Þjóðviljinn - 14.10.1983, Síða 16

Þjóðviljinn - 14.10.1983, Síða 16
múmu/m Föstudagur 14. október 1983 Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Friðrik í sókn - Róðurinn þyngist hjá Þorsteini Friðrik Sophusson er í sókn, róðurinn þyngist hjá Þorsteini og Birgir ísleifur stendur lang lakast að vígi keppinaut- anna um formennsku í Sjálfstæðisflokkn- um samkvæmt nýj- ustu fréttum í Sjálf- stæðisflokknum í gær. Töldu heimildir blaðsins jafnvel koma til álita að Birg- ir hætti við framboð sitt. Síðustu daga hefur róðurinn þyngst verulega hjá Þorsteini Pálssyni, sérstaklega eftir að ljóst var að Geir Hallgrímsson hefði augastað á honum. Enn fremur þykir óeðlilegt að maður úr lands- byggðarkjördæmi sé hafinn til slíkra vegsemda. Síðast en ekki síst þykir mörgum Sjálfstæðismönnum það erfið tilhugsun að andlit Vinnuveitendasambands íslands útávið í byrjun árs eigi að verða andlit Sjálfstæðisflokksins í lok árs- ins. Slíkt sé einum of augljós eyrnamerking á flokknum, sem þyrfti á að halda breiðara andliti útávið. Þá þyki og mörgum alltof skjótur frami drengsins úr Vinnu- veitendasambandinu, að komast inná þing og verða formaður að- eins örfáum mánuðum síðar. Birgir ísleifur sem nýtur nokkuð almennra vin- sælda þykir hins vegar ekki jafn vel til forystu fallinn - og sagt er að það gusti ekkert af honum. I kosninga- baráttunni nú hafi sá grunur Sjálfs- tæðismanna staðfests að hann eigi Birgir ísleifur Gunnarsson í sæti sínu á Alþingi í gær. Ljósm.: Magnús. litla eða enga möguleika til að ná hinum tveimur. Fylgi hans hefur því farið dalandi innan Sjálf- stæðisflokksins síðustu daga. Birg- ir þykir seinn til við ákvarðanir og innanbúðarmenn í Sjálfstæðis- flokknum sögðu í gær, að ekki kæmi á óvart þó hann hætti við framboðið þegar þar að kæmi. Friðrik Sophusson sem nýtur annars lítils stuðnings höfðingja nema Ragnar í Alusuisse og Davíð Scheving séu taldir með þeim, er hins vegar sagður vera að treysta baklandið síðustu daga. Bæði þyki hann nú illskárri vegna jafnaðarmerkisins, sem almenn- ingur setur á milli Vinnuveitenda- sambandsins, kjaraskerðingar og Þorsteins Pálssonar og svo hitt að nýríkir braskarar styðji Friðrik frekar. Þegar ár kjaraskerðingar í anda Vinnuveitendasambandsins er að líða, nýtur Friðrik Sophusson þannig kaupránsins. -óg/ór. Dæmi úr „aðhaldsfrumvarpi“ Alberts Skrífstofubáknið fær að blása út Auknar fjárfcstingar í kerfisbákninu, skrifstofubyggingar, og embættis- bústaðir skipa drjúgan sess í heimildaskrá ijármálaráðherra í fjárlaga- frumvarpinu fyrir næsta ár. Á sama tíma og skera á stórlega niður félags- lega þjónustu, menningar og menntamá) og auka enn frekar kjaraskerð- ingu og skattaáiögur munkerfið fá sinn skammt vel út látinn. Fjármálaráðherra Albert Guð- mundsson veitir í frumvarpi sínu, sjálfum sér heimild til að taka lán til kaupa á skrifstofuhúsnæði fyrir Stjórnarráðið, taka lán til kaupa á húsnæði fyrir varamenn sendiherra í sendiráðum fslands, láta fara fram hönnun skrifstofuhúsnæðis, verkstæðis og birgðastöðvar fyrir RARIK . byggja skrifstofuhús fyrir sýslumann og fógeta á Húsavík og taka lán til þeirra framkvæmda, kaupa húsnæði og taka lán fyrir skattstofu Norðurlands eystra, lán og húsnæði fyrir embættisbústað fógeta á Siglufirði, embættisbústað og lán fyrir sýslumann Dalasýslu, semja við bæjarstjórnir Akraness, Húsavík