Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 500 manns í Húsnæðissamvinnufélaginu: Þriðja leiðin Á fjórða hundrað manns sóttu stofnfund Húsnæðissamvinnufélags í Reykjavík 15. október s.l. og hafa nú um 500 manns gerst félagar í samvinnufélaginu. Markmið félagsins er að reisa og reka íbúðarhús- næði þar sem félagsmenn öðlast búseturétt eins lengi og þeir kjósa, gegn framlagi, sem nemur 5% af byggingarkostnaði. Búseturétturinn erfist, en gengur til félagsins ella gegn endurgreiðslu framlagsins. „Þetta má kallá þriðju leiðina í húsnæðismálum", sagði Jón Rún- ar Sveinsson, sem ásamt 6 öðrum var kjörinn í bráðabirgðastjórn á fundinum. „Hún hefur helsta kost eignarformsins, þ.e. örygg- ið, en einnig kosti leiguformsins, þ.e. húnjafnarhúsnæðiskostnað- inn yfir langan tíma.” Á stofnfundinum mætti Jó- í húsnæðismálum hann Einvarðsson, aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra og lýsti því yfir að nefnd sú sem ríkisstjórnin hefur skipað til að endurskoða húsnæðislöggjöfina hefði fengið það verkefni að endurvinna frumvarp um húsnæðissamvinnu- félög, sem lagt var fram í fyrra og samþykkt í efri deild. „I þessu frumvarpi var gert ráð fyrir nýj- um lánamöguleika, þ.e. 65% láni til félagasamtaka, sem vera skyldi til 30 ára“, sagði Jón Rún- ar, „og Jóhann lýsti því yfir að það ákvæði yrði óbreytt í nýju frumvarpi." Á fundinum var samþykkt' áskorun til alþingis um að opna þennan lánamöguleika en Jón sagði það reyndar skoðun sína að lánin ættu að vera jafn löng þeim sem Verkamannabústaðirnir fá. Á næstunni verður haldinn liðsmannafundur í félaginu og fyrir lok nóvember verður hald- inn framhaldsstofnfundur þar sem gengið verður frá lögum fé- lagsins. Enn geta menn gerst stofnfélagar. Eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Leigjenda- samtakanna, Bókhlöðustíg 7, en þar hafa samtökin fengið aðstöðu fyrst um sinn. Síminn er 27609 og er skrifstofan opin milli 15 og 18 virka daga. -ÁI Sendinefnd Heimsfriðarráðsins á blaðamannafundinum í gær. Frá vinstri: Carl-Oscar Rosschou frá Dan- mörku, Romesh Chandra, forseti Heimsfriðarráðsins frá Indlandi, Haukur Már Haraldsson formaður Islensku friðarnefndarinnar, Veronica Sieglin frá V-Þýskalandi og Winnie Burroths frá Bandaríkjunum. Hægt að stöðva Evrópu- eldflaug- arnar segja fulltrúar Heimsfriðarráðsins . Bandaríkin virðast staðráðin í að setja upp eldflaugarnar í Evrópu. Afstaða þeirra við samningaborðið í Genf verður ekki skýrð með öðru móti. Þeir virðast halda að auðveldara verði að semja eftir að eld- flaugunum hefur verið komið upp. En í kjölfarið munu koma nýjar sovéskar eldflaugar, sem munu gera málið enn flóknara. Þessi þróun verður ekki stöðv- uð nema með sameiginlegu átaki allra þjóða í heiminum. Þannig fórust Romesh Chandra, forseta Heimsfriðarráðsins, orð á blaðamannafundi í gær, en hann er hér á landi í fylgd þeirra Veronicu Sieglin frá V-Þýskalandi, Winnie Burroths frá Bandaríkjunum og Carl Rosschou starfsmanns Heims- friðarráðsins frá Danmörku. Chandra sagði það vera yfirlýst- an vilja meirihluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að vígbúnað- arkapphlaupið væri stöðvað eins og samþykkt hefði verið á síðasta