Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 23

Þjóðviljinn - 21.10.1983, Page 23
Föstudagur 21. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 RUV0» RUV & 19.45 Fréttaígrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskré 20.40 Á döfinni Umsjónarmaður Sigurður Grímsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Stan Getz Bandariskur djassþáttur. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Sigurveig Jóns- dóttir og Einar Sigurðsson, fréttamenn. 22.25 Fanginn (La prisonniére) Frönsk bió- mynd frá 1967. Leikstjóri Henry-Georges Terzieff, Elisabeth Wiener og Bernard Fres- son. Gift kona kemst i kynni við listaverka- sala nokkurn, sem fæst við Ijósmyndun, og gerist fyrirsæta hans. Kröfur hans eru fyrir- sætunni ógeðfelldar i fyrstu en með timan- um verður hún æ háðari þessum undarlega manni. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.15 Dagskrárlok. 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurtregnir. Morgunorð - Stefnir Helgason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að vagnhjóli“ eftir Meindert DeJong Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sina (16). 9.20 Lelkfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.35 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn (RÚVAK). 11.05 Ástaljóð fyrri tíma Nína Björk Ámadótt- ir les úr Ijóðabókinni „Islensk ástaljóð". 11.35 Erindi um áfengismál eftir Bjöm Jóns- son. Árni Helgason les. 11.35 Skosk og írsk þjóðlög. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 „Katrin frá Bóra“ eftir Clöru S. Schreiber Benedikt Amkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (16). Nfna Björk Árnadóttir les úr Ijóðabók- inni (slensk ástaljóð. 14.30 Miðdegistónleikar Sinfóniuhljómsveit Lundúna ieikur MArs úr „Kareliu"-svítu op. 11 eftir Jean Sibelius; Alexander Gibson stj. / Anne Sophie Mutter leikur þátt úr Fiðlu- konserti I D-dúr op. 77 eftir Johannes Brahms; Herbert von Karajan stj. 14.45 Nýtt undir nálinni Hildur Eiríksdóttir kynnir nýútkomnar hljómplötur. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Útvarpshljómsveitin í Winnepeg leikur Fantasíu eftir Vaugham Williams um stef eftir Thomas Tallis; Boyd Neel stj. / David Oistrakh og Nýja filharmóní- usveitin í Lundúnum leika Fiðlukonsert i a- moil ettir Dmitri Sjostakovitsj; Maxim Sjost- akovitsj stj. 17.10 Siðdegisvakan. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurlregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Brúðubillinn í Reykjavik heldur áfram að skemmta bömunum fyrir svefninn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka Umsjón: Helga Ágústsdótl- ir. 21.10 Hljómskálamúsik Guðmundur Gilsson kynir. 21.40 Norðanfari. Þættir úr sögu Akureyrar. Umsjón: Óðinn Jónsson. (RUVAK). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Traðir Umsjón: Gunnlaugur Yngvi Sig- fússon. 23.10 Danslög. 00.50 Á næturvaktinni - Ólafur Þórðarson. 03.00 Dagskrárlok. ndum skak Karpov að tafli - 219 Skákir Karpovs og Spasskís vekja ávallt athygli m.a. vegna þess að þegar Karpov tefldi fyrst við Spasskí var al- mennt talað um að þar færi fram viður- eign heimsmeistarans og arftaka hans. Arftaki Spasskís sem heimsmeistari var reyndar Fischer en uppgjör innan hins „sovéska skákskóla" fór síðar fram í viðureignum Spasskís og Karpovs. Þeir mættust í Tilburg '79 þegar skammt var til leiksloka. Hlutverkaskiptin höfðu átt sér stað fyrir sex árum, en engu að síður barðist Spasskí hart eins