Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983 Viö mynni Surtshellis aöur en lagt var af staö inn i svartholiö. Alir vel utbunir með Ijósker og heimatilbúna kyndia. F.v.: Egill, Atli Hild- ur og Þorsteinn. Ljosm.: GFr. „Elsta mannvirki Faldur Eiríksjökuls er hulinn skýjahjúpi og úr norðri bl æs köldu og hvössu. Handan Norðlingafljóts rennurfé Hvítsíðunga í stríðum straumum, komið af fjalli. Grátt og svart Hallmundarhraun undir fótum okkar. Við erum fimm saman á leið í Surtshelli og nokkur beygur situr í mér. Ég er hræddur við hella og Surtshellir er stærstur og ógurlegastur allra hella á íslandi. Um hann sveipast dulúð og ógn í fornum sögnum. Fararstjóri okkar er Þorsteinn frá Hamri. Hann hefur oft komið í hellinn áður og er allra manna kunnugastursögnum um Hellismenn. Skáldsaga hans Möttull konungureða Caterpillargeristað nokkru leyti í Surtshelli á 10. öld. Með í för er einnig Hildur, Egill og Atli sem er bara 8 ára. Við erum hlaðin Ijóskerum og heimatilbúnum kyndlum. Brátt stöndum við á brún mikils jarðfallsog íþvíersvartop hellisins, heimkynnijötna, drauga, orma og sakamanna. Við þurfum ekki á ljósum að halda því að fyrsti hluti er örstutt- ur, en klöngrumst í gegn og kom- um þá að öðru jarðfalli og enn stöndum við frammi fyrir svörtu opi, hér byrjar hinn eiginlegi hellir. Fyrst göngum við út á slétta syllu til hægri og nú er tími til að tendra ljós. Fyrir okkur verður um 3 metra hár hellir með hvelfdu lofti og rennisléttu gólfi sem liggur eitthvað inn úr. Hingað nær vind- urinn ekki og geigurinn sem sat í mér er horfinn. Þetta er Beinahell- ir. Það er næstum því vinalegt hér inni. Já, mér er farið að líða ágæt- Iega. Á gólfinu er beinasindur. í þjóðsögunni er sagt að hellismenn rændu sauðfé manna um heiðarnar í kring um hellinn og ráku það heim til sín á haustin svo hundruðum skipti og hrundu því fram af jarð- fallinu svo að þeir þyrftu ekki að skera það. Hér á það að hafa verið hirt og matreitt. Og beinasindrið var órækur vottur um þessa iðju. Við göngum inn þennan helli en hann er ekki mjög langur. Upp á víg id Andspænis þessum helli er miklu stærri afhellir, koldimmur. Við staulumst yfir hvassbrýnt brota- grjót og um 30 metrum innanvið . opið til vinstri handar er mannhæð- i arhá brún og upp á henni gólf sem ganga má inn eftir. Hér er aðal- sögustaðurinn: Vígahellir eða Víg- ið eins og hann er nefndur í Sturl- ungu. Og hér er svo sannarlega gott að verjast. Þorsteinn klifrar fyrstur upp á brúnina við illan leik og hjálpar okkur svo upp. Við göngum inn eftir og brátt verða fyrir okkur hlaðin mannvirki: „hleðslur þessar munu vera elst mannvirki á íslandi þegar Öxarár- fossi sleppir" segir Halldór Lax- ness í tímaritsgrein. Tóftir þessar eru sporbaugs- mynduð grjóthleðsla um 1 metri á hæð og tæpir 12 metrar á lengd. Tveir litlir skápar eða eldstór eru hvor í sínum enda hleðslunnar. í Beinahelli. Atli, 8 ára, gekk allan Surtshelli, alls 1,6 km og var hvergi EggertÓlafssonkomhérummiðja hræddur. Hnullungarnir ágólfinu hafa veriðfluttir þangað. Ljósm.: GFr. jg öld, fyrstur manna í margar á íslandi“ aldir. Hann segir að sagnir um