Þjóðviljinn - 05.10.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 05.10.1983, Page 10
l6< SÍB'Al->— ÞJÓÐVIL'JININ ' Miðéikudagur 5. aktðber t98»: Sjö ára helvíti Hjá IÐUNNI er komin út bókin í víti eiturlyfja eftir Birthe E. Christensen. Þorvaldur Kristins- son þýddi. Höfundur er ung dönsk stúlka sem segir hér á umbúða- lausan hátt frá ævi sinni, einkum því skeiði sem hún var ánetjuð eiturlyfjum, en það voru sjö ár og hún var fimmtán ára þegar hún hóf að neyta þeirra. í kynningu forlags á kápubaki segir: „Hér leggur hún ævi sína á borðið. Hvernig hún ienti í eitur- lyfjunum.Hvernig „sjö ára helvíti sem djönkari og hóra“ gekk fyrir sig - og hvernig hún sneri við blað- inu. - Þessi bók er skrifuð handa þeim sem ekki þekkja vonleysi óviðráðanlegrar ffkniefnaneyslu. Það þarf k j ark til að slíta sig lausan, Og margt getur fleygt „stelpugæs eins og mér“ aftur í skítinn... Ég hélt að ég myndi aldrei sigra... Það tók mig rúm þrjú ár að skrifa þessa bók og það var hörð barátta að ljúka henni... Rís upp kona og sýndu hvað í þér býr!“ í víti eiturlyfja kom út í Dan- mörku árið 1981. Hún er gefin út með styrk úr norræna þýðingar- sjóðnum. Bókin er í tuttugu og ein- um kafla, 140 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. LAMBAKJÖT Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér nýja og nýstárlega matreiðslubók, þar sem lýst er í máli og myndum fjölmörg- um aðferðum við að matbúa lambakjöt. Bókin er unnin af rit- stjórum TIME-LIFE bóka á veg- um Time-Life útgáfunnar, undir umsjá bandaríska matreiðslu- mannsins Richard Olney, en þýð- andi hennar er Sigrún Davíðsdótt- ir. Þýðandinn segir í grein um bóki- na í Fréttabréfi AB: „... Áður fyrr kunnum við þó vissulega að nota lambakjötið vel, hver hluti skepn- unnar var nýttur á skynsamlegan hátt miðað við efni og aðstæður. En nú hentar gömul, hefðbundin matreiðsla á lambakjöti aðeins að litlu leyti. Það er því ærið forvitni- legt og lærdómsríkt að huga að því, hvernig farið er með lambakjöt annars staðar í heiminum, og er sannarlega víða leitað fanga í bók- inni. í fyrri hluta bókarinnar eru sýnd- ar myndir af ýmsum handtökum við matreiðslu á lambakjöti, bæði hvernig er hægt að meðhöndla ýmsa hluta kjötsins og eins hvernig farið er að við matreiðslu á ýmsum réttum. f síðari hluta bókarinnar eru svo uppskriftir, sem eru flokk- aðar eins og leiðbeiningarnar í fyrri hlutanum. Þar er fjallað um glóð- arsteikingu og steikingu á pönnu, ofnsteikingu, soðið kjöt, hvað hægt er að gera við afganga, og svo ýmsar aðrar aðferðir. Auk þess er sérstakur kafli með ýmsum grund- vallaruppskriftum t.d. að sósum, fyllingum, grænmeti og fleiru“ Petta er ríkisstjórnin að gera: Lánskj arav í sitala út yfir öll mörk Lánskjaravísitalan heldur áfram að hækka, eins og lög gera ráð fyrir. Á þessu ári hefur sigið mjög á ógæfuhliðina hjá skuldurum, eins og meðfylgjandi línurit ber með sér. Línuritið sýnir hlutfallið milli lánskjaravísitölunnar og kauptaxta Dagsbrúnar á þessu ári. Ef fullt samræmi ætti að vera milli kauptaxta og lánskjaravísit- ölunnar myndi línuritið liggja niðri við töluna 100. Tölur fyrir neðan 100 sýna, að skuldir minnka miðað við kauptaxta; tölur fyrir ofan 100 sýna, að skuldir vaxa umfram kauptaxta. Og það sðarnefnda hef- ur átt sér stað allt þetta ár, skuld- irnar hlaða utan á sig en kaupið vex sama og ekkert. Þetta getur aðeins endað á einn veg hjá skuldurum: öruggt gjaldþrot. Kaupgjald hækkar um 4 prósent 1. október og á línuritinu sést hvernig hlutfallið milli þess og lánskjaravísitölunnar mun verða eftir þá hækkun. Hlutfallið minnkar eilítið frá septembermán- uði. En hafa ber í huga, að frekari kauphækkanir verða ekki leyfðar á þessu ári, en lánskjaravísitalan mun halda áfram að hækka. ast Línuritið sýnir hlutfallið milli kauptaxta Dagsbrúnar og lánskjaravísitöl- unnar.Talan 100 sýnir að fullt samræmi sé þarna á milli, þ.e. skuldir vaxi ekki umfram kauptaxta. Línuritið sýnir hvað er að gerast: skuldirnar hlaða utan á sig og stórt bil hefur myndast milli lánskjaravísitölu og kauptaxta. Þetta bil mun halda áfram að vaxa, því lánskjaravísitalan heldur sínu striki en frekari kauphækkanir á árinu eru ekki Ieyfðar. pjonustusioa Pjooviijans Reyking og sala á matvælum iRO aw:” ý REYKOFNINN HF. \J/ Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. I ■. ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Sími46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarölagnir Viögeröir Breytingar Hreinsanir VELA- OG TÆKJALEIGA Alhliða véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvé/aleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKNI SF. Vélaleiga, sími 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. STEYPUSÖGUN vegg- og gólfsögun V ö K V APRESSA i múrbrot og fleygun KJARNABORUN fyrir öllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNI S/F Vélaleiga S: 46980 - 72460. Verkpantanir Irá kl. 8—23. TRAKT0RSGR0FUR L0FTPRESSUR SPRENGIVINNA 146297 ísskápa- og frystikistuviðgerðir Önnumst allar viðgerðir á p kæliskápum, frystikistum, frystiskápum og kælikistum. Breytum einnig gömlum kæliskápum í frysti- skápa. Góð þjónusta. SfVBr 'BMÍvmrk Reykjavikurvegi 25 Hafnarfirði sími 50473. GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA PÖNTUM - PÖKKUM SENDUM- SÆKJUM TRYGGJUM Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. • ••• Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. • ••• Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. Símsvari opinn allan sólarhringinn. ~~~JLandsþjonustan sJf Súðavogi 18. S.84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR |Vönduð vinna á hagstæðu verði\ Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.