Þjóðviljinn - 05.10.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. október 1983
V.*4 * Av* V;V .. *>>>%-" > 4 , * **.H - - \>
Fjölmennur fundur Alþýðubandalagsins í Stapa
„í kosningabaráttunni sl. vor
kom f ram að við í Alþýðu-
bandalaginu vorum mjög
svartsýn á það hvað myndi
gerast ef hægri öflin kæmust
til valda. Við bentum á
ýmislegt sem við töldum
vera í hættu. Ég segi ykkur
eins og er að ég held að
enginn okkar hafi látið sér
detta það í hug að annað eins
gengi yfir íslensku þjóðina
eins og nú hefur orðið, á
þessu sumri“, sagði Svavar
Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins m.a. á
fjölmennumfundi í
félagsheimilinu Stapa í
Njarðvíkum ífyrrakvöld.
Á annað hundrað manns af Suðurnesjum mættu á fund Alþýðubandalagsins í Stapanum í fyrrakvöld. - Mynd Eik.
Fylkjum liði gegn þessari
ríkisst j órn
Á annað hundrað manns mætti á
fund Alþýðubandalagsins sem
haldinn var undir yfirskriftinni
Lýðræði og launakjör, baráttan
gegn ríkisstjórninni. Frummæl-
endur á fundinum voru þau Elsa
Kristjánsdóttir bókari í Sandgerði,
Geir Gunnarsson alþingismaður
og Svavar Gestsson.
Ljóst hvert stefnir
Elsa Kristjánsdóttir hóf um-
ræðuna og tók ýmis dæmi af því
hvernig kjaraskerðingin hefur
bitnað á launafólki í sumar. Ein-
göngu væri ráðist á launin og eftir
yfirlýsingum forsætisráðherra ætti
enn eftir að herða að á næsta ári.
Til að halda sama kaupmætti og
launafólk hefði í dag þyrfti að
hækka laun um 30% á næsta ári en
Steingrímur Hermannsson boðaði
eingöngu 6% launahækkun. Það
væri því ljóst hvert stefndi.
Þá ræddi Elsa um þær víðtæku
hernaðarframkvæmdir sem fælust í
nýjustu byggðarstefnu Framsókn-
arflokksins sem nefndist Herstöð í
hvern landshluta. Nú þyrfti ekki
lengur að klæða hernaðarfram-
kvæmdir í Helguvík í dulargervi ol-
íumengunarhættu, heldur væru
þær nú nefndar langtímaáætlun til
að treysta stöðu hersins.
Verkalýðshreyfingin
handjárnuð
Geir Gunnarsson benti á það í
ræðu sinni að nú ættu sér stað
fjármagnsfærslur frá.launafólki til
atvinnurekenda í gríðarlegri mæli
en við hefðum áður upplifað.
Verkalýðshreyfingin væri hand-
járnuð og hlutur verkafólks hefði
verið skertur um 30% á sama tíma
Svavar Gestsson
og hlutur atvinnurekenda væri
aukinn um 25%. Kaupmáttur
kauptaxta væri nær 18% lakari en
fyrir kjarasamningana 1977.
Stjórnmálabaráttan síðustu ár
hefði einmitt snúist um árangur
sólstöðusamninganna 1977. Hann
rakti þróun kjaramála síðustu ár á
greinargóðan hátt og rifjaði um
leið upp ummæli Steingríms
Hermannssonar og Tímans um
leiftursókn íhaldsins þegar hún var
Elsa Kristjánsdóttir
kynnt opinberlega tyrir kosning-
arnar 1979. Þá var leiftursóknin
kölluð „Nýja hrollvekjan" sem
myndi kalla yfir illvígasta stéttar-
stríð. Það hefði síðan þurft Fram-
sóknarflokkinn í félag við íhaldið
til að setja þessa sömu leiftursókn
af stað, sem launamenn hefðu svo
illþyrmilega fundið fyrir síðustu
mánuði.
Fyrst og síðast
stéttarbarátta
„Launafólk verður líka að gera
sér ljóst að ef kjaraskerðing verður
umborin það lengi að hún leiðir til
samdráttar og atvinnuleysis þá
verður kjaraskerðingin varanleg,
því að atvinnuleysi er besti banda-
maður þeirra sem nú hafa beitt lag-
asetningu til að skera niður
kaupmáttinn um 30% í þeirri ætlan
þeirra að viðhalda til frambúðar
þeirri sviptingu þjóðarframleiðsl-
unnar milli launamanna annars
vegar og atvinnurekenda hins veg-
ar sem nú er verið að knýja fram
með valdboði. Það sem nú er að
fara fram er fyrst og síðast stéttar-
barátta," sagði Geir Gunnarsson í
lok ræðu sinnar.
Kaupið sallað niður
Svavar Gestsson fjallaði í upp-
hafi ræðu sinnar um kjaraskerðing-
arlög ríkisstjórnarinnar. Þau væru
einstök og ættu sér hvergi sam-
svörun í Evrópu nema þá kannski
hjá herforingjastjórninni í Tyrk-
landi.
Efnahagsráðstafanir ríkisstj órn-
Geir Gunnarsson
arinnar gengu ekki út á annað en
að salla kaupið niður. Nú væri svo
komið að launamenn í þessu landi
gætu ekki gengið lengra í því að
skera niður eigið kaup. Launafólki
væri nú nauðugur sá kostur að efla
samtakamátt sinn til að bæta lífs-
kjör sín að nýju. Þær verðbólgu-
tölur sem forsætisráðherra sýndi
þjóðinni væru ekkert annað en
sjónhverfing, því ríkisstjórnin gæti
ekki haldið þessari tölu niðri nema
með því að dæma fólk til varan-
legrar lífskjaraskerðingar.
En það væru greinilega aðrir en
launamenn sem fengju að mata
krókinn. Milliliðir og verslunar-
auðvald hefði aldrei haft annað
eins af fjármunum milli handanna,
það sýndi stórfelld útþensla þess-
ara aðila.
Brýnt að
hækka kaupið
Það væri brýn nauðsyn á því að
hækka laun í landinu og það væri
svigrúm til þess: Það sönnuðu bætt
viðskiptakjör, aukinn hagvöxtur í
viðskiptalöndum okkar, stórfelld-
ur hagnaður frystihúsa og stöðugt
olíuverð.
„Við skulum hrinda af okkur oki
bráðabirgðalaganna. Það er ekki
verkalýðshreyfingin sem hefur
rofið friðinn, það er ríkisstjórnin
sem hefur rofið friðinn með þessari
gífurlegu kjaraskerðingu. Það
verður að fylkja liði gegn þessari
ríkisstjórn", sagði Svavar Gestsson
á Stapafundinum.
-'g
,Jíf kjaraskerðingin verður umborin það lengi að hún leiðir til samdráttar og atvinnuleysis þá verður hún
varanleg“, sagði Geir Gunnarsson alþm. ma. í ræðu sinni. - Mynd. - eik.