Þjóðviljinn - 14.10.1983, Page 12
28 SÍÐA — ÞJÓÐVILJJNN Föstudagur 14. október 1983
ALÞÝDUBANDALAGIÐ
Suðurland
Aðalfundur kjördæmisráðs
Svavar
Gestsson.
Garðar
Sigurðsson.
Margrét
Frímannsdóttir.
Aðalfundur kjördæmisráðs þýðubandalagsins á Suðurlandi
verðurhaldinn 15.-16. októbernk. í Ölfusborgum.
Aðalfundurinn hefst kl. 13 laugardaginn 15. október nk.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stutt ávörp flytja Svavar
Gestsson, formaður Alþýöu-
bandalagsins, Garðar Sig-
urðsson alþingismaður og
Margrét Frímannsdóttir odd-
viti.
3. Forvalsreglur.
4. Kosningastarfið:
Framkvæmd - fjármál.
5. Starfið framundan.
6. Önnur mál.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Fundur um atvinnumál
Bæjarmálaráð heldur fund mánudaginn 17. október kl. 20.30 í Lárus-
arhúsi. Fundarefni: 1. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 18. október. 2.
Atvinnumál: Stuttar framsöguræður hafa, Finnbogi Jónsson, Kristín
Hjálmarsdóttir og Páll Hlöðversson. 3. Önnur mál. - Fundurinn er
opinn öllum Alþýðubandalagsmönnum og stuðningsmönnum
flokksins. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Bæjarmálaráðsfundur
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til bæjarmálaráðsfundar mánu-
daginn 17. október n.k. í Skálanum, Strandgötu 41 kl. 20.30. Dag-
skrá: 1) Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund 18. þ.m. 2) Önnur mál.
- Stjórnin.
Aðalfundur AB Keflavíkur
verður haldinn í húsi Stangveiðifélagsins við Suðurgötu, mánudaginn
17. október nk. kl. 20.30. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2.
rædd verða skipulagsmál flokksins, 3. vetrarstarfið, 4. blaðaútgáfa, 5.
stjórnmálaviðhorfið, 6. önnur mál. Geir Gunnarsson alþingismaður
kemur á fundinn. Félagar fjölmennið. - Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Starfshópur um húsnæðismál
Næsti fundur í starfshóp um húsnæðismál verður þriðjudaginn 18.
október kl. 20.30 að Hverfisgötu 105.
Eru allir áhugamenn eindregið hvattir til að mæta á fundinn. - Hóp-
stjóri.
Starfshópur um sjávarútvegsmál - ABR
Fyrsti fundur hópsins verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 20.30
að Hverfisgötu 105. Áhugamenn hvattir til að fjölmenna. - Hópurinn.
Viðtalstímar borgarfulltrúa ABR
Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa viðtalstíma í
flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105 á laugardögum kl. 11-12. Næsti
viðtalstími verður laugardaginn 22. október, en þá mun Guðmundur Þ.
Jónsson verða til viðtals. Laugardaginn 29. október er Adda Bára
Sigfúsdóttir á staðnum, laugardaginn 5. nóvember Guðrún Ágústs-
dóttir og laugardaginn 12. nóvember verður Sjgurjón Pétursson í
flokksmiðstöðinni á milli kl. 11 og 12. Borgarbúar eru eindregið hvattir
til að notfæra sér þessa þjónustu og koma spurningum og öðru á
framfæri við borgarfulltrúana. - ABR.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Skuldar þú árgjaldið?
Stjórn ABR hvetur alla þá sem enn skulda gjaldfallin árgjöld að greiða
þau sem fyrst. Stöndum í skilum og eflum starf ABR.
Félagsfundur
Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar miðviku-
daginn 19. október kl. 20:30 að Hverfisgötu 105. Nánar auglýst síðar.
- Stjórn ABR.
ÆFAB
Landsþing ÆFAB
Æskulýðsfylking Abl. heldur landsþing sitt helgina 22.-23. október nk.
að Hverfisgötu 105.
