Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 8

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983 48 milljónir og 22 þúsund krónur. Þetta er viðleitni til þess að auka fjölbreytni í útflutningi, enda er það álit margra að einmitt á nýfisk- mörkuðunum sé víða ekki nægilegt framboð. En með tilliti til þess að útflutningur á nýjum fiski rýri ekki atvinnu fiskvinnslufólks hér innan- lands þá er nauðsynlegt að flytja út fiskflök en ekki óunninn fisk. Með þeim samgöngum við út- lönd sem nú eru þá þyrfti að skipu- leggja t.d. sölu og flutninga á lúðu og öðrum góðfiski sem við notum ekki á innanlandsmarkaði og senda með flugvélum á dýrustu markað- ina. Við megum ekki staðna, hvorki í fiskveiðum, fiskvinnslu né sölu. Sum frystihús í Norður- Noregi vinna frosinn fisk fyrir hótel víðsvegar í Evrópu þegar afla vant- ar til vinnslu og virðast hafa þrifist vel á því síðustu árin. Þá starfar fullvinnsluverksmiðja Fionor í Þrándheimi og vinnur frosinn fisk í fullunna vöru fyrir neytendur í Evrópu. Engin slík starfsemi er hér til í landinu og þó tala ýmsir skóla- lærðir menn um það að sjávarú- tvegur geti ekki tekið við fleira fólki. Möguleikar í vinnslu á sjávarafla sem við erum ekki ennþá farnir að nota okkur liggja áreiðan- lega víðar en margur heldur. Samdráttur í útflutningstekjum sem þjódarvandi Hvorki Alþingi né ríkisstjórnir hafa síðasta áratug hreyft hönd né fót til þess að stofna hér til eldis laxfiska sem erað verða einn mesti uppgangsatvinnuvegur í nágranna- löndum okkar. Þó fellur enginn at- vinnuvegur betur að okkar hefð- bundnu atvinnuvegum heldur en eldi dýrra fisktegunda, þar sem hráefni í fóður er til í landinu. í stað þess að fylgjast með hjart- slætti tímans í þessum efnum og nota þá góðu aðstöðu sem fyrir hendi er sökum jarðhitans þá ræða menn hér um nauðsyn á stóriðju eins og nátttröll frá síðustu öld. Tími fyrir stóriðju á íslandi gat ver- ið fyrir hendi þegar Einar Bene- diktsson reyndi að stofna til henn- ar. En menn verða að skilja að þessi tími er liðinn. Norðmenn stofnuðu til stóriðju í byrjun þess- arar aldar og fram eftir öldinni. En nú er ekki mikill áhugi í Noregi fyrir virkjunum í þágu stóriðju og eiga þeir því mikil vatnsföll óvirkj- uð í Norður Noregi. Þeir atvinnu- vegir sem mestan arð gefa frænd- um okkar Norðmönnum nú eru olí- uvinnsla og laxeldi. Og af laxeldi þeirra ættum við að geta lært ef forráðamönnum okkar er ekki alls varnað í sviði atvinnuuppbygging- ar hér á landi. Hér þarf umskipti. Við þurfum auknar gjaldeyristekjur til þess að standa straum af erlendum skuldum sem til hefur verið stofnað af takmarkaðri fyrirhyggju. Og til þess að geta haldið áfram nauðsyn- legri uppbyggingu í Iandinu með mannsæmandi lífskjörum. Fljót- virkasta leiðin til að auka okkar gjaldeyristekjur nú er eldi eftir- sóttra fisktegunda fyrir dýra mark- aði heimsborganna, og þar ætti að sitja í fyrirrúmi. Verðmeiri og betri sjávarafurðir og þróttmikið vel uppbyggt laxeldi. Það eru verkefni dagsins í dag. 17.10.1983 Islenska verslunarfélagið: Bylting í eldvörnum íslenska verslunarfélagið h.f. bauð til