Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 3
Málin rædd á ritstjórnarskrifstofum Alþýðubandaiagsins í gær. Guðmundur Arni Stefánsson, Jóhannes Guðmundsson, Friðrik Þór Guðmundsson og Þráinn Hallgrímsson. (Ljósm. - eik). Guðmundur Arni Stefánsson ritstjóri Alþýðublaðsins: Enginn bUbugur Útgáfan heldur áfram þótt annað form komi til álita Hér er allt í fullum gangi - og ekki nokkurn bilbug á aðstand- endum Alþýðublaðsins að fínna, sagði Guðmundur Arni Stefánsson ritstjóri Alþýðu- blaðsins í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær. - Töluverðs misskilnings gætir í frétt Þjóðviljans um málið í gær. Vissulega eru erfiðleikar fyrir hendi en flokksfólk er jafn áfjátt í að halda málgagni - þó svo gæti farið að útgáfunni verði breytt. Mál þetta var tekið upp á flokks- Ráðstefnan í Gerðubergi Kjor kvenna á vinnu- markaði Konur víðs vegar að hafa undir- búið ráðstefnu um kjör kvenna á vinnumarkaðinum. Ráðstefnan verður á Iaugardaginn 22. október og hefst kl. 9.30 um morguninn og er gert ráð fyrir að henni ljúki kl. 18.00. Fjögur erindi verða flutt á ráð- stefnunni. Helga Sigurjónsdóttir, Bjarnfríður Leósdóttir, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir og Lilja Ólafsdóttir flytja. Þá starfa umræð- uhópar. í hádegishléi skemmtir Kvennaleikhús og vísnasöngvari. Fundarstjóri verður Guðrún Jóns- dóttir. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 21500 hjá starfsmönn- um Kvennaframboðs og Kvenna- lista. -óg stjórnarfundi sl. mánudag og þar var borin upp tillaga frá formanni um að setja nefnd í útgáfumálin en segja upp starfsfólki hér 1. nóv- ember. Þannig að óbreyttu hefði blaðið hætt að koma út 1. febrúar. Hins vegar varð niðurstaðan sú að fundurinn sendi framkvæmda- stjórn málið til ýtarlegri umfjöllun- Undanfarna mánuði höfum við verið að íhuga ýmsa valkosti í út- gáfumálum. A næsta flokks- stjórnarfundi verður gerð grein fyrir núverandi stöðu mála og þeim valkostum sem fyrir hendi eru. Á mánudaginn næsta verður tekin af- staða til hvaða kostur verður ofan á. ar. Það hefur því engin ákvörðun verið tekin um að hætta útgáfu Al- þýðublaðsins sem dagblaðs - og mikill hugur í flokksfólki að efla útgáfuna í víðum grundvelli. Höfuðatriði málsins er það, að ekki verður tekin ákvörðun um að leggja það litla sem er niður, nema fyrir liggi að þróttmikil útgáfustarf- semi taki við. -óg Guðrún Jónsdóttir borgarfulltrúi með auglýsingaplakat um ráðstefnuna. (Ljósmynd-Magnús). ___Föstudagur 21. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Bílamál forsætisráðherra Blazer- fríðindi skattskyld Löggiltir endur- skoðendur mót- mæla túlkun ríkisskattstjóra Löggiltir endurskoðendur sem Þjóðviljinn hefur rætt við, telja að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra eigi skilyrðislaust að telja niðurfell- ingu aðflutningsgjalda af Blaz- er bifreið sinni fram til skatts. Hér sé um kaupauka að ræða, sem beri að tíunda og slík fríð- indi hljóti að vera skattskyld. Ríkisskattstjóri hefur hins veg- ar látið svo ummælt í fjölmiðí- um að eftirgjöf aðflutnings- gjaldanna hafí hingað til ekki verið talin til skattsskyldra tekna. Endurskoðendurnir benda þá á breytingu sem gerð var á skattalögunum fyrir tveimur árum. í lögum um tekjuskatt og eignar- skatt nr. 75/1981, er ekki sérstak- lega kveðið á um niðurfellingar af aðflutningsgjöldum bifreiða en sérfræðingar sem Þjóðviljinn leitaði til telja aftur á móti að ekki sé þar heldur að finna ákvæði sem gefi tilefni til undanþágu frá því að telja niðurfellinguna fram, þvert á móti sé í 7. grein skattalaganna sér- staklega kveðið á um að ökutækj- astyrki beri skilyrðislaust að tí- unda. stjóri sendir árlega til framteljenda er m.a. fjallað um hvernig og hvað eigi að fylla út í reit 22 á skatt- framtalinu, en þar skulu ökutækj- astyrkir taldir fram. f leiðbeining- unum segir: „Hér skal færa öku- tækjastyrki sem launþegar fá greidda. Skiptir ekki máli í hvaða formi ökutækjastyrkurinn er greiddur, hvort heldur sem föst ár- leg eða tímaviðmiðuð greiðsla, sem kílómetragjald fyrir ekna kfló- metra, eða sem greiðsla eða endur- greiðsla á rekstrarkostnaði öku- tækis að fullu eða öllu.“ Þar sem ráðherrar og aðrir þeir sem fá niðurfellingu á aðflutnings- gjöldum bifreiða sinna, eru alla jafna hátekjumenn, lenda þeir í hæsta skattaflokki og þurfa að greiða um 64% af niðurfellingunni til baka í formi skatta til ríkis og bæjar. Þá er miðað við 50% tekj- uskatt, 12% útsvar og 2% í sjúkra- tryggingagjald. Endurskoðendur og ríkisskatt- stjóra greinir því á í þessu máli. Spurningin er því hvort ráðherrar landsins séu hafnir yfir þau skatta- lög sem almenningur býr við. Geta toppembættismenn ákveðið skatt- leysi ráðherra? - v. Alvarlegt slys Mjög alvarlegt umferðarslys Ivarð c' - 'Aholtsbraut í gærkveldi er bifreio •••• •—*--ðareyju og hafnaö: á ljosastaui. Kranabíla þurfti til að ná ökumanni útúr bif- reiðinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar var enginn farþegi í bifreiðim.i í leiðbeiningum sem ríkisskatt- Svavar Gestsson spyr forsætisráðherra: Er verkfalls- réttur í gíldi? Beðið svars á Alþingi eftir helgina „Ég vil spyrja hæstvirtan for- sætisráðherra að því hvort það sé ekki alveg á hreinu að þessi lög hrófla á engan hátt við verk- fallsrétti verkalýðssamtakanna í landinu?“ spurði Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins í umræðum um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar á Alþingi. Svör fengust engin, en umræðunni verður haldið áfram eftir helgi. „Ég vil fá afdráttarlaus svör í þessu efni. í lögunum eins og þau eru þá er hvergi minnst á rétt verkafólks til vinnustöðvana. Það er hvergi á það minnst og hvergi vísað til laganna um stéttarfélög og vinnudeilur. Er það ekki alveg ljóst að verkalýðsfélögin hafa fullan rétt til vinnustöðvana ef þeim býður svo við að horfa þrátt fyrir þessi lög sem hér er verið að ræða?“, spurði Svavar, en fékk ekki svar. - ekh Alþýðubandalagið Miðstjórn í dag í dag kl. 20.30 kemur miðstjórn Alþýðubandalagsins saman til fundar að Hverfisgötu 105. Fundinum verður fram haldið kl. 14 á morgun, laugardag, og þá í Þinghóli, Hamraborg 11, í Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.