allsherjarþingi. Uppsetning Evr- ópueldflauganna væri því gegn vilja meirihluta aðildarríkjanna og því væri nú mikilvægara en nokkru sinni að efla friðarhreyfinguna í Evrópu, því friðurinn gæti einnig komið þaðan. Veronica Sieglin frá V- Þýskalandi sagði að þýska friðar- Svört atvinnustefna er meðal þess sem tekið verður fyrir á 40. Iðnþingi sem sett verður í Súlnasal Hótel Sögu á morgun. Þetta er í þriðja sinn sem þetta mál er svo áþreifanlega snýr við neytendum verður tekið fyrir á þinginu. „Enn hefur það kerfi ekki fengist upp- rætt sem gcfur ýmsum aðilum í bygg'n8ar'ðnaði, svo dæmi sé tekið, kost á því að standa ekki í skilum við hið opinbera. „Við höf- um verið mcð ýmsar hugmyndir til hreyfingin hefði tekiö eölis- breytingu á síðustu mánuðum. Hún sagði að síðastliðinn sunnu- dag hefði 1,3 miljónir manna tekið þátt í mótmælaaðgerðum í Ham- borg, Bonn, Stuttgart og V-Berlín, Starfsmenn Mjólkursamsölu í Reykjavík og Búðardal: Söfnuðu 40 þúsundum króna á einum degí Gjöf til samtaka hjartasjúklinga Starfsmenn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og Mjólkur- samiagsins í Búðardal söfnuðu í sínum hópi á einum degi 40 þús- lausnar þessum vanda og þær leiðir sem við höfum bent á verða til um- ræðu á þinginu," sagði Sigurður Kristinsson forseti Landsambands iðnaðarmanna á blaðamánnafundi sem Landssambandið boðið til vegna þingsins. „Þó víða horfi vel við í iðnaðinum þó einkum vegna lækkunar launa- liðarins í rekstri iðnfyrirtækja þá blasa við stórkostleg vandamál á sumum sviðum. Ég nefni skipa- smíðaiðnaðinn, sem á mjög undir og væri það þreföldun frá þeirri þátttöku sem var í fyrra. Nú hefði sú breyting einnig orðið á að Jafn- aðarmannaflokkurinn væri orðinn hluti af friðarhreyfingunni og jafn- framt hefðu verkalýðsfélögin tekið und og 300 krónum og færðu Landssamtökum hjartasjúk- iinga að gjöf 18. þessa mánað- ar. Landssamtökunum, sem stofn- uð voru 8. október s.l. hafa borist fjölmargar aðrar gjafir, en megin- verkefni félagsins er að beita sér fyrir kaupum á nýrri hjartamynd- högg að sækja um þessar mundir. Ákafar raddir heyrast um þessar mundir að alla nýsmíði skipa eigi að slá á frest eða jafnvel hætta, en á móti kemur sú röksemd að á næstu árum kemur til endurnýjun fiski- skipastólsins og þá sé eins gott að. skipasmíðastöðvarnar verði í stakk búnar til að taka við þeim verkefn- um sem skapast,“ sagði Sigurður. Málefni skipasmíðaiðnaðarins verður eitt af brýnustu málum þessa 40. þings. virkari þátt í baráttunni á síðustu vikurn og mánuðum en nokkurn tíma áður. Veronica sagði að skoðana- kannanir sýndu, aö 'A hlutar v- þýskra kjósenda væru andvígir sjá handa Landspítalanum og vinna að því að hjartaskurðlækn- ingar verði fluttar inn i landið. Á stofnfundinum voru eftirtaldir kjörnir í aðalstjórn: Ingólfur Vikt- orsson, formaður, Alfreð Alfreðs- son, varaformaður, Jóhannes Proppé, gjaldkeri, Björn Bjárman, ritari og Sigurveig Halldórsdóttir, meðstjórnandi. Alls rnunu fulltrúar 53 aðildarfé- laga sækja þingið, en að þar verður tekin fyrir inngöngubeiðni frá Landssambandi netaverkstæða. Þingið setur Sigurður Kristinsson forseti Landssambandsins, en að setningarræðu hans lokinni flytur Páll Flygering