kynningar á COLT-eld- varnarlúgum, þakgluggum, blás- urum og fleiru í húsi Byggingar- þjónustunnar, að Hallveigarstíg 1 hinn 14. október s.l. Á móti gestum tók Lúðvík And- reasson eigandi og framkvæmda- stjóri fslenska verslunarfélagsins h.f. en honum til trausts og halds var einn af framkvæmdastjórum COLT Intenational GmbH í Þýskalandi, Joachim r>' ,te, en í sumar leið tók ísl. verslunarfélagið h.f. við umboði Colt International, sem um þriggja áratuga skeið hefur verið leiðandi fyrirtæki í eldvarnar- lúgum. Fyrirtækið er fjölþjóðafyrirtæki með aðalstöðvar sínar í Englandi en Colt í Þýskalandi sér um ís- lenska markaðinn. Hjá því starfa um 3000 manns víða um heim. Eldvarnalúgur eru oftast á þaki bygginga og eru gerðar til að hleypa út reyk ef upp kemur eldur, og bjarga þar með mannslífum, koma í veg fyrir mikið eignatjón og auðvelda slökkviliðsmönnum að finna og slökkva eldinn. Eldvarn- arlúgurnar eru nú þegar mjög mikið notaðar í allri Evrópu og hér á íslandi eru nú þegar COLT eld- varnarlúgur hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni og Verksmiðjunni Vífilfelli. COLT International býður líka loftræstibúnað, sérstak- lega útbúnar viftur með loki, COLTglas gler sem ekki brennur og fleiri hluti sem eru mjög athygli- sverðir. íslenska Verslunarfélagið hf. hefur samið við Blikksmiðju Gylfa um uppsetningu á COLT eldvam- arlúgunum og mun það leggja áherslu á að prófanir fari fram tvisvar á ári en COLT gefur 10 ára ábyrgð á endingu á lúgunum. Þeir Lúðvík og Plate sýndu gestum lúg- Lúðvfk Andreasson aðaleigandi og framkvæmdastjóri íslenska Verslun- arfélagsins hf. við eldvarnarlúgurnar frá COLT. urnar og ýmsan annan búnað frá uðu fyrirspurnum og var kynningin COLT, sýndu kvikmyndir og svör- bæði fróðleg og skemmtileg. ÓÞJ. Engin fiskréttaverksmiðja er ennþá starfandi hér á Islandi. Verðmætari afli á samdrátartímum Jóhann E. Kúld skrifar um fiskimál Hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr, þá verður íslenskurfiskafli um langa framtíð að vera sá burðarás sem stendur undir innflutn- ingi til landsins að meginh- luta. Þegar skoðaðar eru af latölur frá 1. janúar í ár til júlíloka þá kemur í Ijós að heildarf iskafli á þessu tímabil i var 432.395 tonn, en var yfir sama tímabil árið 1982 491.543 tonn. Fisk- af li í ár er því 59.148 tonnum minni yfir þetta tímabil. Mestur er samdráttur í þorskafl- anum, 1982 272.507 tonn, en í ár 216.756 tonn. Þorskafli hefur því minnkað um 55.751 tonn saman- borið við árið í fyrra. Heildaraflinn skiptist þannig á milli vélbáta og togara í ár. Vélbátaflotinn er nteð 216.837 tonn og togaraflotinn með 215.588 tonn. En þó togararnir séu þannig í ár með tæpan helming heildara- flans þá er hlutur þeirra í þorskafl- anum aðeins 89.060 tonn, en báta- flotans hinsvegar 127.696 tonn. Þetta er vegna þess hve þorsk- veiðar togaranna eru takmarkað- ar. Það er alveg augljóst mál, að með minni fiskveiðiflota þá myndi heildarfiskafli minnka. Eflaust væri þó hægt að veiða núverandi þorskafla togaranna með eitthvað færri skipum með því að lengja þorskveiðiheimildir skipanna. Slík fækkun togara