Þjóðviljinn - 21.10.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. október 1983
BLAÐAUKI
FACIT DTC VIPSKIPTATÖLVAN
FACIT LEYSIR VANDANN
■\
Við köllum það viðskiptapakka þ.e.a.s., þú færð tölvuna og við-
skiptaforritin í hendurnar og byrjar að nota búnaðinn strax
Pakkinn inniheldur:
• FACIT DTC TÖLVU • BIRGÐABÓKHALD
• REIKNINGSÚTSKRIFT • FJÁRHAGSBÓKHALD
• VIÐSKIPTAMANNABÓKHALD • RITVINNSLU
• LÁNADROTTNABÓKHALD
Pakkinn er nú þegar í notkun
og hefur reynst afburða vel.
íslenskum fyrirtækum
Póllinn ísafirði notar nú
eingöngu FACIT tölvur til
stýringar Póls vogarkerfum
sem nú þegar eru í notkun
í fjölda íslenskra frystihúsa.
. .
FLOKKARI SAMVAL
KANNIÐ OKKAR LAUSN.
IGÍSLI J. JOHNSEN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
Smiðjuvegur 8 - Kópavogi - Sími: 73111
Umboðsaðilar
Skrifstofuval Akureyri s: 96-25004
Póllinn hf. ísafirði s: 94-3092
G00
og áratugs reynsla íkaupbæti
í tölvudeild okkar
er hópur sér
menntaðra
starfsmanna sem
eingöngu vinnur
við gerð, þróun
og viðhald forrita
fyrir okkar stóra
viðskiptamanna-
hóp.
Þannig getum viö
boðið þrautreynd
Hafðu samband
við okkur, ef þú
ætlar að fylgjast
með.
forrit sem löguð
eru að þörfum
hvers fyrirtækis.
Vel er fylgst með
öllum nýjungum
og þeim miðlað
til viðskiptavinar-
ins.
i rekstrartækni sf.
Tækniþekking og tölvuþjónusta.
Síðumúli 37, 105 Reykjavík, sími 85311
Upplýsingabyltingin
’Framhald af bls. 9.
ósekúndur í einni sekúndu og sek-
úndurnar í 31.700 árum).
Talið er að við lok þessa áratugar
verði tölvuvinnsla ekki gerð á let-
urborði, heldur muni tölvurnar
skynja talmál. Þá verður sjónskyn
þeirra einnig bætt, þannig að þær
munu geta lesið, og það mun
hraðar en mannsaugað. Tölvan
.mun að miklu leyti leysa ýmis þau
tæki af hólmi sem við umgöngumst
nú daglega eins og t.d. ritvélar,
sjónvarpstæki, kvikmyndir, síma
og jafnvel útvarp, segulbandstæki
og hljómplötur munu verða sem
innbyggður þáttur í möguleikum
örtölvunnar.
Hugsanlegir notkunarmögu-
leikar tölvunnar eru utan ímynd-
unarafls okkar, og hún á eftir að
breyta framleiðsluháttum á róttæk-
ari hátt en okkur grunar. Þannig
eru bílaframleiðendur í Bandaríkj-
unum t.d. nú með áform um nýjar
bílaverksmiðjur þar sem tölvustýrð
vélmenni vinna 90% af færibanda-
vinnunni.
Þá veldur örtölvan einnig gjör-
byltingu í öllum fjarskiptum um
leið og fjarskiptahnettir eru teknir í
notkun í síauknum mæli. Talið er
að með þeirri tækni sem nú er fyrir
hendi sé hægt að koma fyrir í einum
fjarskiptahnetti búnaði er geti gef-
ið sérhverjum íbúa Bandaríkjanna
og Kanada sambanda á milli
heimilistölvu og upplýsingabanka
samtímis. Allt virðist benda til þess
að einnig fjarskipti og meðhöndlun
og miðlun upplýsinga muni fara í
einn farveg: Tölvusíminn mun ekki
bara nema mannsröddina, heldur
mun hann einnig taka við upplýs-
ingum og meðhöndla þær á hvern
þann hátt sem viðtalandinn óskar.
Efnahagsleg
þýðing
Efnahagsleg þýðing örtölvu-
tækninnar er heldur ekki fyrir-
sjáanleg, en við getum þegar séð að
hún er gífurleg. Talið er að raf-
eindaiðnaður eigi á næstunni eftir
að skipa 4. sætið á eftir bílaiðnaði,
stáliðnaði og efnaiðnaði meðal iðn-
ríkjanna.
Iðnbyltingin gerði mögulega vir-
kjun og nýtingu orku og hráefnis í
mun ríkari mæli en áður þekktist,
en upplýsingabyltingin er sparsöm
bæði á orku og hráefni, og í ljós
kemur að sú virkjun þekkingarinn-
ar sem felst í upplýsingabylting-
unni hefur í för með sér stórfelldan
orkusparnað á ýmsum sviðum. Ná-
kvæmar rafeindastillingar á vélum
auka nýtingu orku og hráefnis.
Stórauknir möguleikar fjarskipta
valda stórfelldum sparnaði í sam-
göngum. Framsýnir menn þykjast
eygja það að lykillinn að fram-
leiðniaukningu í framtíðinni verði
að taka upp tækni er byggi á mikilli
upplýsingamiðlun í stað tækni er
byggi á mikilli orkunotkun.
