Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Æringjar og sakleysingjar sem verða Herráð hinnar íslensku byltingar: Kristín G. Gestsdóttir (Charlie Brown), Hallur Helgason (Jörundur) og Friðjón Olafsson (Laddie). Maður sóma og sann Leikielag Hafnarfjarðar: ÞIÐ MUNIÐ HANN JÖRUND eftir Jónas Arnason Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Aðstoðarleikstjóri: Ragnhildur Jóns- dóttir Hljómsveitarstjóri: Jóhann Moráwek Ánægjulegir samfundir höfund- ar, leikstjóra og leikara eiga sér nú stað inni á Gafli í Hafnarfirði. Til- efnið er Jörundarleikrit Jónasar Árnasonar, sem hefur notið mik- illa vinsælda allt frá því það fyrst kom á fjalirnar í Iðnó. Hér ætti að vera óþarft að minna á ástæðurnar: skemmtilegir söngtextar, írsk og skosk þjóðlög, gamansöm meðferð á sögulegu efni sem hlýtur að vera landsmönnum hugstætt - og svo vel til fundnar athugasemdir um stór- veldi og smáar þjóðir, sem reyndar nutu sín einkar vel á þessari sýn- ingu. Leikurinn er fluttur í vertshúsi og það kemur heim og saman við þann ramma sem honum var frá upphafi settur. Leikstjórinn Þór- unn Sigurðardóttir, hefur unnið vel úr því takmarkaða plássi sem leikflokkurinn hefur til um'ráða, leikurinn er yfir og allt um kring. Tríóið sem heldur uppi söngfjöri af miklum dugnaði (Ánna Pálína Árnadóttir, Jóhann Moráwek og Jakob Grétar Bjarnason) nýttist sýningunni mjög vel m.a. vegna þess, að brugðið er á það ráð að blanda söngvurum sem mest sam- an við aðra leikendur - af þessu styrkist sú „blekking“, að verið sé að segja krásetufólki sögu af liðn- um atburðum. Hraði sýningarinn- ar var ágætur - ekki man þessi áhorfandi hér í hverju styttingar sem gerðar eru fyrir aðstæður þess- arar sýningar eru fólgnar - en nið- urstaðan var jákvæð: engin atriði sýndust löng. Þá er rétt að geta þess, að látbragðskúnst er sýndur góður sómi i þessari sýningu - hvort sem um er að ræða „konung- lega“ tilburði Jörundar, kvennafar hans eða ferðalagið um landið þeg- ar hann gaf fátækum rúsínur og tyftaði valdsmenn í anda þess Hróa Hattar sem við eignuðumst aldrei, því miður. Og ekki man ég betur, en að þáttur Dala Völu, (Björk Jakobsdóttir) sem er einskonar tákn og ímynd langhrelldrar þjóð- ar, sem vonandi er að læra að brosa, syngja og kannski ganga upprétt, sé eðlilegri og látlausari en hann var í frumflutningi Jörundar. Jörundarleikurinn á um margt vel við áhugaleikara - persónurnar dregnar fáum dráttum flestar, góð- ir möguleikar á ærslum sem hæfa óbreyttri leikgleði. Og í samvinnu leikstjóra og leikara hafa þessir möguleikar nýst vel. Hallur Helga- son er sérstaklega viðfelldinn Jör- undur, trúverðugur sem gæðadreng- ur, sem í blandi af prakkaraskap og hjartagæsku er farinn að skipta sér af Sögunni og veit ekki alminnilega út í hvað hann hefur ratað. Kristín G. Gestsdóttir er ntjög. rösk og bófaleg í hlutverki Charlie Browns, ráðgjafa Jörundar og ást- vins fallbyssnanna. Á þessum tveim hvíla mestar leikraunir. En margt annað var með ágætum, til dæmis stórýktir valdsmannatil- burðir Trampe greifa (Danícl Helgason) og Alexanders Jones (Lárus Vilhjálmsson) og svo mætti áfram telja. Mestu skiptir vitan- lega, að úr þessu varð gott hóp- starf, enda bar ekki á öðru en að menn gengju glaðir frá Gafli. - Á.B. Reyking og sala á matvælum MiAl Sími 721221 'ý REYKOFNINN HF. Skemmuvegi 14 200 Kópavogi Hellusteypan STÉTT Hyrjarhöfða 8. - Sími 86211. II. ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA Sveinbjörn G. Hauksson Pípulagningameistari Simi 46720 Ari Gústavsson Pipulagningam Simi 71577 Nýlagnir Jarölagnir Viögeröir Breytingar Hreinsanir VÉLA- OG TÆKJALEIGA Alhliöa véla- og tækjaleiga. Heimsendingar á stærri tækjum. Sláttuvélaleiga. Múrara- og trésmiðaþjónusta, minni háttar múrverk og smíðar. BORTÆKIMI SF. Vélaleiga, simi 46980 — 72460, Nýbýlavegi 22, Kópavogi, (Dalbrekkumegin) Steypusögun — Kjarnaborun — Vökvapressa. A A A ^ A A A AAiÉ • * * * STEYPUSÖGUN vegg- og góltsögun VÖKVAPRESSA i múrbrot og fleygun KJARNABORUN tyriröllum lögnum Tökum aö okkur verkefni um allt land. — Fljót og góö þjónusta. — Þrifaleg umgengni. BORTÆKNIS/F irá id.8~23. Vélaleiga S: 46980 - 72460. TRAKTORSGRÖFUR LOFTPRESSUR SPRENGIVINNA ^ 46297 GEYSIR Bílaleiga____________ Car rental________________ BORGARTÚNI 24- 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 LIPUR ÞJ0NUSTA VIÐ LANDSB YGGÐINA PÖNTUM - PÖKKUM SENDUM - SÆKJUM TRYGGJUM Leyfið okkur að létta ykkur sporin og losa ykkur við kvabb á vinum og vandamönnum. Ekkert er auðveldara en slá á þráðinn og afla upplýsinga. • Ml / Opið frá kl. 9-19 alla virka daga. Símsvari opinn allan sólarhringinn. “7 JLandsþjónustan s.f. Súðavogi 18. S. 84490 box 4290 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstæðu verði\ Leitið tilboða. UTIHURÐIR Dalshrauni 9, Hf. S. 54595.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.