Þjóðviljinn - 14.10.1983, Síða 7
Föstudagur 14. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
19. okt. er dagur verkamanna og bænda.
Þennan dag munu einkum friðarhópar sem
starfa innan fyrirtækja hafa sig í frammi og
einnig þeir hópar sem byggja á hefðbund-
inni verkalýðssinnaðri sósíalískri stefnu t.d.
D.K.P. Þýski kommúnistaflokkurinn og
samtök ungra jafnaðarmanna.
Verkalýðssamtökin, D.G.B., lýstu
snemma á þessu ári yfir almennum stuðn-
ingi við haustaðgerðir friðarhreyfingarinn-
ar og hvatti meðlimi sína til að taka þátt í
öllum löglegum aðgerðum.
Verkalýðshreyfingin mun hins vegar ekki
beita skipulagslegum mætti sínum gegn
staðsetningu nýrra kjarnorkuvopna. Allt
frá upphafi Sambandslýðveldisins hefur
pólitískt verkfall verið nánast bannorð í
stjórnmálaumræðu. Það er yfirlýst stefna
verkalýðssamtakanna að pólitísku verk-
falli, þ.e. verkfalli til að skapa þrýsting á
ríkisvaldið, t.d. allsherjarverkfalíi verði
eingöngu beitt ef stjórnarskráin og tilvera
borgaralegs þingræðis er í hættu.
Innan ákveðinna hluta verkalýðs-
hreyfingarinnar t.d. I.G.Metall, félagi
verkamanna í járn og stáliðnaði, hefur átt
sér stað umræða um að beita verkfallsvopn-
inu, en fyrir þá stefnu hefur ekki fundist
meirihluti. Áhrifamenn innan vinstri arms
S.P.D. t.d. Oskar Lafontaine, borgarstjóri
í Stuttgart, hafa einnig varpað hugmynd-
inni um pólitískt verkfall fram í almenna
umræðu.
Heldur samtökin
Rétt er að taka fram í þessu sambandi að
D.G.B. eru heildarsamtök eínstakra verka-
lýðsfélaga, álíka og ASÍ innan vébanda
þeirra er fólk með mjög ólíkar skoðanir og
meðlimir margra flokka. Þetta leiðir af sér
að erfitt er að ná samstöðu um ákveðnar
róttækar pólitískar aðgerðir, þar sem þær
væru í andstöðu við hugmyndina um skipu-
lagningu einingu allra verkalýðsfélaga.
Frá upphafi hefur D.G.B. þó beitt sér
með ýmsum hætti fyrir friði og slökunar-
stefnu í alþjóðamálum. 1. september á
hverju ári skipuleggur D.G.B. mótmæla-
göngur og útifundi. Þar hafa gjarnan verið
settar frám almennar kröfur og friðaróskir
og minnst upphaf seinni heimsstyrjaldar-
innar. D.G.B. studdi slökunarstefnu Willy
Brandt og hefur jafnan beitt sér fyrir
auknum samskiptum við
Austurevrópu-ríkin. Afstaða D.G.B. til
friðarhreyfingarinnar er vinsamleg, en um
leið er haldið ákveðinni fjarlægð, þ.e.a.s.,
D.G.B. sendir frá sér vinsamlegar yfirlýs-
ingar en lætur að öðru leyti ekki mikið að
sér kveða - ef til vill vegna þess að ýmsar
aðgerðir friðarhreyfingarinnar, sem fara út
fyrir hefðbundinn ramma mótmælagangna
eru hæpnar í augum verkalýðshreyfingar-
innar. Þó er þess að geta að nú þann fimmta
október efndi D.G.B. til fimm mínútna
verkfalls undir einkunnarorðunum
„Klukkuna vantar fimm mínútur í tólf“ -
m.ö.o. það eru síðustu forvöð að mótmæla
nýjum eldflaugakerfum í Evrópu - bæði í
austri og vestri.
Skólar og
stjórnmálaflokkar
20. okt. er dagur menntastofnana og
skóla. Fríðarhópar sem starfa á þessum
vettvangi, t.d. nemendur, kennarar,
samtök foreldra, stúdentar, o.s.frv. munu
láta að sér kveða með ýmsum hætti. Venju-
legt skólastarf mun væntanlega falla að
verulegu leyti niður þennan dag, en í stað
þess mun fara fram umræður og önnur
starfsemi innan skólanna. Skólarnir munu
einnig beita áhrifum sínum útávið t.d. með
því að bjóða stjórnmálamönnum og öðrum
frá mönnum til umræðna/kappræðna.
