Þjóðviljinn - 14.10.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. október 1983 Pétur Kristjánsson, í gamla feldin- um, raulaði m.a. Rollingalög, en var hlýlegar klæddur en sá er söng þau í Stones-kvikmyndinni í Regn- boganum um daginn, sjálfur Mick Jagger ber að ofan og eins og ung- lingurinn í skóginum... „Bítlast“ á Broadway Myndir - Magnús. Magnús Þór Sigmundsson, helm- ingurinn af Magnúsi og Jóhanni. Gunnar Þórðarson á líklega heiðurinn af því hversu „prófessjónal” vinnubrögð eru á skemmtiatriðunum á svokölluðum Bítlakvöldum sem fyrir skömmu hófust í Broadway og verða enn um hríð ef marka má góða aðsókn. Hér sjáum vi hann með gítarinn og hluta af stórgóðri hljómsveit sinni sem leikur fyrir dansi á Broadway. Lengst til hægri er Pálmi Gunnarsson, sem er einn fjölmargra söngvara sem fram koma á Bítlakvöldunum. Til vinstri er svo strengjakvartett sem leikur með í Bítlatímabilsprógramminu. Semsagt, vönduð skemmtidagskrá í Broa- dway um þessar mundir. Jóhann G. Jóhannsson, fyrrum bassaleikari og gítarleikari Óðmanna, söng Led Zeppelin-lög sem var eitt besta atriði kvöldsins. Þá kvað Engilbert hafa „brillerað”, en vér mistum af honum vegna seinlætis. Shady Owens kom frá London og söng sallavef Ölafur Þórarinsson, fyrrum söngvari og gítarleikari Mána frá Selfossi, syngur, og Sverrir Guðjónsson raddar....góðir. Jónas R. fyrrum Flowers-söngvari sýndi tilþrif á sviðinu, þótt enginn slái við Rúnari okkar Júl, sem er upp um alla veggi og festist ekki á okkar filmu....

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.