Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. október 1983 Kúst- hestur Þessi góði leikfélagi er bú- inn til úr gömlum sokk og kúst- skafti. Eintaldara getur það tæpast verið. Höfuðið Fyllið sokkinn vel með ein- hverju góðu fylliefni eða tróði. Eyrun Klippið tvö eyrnasnið úr t.d. rauðu filtefni og tvö snið úr öðr- um lit, t.d. hvítum. Leggið saman eítt rautt stykki og eitt hvítt og saumið saman. Saumið eyrun á sokkinn. Beisli Klippið tvo hringi úr t.d. gulu filti og límið á sokkinn. Klippið 1,25 cm langar lengjur úr t.d. grænu filti og límið á sokkinn eins og sést á myndinni. Saumið taumana (sterkt bóm- ullargarn) við hringina. Andlit Klippið augun, tennur og nasir úr hvítu, svörtu og gulu filti og límið á sinn stað á hausnum. Kústskaftið Kústskaftið getið þið málað marglitt, en lakkið a.m.k. eina umferð. Ýtið öðrum enda skaftsins inn í sokkinn. Leggið ca 2 cm inn af sokknum og límið því næst allan hringinn og festið við skaftið. Kryddþáttur Sviða- súpa 1 kindahaus 3 smásaxaðir laukar 3 saxaðar gulrætur 2 saxaðir púrrulaukar 2 marðir hvítlauksgeirar 2 saxaðir pimiento-piparávextir (þetta er sœtur, rauður pipar, sem fœst hér niðursoðinn) 1 chili-ávöxtur (eða chili-duft á hnífsoddi) 1 tsk edik 3/4-1 lítri af vatni sítrónusafi salt og pipar að smekk 2 msk hveiti hrœrðar út í 2,5 dl mjólk. í uppskriftinni er mælt með því að láta hausinn liggja í vatni í 2 klukkutíma fyrir suðuna. Því næst er hann látinn í stóran pott ásamt -vatninu, gulrótunum, lauknum, púrrunni og pimiento- piparnum, chili-piparnum, salti og ediki. Þetta er látið sjóða við vægan hita í tvo klukkutíma, eða þartil kjötiðlosnaraf beininu. Þá er hausinn veiddur uppúr, kjötið skafið af og skorið í smáa bita og sett aftur í pottinn. Aðgætið kryddið í súpunni og bætið pipar útí. Hrærið hveitiblöndunni hægt útí og látið súpuna þykkna. Að síðustu er bætt útí sítrónusafa að vild. Súpuna á að snæða vel heita. ast frá Júgóslavíu Þær munu víst fáar þjóöirn- ar í heiminum sem éta kinda- hausa eins og viö gerum, eða svo hefur löngum veriö sagt og viö höfum tekið trúanleg orð útlendinga, sem hingað hafa komið og sett upp við- bjóðssvip yfir „andlitunum" er við snæðum af bestu lyst. Þær þjóðir sem hingað leggja leið sína koma af þeim svæðum heimsins þar sem sauðkindin er ekki í hávegum höfð og því eðli- legt að fólkinu bregði nokkuð við. Sauðkindaætur annars stað- ar í veröldinni hafa hins vegar nýtt sér það góðgæti, sem haus- arnir eru, en ekki hef ég spurnir af því að þær svíði hausana á sama hátt og við. Eftirfarandi uppskrift kemur frá Júgóslavíu, en þar er matar- gerð að sögn mjög fjölbreytileg enda byggja landið sex þjóðabrot og þar eru töluð fjögur tungumál. Uppskriftin er að kindahausa- súpu og kallast „Corba od jagnjece glave“ skv. heimild minni en ekki veit ég hvaða tung- umál þetta er. En hér kemur uppskriftin, sérstæð nokkuð en bragðgóð. (Myristica fragrans) Múskat kallast á ensku nutmeg og mun upprunnið frá Mólúkka- eyjum en barst til Evrópu á 16. öld. Það voru arabískir kaup- menn, sem færðu Evrópubúum múskatið í skipum sínum eins og margt annað matarkyns. Þegar múskatið kom fyrst á markaðinn var það feykilega dýrt, en á síð- ustu öld var farið að rækta það víðar en á Mólúkkaeyjum. Ávextir trésins gefa af sér tvær kryddtegundir: múskat og mace. Múskatið er kjarni fræsins, en mace er hörð skel, sem umlykur kjarnann. Skelin verður appels- ínugul þegar hún þornar. Aður fyrr notaði fólk múskat bæði sem krydd og til að bragð- bæta bjór og styrkja magann. Nú er það notað til að bragðbæta grænmeti, salöt súpur og brauð. Mace er notað til þess að bragð- bæta kjötsúpur, pylsur og græn- meti og einnig er það notað í viss- ar jurtablöndur. Múskat er kjarninn í fræinu en mace harða skelin utan um kjarn- ann. Múskat

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.