Þjóðviljinn - 21.10.1983, Síða 7
Föstudagur 21. október 1983 | ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Kjarvalsstaðir:
Iðnkynning
á Víkur-
vörum
Átta fyrirtæki í Vík í Mýrdal efna
til kynningar á framleiðslu sinni á
Kjarvalsstöðum nú um helgina,
eða frá föstudegi 21. okt. til sunnu-
dagskvölds 23. okt. Hér eru á ferð
öll fyrirtæki, sem sinna framleiðslu
í Vík í Mýrdal. Hefur það ekki áður
skeð að öll fyrirtæki í plássi utan
Reykjavíkur kynni þannig fram-
leiðslu sína í höfuðborginni. Sýn-
ingin er að sjálfsögðu opin hverjum
þeim, sem inn vill líta.
Fyrirtækin, sem að kynningunni
standa, eru: Pjónastofan Katla,
sem kynnir peysur og jakka.
Trésmiðjan 3K, sem kynnir skrif-
stofuhúsgögn og hurðir. Víkur-
prjón, sem er stærsta sokkaverk-
smiðja landsins. Víkurvagnar, sem
kynna sturtuvagna og kerrur.
Skálafell sem kynnir rafmagns-
töflur. Sláturhúsið í Vík, sem
kynnir slátur og sviðasultu. Hrafn-
atindur, sem kynnir Telmaster raf-
ofna. Einar Sverrisson, Kaldran-
anesi, sem kynnir rafhitunarkatla.
Sýningin verður opnuð kl. 2 í
dag, föstudag. Við opnunina mun
sönghópur kvenna að austan, Bláu
dísirnar, taka lagið fyrir viðstadda.
-mhg
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sá um uppsetningu sýningarinnar (Ijósm
eik).
Forstjórastaðan hjá BÚR:_
Sjálfstæðisflokk-
urinn réði
Brynjólf Bjamason
AUir borgarfulltrúar minnihlut-
ans greiddu í gær atkvæði gegn
ráðningu Brynjólfs Bjarnasonar í
forstjórastöðu Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, ekki til þess að lýsa
vantrausti á hann persónulega,
heldur til þess að mótmæla þeim
vinnubrögðum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur viðhaft til þcss að
bola Einari Sveinssyni og Björgvin
Guðmundssyni úr stöðum fram-
kvæmdastjóra BUR til að í sæti
þeirra „geti sest pólitískt þóknan-
legur framkvæmdastjóri bókafé-
lags, sem ekki er vitað til að hafi
minnstu þekkingu á útgerð eða
fiskvinnslu“, eins og segir í sam-
eiginlegri bókun frá Alþýðubanda-
lagi, Framsóknarflokki og Alþýðu-
flokki. Brynjólfur hlaut 12 atkvæði
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Fulltrúar Kvennaframboðs
lögðu til að Einar Sveinsson yrði
ráðinn, hann hefði víðtækan stuðn-
ing starfsfólks og 8 ára starfs-
reynslu. Tillaga þeirra hlaut aðeins
2 atkvæði en aðrir fulltrúar minni-
hlutans sátu hjá. Benti Sigurjón
Pétursson á að ekki væri ástæða til
þess að gera upp á milli þeirra Ein-
ars og Björgvins nú, enda væri
greinilegt að meirihlutinn hefði
þegar ákveðið að ráða Brynjólf
Bjarnason til starfans.
í umræðunum sem stóðu í þrjá
klukkutíma var hvergi gerð tilraun
til að benda á að þeir Einar og
Björgvin væru ekki starfi sínu
vaxnir. „Þem er ekki sagt upp af
neinni tilgreindri ástæðu", sagði
Sigurjón Pétursson. „Hér er ein-
faldlega verið að víkja úr starfi
mönnum sem hafa unnið fyrirtæk-
inu vel af trúmennsku og dugnaði
vegna þess að meirihlutinn ætlar að
ráða sér þóknanlegri mann póli-
tískt í þeirra starf. Þetta er nýtt í
ráðningarsögu Reykjavíkurborgar
og með þessu móti er farið inn á
óheppilega og hættulega braut“,
sagði Sigurjón Pétursson.
Ráðstefna kennara:
Gildi
verkgreina
og listgreina
Dagana 21.-22. okt.halda kenn-
arafélög í list- og verkgreinum ráð-
stefnu undir yfirskriftinni „Gildi
list- og verkgreina í uppeldi“. Til-
gangurinn með ráðstefnunni er að
vekja athygli á stöðu þessara greina
í skólum, gildi þeirra almennt í
uppeldi og áhrifamátt þeirra í
þjóðfélaginu. Jafnframt verður
horft fram á við og athugaðir
möguleikar á samþættingu hinna
ýmsu greina scm kenndar eru.
Á ráðstefnunni verða flutt erindi
af fróðum mönnum og konum um
þessi mál, einnig mun fulltrúi frá
hverju kennarafélagi flytja álits-
gjörð. f þeim álitsgjörðum verður
fjallað um þá þróun sem átt hefur
sér stað í hverri grein gegnum tíð-
ina, stöðu þeirra í dag og framtíð-
arsýn.
