Þjóðviljinn - 14.10.1983, Síða 3
f-» »f %•»,•!,V*«, 4' •*■ '•' • 1 ,» /M >' »' * «'•( -- A Vl?, r
Föstudagur Í4. októbér 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Seldu samvisku sína
fyrir 6 ráðherrastóla
- Það sem eftir stendur í þessari umræðu, er það að
forsætisráðherra og Framsóknarflokkurinn vildu ekki
þinghald í sumar - og Sjálfstæðisflokkurinn sem vildi
þing, seldi þá sannfæringu sína fyrir sex ráðherrastóla,
sagði Svavar Gestsson í lok umræðunnar um þingræðið
og lýðræðð utan dagskrár á alþingi í gær.
Eiður Guðnason hóf umræðuna
utan dagskrár, en Svavar Gestsson,
Guðmundur Einarsson og Jón
Baldvin Hannibalsson gagnrýndu
einnig harðlega ríkisstjórnina fyrir
hroka og valdníðslu, kaupskerð-
ingar og átróðslu á þingræðinu. Til
andsvara voru þeir Ólafur G. Ein-
arsson, Sverrir Hermannsson,
Eykon, Albert Guðmundsson og -
Steingrímur Hermannsson.
Sjálfstæðismennirnir héidu því
fram, að þeir hefðu viljað þinghald
í sumar en þeir hefðu beygt sig
undir ákvörðun forsætisráðherra.
-óg.
Enn ræðst Albert að verkalýðsfor-
ingjum í Sjálfstæðisflokki og Al-
þýðubandalagi.
Stórhækkun í mötuneytum BUR-fólks
Hækkar allt
nema kaupið
segir Ragnar Guðbjartsson
„Það væri nær að hækka
Iaunin hjá okkur verkafólkinu,
heldur en að hækka sífellt
nauðþurftir. Við þurfum að lifa
eins og aðrir og fá okkar“, sagði
Ragnar Guðbjartsson starfs-
maður í saltfiskverkun Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur við
Meistaravelli í samtali við Þjóð-
viljann.
„Það var verið að hækka máltíð-
irnar hérna í mötuneytinu. Þessir
menn sem standa að þessu ættu að
skammast sín. Við eigum varla
fyrir matarbita fyrir þau laun sem
okkur eru skömmtuð hvað þá að
geta kyngt þessum hækkunum. Við
lifum ekki af því litla sem við
öflum. Þessir herramenn verða að
gera sér grein fyrir því. Þetta er
alltaf sama sagan. Það hækkar allt
nema kaupið. Við fáum ekki nema
60 kr. fyrir dagvinnustundina og
það dugir því ekki klukkutíminn til
að vinna sér fyrir máltíðinni eftir
þessa hækkun. Og ekki á ástandið
eftir að batna ef fram heldur sem
þessir ráðamenn þjóðarinnar hafa
boðað með frekari kjaraskerðingu
á næsta ári. Mér finnst nú þegar
meira en nóg komið“, sagði Ragn-
ar Guðbjartsson. - Ig.
Ragnar Guðbjartsson. Ljósm.: Magnús,
Enn ræðst fjármála-
ráðherrann á
verkalýðsfélögin
Lætur
stjórnast
af komm-
únista-
deildinni
„Kommúnistadeildin í Al-
þýðubandalaginu er að reyna
að stjórna verkalýðssamtöku-
num,“ sagði Albert Guðmunds-
son fjármálaráðherra á alþingi í
gær þegar hann réðst enn einn
ganginn á verkalýðsfélögin í
landinu. Að lokinni ræðu hvarf
ráðherrann úr alþingishúsinu
og hlýddi því ekki á andsvör við
ræðu sinni.
Með um 2000 kr. í vikulaun
„Varla fyrir
matarbita“
segir Guðný
Sigurðardóttir
„Það er ekki beðið með að
hækka matinn við okkur, en
kaupið getur beðið. Ástandið er
hálfgerð hörmung“, sagði
Guðný Sigurðardóttir, sem hef-
ur unnið síðustu 12 ár við salt-
fiskverkun hjá BÚR:
„Bónusinn á aö bjarga öllu- en
við hérna erum á langlægsta bónus
sem þekkist í bænum og sjálfsagt
víðar. Hann er alls ekki rétt mæld-
ur. Kaupið er rétt rúmar 2000 kr.
fyrir vikuna eftir 8 stunda vinnu-
dag. Þetta dugir varla fyrir matar-
bita og nú á að kyngja þessari nýj-
ustu stórhækkun á fæðinu í mötu-
neytinu hérna. Það var ekki á það
bætandi," sagði Guðný Sigurðar-
dóttir. - Ig.