Á dagskrá er m.a.: Skýrsla fráfarandi stjórnar. Breytingar á reglugerð
ÆFAB. Umræður um stefnu og starf Alþýðubandalagsins og Æsku-
lýðsfylkingarinnar. Kosning stjórnar.
Dagskráin verður nánar auglýst í Þjóðviljanum síðar. Breytingatillögur
á reglugerð um ÆFAB verða kynntar í fréttabréfi samtakanna.
Stjórn ÆFAB
Jafnréttis
gefin út
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
ÁRÍÐANDI ORÐSENDING
til styrktarmanna Alþýðubandalagsins
Þeir styrktarmanna sem fengið hafa senda gíróseðla eru vinsam-
legast beðnir að gera skil sem allra fyrst.
að nýju
Skýrsla um jafnréttiskönnun
í Reykjavík 1981 hefur nú verið
gefin út að nýju, en fyrsta upp-
lagið, sem kom út sl. haust seid-
ist upp á örfáum vikum.
Það var Jafnréttisnefnd Reykja-
víkurborgar 1978-1982 sem hafði
frumkvæði að gerð könnunarinn-
ar, en hana annaðist Kristinn
Karlsson, félagsfræðingur á vegum
félagsvísindadeildar Háskóla ís-
lands.
Niðurstöður könnunarinnar
voru gefnar út í skýrsluformi, 150
blaðsíður að stærð. Núverandi
Jafnréttisnefnd hefur látið endur-
útgefa skýrsluna og er hún til drei-
fingar á skrifstofu Jafnréttisráðs,
Laugavegi 116, 3. hæð, sími 27420. |
Skýrslan kostar 250 krónur.
Jafnréttisnefnd Reykjavíkur-
borgar skipa nú: Björg Einarsdótt-
ir, formaður, Álfheiður Ingadóttir,
Ásdís J. Rafnar, Guðrún Sigríður
Vilhjálmsdóttir og Gylfi Örn Guð-
mundsson.
F ornleif ar i
skoðaðar í
Maríuhöfn
Sögufélag Kjalarnesþings
gengst fyrir skoðunarferð að
Maríuhöfn á Kjalarnesi laugar-
daginn 15. okt. Magnús Þork-
elsson fornleifafræðingur mun
lýsá fornminjum frá miðöldum
sem hanrt hefur unnið við upp-
gröft á.
Hér er um að ræða búðarústir
a.m.k. frá því fyrir 1500, og er
haldið að komin sé í leitirnar mikil
verslunarhöfn sem oft er getið í
fornum heimildum sem aðalvers-
lunarstaður við Hvalfjörð. Safnast
verður saman við Hlégarð kl. 13 og
ekið á einkabílum út í Maríuhöfn.
Þeir sem ekki hafa einkabíl fá far j
með öðrum.
Góð orð >
duga skammt.
Gott fordæmi
skiptir mestu
** máli
- MÉ UMFERÐAR
li RÁD
Ásmundur Jóhann Ólafur
RÁÐSTEFNA
ABR,
Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi
og Æskulýðsfylkingar AB
haldin í Þinghói í Kópavogi
sunnudaginn 16. október frá kl. 10.00 - 17.30
Dagskrá:
10.00: Setning, Adda Bára Sigfúsdóttir.
Að því loknu verða eftirtalin framsöguerindi:,
Flokksskiþulag sósíalískrar hreyfingar - Ólafur Ragnar
Grímsson.
Alþýðubandalagið - flokkur verkafólks? - Þorbjörn Guð-
mundsson.
Kvennabarátta og Alþýðubandalag - Rannveig T raustadótt-
ir.
Ný kynslóð - ný viðhorf. - Ingólfur H. Ingólfsson.
Ungt fólk - Æskulýðsfylking - Alþýðubandalag. - Ólafur Ól-
afsson.
Lýðræðislegt flokksstarf; hvað er það? - Jóhann Geirdal.
Tillögur laga- og skipulagsnefndar. - Asmundur Ásmunds-
son.