kæmi fram í minnkun heildarafla. Og það þurfa þeir að gera sér ljóst sem sí og æ tönnlast á því að fiskveiðiflotinn sé of stór og sérstaklega að togararnir séu of margir. Hinsvegar getur ver- ið nauðsynlegt við endurnýjun fiskveiðiflotans að endurskoða skipastærðir með rekstrarhag- kvæmni fyrir augum. Útflutningur fiskafurða Þrátt fyrir mikinn samdrátt fisk- afla á fyrstu sjö mánuðum ársins í ár, eins og sýnt hefur verið með tölum hér að framan, þá er útflutn- ingsverðmæti fiskafurða frá 1. jan- úar til ágústloka í ár meira heldur en ýmsir hefðu getað búist við með þessum samdrætti í afla. Á fram- angreindu tímabili 1982 var flutt út 246.773 tonn af sjávarafurðum fyrir fob. verð 3.645 milljónir og 310 þúsund ísl. kr. En yfir sama tímabil í ár 218.484,4 tonn fyrir fob. verð 7790 milljónir 989 þús- und ísl. kr. Þrátt fyrir að magni til sé útflutningurinn minni sem nem- ur 28.288.6 tonnum í ár heldur en á sama tímabili í fyrra þá er söluverð fiskútflutnings í ár í íslenskum krónum 4.145 milljónum og 679 þúsundum króna hærra yfir þetta tímabil. Og það eru íslenskar krón- ur verðlitlar séu sem kaupgjald og verðlag í landinu er miðað við. Leiðir til að auka verðmæti sjávarafurða Ef við tökum þorskaflann, (en þar er aðal samdrátturinn nú, sem við verðum að vona að orsakist af óhagstæðum skilyrðum sjávar í ár, en ekki af rányrkju á stofninum), þá eiga að vera til leiðir sem geta aukið gæði aflans og verðmæti hans. Fljótvirkasta leiðin til að ná þessu marki eru breyttar veiðiað- ferðir. Stórauknar veiðar með Iínu á vetrarvertíð með þorskanetum, þannig að byrjað væri talsvert seinna en verið hefur að undan- förnu. Samhliða slíkri breytingu þyrfti að auka eftirlit með veiðun- um. Þá er nauðsynlegt að stytta tog- tíma frá því sem verið hefur hjá mörgum togurum, hvort sem þetta væri gert með samtökum sem væri best, eða með settum reglum, ef hitt reyndist ekki gerlegt. Það sem talið hefur verið upp hér myndi stórauka fiskgæði ef það kæmist í verk og þar með verðmæti þorsk- aflans. Hitt verður á engan hátt réttlætt á meðan takmarka þarf sókn í þorskstofninn, að komið sé að landi með mikið af þriðja og fjórða flokks fiski aðgæðum. Þessu til viðbótar þarf svo að auka fræðslu bæði meðal sjómanna og fiskvinnslufólks um meðferð alls sjávarafla og leggja til grundvallar þeirri fræðslu það sem best hefur reynst okkur sem fiskveiði og fiskvinnsluþjóð. Meiri vinnsla og aukinn útflutningur nýrra fiskflaka íslensk fiskvinnsla hefur að stór- um hluta verið stöðnuð síðustu árin. Þó hefur útflutningur á nýjum fiski með flugvélum og í gámum með vöruflutningaskipum vaxið nokkuð. Þannig var 1411.5 tonn flutt út með flugvélum á átta mán- uðum sl. árs fyrir 25 milljónir og 637 þúsund krónur. Og í ár var þessi útflutningur 1618.3 tonn og söluverðið 60 milljónir 770 þúsund ísl. krónur. Þá var útflutningur á nýjum fiski í gámum með vöru- flutningaskipum frá 1. janúar til ágústloka í fyrra 413.9 tonn og söluverð 2 milljónir 117 þúsund krónur. Á sama tíma í ár var þessi útflutningur 4173 tonn og söluverð

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.