og ísafjarðar um hönnun og byggingu stjórnsýsluhúsa á þessum stöðum og þannig má lengi telja upp dæmi um aðhald fjár- málaráðherra í kerfisbákninu._ ( Sif Ragnhildardóttir og Juan Diego Quesada syngja á baráttufundinum til stuðnings alþýðu El Salvador i Gamla bíói á morgun. Ljósm. Sdór. E1 Salvador fund- urinn á morgun: Baráttu- söngvar frá Mið- Ameríku Sif Ragnhildardóttir og Juan Diego Quesada flytja Á baráttufundi til stuðnings al- þýðu El Salvador sem 12 flokkar og félög standa að og hefst kl. 14.00 á morgun í Gamlabíói munu Juan Di- ego Quesada frá Costa Rica og Sif Ragnhildardóttir syngja og leika á gítar baráttusöngva, m.a. lcjg eftir Violeta de Para. Við hittum þau Juan óg Sif að máli í gær og Juan var spurður um dvöl hans hér á landi. Ég hef verið hér á landi í 10 mán- uði og unnið í fiski í Grundarfirði, eri er að færa mig um þessar mundir yfir til Ólafsvíkur. Ég er stúdent frá Costa Rica og kom hingað til þess að læra málið og valdi þá aðferð að dveljast innan um fólkið í stað þess að setjast í skóla, sagði Juan. Hann sagðist hafa verið meðlim- ur í söngtríói í sínu heimalandi og því hefði hann ekki sungið einsöng fyrr en hann kom hingað til lands. Hann sagðist hafa gert dálítið af því að semja lög og ætlar að flytja eitt þeirra á fundinum á morgun. Það er lag sem hann tileinkar EI Salva- dor. Juan sagðist ekki hafa verið í E1 Salvador, en aftur á móti hefði hann lesið blöð sem frelsissveitirn- ar þar gefa út og eins hefði hann kynnst fólki frá E1 Salvador. Aftur á móti sagðist hann hafa verið í Nigaragua og séð með eigin augum það ævintýri sem þar hefði gerst eftir að Sandinistar komust til valda. Hann kvað það mikla lífsreynslu fyrir mann frá Costa Rica að koma nú til Nicaragua og sjá alla þá uppbyggingu sem þar á sér stað í skóla og félagsmálum o.fl. Sif Ragnhildardóttir söng baráttusöngva 8. mars í fyrra á baráttufundi Fylkingarinnar. Hún sagðist aldrei áður hafa sungið með Juan Diego Quesada, en á morgun ætluðu þau bæði að syngja saman og sitt í hvoru lagi. Húsavík og Vestmannaeyjar um helgina Verslunar- menn og verkamenn Tvö landssambönd verka- lýðsfélaga halda þing sín um þessa helgi 11. þing Verka- mannasambandsins hófst í Vestmannaeyjum í gær og stendur fram á sunnudag og í dag byrjar þing Landssam- bands íslenskra verslunar- manna á Húsavík og lýkur því á sunnudag. Þing Verkamannasam- bandsins hófst kl. 17.30 í gær og eiga þar sæti 139 íulltrúar 53 aðildarfélaga sambandsins, en í þeim eru nú um 26.100 félagsmenn. Aðalmál þing- sins verða kjaramálin auk venjulegra þingstarfa og auk þess mun flutt sérstök dagskrá til minningar um Eðvarð Sig- urðsson. fyrsta formann VMSÍ, en hann lést í sumar. Formaður Verkamannasám- bandsins nú er Guðmundur J. Guðmundsson en Karl Stein- ar Guðnason varaformaður. Þing Landssambands ís- lenskra verslunarmanna hefst á Hótel Húsavík í dag kl. 13.30. Þar mun vinnutími verslunarfólks eflaust verða efst á baugi og mun Sigfinnur Sigurðsson hagfræðingur hafa framsögu um þau mál. Þá ætl- ar Björn Þórhallsson varafor- seti ASÍ og formaður Lands- sambands ísl. verslunar- manna að ræða skipulagsmál verslunarmanna, Guðmund- ur H. Garðarsson ræðir lífeyr- ismálin og Hannes Þ. Sigurðs- son tölvumál. Reiknað er með að rúmlega 100 manns sæki þingiö á.Húsavík, _y

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.