Þjóðviljinn - 25.10.1983, Page 9
Þriðjudagur 25. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Vígsluhátíb á Vopnafirði:
Hjúkrunar-
og elliheimilið
Sundabúðir
Laugardaginn 15. okt. sl. var
haldin vígsluhátíö dvalar- og
hjúkrunarheimilis aldraöra,
„Sundabúða" í Vopnafirði,
umleið og annar áfangi
byggingarinnar var tekinn í
notkun. Er hér um að ræða
stórátak af hálfu
sveitarfélagsins, sem
gjörbreytir aðstöðu fyrir aldrað
fólk til að fá aðhlynningu í
heimabyggð sinni.
Þórður Pálsson.
Upphafið
Fyrsta skrefið að þeim áfanga
sem nú er náð, var að hreppsnefnd
Vopnafjarðar ákvað að koma upp
elli- og hjúkrunarheimili heima
fyrir í stað þess að standa að slíkri
byggingu á Egilsstöðum, með öðr-
um sveitarfélögum á Austurlandi.
Kvenfélögin í Vopnafirði geng-
ust fyrir stofnun Elliheimilissjóðs
og hófust þegar handa um fjársöfn-
un Við það sat þar til síðla vetrar
1976. Þá ákveður hreppsnefnd, að
frumkvæði Ásgeirs Sigurðssonar,
að hefja byggingu húss með íbúð-
um fyrir aldraða. Byggingarnefnd
var skipuð: Ásgeir Sigurðsson, for-
maður, Una Einarsdóttir, Sigrún
Jakobsdóttir, Eydís Bjarnadóttir
og Víglundur Pálsson. Réði nefnd-
in Þórð Pálsson á Refstað sem
framkvæmdastjóra. Teiknistofan
Óðinstorg - arkitektarnir Helgi og
Vilhjálmur Hjálmarssynir og
verkfræðingarnir Vífill Oddsson og
Hilmar Knudsen sáu um teikning-
ar. Síðan var húsið tekið í notkun í
maí 1978.
Byggingarkostnaður þess, með
tækjum og búnaði, varð um 6 milj.
kr. á núgildandi verðlagi. íbúðar-
hæðin er 306 ferm með leiguíbúð-
um og aðauki 170 ferm kjallara.
Engin framlög frá ríki eða stofnun-
um þess fengust til byggingarinnar
né heldur tolla- og söluskattsfríð-
indi. En fjárframlög og vinna frá
ýmsum aðilum námu 1,4 milj. kr. á
núgildandi verðlagi.
Aftur hafist handa
Haustið 1980 var svo ákveðið að
hefjast handa við annan áfanga
byggingarinnar. Teikningar voru
unnar af sömu aðilum og áður.
Flatarmál hússins er 920 ferm, báð-
ar hæðir. Á efri hæðinni eru 8
leiguíbúðir en á neðri hæðinni leg-
udeild fyrir 9 sjúklinga, auk þess
borðstofa.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust í maílok 1981. Hlé varð á
yfir veturinn en aftur hafist handa í
maíbyrjun 1982 og unnið sleitu-
laust síðan. Byggingameistari var
Róbert Nikulásson.
Kostnaðaráætlun var, miðað við
1. okt. sl., um 14,8 milj. kr. en að
auki eru svo ýmis tæki og búnaður,
sem kosta mikið. Að þessu sinni
fékkst fjármagn frá ríki og Trygg-
ingastofnun, auk þess sem Vopn-
afjarðarhreppur, sýslusjóður
Norður-Múlasýslu og fleiri þar ey-
stra hafa lagt fram. Og sem áður
stóð ekki á gjöfunum.
Bygginganefnd skipa nú: Ásgeir
Sigurðsson, formaður, Alexander
Árnason, og Emil Sigurjónsson,
kjörnir af hreppsnefnd, Sigrún
Jakobsdóttir frá Kvenfélaginu
Lindin og Eydís Bjarnadóttir frá
Kvenfélagi Vopnafjarðar. Þórður
Pálsson á Refsstað er fram-
kvæmdastjóri byggingarnefndar
enn sem fyrr. Hefur hann unnið
mikið og óeigingjarnt starf í þágu
þessa málefnis. Þeir eru og ófáir,
sem lagt hafa málinu lið með vinn-
uframlagi og fjárgjöfum.
Vígsluhátíð
Við vígsluhátíðina flutti formað-
ur byggingarnefndar, Ásgeir Sig-
urðsson ávarp. Þórður Pálsson lýsti
byggingarsögunni. Kristján Magn-
ússon sveitarstjóri, flutti
þakkir sveitarstjórnar og tók við
LYFSÖLULEYFI
er forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Grindavíkurumdæmis er auglýst
laust til umsóknar.
Starfsemi væntanlegrar lyfjabúöar skal hafin
eigi síöar en 1. júlí 1984.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist
heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytinu
fyrir 20. nóvember 1983.
Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið
21. október 1983
Auglýsið í Þjóðviljanum
Sundabúðir í Vopnafirði.
lyklum að byggingunni. Einnig
fluttu þeir ávörp Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra og Helgi
Seljan, alþingismaður.
Húsin voru til sýnis almenningi
en aldraðir eru nú fluttir inn í fyrsta
áfanga og að hluta til í annan
áfanga, sem einnig rúmar legudeild
og borðstofu. öll er aðstaðan
þarna til hreinnar fyrirmyndar.
Að vori verður tekið til hendi við
fráganglóðar. Ágústa Þorkelsdótt-
ir á Refsstað hvatti menn til sjálf-
boðaliðsstarfa við lóðina. Brugð-
ust menn rösklega við og skráðu sig
þegar margir til vinnunnar.
I sambandi við vígslu Sundabúða
var sett þar upp sýning á málverk-
um Helga Jósefssonar, kennara og
frístundamálara, - 26 að tölu, - og
skreyttu þau ganga og veggi bygg-
ingarinnar, viðstöddum til mikils
augnayndis.
- mhg
Allar
skrúfur, múrfestingar
draghnoð og skotnaglar
AWLPLUG
SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SÍMI 82033