Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. október 1983 Útþensla bensmsölukerfisins Sölu- og dreifingar- kostnaður á bensíni 228 miljónir á einu ári Landsmenn kaupa árlega bensín fyrir um 2 miljarði og rúmar 60 miljónir kr. af bensínstöðvum hérlendis, ef miðað er við verð það sem greiða þarf fyrir bensín- líterinn í dag, 22.90 kr., og að alls séu seldir 90 þús. tonn af bensíni á ári sem verið hefur ársalan hér- lendis undanfarin ár. Af þessum rúmum tveimur milj- örðum er kostnaður vegna sölu- og dreifingar 11.1 % eða sem nemur228 miljónum kr. áári. Það skal tekið fram að í þessari tölu er ekki tiltekinn kostnaður vegna bygginga og endurnýjunar bensínstöðva, heldurráðstafa olíufélögin fjármagni til þeirra hluta af afskriftarfé eða tekjuaf- gangi. Ekki er heldur er inni í þessari tölu kostnaður vegna verðjöfnunar á bensíni um allt land, þar kemur til sérstakt gjald sem lagt er á bensínverð utan við dreifingar- og sölukostnað. Bensín- verðið Rúm 11% í kostnað Bensínlíterinn kostar nú eftir síðustu hækkun 22.90 kr. óg er þá hæsta bensínverð í Evrópu og Ameríku og þótt víðar væri leitað. Samkvæmt upplýsingum frá Verð- lagsstofnun er verðskipting bensín- verðsinsþessi, per. líter: Cif-verð ................. 6.66 kr. Opinbergjöld ............13.20 kr. Dreifingarkostn.......... 2.54 kr. Verðjöfnunargjald ........ 0.31 kr. Tiliagtil innkaupareikn. 0.19 kr. 22.90 kr. Hlutfallslega er verðskiptingin þessi: Innkaupsverð ............ 29.08% Opinbergjöld .............57.6 % Dreifingarkostn...........11.1 % Verðjöfnun ............... 1.4 % Tillag til innkaup........ 0.8 % 100.0 % Borgum 228 miljónir á ári í dreifingar- og söiukostnað ii Svan Friðgeirsson ráðgjafi Olís Ekkert bruðl yy „Ég tel að menn séu almennt á því að það eigi aö byggja eftir skynseminni í þessum efnum, en ekki ótakmarkað, en þetta er auðvitað um leið atvinnuskapandi“, sagði Svan Friðgeirsson ráðgjafi hjá Olís. „Jú margir tala um að það sé dýrt byggt, en við reisum okkar stöðvar í billegri kantinunr. Hitt er líka að það er ásókn hjá sveitarfélögum að menn byggi myndarlega, en ég vil taka fram að nýja bensínstöðin í Garðabæ var ekki dýr bygging. Það er hægt að gera hluti fallega án þess að þeir þurfi endilega að vera dýrir. Það er ekkert bruðl hjá okkur, það er ekki okkar stefna." Þið hafið sótt eftir að byggja við Vesturlandsveg. Er þörf á bensín- stöð þar, þar sem tvær stöðvar eru aðeins neðar í Artúnsbrekku? „Við teljum að við höfunr dregist aftur úr hinum félögunum. Höfunt þurft að leggja niður margar stöðv- ar á liðnum árum eins og t.d. við Hlemm. Ég tel að það sé full þörf á bensínstöð á svæðinu við Höfða- bakka. Þarna er hraðbraut og við teljum okkur eiga rétt á að fá að reisa stöð við hraðbraut hér í borg- arlandinu“, sagði Svan Friðgeirs- son. - 'g- Vilhjálmur Jónsson forstjóri Essó Hver er þörfín fyrir alla þessa útþenslu bensínstöðva? Hvert er hlutíali sölu- og dreifikostnaðar í bensínverði? Hvert stefnir í samkeppni olíufélaganna þegar bensínsölustöðvar nútímans eru m.a. reistar með það í huga að selja og versla með ýmsa aðra og ólíka hluti en bensínvörur, sbr. sælgæti og matvörur? Er