Fyrirspurnir á þingi
Hjartaskurðlœkningar og jafnrétti
Svavar Gestsson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir á þingi. Hann spyr
heilbrigðis- og trygginarráðherra hver séu áform ríkisstjórnarinnar varð-
andi stofnun deildar fyrir hjartaskurðlækningar á Landsspítalanum?
Svavar spyr og félagsmálaráðherra hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram
og fá afgreiðslu á þessu þingi á tillögum um breytingu á jafnréttislögum
sem unnar voru í tíð ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens?
Nýr Grettir og gœðamál
Skúli Alexandersson hefur lagt fram tvær fyrirspurnir til samgönguráð-
herra og sjávarútvegsráðherra. Hann spyr þann fyrrnefnda hvort áætlað
sé að smíða eða kaupa nýtt dýpkunarskip í stað Grettis og hve há fjárhæð
vátrygging Grettis hafi numið. Einnig spyr Skúli hvernig því fé hafi verið
ráðstafað.
Þá spyr Skúli sjávarútvegsráðherra hverjar séu helstu aðgerðir á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins sem fyrirhugaðar séu til að koma á bættri með-
ferð sjávarafla? Hann spyr og hvernig það fé hafi verið notað sem tekið
var af gengismun sjávarafurða 1982 til aðgerða til að bæta meðferð
sjávarafla, og hvernig eigi að nota það fé sem tekið hefur verið í sama
skyni af gengismun 1983? Hann biður um sundurliðið yfirlit.
Nýjar herstöðvar?
Steingrímur Sigfússon beinir fyrirspurn til utanríkisráðherra í þremur
liðum: 1. Hvers eðlis eru þau mannvirki sem áform eru um að reisa á
Norð-Austurlandi og Vestfjörðum á vegum bandaríska hersins? 2. Hafa
farið fram einhverjar viðræður um slík mannvirki? 3. Hafa verið gerðar
rannsóknir til undirbúnings staðarvali fyrir slík mannvirki, og ef svo er,
hefur það þá verið með leyfi utanríkisráðuneytisins?
Kostnaður við stórbyggingar
Karvel Pálmason spyr viðskiptaráðherra um hvað Seðlabankahúsið
hafi kostað til þessa, og menntamálaráðherra um byggingarkostnað Þjóð-
arbókhlöðu. Hann spyr þann síðarnefnda einnig um kostnað við Útvarps-
húsið. Loks fær landbúnaðarráðherra spurningu frá Karvel um það hvern-
ig byggingar Osta- og smjörsölunnar séu fjármagnaðar, og hve miklu
fjármagni eigi að verja til þeirra.
Bændakostnaður við Blöndu
Eiður Guðnason spyr iðnaðarráðherra um virkjunarkostnað við
Blöndu. Hann vill fá að vita hverju kostnaður við framkvæmdir sem átt
hafa sér stað í tengslum við virkjun Blöndu nemi? Hér er átt við kostnað
við framkvæmdir sem „eru í raun fyrir og í þágu bænda og landeigenda á
svæðinu?" Eiður vill vita hvaða aðilar hafa fengið greiðslur og hve mikið
komið í hlut hvers. Loks spyr hann hvaða aðilar muni fá greiðslur vegna
sölu vatnsréttinda. -ekh.
Ráðherrann sagði að ekki væru
allir jafn slæmir í Alþýðubandaiag-
inu. Þannig væri sérstök kommún-
istadeild allsráðandi. Hún væri arf-
taki Kommúnistaflokks íslands ög
meðsömu mönnum (Kommúnista-
flokkur íslands var lagður niður
árið 1938 innsk. blaðamanns). For-
maður kommúnistadeildarinnar
væri einnig formaður Alþýðu-
bandalagsins (Svavar Gestsson) og
þessi deild væri einnig kölluð
„menningardeild Alþýðubanda-
lagsins". Hins vegar væru verka-
menn í Alþýðubandalaginu og
hann vonaðist til að þeir sýndu þol-
inmæði og létu ekki kommúnista-
deildina rugla sig í ríminu. _ óg.
250 hjá
Steingrími
Aðeins 250 Reykvíkingar sáu
ástæðu til að hlýða á kjaraskerð-
ingarboðskap Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra á
opnum fundi á Hótel Sögu í
Reykjavík í gærkvöld. Á fundi
Alþýðubandalagsins fyrir nokkr-
um dögum á sama stað um kjara-
rán ríkisstjórnarinnar mættu yfir
800 borgarbúar.
Leiðrétting
Lakari
gæða-
kröfur
Merkingu setningar í forsíðuvið-
tali við Jóhannes Gunnarsson for-
mann Neytendafélags Reykjavíkur
var gjörsnúið í gær, þegar orðið
„strangari" kom í stað „lakari“.
Rétt er setningin þannig:
„Gæðakröfur hjá okkur í þessum
efnum (kjötvörur) munu þó vera
lakari en meðal ýmissa annarra
þjóða“.