Eftir flutning erinda og álits-
gjörða verða hópumræður, þar
sem hin ýmsu mál þessara greina
verða rædd. hefst föstudaginn 21. okt. kl. 13.30 Ráðstefnustaður er að Borgartúni
Ráðstefnan er öllum opin og með ávarpi menntamálaráðherra. 6 Reykjavík.
Stjórn Borgarbókasafnsins:
Tæpir þrír mánuðir
milli funda! i
80 þús. kr! á ári að ala upp eitt barn:
Meðlög aðeins
'U af fram-
færslukostnaði
í nýafstaðinni könnun Félags einstæðra foreldra á framfærslukostnaði
barna við uppeldi 1 barns á hinum ýmsu aldursskeiðum kom í ljós að
meðalkostnaður á ári miðað við verðlag í dag er 77.520 kr. Lágmarksmeð-
lag cr nú tæpar 20 þúsund krónur á ári, eða rétt um fjórðungur af
framfærslukostnaði barnsins.
Þessi niðurstaða kom okkur
mjög á óvart og mönnum er spurn
hvernig hægt sé að framfleyta sjálf-
um sér og börnunum við þessar að-
stæður. Meðlagsgreiðslur hafa
dregist óeðlilega aftur úr á síðustu
árum og það má hiklaust draga þá
ályktun út frá niðurstöðu þessarar
könnunar að börn einstæðra for-
eldra líða meiri skort en önnur
börn, sögðu forráðamenn félags
einstæðra foreldra á fundi með
fréttamönnum í gær.
Um 6000 einstæðir foreldrar eru
í landinu með tæplega 8000 börn á
framfæri. Er talið að milli 60-70%
þessara einstæðu foreldra teljist til
láglaunahópa á vinnumarkaði.
f könnun Félags einstæðra for-
eldra á framfærslukostnaði barna
kemur í ljós að það kostar 76.905
kr!. á ári að framfleyta 2 ára barni
ef aðeins er tekið tillit til brýnustu
nauðsynja. Ekki er tekinn með
kostnaður vegna húsnæðis né fær
barið nokkur leikföng. Sambæri-
legur kostnaður við uppeldi 6 ára
barns eru tæpar 80 þús. kr. á ári og
121.666 kr. fyrir 14 ára barn. A
móti þessum útgjöldum koma
meðlagsgreiðslur sem nema tæpum
20 þúsund kr. á ári. Sama krónu-
tala frá forráðamanni, mæðra/
feðralaun, barnabætur og eldri
börnum eru reiknaðar eigin tekjur.
Mismunur tekna og gjalda eru í
öllum tilvikum yfir helming.
Félag einstæðra foreldra hefur
boðað til félagsfundar nk. þriðju-
dagskvöld þar sem niðurstöður
þessarar könnunar verða kynntar.
-lg-
Ráöstefna
„Þessi vinnubrögð eru alger nýlunda og sýna fullkomið virðing-
arleysi fyrir störfum stjórnarmanna“, segir ma. í bókun frá Guð-
rúnu Helgadóttur og Kristínu Ástgeirsdóttur fulltrúa minnihlutans
í stjórn Borgarbóksafns Reykjavíkur. Nýlega var haldinn stjórnar-
fundur, sá fyrsti í tæplega 3 mánuði, en síðasti fundur var 28. júlí
s.l.
„Þetta er með ólíkindum“, sagði
Guðrún Helgadóttir í gær. „Á
mánudaginn kemur á að skila inn
beiðnum til fjárhagsáætlunargerð-
ar og stjórnin hefur rétt aðeins
fengið að berja frumtillögur
augum. Á fundinum á dögunum
var einnig verið að fjalla unt mann-
aráðningar til Borgarbókasafnsins,
en fyrr í sumar voru auglýstar þrjár
stöður. Umsóknarfresturinn var
löngu útrunninn og vegna hörguls a
starfsfólki hafði þegar verið ráðið í
eina ritarastöðu, reyndar sam-
kvæmt beiðni starfsmannastjóra og
heimild borgarstjóra. Við fulltrúar
Alþýðubandalags og Kvennafram-
boðs tókum ekki þátt í þessari af-
greiðslu, enda höfðum við ekki
fengið að sjá hinar 17 eða 18 um-
sóknirnar,“ sagði Guðrún. í bókun
okkar mó'tmæltum við þessum
vinnubrögðum, enda teljum við að
sú mikilvæga þjónusta sem Borgar-
bókasafnið veitir eigi skilið annað
en afskiptaleysi af þessu tagi.“ ÁI
um kjör kvenna á vinnumarkaðnum, verður haldin í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi á morgun laugardaginn 22. október. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og
lýkur kl. 18.
Efni ráðstefnunnar er:
Orsakir iaunamisréttis kvenna og karla
og leiðir til úrbóta
Framsögur flytja:
Aðalheiöur Bjarnfreðsdóttir
Bjarnfríður Leósdóttir
Helga Sigurjónsdóttir
Lilja Ólafsdóttir
og hópumræður.
í hádeginu flytur Kvennaleikhúsið Ijóð eftir
Nínu Björk Árnadóttur og Stella
Hauksdóttir syngur frumsamdar vísur.
Fundarstjóri er Guðrún Jónsdóttir.
Ráðstefnan er öllum opin.
Undirbúningshópurinn