12.15: Sameiginlegur málsverður í Þinghóli.
13.00: Hópstarf. Hóparnir ræði eftirfarandi spurningu: Eru tillögur
laga- og skipulagsnefndar svar við breyttum viðhorfum?
15.00: Kaffihlé.
15.30: Niðurstöður hópa og almennar umræður.
17.30: Ráðstefnuslit. - Einar Karl Haraldsson.
Ráðstefnustjórar verða: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, Ólafur Ólafs-
son og Arthúr Morthens.
ABR, Kjördæmisráð AB í Reykjaneskjördæmi og Æskulýðsfylk-
ing Alþýðubandalagsins.
Félagar fjölmennið og takið þátt í mótun skipulags ykkar
eigin flokks!
Ólafur Ragnar Rannvelg Þorbjörn
erlendar bækur
Marxismi og Susan Sonntag
Susan Sonntag: Under the Sign
og Saturn. Writers and Readers
Publishing Coopaeative Society
1983.
Boris Nicolaievsky and Otto
Maenchen-Helfen: Karl Marx.
Man and Fighter. Translated from
thé German by Gwenda David and
Eric Mosbacher. Penguin Books
1983.
Louis Althusser: Montesquieu,
Rousseau, Marx. Politics and Hist-
ory. Translated from the French by
Ben Brewster. Verso 1982.
Susan Sonntag er sérstæður og
áhrifamikill gagnrýnandi. Greinár
hennar fjalla að meira eða minna
leiti um tengslin milli hugmynda
siðfræðinnar og fagurfræðinnar,
lista og morals. Þessar greinar sem
hér birtast eru frá undanförnum
árum. Sonntag hefur alltaf verið
varkár varðandi tísku-skoðanir,
hvort heldur pólitískar eða varð-
andi listform og listastefnur.
Skemmtilegustu hugmyndirnar eru
„villukenningar". Sonntag stóð
framarlega í hópi framúrstefnu-
sinna á sjöunda áratugnum, sú
stefna varð síðar ráðandi og marga
kann því að furða á afstöðu hennar
til menningarmála nú. Hér eru
greinar um Antonin Artaud og
Leni Riefenstahl, en í þeirri grein
kryfur hún lista-hugmyndafræði
nasista. Greinin um Walter Benja-
min, „Under the Sign of Saturn“ er
innlegg til aukins skilnings á þess-
um fremsta gagnrýnanda milli-
stríðs áranna, og það er einmitt sá
gagnrýnandi, sem Sonntag minnir
nokkuð á í verkum sínum.
Þessi ævisaga Marxs er af mörg-
um talin ein sú besta. Rit þetta var
fullunnið 1933, en vegna valdatöku
Hitjers varð dreifing þess ófram-
kvæmanleg og það eru aðeins sára-
fá eintök til. Enska útgáfan 1936 er
þýdd eftir vélrituðu eintaki.
Aðalhöfundurinn Boris Nicolai-
evski var Rússi, tók þátt í bylting-
astarfsemi á zartímunum. Hann
var social-demokrat-menshevíki á
byltingatímanum, starfaði við
byltinga-skjalasafnið í Moskvu
1919-1921. Handtekinn og rekinn
frá Rússlandi 1921. Settist að í
Berlín, flúði þaðan við valdatöku
Hitlers til Amsterdam og 1940 til
Bandaríkjanna. Hann fæddist
1887, lést 1966.
Althusser leitast við að sýna
fram á, að Montesquieu og Rouss-
eau hafi komið fram með vísi að
hugmyndum um pólitísk vísindi,
þótt þeir á hinn bóginn væru mjög
svo bundnir hugmyndafræði tíma-
bilsins og eigin stéttarmeðvitund.
Þriðja greinin fjallar um Marx og
Hegel og hugmyndafræðileg tengsl
vissra þátta í kenningum þeirra,
þetta efni er áður umfjallað af Alt-
husser í ritum hans um Marx og
Kapítalið.