Þjóðviljinn - 14.10.1983, Page 15
Föstudagur 14. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 31
frá lesendum
Þegar fáfrœðin
og framhleypnin
haldast í hendur
RUV®
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Á virkum
degi. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Er-
lings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Stefnir Helgason talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin
að vagnhjóli" ettir Meindert DeJong.
Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sína (11).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleik-
ar 9,45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.)
10.35 „Pað er svo margt að minnast á“
Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.05 „Frístundir og tómstundagaman
þáttur i umsjá Anders Hansen.
11.35 Fárm, Magnús Sigmundsson o.tl.
leika og syngja.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 „Katrín frá Bóra“ eftir Clöru S.
Schreiber. Benedikt Arnkelsson þýddi.
Helgi Elíasson les (11).
14.30 Miðdegistónleikar St. Martin-in-the-
Fields hljómsveitin leikur Allegro þáttinn
úr Sinfóníu nr. 1 eftir Georges Bizet og
fyrsta þáttinn úr Sinfóníu nr. 1 eftir Sergej
Prokofjeff, Neville Marriner stj.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Christina Ortizog
Nýja fílharmóníusveitin i Lundúnum leika
„Momoprecóce", píanófantasíu eftir
Heitor Villa-Lobos. Vladimir Azhkenazy
stj. /Karine Georgian og Rússneska út-
varpshljómsveitin leika Sellórapsódíu
eftir Aram Katsjaturian. Höfundurinn stj.
17.10 Siðdegisvakan.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
Jakob S. Jónsson neldur áfram að
segja börnunum sögur fyrir svefninn
kl. 19.50.
19.50 Við stokkinn Jaknb S. Jónsson
heldur áfram að segjn oörnunum sögu
fyrir svefninn.
20.00 Lög unga fólksins. P ira Björg Thor-
oddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka Umsjón: , elga Ágústs-
dóttir.
21.10 Frá tónlistarhátíðinni í Vínarborg
í júni s.l. „L'Ensemble" hljóðfæraflokk-
urinn leikur Strengjakvintett í D-dúr
K.593 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyr-
ar. Umsjónarmaður. Óðinn Jónsson.
(RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger-
ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.15 Danslög
00.05 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Á nætúrvaktinni - Ólafur Þóröar-
son.
03.00 Dagskrárlok.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Sigurður
Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir.
20.50 Skonrokk Edda Andrésdóttir kynnir
dægurlög.
21.25 Vinnuvernd 2. Varasöm efni Þáttur
um lífræn leysiefni, t.d. í málningar-
vörum, sem víða eru notuð í iðnaði og á
vinnustöðum. Umsjónarmenn: Ágúst H.
Elíasson og Ásmundur Hilmarsson. Upp-
töku annaðist Þrándur Thoroddsen.
21.35 Sólarmegin í Sovétrikjunum Þýsk
heimildarmynd frá sovétlýðveldinu Ge-
orgíu (Grúsíu) milli Kákasusfjalla og
Svartahafs. Á þessum suðlægu slóðum
er mannlíf og menning að ýmsu leyti með
öðrum hætti en annars staðar gerist i
Sovétrikjunum. Þýðandi og þulur Ingi
Karl Jóhannesson.
22.20 Eftir á að hyggja (Before Hindsight)
Bresk kvikmynd eftir Jonathan Lewis,
gerð árið 1977. Myndin er nokkurs konar
upprifjun eða samantekt á frétta- og
heimildarmyndum frá árunum fyrir stríð.
Hún vekur ýmsar spurningar um það að
hve miklu leyti megi treysta fréttaflutningi
á líðandi stund og vísar með því einnig
til samtímans. Þýðandi Jón O. Edwald.
23.45 Dagskrárlok
Sveitamaður skrifar:
Það hendir ekki oft að
Dagblaðið-Vísi reki á fjörur mín-
ar - og er kannski bættur
skaðinn. Þó vildi svo til fyrir fáum
dögum, að mér barst í hendur
blaðið frá 4. okt. sl. Þar rak ég
augun í grein, eftir einhvern, sem
kallar sig Svarthöfða, en sagt er
að draugur sá gangi Ijósum logum
á síðum blaðsins dag hvern.
Sannast að segj a rak mig í roga-
stans við Iestur þessa samsetn-
ings. Hann ber vott um slíka fá-
fræði, heimsku og hroka, að með
hreinum ódæmum er.
