Þjóðviljinn - 25.10.1983, Qupperneq 15
ÞHðjiidagur'l25. öktóbey -1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA '19
7.00 Veðurlregnir. Fréttir. Bæn. A virkum
degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Erlings Sigurðarsonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Elisabet Ingólfsdóttir talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Leitin að
vagnhjóli" eftir Meindert DeJong
Guðrún Jónsdóttir les þýðingu sína (18).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr.
dagþl. (útdr.).
10.35 „Man ég það sem löngu leið“
Endurtekinn þáttur Ragnheiðar Viggós-
dóttur. (Áður útv. 1980).
11.05 Tónleikar
11.15 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og
kynnir létta tónlist. (RÚVAK).
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar
13.30 Lög frá árinu 1968
14.00 „Kallað í Kremlarmur" eftir Agnar
Þórðarson Höfundurinn byrjar lesturinn.
14.30 Upptaktur - Guðmundur Benedikts-
son.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar Skandinaviski-
kvartettinn leikur Strengjakvartett op. 111
eftir Vagn Holmboe / Saulesco-kvartett-
inn leikur Strengjakvartett op. 83 eftir
Dmitri Sjostakovitsj / Borodin-kvartettinn
leikur Þrjá stutta þætti fyrir strengjakvart-
ett eftir Igor Stravinsky.
17.10 Síðdegisvakan
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn. Guðlaug M. Bjarna-
dóttir og Margrét Ólafsdóttir.
20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Tordý-
fillinn flýgur i rökkrinu" eftir Mariu
Gripe og Kay Pollak. 3. þáttur: „Þakher-
bergið" Leikstjóri: Stefán Baldursson.
Leikendur: Ragnheiður Elfa Arnardóttir,
Aðalsteinn Bergdal, Jóhann Sigurðsson,
Guðrún S. Gísladóttir og Sigriður Haga-
lín.
20.40 Kvöldvaka Umsjón: Helga Ágústs-
dóttir.
21.10 Pianóleikur Franski píanóleikarinn
Bernard d'Ascoli leikur Sónötu i h-moll
eftir Franz Liszt.
21.40 Útvarpssagan: „Hlutskipti manns“
eftir André Malraux. Thor Vilhjálmsson
les þýðingu sína (11).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Kvöldtónleikar a. „Siciliana" eftir
Mariu Theresiu Von Paradis. Ruggerio
Ricci og Leon Pommers leika á fiðlu og
pianó. b. Píanókonsert í D-dúr eftir
Leopold Kozeluch. Felicja Blumental og
Kammersveitin í Prag leika; Alberto
Zedda stj. c. Pianókonsert nr. 18 í B-dúr
K456 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Daniel Barenboim og Enska kammer-
sveitin leika. - Kynnir: Knútur R. Magnús-
son.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV
Ruve>
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Snúlli snigill og Alli álfur Teikni-
mynd ætluð börnum. Þýðandi Jóhanna
Þráinsdóttir. Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
20.45 Tölvurnar 7. þáttur. Breskur fræðslu-
myndaflokkur í tíu þáttum um örtölvur,
notkun þeirra og áhrif. Þýðandi-Bogi
Arnar Finnbogason.
21.10 ísland, land ódýrrar orku - eða
hvað?-Upplýsinga- og umræðuþáttur
um orkunýtingu, rafmagnsverð til al-
mennings og orkusölu til stóriðju. Um-
sjónarmenn: Guðjón Einarsson og Ómar
Ragnarsson.
22.15 Marlowe einkaspæjari 4. Gildran
Breskur sakamálamyndallokkur í fimm
þáttum sem gerðir eru eftir smásögu
Raymonds Chandlers. Þýðandi Ellert
Sigurbjörnsson.
23.10 Dagskrárlok
frá lesendum
skák
Karpov að tafli - 220
Á Interpolismótinu í Tilburg vann Anat-
oly Karpov einn sinn fallegasta og glæs-
ilegasta sigur á ferlinum er hann lagði
Hollendinginn, fyrrum þegn Sovétríkj-
anna, Gennadi Sosonkoaðvelli. Skákin
hafði mikla fræðilega þýðingu því Sos-
onko beitti Dreka-afbrigðin u í Siklleyjar-
vörn, en með því hefur hann unnið
marga frækna sigra. Karpov endurbætti
taflmennsku eins af andstæðingum Sos-
onko og sigraði. Viö skulum sjá hvernig
það atvikaðist:
Nýstárleg
stœrðfrœði
Lesandi skrifar:
DV er nú aftur byrjað með
skoðanakannanirnar, eftir langa
hvfld. Sex hundruð manns eru
spurðar: „Ertu fylgjandi eða and-
vígur ríkisstjórninni?“ Um gildi
vona skoðanakannana má enda-
laust deila en það er ekki tilgan-
gurinn með þessum orðum og
skal því sleppt:
Niðurstaðan í könnuninni er
þessi: Fylgjandi ríkisstjórninni
48.2%. Andvígur ríkisstjórninni
27.7%. Óákveðnir 20.7%. Svara
ekki 3.5%. Athyglisvert er, að
fast að fjórðungi þeirra sem
spurðir eru, skipa sér í hvorugan
hópinn, með eða á móti, að svo
komnu.
Ríkisstjórnin hefur eðlilega til-
hneigingu til þess að túlka úrslitin
sem sigur fyrir sig. Röksemdir
fyrir því sýnast mér þó í hæpnara
lagi. Steingrímur segir meirihlut-
ann „fylgjandi þeim aðgerðum,
sem við höfum gripið til“. Ólafur
G. Einarsson kveður fastar að
orði en um leið fávíslegar. Hann
segir: „Fylgið við stjórnarstefn-
una er meira en nam fylgi stjórn-
arflokkanna í vor“.
Það er rétt, að meiri hluti
þeirra sem svara, 48.2%, eru
fylgjandi ríkisstjórninni. Og það
má ætla, að ef þeir óákveðnu
tækju afstöðu þá mundi ríkis-
stjórnin fá nægilegt fylgi frá þeim
hópi til þess að hún kæmist yfir
50%. Það er að vísu meiri hluti.
En hæpið væri nú að telja það
sigur þegar þess er gætt, að við
alþingiskosningarnar í vor fengu
stjórnarflokkarnir 58.2% at-
kvæða. Er þá ekki réttmætt að
álykta sem svo, - sé eitthvað
byggt á niðurstöðum skoðanak-
önnunarinnar á annað borð, - að
10% þeirra, sem kusu stjórnarf-
lokkana í vor, séu ekki lengur ák-
veðnir í fylgi sínu við ríkisstjórn-
ina, ef sumir þeirra hafa þá nokk-
urntíma verið það, því það lá ekki
fyrir við kosningarnar að svona
ríkisstjórn yrði mynduð og því
síður að vinnubrögð hennar yrðu
með þeim hætti, sem raun hefur á
orðið.
Ummæli þau, sem DV hefur
eftir Ólafi G. Einarssyni eru -
enda þótt hann sé þingmaður og
ofan í kaupið þingflokksformað-
ur - tóm vitleysa. „Fylgið við
stjórnarstefnuna er meira en nam
kjörfylgi tlokkanna í vor“. Hver-
skonar „stærðfræði“ er það að
telja 48.2% meira en 58.2%?
Fróðlegt væri að vita, hvað fylgið
má minnka mikið til þess að vera
nóg samt sem áður ekki meira en
í vor. Kannski má það fara niður í
38.2%? Kannski í28.2%? Kann-
ski megum við bráðum eiga von á
nýrri reikningsbók frá Ólafi
þingflokksformanni, útgefinni af
menntamálaráðuneytinu? Þá
verður mikil bylting í stærðfræði-
kennslu á fslandi.
