekki hægt að setja þá f
bönd í viðtölum við blöðin. Katr-
ín Fjeldsted borgarfulltrúi sem
fyrir skömmu rétti vélrænt upp
hönd og samþykkti að byggja
skyldi háhýsi við Skúlagötuna
kemst svo að orði í viðtali við
Tímann um síðustu helgi: „Per-
sónulega myndi ég vilja að um
þetta svæði færi fram samkeppni.
Þar gætu komið fram einhverjar
hugmyndir sem við getum ekki
séð fyrir okkur núna. Fyrst þrír
arkitektar gátu komið með þrjár
alls ólíkar hugmyndir er hugsan-
legt að við fengjum kannski 10-
20 hugmyndir. Og hvort nýting-
arhlutfallið yrði þá 1,2 eða 1,9
eða eitthvað þar á milli, yrði þá
þeirra tíma ákvörðun".______