í upphafi pistilsins talar höf-
undur hans um einhverja „land-
búnaðarstjóra", sem hafi „hækk-
að kindakjöt um næstum 15%“
og komist þannig „hjá því að sitja
við sama borð og aðrir lands-
menn“. Hvernig á að skilja þetta
rugl? Ætli þeir, sem verðleggja
kindakjötið þurfi ekki að kaupa
það sama verði og aðrir? Eða á
maðurinn við bændur? Senni-
lega, því hann talar um að „ein
stétt“ sé „rétthærri en aðrar“. Er
sagt berum orðum í greininni að
bændur séu „orðnir sérstök þjóð í
þjóðfélaginu og. engar stöðvun-
arreglur nái til þeirra".
„Nú vil ég spyrja Svarthöfða
þennan - þó mér sé raunar sagt
að hann svari aldrei neinu þá
sjaldan einhver nenni að reka
ruglið ofaní hann - hverju nemur
sú hækkun, sem bændur fengu
umfram aðrar stéttir við þessa
Skattborgari skrifar:
Steingrímur er óánægður með
að fá ekki heimilisföngin með
undirskriftalistunum því nú
langar hann þessi lifandis ósköp
til þess að fara að skrifa 34 þús.
sendibref.
Það er svo sem allt í lagi að
forsætisráðherrann dundi við
slíkar bréfaskriftir og kannski
hefur hann ekkert þarfara að
gera. En sem skattborgari langar
mig til að fá einhverja hugmynd'
síðustu verðákvörðun? Það
stendur vonandi ekki á svari.
„Engir neytendur koma nálægt
verðákvörðunum á landbúnaðar-
vörum“ segir Svarthöfði. Á mað-
urinn - eða þetta fyrirbrigði - við
það að þeir, sem verðlagninguna
annast, smakki aldrei kindakjöt?
Það er allur munur eða í sjávarút-
veginum, segir Svarthöfði, „það
er þó byggt á oddamanni þegar
kaupendur og seljendur kýta um
verð. í landbúnaði hefur slíkt
kerfi aldrei þekkst". Miklu er nú
hægt að ljúga í litlu máli. Hver er
sannleikurinn? Ég veit ekki betur
en að í sexmannanefnd sitji full-
trúar frá Landsambandi iðnaðar-
manna og Sjómannafélagi
Reykjavíkur. Eru þeir þar fyrir
bændur? ASI getur átt þarna
fulltrúa ef það vill, en hefur ekki
notað rétt nú um nokkurt skeið
og tilnefnir því félagsmálaráðu-
neytið þann mann.
Og oddamaður hefur þar
aldrei þekkst, segir Svarthöfði. Á
slíkum oddamanni þarf auðvitað
ekki að halda sé sexmannanefnd-
in sammála. En sé hún það ekki,
og það hefur oft hent, síðast í
surnar í sambandi við kartöflu-
verðið, - er ágreiningi vísað til
yfirnefndar, sem skipuð er þrem-
ur mönnum, einum frá hvorum
nefndarhluta og oddamanni, sem
Hæstiréttur tilnefnir. Úrskurður
yfirnefndar er endanlegur. Þetta
vita allir nema Svarthöfði og þeir,
sem kunna að standa á álíka
þekkingarstigi, - en hafa þó vit á
um hvað þetta „fyrirtæki“ forsæt-
isráðherrans muni koma til með
að kosta, býst við að þurfa að
greiða minn hlut af því. Hvað
kostar burðargjaldið undir 34
þús. bréf? Er það ekki orðið kr.
6,50 undir almennt bréf? Svo
geta þá lesendur sjálfir reiknað.
Og náttúrlega segir það sig sjálft,
að svona forsætisráðherrabréf
hljóta að vera ákaflega dýrmæt
og því varla vogandi annað en
senda boðskapinn í ábyrgðarp-
því að auglýsa ekki í blöðum fá-
fræði sína.
„Á sama tíma og kindakjötið
hækkar þetta (15%), vegna slát-
urkostnaðar, hækkar nautakjöt
og hrossakjöt eitthvað 4%“ segir
Svarthöfði og bætir við: „Engar
umframhækkanir á nauta- og
hrossakjöti vegna sláturkostn-
aðar benda til þess, að kinda-
kjötsverðið sé skrítilega fundið".
Já, hvort ekki er.
Svarthöfði hefur auðvitað enga
hugmynd um það fremur en ann-
að, semhann er að rausa um, að
sauðfjárslátrun fer öll fram á til-
tölulega skömmum tíma að
haustinu. Því kemur allur slátur-
kostnaðurinn fram þá þegar.