ill- virkja, sem dvalist hafi í hellinum ásamt útliti hans hafi orkað svo á alþýðu manna, að menn hafi ekki þorað að koma inn í hann af ótta við að mæta þar bæði afturgöngum Hellismanna og öðrum draugum. Þorsteinn frá Hamri segist hafa orðið var við það í sínum uppvexti í Borgarfirði að gömlum mönnum var ekkert um hellinn gefið og vildu sem minnst af honum vita. Eggert Ólafsson getur um beina- hrúgu mikla við tóftirnar í ferða- bók sinni, mest af nautgripum, og var enginn leggur heill heldur höfðu þeir allir verið klofnir til mergjar. Leifar af þessari miklu beinahrúgu eru hér enn þó að ferðamenn hafi gerst nokkuð stór- tækir í að taka beinin með sér á umliðnum áratugum. Beinin frá 10. öld Halldór Laxness fór í Surtshelli 1948 og tók með sér hnútu sem höggvin var sundur á ská með flug- beittri egg. Hann hafði beinið með sér til Kaupmannahafnar og lét dýrafræðing rannsaka það. Niður- staða hans var sú að það væri úr „taminni kú, neðri endinn af lær- legg hægri framfótar, ytri brúnin höggvin af. Af stærðinni að dæma er þetta lítil kýr eins og tíðkuðust á miðöldum." Árið 1969 var beinið svo tekið til rannsóknar í stofnun tengdri náttúrufræðideild danska þjóðminjasafnsins sem sérhæfir sig í svokallaðri koIefnis-14 aðferð. Farið í Surtshelli í fylgd með Þorsteini frá Hamri Var beinið aldursgreint og kom í ljós að það var frá árinu 940 eftir Krist með 100 ára skekkju til eða frá. Eftir þessu að dæma eru mannvistarleifarnar í Surtshelli frá 10. öld. En hvað vitum við þá um Hellismenn? í fornum sögum er getið um þá í brotakenndum frá- sögnum. í Sturlubók Landnámu er sagt frá drápi átján hellismanna í Hellisfitjum og eru þar nefndir Þórarinn og Auðun Smiðkelssynir er réðu fyrir Hellismönnum. Enn- fremur er getið um Hellismenn í Harðarsögu en þar segir að Þorgeir gyrðilskeggi nam staðar á Arnar- vatnsheiði og lagðist í helli á Fitjum og safnaði sér liði og var þar, þar til er Borgfirðingar gerðust til þeirra. „Þá stökk Þorgeir norður á Strand- ir og var þar drepinn, sem segir í Álfgeirs þætti.“ Álfgeirs þáttur er nú týndur. Sögnin um Hellismenn lifir svo með þjóðinni uns hún er skráð í þjóðsögum Jóns Árnasonar og þá eru þeir orðnir 18 skólapiltar frá Hólum, sem drepið höfðu kerlingu eina, og lögðust út í Surtshelli. Undankomuleiðin Við vorum alllengi að bauka í Vígishelli. Hann lokast því nær að baki tóftarinnar en þar er þó hægt að skríða undir og þá opnast nýr hellir bak við, víður og stór: undan- komuleið Hellismanna. Hann mun ná allt til miðops Surtshellis enda fundum við greinilega súginn í hon- um þótt við legðum ekki í að fara hann allt til enda. Vígið er hið öruggasta hæli og ekki svo óvistlegt þó að vatn drjúpi sums staðar úr lofti. Þarna hefur verið kynt bál og reykurinn borist út með súginum. Og Hellismenn hafa legið undir sauðargærum í fletum sínum og e.t.v. tjaldað yfir. Köld hefur þó verið vetursetan. Og hingað var Órækja, sonur Snorra Sturlusonar, dreginn af Sturlu Sighvatssyni og mönnum hans, stungin úr honum augun og hann geltur. „Þá fara þeir í hellinn og upp á vígið" segir í Sturlungu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.