21. okt. er dagur þinga, borgarráða og
stjórnmálaflokka. Friðarsinnar sem eru
starfandi innan flokkanna t.d. Græningjar
eða Jafnaðarmenn munu beita sér fyrir
margs konar aðgerðum. Innihaldslega
verður aðaláherslan lögð á hugmyndina um
kjarnorkuvopnalaus svæði. Mjög víða í
Sambandslýðveldinu hafa sveitarfélög,
sýslur og einstakar borgir eða borgarhlutar
lýst því yfir að þau væru/vildu vera kjarn-
orkuvopnalaus svæði. Pólitískt hafa slíkar
yfirlýsingar táknrænt gildi, en óljóst er
hvert er lagalegt gildi og merking þeirra.
22. október lýkur aðgerðunum með mikl-
um útifundum/mótmælafundum sem
haldnir verða í Hamborg, Bonn, Stuttgart,
Ulm og einnig f Berlín. Má búast við
geysimikilli þátttöku í aðgerðum þessa
dags. Næstu meiriháttar aðgerðir munu síð-
an fara fram í nóvember, en þá verða skipu-
lagðar friðarvikur um allt sambandslýð-
veldið. Þetta er fjórða árið í röð sem slíkar
friðarvikur eru haldnar, en þær eiga upphaf
sitt að rekja til Hollands. Þar voru þær fyrst
haldnar að frumkvæði kirknanna þar í lok
7. áratugarins.
Hvemig
verður
listaverk
til?
Leifur Breiðfjörð
sýnir í
Hallgrímskirkju
Til þessa hefur lítill gaumur
verið gefínn að skissum og
vinnuteikningum Iistamanna,
en flest þau listaverk sem við
skoðum og dáumst að eiga sér
marga forvera og þá oft ólíka.
A laugardag verður á vegum
Listvinafélags Hallgríms-
kirkju opnuð sýning á frum-
drögum og vinnuteikningum á
nokkrum verkum Leifs
Breiðfjörðs, glerlistamanns
og má þar sjá hvernig þau
urðu til og þróuðust. Ljós-
myndir af verkunum fullunn-
um, þ.e. steindum gluggum
eru einnig sýndar en flestir
gluggarnir hafa verið settir
upp nú nýverið eða verða sett-
ir upp á næstunni.
Þetta er fjórða einkasýning
Leifs Breiðfjörð, en 8 ár eru síð-
an hann hélt einkasýningu í
Reykjavík. Á þeim tíma hefur
hann unnið mörg verk fyrir opin-
berar byggingar, kirkjur og
einkaaðila. Forvinna hvers verks
gefur oft miklar upplýsingar um
vinnu listamannsins og listaverk-
in sjálf og sagði Leifur Breiðfjörð
að sér fyndist sem of lítil rækt hafi
verið lögð við þessa hlið á vinnu
listamannsins.
Miðnœturskemmtun
Listahátíð
í léttum
Listamaðurinn við fullgerða vinnuteikningu að steindum glugga sem
settur var upp í Hússtjórnarskólanum á Akureyri á síðasta ári. Ljósm.-
Magnús.
Það er sem fyrr segir Listvin-
afélag Hallgrímskirkju sem fyrir
þessari skemmtilegu nýjung
stendur. Sýningin verður opnuð í
anddyri Hallgrímskirkju kl. 16 á
laugardag af formanni Listvinaf-
élagsins, hr. Sigurbirni Ein-
arssyni, biskup. Módettukór
Hallgrímskirkju syngur og sér
einnig um kaffiveitingar í tengs-
lum við opnunina. Sýningin verð-
ur opin daglega kl. 10-12 nema á
mánudögum. Á laugardögum og
sunnudögum verður hún opin kl.
Leikarar og
Sinfónían standa
fyrir skemmtuninni
fyrir góðan málstað
„Listahátíð í léttum dúr“ verður
flutt í Háskólabíói í kvöld, föstu-
dag, kl. 23.15. „Þarna kcmur
fram fjöldinn allur af okkar bestu
listamönnum", sagði Hannes
Hafstein, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins, við Þjóðvilj-
ann í gær. „Hér er um styrktar-
hátíð að ræða og verður ágóðan-
um varið til að verða þeim að liði
sem orðið hafa fyrir slysum eða
aðstandendum þeirra".
Meðal þeirra sem fram koma á
Listahátíð í léttum dúr eru Sin-
fóníuhljómsveit íslands ásamt
einsöngvurum og kór Þjóðleik-
hússins og íslenski dansflokkur-
inn sýnir listdans og ntargir
leikarar munu skemmta með fjöl-
breyttri dagskrá.