Slátrun nautgripa og hrossa fer á
hinn bóginn fram árið um kring.
Kostnaðurinn er því reiknaður út
ársfjórðungslega og hann kemur
samkvæmt því inn í verðlagið
fjórum sinnum á ári en ekki allur í
einu.
Um allt þetta hefði nú verið
hægt að upplýsa Svarthöfða ef
hann hefði um það spurt og hann
þá komist hjá því að auglýsa aula-
hátt sinn. Það kann aldrei góðri
lukku að stýra þegar fáfræðin og
framhleypnin haldast í hendur.
Og ég held það væri ráð fyrir
þennan heimilisdraug DV að
ræða aðeins um þau mál, sem
hann hefur einhverja lágniarks-
þekkingu á. Hinsvegar kynni þá
að fara að sneyðast um umræðu-
efnin.
ósti. Og þá fer nú heldur betur að
hækka hagur Strympu. Og hvað
kostar vélritun og fjölritun og all-
ar þær anstaltir sem eðlilega
hljóta að fylgja þessum langsam-
lega mikilfenglegustu bréfaskrift-
um í gjörvallri Islandssögunni?
Ætlar ráðherrann e.t.v. að
greiða kostnaðinn úr eigin vasa
eða á kánnski að senda Albert
reikninginn, sem sagði það
seinast að engir peningar væru
til?
skák
Karpov að tafli - 216
Eftir öruggan sigur á skákmótinu í Hol-
landi var næsta verkefni heimsmeistar-
ans að tefla í flokkakeppni Sovétrikj-
anna. Þar voru honum mislagðar hendur
í skák sinni við Igor Ivanov, lítt þekktan
en öflugan skákmann sem ári síðar flúði
til Bandaríkjanna og er þar nú í fremstu
röð. Ivanov tefldi þessa skák mjög vel og
gaf engin grið. En Karpov hlaut 474 vinn-
ing úr öðrum skákum. Hér situr hann aö
tafli gegn skákmeistaranum Lutikov:
Karpov - Lutikov
Svartur er mjög aðþrengdur og Karpov
nýtir sér yfirburði sína af sannfærandi
öryggi..
26. b5! Hg8
27. Kc2 axb5
28. axb5 He8
29. c4!
- Hér vaknaði svartur til vitundar um
vonleysi aðstöðu sinnai. Hann getur
ekki hreyft riddarann og reyni hann að
mæta hótun hvíts, sem er Kc2 - c3 - b4
og síðan c4 - c5, með 29. - Hd8 kemur
30. Hxd8 Kxd8 31. g4! og vinnur. Aö
þessu gefnu gefst Lutikov upp.
bridge
Fyrir siðustu lotuna i úrslitaleiknum i
Bikarkeppni B.l. sem háður var á dögun-
um, hafði sveit Sævars all-gott forskot á
sveit Gests. I síðustu umferð voru spilin
nokkuð villt, og buðu uppá ýmis tækifæri
sem Gestur nýtti sér ekki alltof vel.
ÁKG
K8
KG42
K842
942
Á1065
Á
ÁD763
I lokaöa salnum þarsem Jón B. -
Hörður sátu með þessi spil, voru sagnir
ekki upp á marga fiska:
1 grand (Norður) - 2 lauf
2 tíglar - 2 spaðar
3 grönd - 6 lauf.
I opna salnum sátu Sigfús og Jón Páll
með þessi spil, og þar eiga þeir að ná
alslemmunni eftir sagnir, en....:
1 lauf - 2 lauf
2 grönd - 3 hjörtu
3 grönd - 4 grönd
6 lauf - pass
Eftir 6 laufin á Jón Páll að reisa i sjö
lauf, verandi 40 stigum undir og góðar
líkur á að allinn plumi sig. Þar fuku góð 11
stig hjá sveit Gests.
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Það er gengið um báðar
dyrnar.
Rétt væri: Það er gengið um hvor-
artveggju dyrnar.
(Orðið dyr í eintölu (ein dyr, dyrin,
tvær dyr) er ekki til.)
Auglýst var: Þessi vara er sér-
staklega framleidd fyrir þig.
Réttara væri: ... framleidd
handa þér.
(Ath.:... framleidd fyrir þig ætti
fremur að merkja:... til þess að
þú þurfir ekki að f ramleiða hana
sjálf(ur).
Bréfaskriftir
Steingríms