ráðuneytisstjóri ávarp. Þingdagar eru þrír talsins og auk hefðbundinna þingstarfa, kosn- ingu stjórnar og forseta Lands- sambandsins og umræðna um laga- breytingar verða haldin nokkur fróðleg erindi. Má þar nefna erindi Ingjalds Hannibalssonar um er- lenda samkeppni og áhrif tækni- nýjunga og erindi . Gunnlaugs Stefánssonar um markaðshlut- deild, þróunarkröfur og umfang í iðngreinum. Allir þeir málaflokkar sem nú eru í brennidepli í íslensk- um iðnaði verða teknir til umfjöll- unar. Yfirskrift þingsins er Efling iðnaðar - Ný sókn í atvinnumálum. -hól. uppsetningu eldflauganna og frið- arhreyfingin myndi gera þingmenn ábyrga fyrir atkvæðum sínum þannig að þeir gætu ekki skýlt sér á bak við flokksagann. Það eru tak- mörk fyrir því liversu lengi ríkis- stjórn getur staðið gegn vilja fólks- ins í lýðræðisríki, sagði Veronica. Winnie Burroths frá Bandaríkj- unum sagði að Freeze-hreyfingin í Bandaríkjunum yrði stöðugt öflugri um leið og málefnaleg vit- und fólksins um þá hættu og sóun sem vígbúnaðarkapphlaupið hefði í för með sér færi vaxandi. Hún sagði það óréttlætanlegt að í þessu auðugasta ríki heims væri miljörð- um varið til hermála á meðan 80% ungra blökkumanna byggi við atvinnuleysi og tugþúsundir lifðu á hungurmörkunum og féhtgsleg þjónusta væri ekki fyrir hendi á mörgum sviöum. Aðspuröur um það hvort heims- friðarráðið myndi einnig leggjast gegn uppsetningu nýrra sovéskra eldflauga í A-Evrópu, sagði Chandra að Heimsfriðarráðið væri á móti öllum eldflaugum, einnig í A-Evrópu. ólg. Iðnrekstrar- sjóður skor innvið trog Fjárþörf metin 40 miljónir— úthlutun er fimm miljónir „Staðreyndin er sú að með (járlagal'rumvarpi ríkis- stjórnarinnar er iðnrekstrar- sjóðurinn sem Magnús hcitinn Kjartansson kom á laggirnar í sinni ráðherratíð skorinn við trog. Hlutverk hans, sem er að örva framleiðslu í iðnaði, m.a. til útflutnings og mark- aðsstarfsemi, er að engu gert. Sjóðurinn hefur alla tíð haft rnikilvægu hlutverki að gegna. Ég oeitti mér fyrir því árið 1979 að lögum um sjóðinn yrði beitt og setti á nefnd sem vorið 1980 skilaði tillögum sem urðu að lögum á Alþingi vorið 1980“, sagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður í viðtali viö Þjóðviljann í gær þegar blaðið Ieitaði álits hans á þeirri meðferð sem iðn- rekstrarsjóður hefur fengið á fjárframlögum ríkisstjórnar- innar. Það kom fram á blaða- mannafundi . sem landssam- band íslenskra iðnrekenda hélt í fyrradag vegna setningu 40. Iönþings næstkomandi fimmtudag að fjárþörf sjóðs- ins nú er 40-50 milljónir. Sjóðnum er hinsvegar út- hlutað 5 milljónum á fjárlög- um. Samkvæmt þeirn lögurn um sjóðinn sem samþykkt voru frá Alþingi vorið 1980 á tekjuöflun hans að fást með 0,6% af vinnsluvirði iðnaðarf- ramleiðslu árið á- undan. í samræmi við þetta ákvæði var framlag sjóðsins á fjárlögum þessa árs 16,6 milljónir. -hól 40. Iðnþing sett 1 dag: „N ótulausu” viðskiptin enn til umfiöllunar Frá afhendingu gjafar Mjólkusamsölumanna, frá v: Björn Bjarman, Sig- urveig Halldórsdóttir, Ingólfur Viktorsson frá stjórn Landssambandsins, Þórður Jóhannsson, Gunnar Sigurjónsson, Helgi Jónsson og Páll Jónsson frá Mjólkursamsölunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.