Þjóðviljinn - 14.10.1983, Page 9

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Page 9
Föstudagur 14. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 Tyrkinn sem skaut á páfann: Tilrœðismaðurinn laug upp meðsekt Búlgara Mehmed Ali Agca, Tyrkinn sem sýndi páfa banatilræði á Péturstorginu í Róm vorið 1981, hefur að öllum líkindum logið því upp, að útsendarar búlgörsku leyniþjónustunnar hafi lagt á ráðin með honum um tilræðið. Sergei Antonof, starfsmaður búlgarska flugfélagsins, sem setið hefur í tíu mánuði í gæsluvarð- haldi í Róm vegna ákæru Tyrkj- ans, hefur fengið tilkynningu um það frá Ilario Martella rannsóknardómara, að Agca sé nú ákærður fyrir „rógburð“ um Búlgarann. Þetta þýðir að vísu ekki enn, að Búlgarinn verði látinn laus úr haldi. En allavega þykir víst, að Tyrkinn hafi logið því upp, að þeir Antonof hafi í sameiningu lagt á ráðin um að myrða pólska verkalýðsforingjann Lech Wa- lesa þegar hann kæmi til Rómar í janúar 1981. Auk þess hefur ým- islegt komið fram sem bendir til fleiri lyga Tyrkjans. Til dæmis hefur hann haldið því fram við rannsóknardómara, að morðtil- ræðið við páfa hafi verið skipú- lagt í íbúð Antonofs þann 10. maí 1981 í viðurvist eiginkonu Búl- garans og sendiráðsstarfsmanns að nafni Ajvazof (sem nú er í Búlgaríu). Við nánari athugun hefur komið fram, að eiginkonan sem átti að hafa borið samsæris- mönnum te, var tveim dögum fyrr farin til Búlgaríu og sendir- áðsstarfsmaðurinn hefur einnig pottþétta fjarvistarsönnun. Áburður Tyrkjans vakti á sín- um tíma upp harðar ásakanir í garð Búlgara og Sovétmanna, sem sagðir voru standa að baki samsæri um að myrða páfa og Walesa. Bandaríska blaðakonan Claire Sterling skrifaði um málið ýtarlega grein sem víða fór, um „alþjóðlegt net hryðjuverka- manná“ sem Rússar áttu að stjórna. Henry Kissinger kvaðst telja það líklegt að Búlgarar væru á snæruin Andropovs að reyna að myrða páfa. Og svo framvegis. Boö um vægari dóm? En þá er þeirri spurningu ósvarað: Hvað fékk Tyrkjann, Agca í haldi: Sagan um áform um uppspuni. sem mánuðum saman þagði þunnu hljóði í fangelsinu, til þess að draga Búlgarana inn í málið í fyrra? Vitað er að tveir embættis- menn ítölsku leyniþjónustunnar heimsóttu Agca í fangelsið í árs- lok 1981. Nokkru síðar fór hann að ákæra Búlgarana um þátttöku í samsærinu. Og hann mun um sama leyti hafa sagt við skipaðan verjanda sinn, að leyniþjónustu- að myrða Lech Walesa reyndisf mennirnir hefðu heitið sér því, að hann þyrfti ekki að sitja inni nema tíu ár ef hann „kjaftaði frá“. Fyrst eftir banatilræðið við páfa höfðu menn einkum hugann við það, að Mehmed Agca hefði verið í glæpaverkum fyrir Gráu úlfana svonefndu, en það eru fas- istasamtök á Tyrklandi. ÁB/Spiegel. Borgarastríðið í Líbanon: í endalausum átökum í Líbanon hefur athyglin í vax- andi mæli beinst að Walid Jumblatt, leiztoga um 120 þúsund Drúsa í landinu og formanni Sósíalíska framfar- aflokksins. Jumblatt lítur á það sem höfuðverkefni sitt að koma í veg fyrir að kristnir Falangistar nái undir- tökum í Líbanon en að öðru leyti hefur afstaða hans til þeirra sem takast á í Líbanon verið nokkuð á reiki. Til dæmis að taka fangaði hann fyrir nokkru síðan bandarísku friðargæsluliði sem hann nú for- dæmir harðlega fyrir afskipti af bardögum í landinu. Hann hefur oft lýst því yfir, að hann berðist fyrir málstað Palestínumanna, en á dögunum sakaði hann Arafat um að hafa ekki viljað í alvöru berjast við ísraela í fyrra og kallar hann versta lygara. Talið er víst að erind- rekar Sýrlendinga hafi myrt föður hans, Kamal Jumblatt, árið 1977, en nú hefur sonurinn og