Það er slysasjóður Félags ís-
lenskra leikara og Starfs-
mannafélags Sinfóníunnar sem
stofnaður var fyrir tíu árurn sem
nýtur góðs af þessu framtaki.
Uthlutun úr sjóðnum hefur farið
fram árlega síðan 1974.
Sala aðgöngumiða verður í
Bókabúð Lárusar Blöndal á
Skólavörðustíg og í Háskólabíói.
Sinfóníuhljómsveitin mun leika
létt lög á Lækjartorgi kl. 14.00 á
föstudaginn til að minna á mið-
næturhátíðina og þar munu og
leikarar selja aðgöngumiða. -óg
„Ljóð lyrir lífi”
Ný ljóðabók
„Ljóð fyrir lífi“ heitir ljóðabók
sem ung skáldkona Berglind
Gunnarsdóttir hefur nýgefið út.
Ljóðunum er kaflaskipt: Skilnað-
arljóð, Úr lögbók mannanna,
Tilbrigðin, Til hinna dánu og Eitt
þýtt ljóð. Ljóðabók Berglindar
fæst í bókabúðunum: Eymunds-
son, Máli og menningu og Bók-
sölu stúdenta, - og kostar 150
krónur.
Áður hafa birst Ijóð eftir Berg-
lindi í tímaritum en þetta er henn-
ar fyrsta ljóðabók. Forsíðumynd
er eftir Megas. Letur fjölritaði.
Æskan
Septemberhefti Æskunnar er
komið út og svo efnismikið að
venju að engin tök eru að drepa
nema á fátt eitt.
Fyrst rekumst við á grein um
Abraham Lincoln Bandaríkja-
forseta og er hún þýdd og endur-
samin af Jóhönnu Bryjólfsdóttur.
Þá er litið inn í Iðnskólann í
Reykjavík. Eðvarð Ingólfsson
spjallar við Ásgeir Sigurvinsson,
knattspyrnukappa. Rabbað er
við unga bryggjuveiðimenn í Ól-
afsfirði. Minnst er 100 ára afmæl-
is skólastarfs á Siglufirði. Hólm-
fríður Gísladóttir segir frá heim-
sókn sænskrar hljómsveitar
þroskaheftra, sem hingað kom í
sumar. Grein er um Listasafn
Einars Jónssonar myndnöggvara
en 60 ár eru nú liðin síðan það var
opnað almenningi. Þór Jakobs-
son kynnir hugmynd þá sem nú er
verið að hrinda í framkvæmd, þar
sem unglingar eru hvattir til þess
að taka eldra fólk tali og skrásetja
frásagnir þess, en frá þeirri hug-
mynd hefur þegar verið sagt hér í
blaðinu. Birt er ávarp forseta ís-
lands, Vigdísar Finnbogadóttur, í
sambandi við þetta verkefni og
fyrsta viðtalið á þessum vett-
vangi, en það átti Hrafn Jökuls-
son við afa sinn, sr. Jakob Jóns-
son.
Ótal margt annað er að finna í
Æskunni, bæði til fróðleiks og
skemmtunar.
-mhg
Styðjum alþýðu El Salvador og Mið Ameríku
Fundur í Gamla bíói
laugardag kl. 2
Sigurður
Gabríei ngibjörg
n
Sif Juan
Ávarp: Gabríel Lara fulltrúi Þjóðfrelsishreyfingar El Sal-
vador. Túlkur er Ingibjörg Haraldsdóttir.
Kvikmynd: Avinningar byltingarinnar. Myndin er mjög
raunsönn lýsing á ástandinu, m.a. svæðum sem eru
undirstjórn Þjóðfrelsisaflanna, daglegu lífi og baráttunni.
Islenskur texti.
Söngur: Sif Ragnhildardóttir, Ársæll Másson, Juan
Diego.
Ávarp: Einar Ólafsson.
Fundarstjóri: Sigurður A. Magnússon rithöfundur.
Einar
Tökum þátt í alþjóðlegri samstöðu gegn innrás og til
stuðnings sjálfsákvörðunarrétti þjóða Mið Ameríku.
El Salvadornefndin á Islandi
Alþýðubandaiagið
Alþýðuflokkurinn
Samband ungra jafnaðarmanna
Fylkingin
Bandalag jafnaðarmanna
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Kvennaframboðið
Stjórn Stúdentaráðs HÍ
Stjórn Félags bókagerðarmanna
Stjórn Verkamannasambands íslands
Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrunar