Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 1
DJOÐvmm Hver vill kaupa góð- an gamlan bíl fyrir lítið eða eignast sí- amskettling? Sjál4 október 1983 fimmtudagur 245. tölublað 48. árgangur Kolbeinshaus, séður frá Ingólfsgarði. Fyllingin nálgast skerið óðfluga úr austri. Ljósm.: -eik. HEIMSKA KAFFÆRA KOLBEINSHAUSINN i* f Útvarpshlustendur vita að þulir hijóðvarpsins minnast oft á hinn fallega klett Kolbeinshaus. Hann blasir við útum glugga á hljóðvarpshúsinu. Nú stendur til að kaffæra klettinn í vegargerð og malbiki. Þjóðviljinn spurði Jón Múla Árnason, hinn gamalreynda útvarpsmann, um örlög Kol- beinshausins. „Ég hef oft minnst á klettinn, síðast í morgun þegar hann kom úr baðinu. Mér þykir það hrein heimska að ætla að kaffæra Kolbeinshaus í malbiki. Hver trúir því að hámenntaðir verkfræðingar geti ekki fundið lausn á því að leggja þarna götu án þess að kaffæra klettinn. Vond er hugmyndin að kaffæra hann en verri að ætla sér að byggja nýjan utar, svo sjófuglar geti hvílt sig!! Er þá ekki alveg eins hægt að flytja klettinn inná Árbæjarsafn og segja sjófuglum að hvíla sig á honum þar? En mig langar í þessu sambandi að minna á hugmynd sem eitt sinn var uppi varðandi Kolbeinshaus. Hún var sú að reisa þar minnismerki um drukknaða sjómenn. Því miður óttast ég að borgarstjórnar- íhaldið eyðileggi klettinn, því væri trú- andi til að reisa þarna grútarverksmiðju og taka til við að bræða sjófugla", sagði Jón Múli að lokum. „Ég sé ekki betur en að með sérstök- um frágangi sé hægt að halda í Kol- beinshausinn sjálfan, ef hönnun Sætúns- ins tekur mið af því markmiði", sagði Sigurjón Pétursson borgarráðsmaður AB í gær. Á þriðjudag fól borgarráð borgarverkfræðingi að kanna kostnað við að steypa upp eftirlíkingu Kol- beinshauss norður af fyrirhuguðu Sæ- túni. Var borgarverkfræðingi einnig fal- ið að kanna hvort skeriö þyrfti nauðsyn- lega að hverfa undir götuna í framhaldi af ábendingu Sigurjóns. Uppfyllingin norðan við Skúlagötu er komin langleiðina niður í ntiðbæ og á aðeins eftir að fylla út ntilli Klappar, þar sem bensínstööin er og Ingólfsgarðs. Samkvæmt upphaflegu skipulagi Sæ- túnsins sem á að vera ofaná þessari fyll- ingu hverfur Kolbeinshaus undir hana, en sem fyrr segir hefur verið bent á að breyta mætti hönnun götunnar þannig að hún sveigði framhjá skerinu. S.dór/Ál Mótmæla- fundur í dag kl. 17.30 Vegna innrásar Bandaríkja- hers í eyríkið Grenada á Karí- bahafí í fyrradag munu ýmis samtök efna til mótmælafund- ar fyrir utan bandaríska sendiráðið að Laufásvegi 21 í dag. Hefst fundurinn kl. 17.30 - hálf sex. Á fundinum mun Ingibjörg Haraldsdóttir flytja ávarp og hugsanlega munu fleiri koma fram. Fundarstjóri verður Björk Gísladóttir. Fundurinn hefst eins og áður sagði kl. 17.30 í dag. Innrásin ákveðin áður en Blshop var drepinn — Tveggja vikna aðdragandi, segir sendiherra Bandaríkjanna í París Innrás Bandaríkjanna í Grenada s.l. þriðjudag átti sér tveggja vikna aðdraganda. Hún var því ákveðin viku áður en Maurice Bishop for- seti Grenada var drepinn. Þetta kom fram í viðtali sem Evan Galbraith, sendiherra Bandaríkjanna í Frakk- landi, átti við franska sjónvarpið i gær. ^Galbraith var að því spurður, hvort innrásin hefði á einhvern hátt verið andsvar Bandaríkjanna við sprengingunni sem varð í Beirút s.l. sunnudag og grandaði um það bil 200 bandarískum hermönnum. „Þessi aðgerð er ekki andsvar við atburðunum, árásinni í Beirút", sagði sendiherrann. „Þetta var aðgerð sem hófst fyrir 2 vikum, áður en árásin var gerð í Beirút. Þar er ekki um neitt sam- band að ræða.“ Reagan Bandaríkjaforseti sagði í fyrradag að innrásin í Grenada hefði verið gerð að beiðni Banda- lags ríkja í Austur-Karíbahafi eftir valdatöku hersins 19. október s.l. Yfirlýsing sendiherrans í París bendir hins vegar til þess að innrásin hafi verið ákveðin áður en hallarbyltingin var gerð í Grenada, en að hún hafi síðan verið notuð sem tylliástæða. ólg. Steingrímur fordæmlr Geir ekki tilbúinn að svara í gær og í fyrradag hafa þjóð- arleiðtogar hver á fætur öðrum fordæmt innrás Bandaríkja- manna í Grenada í Karíbahafí. Þjóðviljinn spurði um afstöðu tveggja æðstu manna íslensku ríkisstjórnarinnar. „Málið hefur ekki verið tekið fyrir í ríkisstjórninni, en það verður að vera að frumkvæði utanríkisráðherra", sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra. Hinsvegar sagðist hann persónulega fordæma innrásina eins og allar innrásir í sjálfstæð ríki hvar sem er í heiminum. Þetta væri fyrir neðan allar hellur. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra var síðan spurður álits. Hann sagði að aðrir fjölmiðlar hefðu spurt sig þess sama, en hann beðið um að haft væri sam- band við sig í dag (fimmtudag) þá yrði hann tilbúinn með yfirlýs- ingu vegna málsins. Meira vildi hann ekki segja, enda sagðist hann svo tímabundinn að hann mætti ekki vera að því að stoppa lengur. - S.dór. Maurice Bishop, fyrrverandi for- sætisráðherra Grenada. Sam- kvæmt yfírlýsingu bandaríska sendiherrans var morðið á hon- um tylliástæða, því innrásin var ákveðin áður en hann var myrt- ur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.