Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983 DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafssen. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðárdóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Úlafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Ólafur Björnsson Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaöaprent h.f. ritstjórnargrcin starf 03 Kjjör Albert ver Steingrím S *■ A fyrstu mánuðum nýrrar ríkisstjórnar kom fljótlega í ljós að aðgerðir ráðherranna voru með sérstökum Tívolí-brag. Þeir boðuðu aðhald og sparnað en fóru svo fljótlega að hygla sjálfum sér og vildargæðingum. Al- menningur átti að herða sultarólina en hirðin í kringum ráðherrana hélt áfram að gera það gott. Frumherji Tívolístælsins í stjórnarráðinu var sjálfur. fjármálaráðherrann Albert Guðmundsson. Hann var fljótur að hjálpa hamborgarasalanum vini sínum, sem hafði gefið hátt í tvö þúsund hamborgara á Háskóla- bíósfundi Alberts. Pétur í Aski þurfti á reddingu að halda til að Tívolígróðinn sæti nú í réttum höndum og auðvitað launaði ráðherrann vinargreiðann frá kosn- ingunum í vor. Fjármálaráðherrann gaf svo sjálfur út tilskipun til Gjaldheimtunnar um að hætt yrði að taka skatta- greiðslur af ráðherralaununum hans. Þess í stað var vísað á heildsölu ráðherrans út í bæ sem hann heldur áfram að reka „sem hluta af sínum persónulega fjár- hag“ svo notuð séu orð forstjóra fyrirtækisins. Fjár- málaráðherrann hefur því þá sérstöðu meðal opinberra starfsmanna að fá í sinn hlut öll launin án þess að nokkrar skattgreiðslur séu dregnar frá. Tívolíkerfið um fríðindi þeirra sem unnu í happdrættinu um ráðherra- stólana átti strax í sumar skeleggan talsmann í fjármála- ráðuneytinu. Það er því við hæfi og þarf ekki að koma neinum á óvart, að Álbert Guðmundsson skuli í Morgunblaðinu í gær taka að sér að verja bílafríðindi Steingríms Her- mannssonar. Auðvitað ofbýður Albert ekkert í þessum efnum. Hann sér ekkert athugunarvert við bílarúlettu forsætisráðherrans. Tívolíráðherrann úr fjármálaráðuneytinu og Blazer- ráðherrann í forsætisráðuneytinu hafa því greinilega myndað bandalag til að verja spillingu á æðstu stöðum. Kröfur þeirra um kjaraskerðingu almennings eiga sjálf- isagt eftir að aukast í réttu hlutfalli við þörf þeirra á að greiða götu eigin fríðinda. Fversagnirnar í stjórnarfar- inu ætla greinilega að verða forkostulegri en nokkurn grunaði í upphafi stjórnarsetunnar. Um leið og Albert heldur áfram að verja bílarúlettu Steingríms þarf hann að veita aðstoðarráðherra sínum Geir Haarde rækilega áminningu. Aðstoðarráðherr- ann ungi taldi að ráðherrar ættu alls ekki að hagnast á bílakaupum. Kannski notar Albert helgina til að útskýra fyrir Geir Haarde línuna úr Morgunblaðsviðtalinu, að ráðherrar eigi víst að fá að hagnast á slíkum kaupum - „það sé ódýrara fyrir ríkið.“ Dómur Seðlabankans Seðlabankinn hefur verið hlynntur þessari ríkis- stjórn. Jóhannes Nordal flutti í vor guðföðurræðu sem síðan varð uppistaðan í stefnu stjórnarinnar. Nú eru höfðingjarnir í Seðlabankanum greinilega komnir með einhverja bakþanka. í ritstjórnargrein í september hefti efnahagsrits Seðlabankans er því lýst yfir að stefna í ríkisfjármálunum um þessar mundir sé langt frá því að vera skynsamleg. Albert Guðmundsson fær lélega einkunn hjá Seðlabankanum. í raun er dóm- ur Seðlabankans sá að fjármálaráðherrann sé kolfallinn á prófinu um nauðsynlegt aðhald í ríkisfjármálum. ór Hús upp á 3-4 miljónir. (Ljósm. -eik—). Áttföld lágmarkslaun og flottir bílar ar hótelreikning hans og flugfarið er frítt fram og til baka. Bílar Steingríms Forsætisráðherra þjóðarinnar, Steingrímur Hermannsson, hefur aðgang að þremur bifreiðum. Blazerinn margumræddi kostar 1,2 miljónir. Láglaunafólkið í landinu greiddi í honum 700 þús- und og mun greiða bensín, við- haldskostnað og afskriftir meðan Steingrímur er ráðherra. Árið 1979 keypti Steingrímur stóran Blazer með sömu kjörum og „Iitla“ Blazerinn og hefur fengið fyrir hann í afskriftir upphæð sem nemur því er hann þurfti að reiða fram fyrir litla Blazerinn, þ.e. 500 þúsund krónur. Steingrímur hefur aðgang að öðrum bíl. Það er Buick Skylark, amerískur árgerð 1981. Slíkur bíll var síðast leystur út hjá véladeild Sambandsins í febrúar á þessu ári og kostaði þá 750 þúsund krónur. Svo er það gamli ráðherrabíll- inn. Það er Chevrolet Caprice, hin veglegasta kerra. Hann er notaður „til að keyra mönnum í veislur og svoleiðis", segir Steingrímur. Hús Steingríms Forsætisráðherra þjóðarinnar, Steingrímur Hermannsson býr að Mávanesi 19 á Álftanesi. Hús á borð við hús Steingríms munu seljast á 3-4 miljónir um þessar mundir að sögn fasteignasala. ast. Undanfarnar vikur hefur Þjóðviljinn kynnt lesendum sínum starf og kjör nokk- urra íslendinga. í síðustu viku var rætt við konu, er starfar á saumadeild Ríkis- spítalanna og í vikunni þar á undan fólk í fiskiðjuveri Bæjarútgerðar Reykjavík- ur. í dag kynnir Þjóðviljinn starf og kjörforsætisráð- herra þjóðarinnar, Stein- gríms Hermannssonar, Mávanesi 19, Álftanesi, Garðabæ. „Ekkert svigrúm til launahækkana.“ „Þjóðin verður að spara“, er boðskapur forsætisráðherra landsins til þjóðarinnar. Forsæt- isráðherra hefur ennfremur boð- að að ekkert „svigrúm“ gefist til launahækkana á næsta ári. Laun Steingríms Blazerinn: 1,2 miljónir og veislubfllinn. (Ljósm. -eik-). Forsætisráðherra þjóðarinnar, Steingríms Hermannssonar, hef- ur eftir 1. október 77.118,00 krónur í mánaðarlaun (þing- mannslaun 38.356,00, ferða- kostnað 1.825,00 og forsætisráð- herralaun 36.937,00). Steingrím- ur Hermannsson hefur frían síma og þegar hann fer til útlanda fær hann í vasann 3.828 krónur á dag (110 SDR) sem hann verður að vísu að greiða matinn sinn með. Sendiráð viðkomandi lands borg- Hinn bfllinn: Buick Skylark (Ljósm. -eik-).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.