Þjóðviljinn - 14.10.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. október 1983 DIOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Eramkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Jtitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdcrsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarsnn. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margret Guðmundsd. Húsmóðir: Bergljót Guðiónsdóttir. Bilstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. .Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir / Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavik, sími 81333. Umbrot og setning: Prant. Prentun: Blaðaprent h.f. Á réttri leið? Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið. Ríkisstjórnin er á réttri leið. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru á leið. um landið með þann boðskap að ríkisstjórnin og Sjálf- stæðisflokkurinn séu á réttri leið. Með yfirskriftinni á fundaherferð íhaldsins um landið viðurkennir forysta flokksins að það sé rétt leið að stjórna í andstöðu við stefnumið þau sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur fram í kosningum. Þeir boðuðu frjálsa og ábyrga samninga fyrir kosn- ingar. Eftir kosningar afnámu þeir samningsréttinn. Þeir prédikuðu virðingu fyrir þingræðinu fyrir kosning- ar, en eftir kosningar frestuðu þeir þinginu í rúmt hálft ár og stjórnuðu með bráðabirgðalögum. Þeir gagnrýndu kaupskerðingar og vísitölukrukk fyrir kosn- ingar, en bönnuðu verðbætur á laun og efndu til mestu kjaraskerðingar frá upphafi lýðveldis eftir kosningar. Þeir boðuðu baráttu gegn Sambands-einokun fyrir kosningar, en gerðu bandalag milli stórkapítalsins og Sambandsins eftir kosningar. Frjálshyggjan reyndist aðeins áróðursbragð fyrir kosningar, en einokun, ríkis- kapítalismi og varðstaða um báknið einkenni stjórnar- farsins eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið. Þá vitum við það. Sjálfstæðisflokkurinn lét sér mjög annt um breyting- I ar á kjördæmaskipaninni og leiðréttingu á misvægi at- j kvæða í vetur. í vor gerði hann svo bandalag við Fram- sóknarflokkinn um að fresta öllum leiðréttingum í kjör- dæmamálinu í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn kynnir sig sem flokk allra stétta, en í sumar hefur hann ræki- legar en nokkru sinni fyrr minnt á eðli sitt sem hagsmunatæki fésýslumanna. Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið segja ráðherrar hans. Ráðherrar hins „frjálslynda og víðsýna“ íhaldsflokks „allra stétta“ telja sig vera á réttri leið með því að beita aðferðum lögregluríkis við að kveða niður verðbólgu- drauginn. Tilgangurinn helgar meðulin segja ráðherr- arnir kampakátir á leið sinni um landið. Lögþvinguð niðurgreiðsla á verðbólgu úr vasa launafólks og gegnd- arlaus seðlaprentun í Seðlabankanum til þess að halda hjólum atvinnulífsins gangandi er engin lækning. Það er enn einu sinni verið að fresta vandanum og búa til sjónarspil kringum verðbólguhjöðnun. Sjálfstæðis- flokkurinn er á réttri leið eins og þegar Geir Hallgríms- j son ætlaði að koma verðbólgunni niður í 15% með I Framsókn 1974 til 1978, en skildi við í 50% verðbólgu j og sló fyrri verðbólgumet. Ráðherrar íhaldsins segjast vera á réttri leið. Þeir i hafa í sumar afhjúpað eftirminnilega að það er ekkert i að marka stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Þau eru að- 1 eins dulur sem hengdar eru út á snúru fyrir kosningar, ; en vandlega faldar eftir kosningar. En Þjóðviljinn tekur undir það að Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið, ■ þegar hann opinberar fyrir alþjóð að hann er ekkert ; annað en hagsmunatæki atvinnustjórnmálamanna, j stóratvinnurekenda og smákónga sem hafa komið sér | vel fyrir í kerfinu. - ekh ! Þarf kosningar? Karnabæjarforstjórinn segir í viðtali við Þjóðviljann í gær að ekki þýði að skella skuldinni á ríkisstjórnina „þar sem þetta sé nú einu sinni stjórn sem fólkið hafi kosið“. Þetta er ekki rétt hjá forstjóranum. í kosning- um kjósa menn flokka, en ekki ríkisstjórmr. Flokkarnir; semja síðan um stjórnannyndun eftir kosningar. Þenn- an barnaskólalærdóm kann Karnabæjarforstjórinn að sjálfsögðu. Kannski ber að skilja orð hans á þann veg að búið hafi verið að semja um samvinnu Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar? Siðferðis- riddarinn Stjórnspekingurinn Jón Bald- vin Hannibalsson, sem stendur siðferðislega til hægri við miðju í Sjálfstæðisflokknum og SÍS, hélt ræðu á dögunum. Að þessu sinni var hann ekki púaður niður, ekki afþví hugur manna hafi staðið til þess, heldur vegna hins að ein- ungis 8 dyggir stuðningsmenn hlýddu á spekinginn. Þess vegna er brugðið á það ráð að birta þessa ræðu í heild sinni í Alþýðublaðinu í trausti þess að enginn hafi eldspýtnastokk á sér til að troða blaðinu í. Þar er Jón Baldvin að tala um stjórnmálaflokka og segir að Al- þýðubandalagið sé „siðferðislega dæmt úr leik“ Þá segir Jón Baldvin að „Bæði stjórn og stjórnarandstaða sigli með lík í lestinni“. Eftir þessari ræðu að dæma er auðvelt að fall- ast á kenninguna, og geta sér til um sökudólginn í stjórnarand- stöðunni þó erfitt sé að skilja játningar siðferðisriddarans á þessum vettvangi. Nú skulum við skoða fleiri dæmi um hið pólit- íska siðferðisþrek þingkrata síð- ustu tvo daga: „Gleyma“ Alusuisse Jón Baldvin Hannibalsson og félagar hans í þingflokki lögðu fram tillögu til þingsályktunar, 2. mál þingsins í ár, um „könnun á orsökum hins háa raforkuverðs til almennings á íslandi“. í sjálfu sér væri þetta aldeilis ágæt tillaga ef hún væri samin af ippt nema þessir siðprúðu kratar sem standa að nefndri tillögu til þings- ályktunar, vita að almenningur þarf að greiða svona hátt raforku- verð vegna þess að í rafmagns- verðinu er almenningur að greiða niður raforkuna til álhringsins. einhverjum lágmarksheilindum að ekki sé minnst á tieiðarleika. Lagt er til að þriggja manna nefnd „óháðra sérfræðinga" kanni þetta mál gaumgæfilega. Hverjir skyldu nú vera „óháðir"? Allavega ekki kratar. í greinar- gerð tíunda þeir fjölmörg atriði sem áhrif geta haft á orkuverð: „Skattlagningu orkunnar" og fleira í sama dúr. Aðal málið er hins vegar það, að ekki er minnst á þann aðila sem kratar þora ekki að nefna upphátt af hræðslu við stóra bróður, nefnilega Alusuisse. Þeir spyrja um „aðhald og hagsýni" en ekki um þann aðila sem kaupir helming allrar raforku af Lands- virkjun. Þeirspyrja um „dreifing- arkostnað" en nefna ekki einu orði að raforkan er seld Alusuisse langt undir kostnaðarverði. Allir Markviss gagnrýni krata á fjárlögin Með svipaðri siðprýði hefur talsmaður krata í fjármálum ríkisins á þingi staðið að sinni málafylgju þegar hann er spurður um álit á fjárlögum afturhalds- sömustu ríkisstjórnar hér á landi fyrr og síðar. Hann segir að „þetta frumvarp tii fjárlaga sé tímamótandi" og að það sé „greinilegur vilji fyrir hendi að gæta sparnaðar og ráð- deildar“. Þetta er fjárveitingar- aiefndarmaðurinn Karvel Pálma- fcon sem mælir svo siðprútt og spaklega. Hvar er þessi „ráðdeild og sparnaður"? í 113.3% hækk- uninni til „varnarmáladeildar"? Er ráðdeildin í Blazermálinu? lUm hvað er maðurinn að tala? Sparnaðinn á almennu launa- fólki? Eða afnám skatta á hluta- bréfabraski? Það er von að slíkur maður gangi lengst í óvæginni gagnrýni sinni á hina ríkisstjórn þegar hann talar um „óvissu- þætti“ og „misræmi“. Vilja kratar fara í ríkisstjórnina? Nú gefur framkoma þingkrata tilefni til að spyrja hvort það hafi verið einhver annar en formaður flokksins sem krafðist þess að Kjartan yrði forsætisráðhera í samstjórninni sem var í burðar- liðnum í sumar? Og þessi fram- koma öll gefur einnig tilefni til að spyrja hvort kratarnir vilji ennþá komast í ríkisstjórnarbólið með stórkapítalinu og SÍS-miðstýring- aröflunum? - óg og skorið Steingrímur að skoða Hvað er Steingrímur Her- mannsson að gera þessa dagana? Hann er búinn að segja lands- mönnum hvað ríkisstjórnin sé að gera fyrir þá, búinn að fá sér Blazer, búinn að dreifa stefnu- ræðu sinni og búinn að láta semja áróðursbækling á kostnað skatt- greiðenda til þess að sannfæra þá um nauðsyn þess að spara við sig. Hann er líka búinn að losa Sam- bandið við gulgræna kjötið. Dug- legur Steingrímur. Og ekki lætur hann deigan síga. Morgunblaðið upplýsir í gær að forsætisráðherra sitji nú við að skoða listana með nöfnum 34 þúsund manna er mótmæltu af- námi samningsréttar. „Það er verið að skoða listana. Við höfum eiginlega hugsað okk- ur að senda öllum þeim sem skrif- uðu á listana ákveðnar upplýsing- ar um þróun mála og skýringar á því hvers vegna afnám samnings- réttar var talið nauðsynlegt, en það vantar heimilsföngin á list- ana, þannig að sú ákvörðun er líklega óframkvæmanleg." Sjálfur kjarninn Það væri með tilliti til orða ráðherrans um „nauðsyn á af- námi samningsréttar" full ástæða til þess að senda út nokkur frum- atriði um það hve nauðsynlegt sé að hafa samningsrétt. Verkalýðs- hreyfingin var áratugi að berjast fyrir þessum einföldu mannrétt- indum. Þau eru sjálfur kjarni ver- klýðsbaráttunnar og eiga veru- legan þátt í þróun velferðarríkja á Vesturlöndum. - ckh - ekh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.