arftaki í flestum greinum gert sig að banda- manni Sýrlendinga. Og ofan á allt saman: Walid Jumblatt er Ieiðtogi mjög sérkennilegs sértrúarsafnað- ar sem heldur trúarathöfnum sín- um leyndum fyrir umheimi - á hinn bóginn er hann einn af varaforset- um Willy Brandts í Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna. Innrás ísraela Pað er beint og óbeint í fram- haldi af innrás ísraela í Líbanon í fyrra að Walid Jumblatt hefur að ýmsu leyti lykilhlutverki að gegna í Líbanon. Þegar ísraelar hertóku Jumblatt heilsar Gemayel forseta: kveðst vilja koma í veg fyrir alræði Falangista. Sjuffjöll austur af Beirút, hittu þeir sambúð kristinna manna og Drúsa. fyrir tiltölulega friðsamlega Þetta jafnvægi truflaði hernámslið- Jumblatt Drúsaforlngi í lykUstöðu ið með því að veita hersveitum kristinna Falangista aðgang að Sjufhæðum. Falangistar gerðust þar æ ágengari í skjóli ísraela og íbúar Drúsaþorpa hlutu að óttast um framtíð sína. Mannvíg hófust - og sífelldar skærur kostuðu m.a. marga ísraelska hermenn lífið. ís- raelar ákváðu því aö hörfa með her sinn sunnar eftir landinu. Amin Gemayel forseti, sem sjálfur er kristinn maroníti, lenti í þeirri undarlegu þversögn, að biðja ísa- ela um að vera lengur á svæðinu - eða minnsta kosti þar til líbanski ríkisherinn yfirtæki stöðvar ísraels- manna þar í hæðunum. En Walid Jumblatt svaraði með því, að hersveitir Drúsa myndu berjast gegn ríkishernum ekki síður en gegn Falangistum. Hann færði til þær ástæður, að ríkisher- inn væri ekki hlutlaus í borgara- stríðinu - og hefur um margt rétt fyrir sér: í nýlegum bardögum í Beirút afvopnaði ríkisherinn að- eins Sjíta (múhameðstrúarmenn sem eru bandamenn Drúsa eins og stendur) en létu kristnar sveitir eiga sig. Jumblatt á sér ýmsa bandamenn sem fyrr segir: hluta af Sjítum, Súnnítann Karami, fyrrum forsæt- isráðherra og meira að segja and- stæðinga Gemayelættarinnar með- al kristinna maroníta. Og hann kveðst vilja sameinað Líbanon. En í Sjúffjöllum hafa hans menn í raun unnið að því að undanförnu að koma á „hreinræktuðu" Drúsahér- aði - þar hafa um 40 þorp kristinna manna verið jöfnuð við jörðu. - ÁB tók saman. Er veirusmitun aðal- orsök kransœðastíflu? DeBakey hjartaskurðlæknir: kominn á slóð crkióvinarins? Bandarískir hjartaskurð- læknar telja, að ein höfuðástæð- an fyrir kransæðastíflu sé veiru- smitun, en ekki vítaverðir lifnað- arhættir. Skýrslur um þetta mál frá Michael DeBakey og öðrum hjartaskurðlækn- um við Baylor College í Houston birt- ust nýlega í breska læknaritinu Lancet. Þar segir á þá leið, að víst auki reyking- ar, of mikil fita í fæðu og hreyfingar- leysi á hættuna á því, að menn fái kransæðastíflu og síðan hjartaslag. En rangir lifnaðarhættir séu ekki nóg skýring. Hjartasérfræðingarnir telja sig hafa fundið í æðaveggjum margVa hjartasjúkl- inga spor eftir sýkingu af svonefndum CMV-vírus. Þessi veira er skyld Herpes- veirum og hefur þann eiginleika að hvetja aðrar frumur til örrar fjölgunar - og í þessu tilfelli leiðir það til þess að æðaveggir þyk- kna rnjög og stíflur myndast á vegiblóðsins. Hitt verður svo erfiðara viðfangs að eiga við sýkingu þessa, því að meirihluti fullorð- inna ei talinn hafa orðið fyrir CMW- sýkingu. I fæstum tilfellum verða menn var- ir við hana eina sér. En einna alvariegust verður hún hjá þeim sem búa við veiklað mótstöðuafl líkamans. Ekki er samt ta'lið útilokað að þær rannsóknir sem nú fara fram geti síðar leitt til þess, að til verði bóluefni gegn CMV-veiru og hefði þá mikið áunnist í baráttu við hjartasjúkdóma. - ÁB

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.