Þjóðviljinn - 14.10.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. október 1983 Þýskir Natohermenn gegn nyjum eldflaugum. Nóbelsskáldið Heinrich Böll hefur látið að sér kveða í mótmælaaðgerðum. Þýska ,,heita friðarhreyfingin og haustið” Hrafn Arnarson skrifar gerðir. Eitt af meginviðfangsefnum trúar- legra friðarhópa er að festa umræðuna um friðarmál í sessi innan safnaðanna, gera hana að eðlilegum þætti í safnaðarstarfinu. Konur Um 70% þýsku þjóðarinnar er andvíg staðsetningu nýrra bandarískra eldflauga í landinu og 20-39% eru, samkvæmt skoðanakönnunum reiðubúnir til að taka þátt í mótmælaaðgerðum til að staðfesta þessa skoðun. Frá októberaðgerðum friðarhreyfingarinnar þýsku segir Hrafn Arnarson í eftirfarandi grein. Á undanförnum þremur árum hefur nýr aðili komið fram á svið þýskra stjórnmála og nú eru áhrif hans orðin slík að allar vald- astofnanir verða að taka afstöðu til hans og orkusprengjuhöfða í landinu. Á þessum árum voru aðstæður mjög erfiðar og kald- astríðið í hámarki. Þýski stjórnmálafræð- ingurinn Alfred Grosser hefur orðað það svo að kalda stríðið og kommúnistahræð- slan hafi getið af sér tvíbura, annars vegar Nato og hins vegar Þýska Sambandslýð- veldið. „Hreyfingunni gegn kjarnorkudauða“ tókst að virkja mjög mikinn fjölda fólks í mótmælagöngu á seinni hluta 6. áratugar- ins. Á árunum eftir stríðið var meðal al- mennings mjög víðtæk andstaða gegn hern- aðarstefnu og enduruppbyggingu þýska hersins, en stjórnvöld með Adenauer kan- slara í broddi fylkingar virtu allar kröfu- gerðir og óskir í þá veru að vettugi. Skipu- lagsleg tengsl hreyfingarinnarviðS.P.D. og D.G.B. voru henni einnig fjötur um fót, vegna þess að þar með varð hún þátttakandi í kjarabaráttu og flokkspólitískri baráttu. fjölbreytni hvað varðar starf, aðgerðir og pólitískar hugmyndir. Segja má að hreyf- ingin sé samsafn eða lauslegt samband margra ólíkra pólitískra hópa, sem hver og einn reynir með sínum hætti að tengja friða- rmál öðrum málum sem mikilvægust eru að þeirra eigin mati. Aðgerðir hreyfingarinnar mun ná á kveðnu hámarki 15.-27. október næst- komandi. Á ráðstefnu sem haldin var í 17. okt. er dagur kvenna. í lok maí var haldin ráðstefna kvenna úr öllu Sambands- lýðveldinu, sem bar heitið „Konur - friður - andhernaðarstefna“. í ályktun sem sam- þykkt var á ráðstefnunni var hernaðarstefn- an sett í heildarsamhengi, hún var gagnrýnd sem hluti af stefnu sem hefur m.a. í för með sér versnandi félagslega stöðu konunnar hvað varðar starfsmöguleika, menntunar- möguleika Q.s.frv. Aðgerðir kvenna á þess- Meira að segja á kirkjulegum ráðstefnum hefur mörgum hitnað í hamsi. Mótmælaaðgerðir í Krefeld í sumar sem umdeildar urðu: kemur til átaka? þeirra vandamála og umræðu, sem hann beitir athyglinni að. Þessi aðili er friðar- hreyfingin. Mjög erfitt er að lýsa henni: Helsta einkenni hennar er nefnilega mikil fjölbreytni hvað varðar skipulagsform, það hvernig vandamál stríðs og friðar eru tekin fyrir, hugmyndir og tillögur um skipulag öryggismála í Evrópu. Nú og þá í pólitískri umræðu í sumar hefur gjarnan verið notað hugtakið „heitt haust“ og er þá átt við þá pólitísku umræðu og aðgerðir sem fram munu fara nú á næstu viku. Hafa margir fréttaskýrendur gengið svo langt að nefna þetta meiri háttar þolraun fyrir hið unga þýska Sambandslýðveldi. Nú mun væntanlega reyna á hversu djúpar rætur lýðræðisvitund og pólitískt umburðarlyndi eiga sér í pólitískri siðmenningu í þessu landi. Nú er það svo að sú hreyfing sem orðið hefur til á undanförnum árum er ekki fyrsta friðarhreyfingin í sögu Þýska Sambandslýð- veldisins. Á fyrstu árunum eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar og einkum á fyrri hluta 6. áratugarsins var hreyfing sem nefndist „Anti-Atomtod-Bewegung“, þ.e. „Hreyfing gegn kjarnorkudauða" starf- andi. Hún var skipulagslega tengd jafnað- armannaflokknum, S.P.D. og verkalýðs- samtökunum, D.G.B. Hún barðist gegn staðsetningu bandarískra eldflauga í Þýska- landi, gegn geymslu og staðsetningu kjarn- Þessi skortur á eigin skipulagningu var veruleg orsök að pólitísku áhrifaleysi henn- ar. Hún lagðist svo niður í lok 6. áratugar- ins. Á 7. áratugnum voru páskagöngurnar einn af vettvöngum friðarsinna til að láta skoðanir sínar í Ijós. Að þessum göngum stóðu samtök einstaklinga, - ekki hópa eð samtaka - og voru þau skipulagslega óháð stjórnmálaflokkunum. Göngur þessar gengu undir ýmsum slagorðum t.d. „Páska- göngur andstæðinga kjarnorkuvopna", „Barátta fyrir afvopnun", „Barátta fyrir lýðræði og afvopnun". Páskagöngur Segja má að páskagöngurnar hafi haft talsverð áhrif á pólitíska menningu og aukið almenna pólitíska virkni. Um skeið tókst friðarsinnum að hafa töluverð áhrif á og móta hina almennu pólitísku umræðu. Pólitískur grundvöllur þessarar hreyfingar var breiður, innan vébanda hennar var fólk, sem var friðarsinnar af siðferðilegum ástæðum (pazifistar), fólk sem barðist gegn kjarnorkuvopnum og fyrir afvopnun og ýmsir hópar sem börðust fyrir auknu lýð- ræði og réttindum minnihluta. í lok 7. áratugarins liðu páskagöngurnar undir lok, en í fyrra, 1982, voru þær teknar upp að nýju og eru nú einn þáttur í fjölþættu starfi friðarhreyfingarinnar. Eins og að framan sagði er eitt helsta einkenni hreyfingarinnar mikill fjölbreytileiki og Köln í maí síðastliðinn, á vegum samhæf- ingarnefndar hreyfingarinnar, var ákveðið að í skipulagningu aðgerðanna yrði tekið tillit til starfs fólks og þeirra möguleika sem starfsaðstæður byðu þeim til aðgerða. Hug- myndin var að hver og einn hópur gæti nýtt sína sérstöku möguleika sem best. Laugar- daginn 15. okt. munu mjög mismunandi aðgerðir fara fram um allt sambandslýð- veldið, t.d. friðarhátíðir og friðargöngur og eiga þessar aðgerðir að verka sem merki um upphaf aukinnar umræðu og baráttu. Kirkjurnar 16. okt. er dagur kristnu kirknanna og annarra trúarbragðasafnaða. Hvað evang- elísku kirkjuna varðar er þessi dagur beint framhald af kirkjuþingi hennar sem haldið var í júní síðastliðinn í Hannóver. Kjörorð þess þings var: „Afturhvarf til lífsins, við höfnum öllum gjöreyðingarvopnum." Innan kaþólsku kirkjunnar mun „Initiative Kirche von unten“ láta að sér kveða. Þetta eru samtök fólks sem eru í andstöðu við ríkjandi öfl innan skrifræðis kirkjunnar. „Pax Christi" sem eru þekkt alþjóðleg ka- þólsk friðarsamtök munu einnig beita sér fyrir ýmsum aðgerðum. Þegar þetta er ritað er ekki vitað nákvæmlega hvaða aðgerðir hinn kirkjulegi armur friðarhreyfingarinn- ar muni beita sér fyrir. Margar hugmyndir hafa komið fram t.d. heimsóknir í vopna- framleiðslufyrirtæki, friðarguðsþjónustur, pílagrímsgöngur, föstur og næturbæna- um degi munu verða með fjölbreytilegum hætti. Einna þekktust af friðarsamtökum kvenna er „Frauen fúr den Frieden" (konur fyrir friðinn). Þessi samtök hafa sótt margar af hugmyndum sínum um aðgerðir til skandinavískra kvenna. Þær hafa tekið mjög virkan þátt í umræðunni um andóf án ofbeldis. Verkalýðssamtök 18. okt, er dagur and-hernaðarstefnu og alþjóðlegrar samstöðu. Þennan dag verður reynt að ná til og virkja fólk sem vinnur í hernaðariðnaði, í vopnaframleiðslufyrir- tækjum, og einnig verður reynt að koma á stað umræðum meðal hermanna í þýska hernum. Sérstök vandamál erlendra verka- manna, „gistiverkamanna“, og pólitískra flóttamanna verða einnig í miðpunkti að- gerða og umræðu þessa dags. Einnig fara fram aðgerðir sem beinast gegn nýfasisma og gegn fjandsamlegum viðhorfum gagnvart útlendingum, „útlendingahatri", les tyrkjahatri. Sá hluti friðarhreyfingar- innar sem beinir einkum athygli sinni að samhenginu milli vandamála þróunarland- anna og hernaðarstefnu og hvervæðingu í iðnríkjunum mun væntanlega verða mjög áberandi þennan dag. Þannig hafa t.d. sam- tökin „Pax Christi" varað við evrópskri eigingirni í friðarumræðunni, þ.e. ekki er hægt að líta á friðar- og öryggismál í Evrópu sem óháð heildarsamhengi alþjóðastjórn- mála.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.