bridge
Við sáum í gær hvernig hefði mátt
spila vörn í „upplögðu" spili, þannig að
sagnhafi misstigi sig í úrspilinu. Hér er
fallegt varnardæmi frá 1951 úr leik Itala-
Svía á EM það ár: G9862 K6 KG7 D108 ÁKD10 7
93 ÁD2
D1092 K65 543 G108754 54 97 Á863 ÁG432
Austur var sagnhafl í 6 tíglum og útspil
Suðurs var hjartagosi. Drottning átii
slaginn og nú tók sagnhafi á hjartaás og
spilaði þriðja hjartanu og trompaði i borði
með tígulníu. Norður henti smá spaða í
slaginn, og þar með „vissi" sagnhafi að
Suður átti báða tígulhónórana. Hann
spilaði því lágum tígli upp á ás og meiri
tígli að drottningu-tíu og þar með fór spil-
ið einn niður. Norður fékk sina tvo
trompslagi. Hefði Norðuryfirtrompaðtíg-
ulníuna með gosa, á sagnhafi engan
annan kost en „svína" fyrir tígulkóng og
einsog lesendur sjá, hefði það dæmi
gengið.
Málið er, vertu vakandi í vörninni og
sofðu á nóttunni, heima hjá þér...
Gœtum
tungunnar
Sagt var: Rúna og ég förum
þangað bæði.
Þetta virðist hugsað á út-
lensku.
Rétt væri: Við Rúna förum
þangað bæði.
Sagt var: Lengi var barist, og
kenndu hvorir hinum um upp-
tökin.
Rétt væri:... og kenndu hvorir
öðrum um upptökin.
„Þar sem ljóðum mínum var úthýst“.
Á fimmtu hœð
Magnús frá Hafnarnesi hefur sent okkur þetta Ijóðkorn
Ég bjó á fimmtu hæð,
með útsýni yfir Hótel Borg og Morgunblaðshöllina
þar sem Ijóðum mínum var úthýst sökum raunsæis
og afgreiðslustúlkan sett upp hundshaus
þegar ég bað um Mogga
morgunn einn í þynnku.
Pegar kólnaði í veðri
og norðangjósturinn ríslaði sér við sælgœtisbréf
Strætisins,
kom útlagarnir inn í hlýjuna
til að drekka dúndrið sitt.
Á nóttunni lá ég andvaka
og hataðist við slög.
Dómkirkjunnar.
Sjórtvarp kl. 21.10
Orkumála-
umræða
Kl. 21.10 í kvöld fer fram í
Sjónvarpinu orkumálaumræða,
undir stjórn fréttamannanna
Guðjóns Einarssonar og Ómars
Ragnarssonar. - Guðjón sagði
þáttinn vera í tvennu lagi. í fyrri
hluta hans verður borið saman
rafmagnsverð til heimilisnota á
íslandi og í nágrannalöndunum
og hver sé orsök þess verðmunar,
semþarerá. Þáverðurfjallað urn
fjárfestingu í orkumannvirkjum,
erlenda skuldabyrði og ávinning
af nýtingu innlendra orkugjafa,
rafmagnsverð til stóriðju og
orkusölumöguleika íslendinga á
því sviði. Rætt verður við Jó-
hannes Nordal, formann samn-
inganefndar um stóriðju og Krist-
ján Jónsson, rafmagnsveitu-
stjóra.
Síðari hluti þáttarins verður í
beinni útsendingu. Þar koma þeir
fram Sverrir Hermannsson, iðn-
aðarráðherra og Hjörleifur Gutt-
ormsson, fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra. Munu þeir ræðast við
um orkumálin almennt og hvert
stefna skuli í þeim.
- mhg
Karpov - Sosonko
26. De4!
(Glæsilegur leikur! Hvitur hótar 25. Da8
- og mátar.)
26. ... Da6
27. Hd5 Hf6
28. Hxc5 Hxg6
29. Hxh5 d5
(Með hugmyndinni 30. Dxd5 Da1 31.
Kd2 Hd6 og drottningin fellur.)
30. Hxd5!
- og Sosonko gafst upp enda er staða
hans gjörsamlega vonlaus. Lokaniður-
staðan í Tilburg varð á þá leiö aö Karpov
hlaut 7’/2 vinning, en næstur kom Rom-
anishin með 7 v. Neðar á blaði voru
menn eins og Portisch, Larsen, Timman,
Húbner og fleiri.