Bylting í
skólakerfinu
Á sviði menntamála á tölvan
ekki síður eftir að valda gjörbylt-
ingu. Þegar örtölvan verður orðin
það ódýr að sérhver nemandi geti
haft aðgang að eigin tæki skapast
óendanlegir möguleikar til sí-
menntunar auk þess sem þessi
tækni mun setja öllum jöfn og söm
skilyrði um nákvæmni og sjálfsaga í
vinnubrögðum. Innan fárra ára
verður það jafn mikilvægt að
kunna forritun og umgangast tölvu
eins og það er nú að kunna á ritvél,
síma eða bíl.
Til þess að gera upplýsingarnar
og menntunarmöguleikana að-
gengilega fyrir alla þarf að leggja
rafeinaþráðvegakerfi um allt
landið og þannig væri hægt að veita
öllum án tilliti til aldurs, kyns eða
stéttar aðgang að hvers konar
menntun án verulegs kostnaðar
fyrir þjóðfélagið. Á sama hátt og
hægt verður að flytja mikið af námi
inn á heimilin eða vinnustaðinn
verður einnig hægt að flytja mikið
af þeirri vinnu sem felst í meðhönd-
lun upplýsinga út af miðstýrðum
skrifstofum út á heimilin eða minni
vinnustaði. Slíkt gæti í mörgum til-
fellum sparað ferðalög, og þegar til
lengdar lætur gæti það snúið við
þeirri þróun að borgir verði
stöðugt stærri og stærri.
Félagsleg hætta
Hér hafa í grófum dráttum verið
dregnir upp helstu kostirnir sem
upplýsingabyltingin kann að hafa í
för með sér. En eins og flestir hlutir
á hún sér tvær hliðar. Þótt örtölvu-
byltingin geti lagt grundvöll að
aukinni framleiðni og aukinni vel-
megun, þá er einnig sú hætta fyrir
hendi að hún auki bilið á milli ríkra
þjóða og fátækra, það er að segja
þjóða sem eru ríkar að þekkingu og
þjóða sem eru fátækar af þekkingu
og upplýsingum.
Með upplýsingabyltingunni
verða einnig svo róttækar breyting-
ar á framleiðsluháttunum að óhjá-
kvæmilega mun hún skapa
atvinnuleysi meðal ýmissa stétta,
sérstaklega þeirra sem vinna ein-
hæfustu störfin. Um leið verða til
ný störf við framleiðslu og með-
höndlun upplýsingatæknibúnaðar.
Líklegt er þó talið að upplýsinga-
byltingin skapi færri störf en hún
gerir óþörf, og allavega ætti hún að
geta stytt vinnutímann. Um leið og
tilkoma þessarar tækni veitir áður
óþekkta möguleika til valddrei-
fingar á mörgum sviðum eru þeir
möguleikar sem hún gefur til sam-
þjöppunar valds á fáar herðar einn-
ig ógnvekjandi. Aukning heima-
vinnu hefur einnig þann ókost í för
með sér að fólk getur einangrast
félagslega. Eitt er þó víst, að með
því að flytja vinnustaðinn inn á
heimilið, þar sem starfsmaður
vinnur að mehöndlun upplýsinga á
sína heimilisörtölvu sem er í sam-
bandi við upplýsingabanka,
skapast stórauknir starfsmögu-
leikar fyrir þá sem búa við fötlun
eða eru hreyfihamlaðir.
Hætt er við upplýsingabyltingin
muni einnig hafa svæðisbundnar
breytingar í för með sér í verka-
skiptingu. Örtölvubyltingin gerir
kröfur til annars konar sérþjálfun-
ar í framleiðslu og þjónustu en
hingað til hefur tíðkast. Hætt er við
að hefðbundnar iðngreinar sem
krefjast mikillar orku og hefð-
bundinnar verkmenntunar, eins og
t.d. ýmsar greinar vefnaðar, fata-
íðnaðar, skógerðar, skipasmíða,
stáliðnaðar og ýmis konar fram-
leiðsla á nytjahlutum, muni í
auknum mæli færast til þeirra
þjóða sem bjóða upp á ódýrara
vinnuafl á meðan hin háþróaða raf-
eindatækni mun fyrst og fremst
koma hinum ríku iðnþjóðfélögum
til góða. Þetta mun jafnframt
skapa atvinnuleysi innan þessara
iðngreina meðal ríku iðnaðarþjóð-
anna, og er það þegar farið að segja
til sín. Um leið verða viðskipti með
örtölvubúnað og hugbúnað honum
tengdan æ viðameiri hluti
heimsviðskiptanna.
En þegar á heildina er litið virð-
ast hinir jákvæðu möguleikar upp-
lýsingabyltingarinnar yfirstíga
ókostina. Iðnbyltingin gekk ekki
hljóðalaust fyrir sig. Um leið og
menn þóttust eygja með henni
möguleika mannsins til þess að
geta í fyrsta skipti fullnægt þörfinni
fyrir neysluvarning skapaði hún
einnig atvinnuleysi og nýja stétt-
askiptingu með tilkomu öreigast-
éttarinnar sem átti ekkert nema
vinnuaflið til að selja. Upplýsinga-
byltingin ætti með sama hætti að
geta veitt manninum áður óþekkta
möguleika til að nýta andlega hæfi-
leika sína og virkja þá óþekktu
stærð sem felst í mannlegu hugviti.
Það markmið er ekki eins áþreifan-
legt og það að geta framleitt nægan
neysluvarning, en kannski er það
einmitt þess vegna sem viðfangs-
efnið verður enn meira heillandi.
(- ólg endursagði)