verið að bruðla með peninga þegar olíufélögin virðast vera komin í kapphlaup um að reisa sem glæsilegastar bensínsöluhallir víðs vegar um landið? Forsvarsmenn olíufélaganna voru m.a. beðnir um svör við þessum spurningum og ýmsum fleiri. Ólafur R. Eggertsson hjá Shell „Nýir tímar“ ^Sker íaugunu „ Við höfum ekki áhuga á að eyða miklu í bensínstöðvar, en það eru kröfur nútímans að skipta um, þetta eru nýirtímar", sagði Ólafur R. Eggertsson hjá Skeljungi. „Það er erfitt að svara því hvort Stór-Reykjavíkursvæðið sé full- mettað. Eftir því sem byggðin flyst til þá koma til nýjar þarfir. Hins vegar hefur akstursmynstrið breyst mikið á síðustu árum. Það eru komnir minni og sparneytnari bíl- ar. Menn skipta örar á bílum og dauðakeyrsla hefur dregist saman. Þá hefur dýrtíðin haft sín áhrif og langkeyrslur í sumarfríum og hringvegsferðalög hafa nær alveg lagst af. Þetta heyrir sögunni til. Bensínsala hefur ekki aukist og við höfum reynt að gæta ýtrustu hag- kvæmni í uppbyggingu og endur- nýjun“, sagði Olafur. En áfram rísa nýjar bensínstöðv- ar, og bensín hækkar, á sama tíma og bíleigendur spara við sig hvern dropann. - Ig- „Ég tel grundvallaratriöi að það eigi ekki að ofíjárfesta í bensínstöðvum. Það vargert samkomulag um þessi mál 1970. Þá náðist fram mjög happasæl niðurstaða, en það hefur ýmislegt farið úr skorðum á síðustu árum. Stöðin á Seltjarnarnesi kom mértil dæmis mjög á óvart. Það er verst fyrir olíufélögin sjálf ef þau yfirbyggja sig í þessum efnum. Það skeríaugun hjáfólki. Það er ekki hægt að neita því að það eru til staðir úti á landi sem búið er að yfirbyggja", sagði Höfðabakkastöðin Eldri umsókn Ólafur R. Eggertsson hjá Skelj- ungi vildi taka það fram vegna frétta í blaðinu í gær um áhuga Oiís-manna á að reisa hensínstóð við Vesturlandsveg á móts við Höfðabakka, að Skeljungur hefði sótt um til borgaryfirvalda fyrir 8 árum síðan að reisa bensínstöð á þessum slóðum og ætti því rétt á þessari bensínstöð ef hún yrði heimiluð. - Ig. Vilhjálmur Jónsson forstjóri OlíufélagsinsEsso. Margir nefna bensínstöðvar „Musteri nútímans“ Hvað finnst þér? Ég held að þetta sé misskilning- ur. Það er meiri þjónusta veitt en áður fyrr og meira um bílavörur í stöðvunum. Þetta kallar á nteira rými. Sums staðar getur vel verið að byggt sé með óvenju miklum glæsibrag, en ég held að það sé ekki yfir heildina." Hvað kostar að byggja bensín- stöð? „Það er í raun ekki hægt að gefa neina tölu yfir það. Jarðvinna er dýrust, þvottaplön og grunnur, en byggingarnar eru ekki dýrari en önnur hús. Menn reyna hins vegar að hafa þetta þokkalega stórt til að gera það hagkvæmara. Hitt er rétt aðeins og staðan er orðin í dag þá þolir höfuðborgarsvæðið ekki mikið meira. Bílunum hefur fjölg- að en það hefur engin aukning orð- ið í sölu á bensíni á síðustu árum.“ Er hörð samkeppni í bensínsöl- unni? „Það hefur alltaf veri hörð sam- keppni, en hún sr\ýst ekki um verð- ið heldur er það þjónustan.“ Hvað vegur þessi þjónusta þungt á bensínverðið? „Það er ekki mikið, þetta er lítil prósenta af útsöluverði, innan við 10%“, sagði Vilhjálmur Jónsson. - Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.