og hann ætti sér enn þá von að ná fyrra forystuhlut- verki meðal sovéskra skákmanna: berjaleit og snúa henni í peningaleit? Halldór Pjetursson skrifar: Nú eins og oft áður, snýst allt um peninga, - aldrei þó meira en nú. í raun er maðurinn, sem tal- inn er æðsta skepna þessa hnatt- ar, fallinn fyrir róða. Upp úr því sem kallast auður, standa nokkrir skrautklæddir þursar, sem stýra peningunum á vissa reiti, þar sem þeir lifa sínu kynlífi og margfald- ast. Mennina sjálfa tína þeir dauða upp úr fjárhirslum sínum og segja amen yfir þeim. Eins og allir vita, sem anda með lungum, hefur þessi þjóð safnað ógrynni fjár á okkar mæli- kvarða, en nú er af sú tíð, er Gaukur bjó á Stöng. Allir virðast á sama borði, - allslausir - meira að segja máttarstólparnir ber- fættir, í götóttum buxum og klóra sér gegnum götin. En hvar eru allir þessir peningar, sem aflað var? Verkalýðurinn eyddi þeim öllum, segja þeir stóru. Náttúr- lega er þetta þjóðlýgi. Hafi al- þýðan lifað svona hátt og eytt öllu, hvert gátu þá peningarnir farið annað en til þeirra ríku? Þeir selja okkur allt, sem við kaupum. Og þeir ráða mestu um hvað við fáum fyrir vinnu okkar. Verst eru þó staddir tveir ráð- herranna okkar, þá vantar alltaf peninga handa sér og sínum og í þetta fer öll þeirra orka og það vit, sem þeir hafa ráð á. Það gefur auga leið að þeir hafa engan tíma til að „pranga” fyrir alþýðuna. Ég vil vara menn við að blanda ekki Albert okkar saman við okkar gamla og góða ráðgjafa, Alberti, sem lagði svo mikla ást á peninga, að hann trúði því að hann ætti alla þá aura, sem um hans hendur fóru. Svona getur ástin blekkt menn. Danir skildu þetta ekki og settu hann í tugthús. Ég vona að ást Alberts okkar leiði ekki til þess þótt hann elski peninga, enda vill hann halda sína hirð- menn vel. Það hirti nafni hans ekki um. Albert hefur líka langa stöng á milli munnvika. Þetta er hans lyftistöng og sýníst alltaf vera að lengjast. Svo hefur hann sitt fót- boltavit frá tám og upp undir höku. Vonandi kemst þessi heila- dingull í munni hans í móð til gróða fyrir ríkið. Hefði þessi ágæta og styrk- mikla stjórn ekki haft samvisk- una og réttlætið í vitlausum vasa, hefði hann gert eignakönnun hjá þeim stóru, sem alltaf lepja dauðann úr skel. Þá hefði kann- ski verið hægt að skipta klöfunum á fleiri hálsa. Svindlið í sjávarútveginum hefur um langt skeið lifað við sér- stakt lýðræði. Ríkið hefur greitt skipin að mestu og gefið þau út- gerðarmönnum, sem kallaðir eru. Þeirra „kúnst” hefur aðeins verið að tapa nógu miklu og rölta svo með reikningana í ríkissjóð, sjálfsagt fengið sjúss og vindil fyrir skilin. Ef farið hefði verið í skúmaskot allra þessara reikninga hefði margur fengið of- birtu í augun. Alltaf verður að miða við þá, sem aumastir eru og þeir, sem betur mega eru ánægðir með þetta eins og skiljanlegt er. Sem betur fer heyrist aldrei að útgerðarmaður fari á hausinn eins og í mínu ungdæmi. Verði einhver gjaldþrota nú til dags - af stærri toga - þá þarf hann ekki að kvíða framtíðinni. Annars er ekkert fengist um þó að sveitarfé- lög lendi í þroti með skip. Þau eru þá bara seld vinum, sem kunna að tapa. Nú langar mig til að spyrja: Hvernig stendur á því að allir vilja óðir og uppvægir eignast skip til þess að tapa á? Til þess að tapa á, já. Farið þið bara á út- gerðarstaðina og lítið á þessa hjráðu menn. Eru þeir ekki grút- horaðir, í kagbættum fötum og í skóm sitt af hvoru tagi? Athugið húsin þeirra og sjálfsagt er sama eymdin hjá uppkomnum börnun- um, kannski gengur þetta líka í arf? Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú vilja allir fá bætur fyrir eitthvað, sem tilveran leggur á þá. Alþýðuna munar ekkert um þetta, hún þarf líka að auðmýkj- ast. Svo kemur stóriðjan; álverið og Grundartangi. Þessu þarf öllu að hjálpa en bara ekki á kostnað þeirra ríku, það munu Kögur- grímur og hans menn sjá um. Svo verður það að haldast að þing- menn geti sett ótal lög sér í vil og allt tekið skýrt fram, jafnvel að ástkonur njóti ráðherrabíla. Að endingu koma svo allar utanferð- irnar úr stjórnarráðinu og þeir reikningar gefa ekkert eftir himn- abréfum. En svo langt getur gengið að alþýðan tíni af sér auðvaldsflærn- ar. Útvarp kl. 10.35 Fornu minnin Að þessu sinni fjallar þáttur Einars frá Hermundarfelli um Pál J. Árdal, skáld. Páll var þekktur skólamaður á Akureyri í 40 ár og samdi bæði ljóð og leikrit. Mig minnir að hann hafi einnig fengist við vegaverkstjórn. Leikrit Páls voru mjög vinsæl og leikin víða um land. Svo var einn- ig um ljóð hans, þau voru mikið sungin á sinni tíð og nú er það Steinunn S. Sigurðardóttir, sem les úr þeim. í þættinum kemur einnig fram Þorgerður Sigurgeirsdóttir á Öngulsstöðum, 93 ára gömul, en Páll var móðurbróðir hennar og Kristínar Sigfúsdóttur, skáld- konu. Mun Þorgerður rifja upp kynni sín af Páli móðurbróður sínum. - Þátturinn kemur frá Ak- ureyrarútvarpinu. -mhg Spasskí - Karpov 24. .. f4! (Með þessum leik hrifsar svartur til sin frumkvæðiö. Spasskí þarf að viðhafa ítr- ustu gát til að halda velli.) 25. g4 Hd6 26. c3 Rh4 27. He7 Rxf3+ 28. Dxf3 Da8 29. Hle2 c5 - og hér í miklu timahraki beggja sættust menn á jafntefli.) bridge Sumir segja að varnarspilið í bridge sé það sem leikurinn byggist að verulegu leyti á. Flestir séu svona nokkurn veginn slarkfærir í úrspilinu, en þegar kemur að vörninni skilji á milli meistarans og fúsk- arans. Það er nokkuð til í þvi, þó á stund- um meistaraverkið líti út fyrir að vera fúsk og fúskið meistarastykki. Hér er dæmi um annaðhvort (þú ræður hvað það er...): Á102 43 98 ÁG9652 3 9854 ÁD86 G975 G7654 KD10 843 KDG76 K102 Á32 K7 D10 Ginar frá Hermundarfelli. Suður vakti á 1 spaða, Norður 2 lauf, Suður 2 grönd, Norður 3 spaða og Suður 4 spaða. Útspil Vesturs var tígulfjarki, lítið, drottning og drepið á ás. Suður spil- aði næst spaðakóng og meiri spaða að tíu og legan kom í Ijós í spaða (1 -4). Hefði trompið legið 2-3, þá væri spilið einfalt. Lauf tekið tvisvar eftir þessa byrjun og því síðan spilað í þriðja sinn og trompað hátt heima og sagnhafi ynni sitt spil. En inni á tromptíu bað sagnhati um spaðaás og þvínæst lágt lauf frá borðinu. Austur setti drottninguna, sagnhafi drap á kóng, tók fjórða trompið og svinaði síðan laufaníu. Drepið á tíu, teknir tígulslagirnir og síðar hjartaslagirnir. Þrír niður. Já, laufadrottningin kostar ekkert stöðunni, eða hvað? Gœtum tungunnar Sagt var: Hann sagði að horfur sé góðar. Betur faeri: Hann sagði að horft væru góðar. Eða: Hann segir að horfur sé góðar. Sést hefur: Þeir unnu að því öllum árum. Rétt væri: Þeir reru að því öllum árum. Heyrst hefur: Hann hlaut bæt verðlaunin. Rétt væri: Hann hlaut hvoi tveggju verðlaunin. (Orðið verðlaun í eintölu (ei verðlaun, verðlaunið) er ekl til.) Því ekki að hætta Hefði stjórnin „ekki haft samviskuna og réttlætið í vitlausum vasa hefði hún gert eignakönnun hjá þeim stóru”, segir Halldór Pjetursson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.