Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 27. október 1983 Ostamir rokseljast Mjög miki! sala var á ostum hjá Osta- og smjörsölunni nú í sept. Hefur sjaldan önnur eins aukning orðið á sölunni í einum mánuði þegar miðað er við sama mánuð árið áður. Söluaukningin var 16% miðað við söluna í sept. í fyrra. Fyrstu 9 mánuði ársins hef- ur aukning á ostasölunni orðið um 10% miðað við sömu mánuði sl. árs. Lítilsháttar aukning varð á innveginni mjólk hjá mjólkur- samlögunum í sept. miðað við sept.mánuð sl. ár, eða um 2,5%. Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var mjólkin svipuð en nokkur minnkun hjá búinu í Nes- kaupstað og hjá Mjólkursamsöl- unni. Hjá öörum búum var aukning. Meðalinnvigtun mjólk- ur fyrstu 9 mánuði þessa árs var rétt um 9,3 miij. Itr. á mánuði. Á Mjólkurdögunum á Akur- eyri mættu um 8 þús. manns, skoöuðu, brögðuðu og keyptu. Lífleg sala var á kynningar- pökkum og trúlega hafa ýmsir Norðlendingar kynnst jrarna mjólkurvörum, sem þeir þekktu ekki áður. - mhg. „Hreint og beint” Búvörudeild SÍS hefur gefið út bækling, sem nefnist „Hreint og beint". Hefur hann að geyma ábendingar um hreinlæti og þrifnað fyrir starfsfólk í slátur- liúsum og vinnslustöðvum. Bæklingurinn er 16 bls. í stóru brotí og greinir í máli og myndum frá helstu atriðum, sem varða þrifnaö við matvælaframleiðslu. - mhg. Tikkanen Fyrir þá sem vilja fækka kommúnistum, er það athugandi að í kommúnískum heimi er engin þörf fyrir kommúnista. Bandarisk biblía leiörétt Guö faðir og móðir... Nýjar Biblíudeilur eru í uppsiglingu í Bandaríkjunum. Svonefnt Þjóðráð kirkna (32 kirkjudeilda mótmœlenda og grísk-kaþólskra) hefurgefið út breytta Biblíutexta „til frjálsrar tilraunanotkunar“ / kirkjum. Breytingarnar eru allar í þá veru, að hœtta að karlkenna guð, kalla hann drottinn og föður, sömuleiðis er Kristur ekki kallaður guðs son, néheldur mannsonurinn. Ef ekki tekst að komast af með því að nota eingöngu orðið guð er talað um „guð, föður og móður" og Kristur er kallaður „barn". Til dæmis: Því svo elskaði guð heim- inn að hann gaf son sinn einget- inn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur öðlist eilíft líf." I endurskoðun verður þetta svona: „f>ví svo elskaði guð heim- inn að hann gaf einkabarn guðs, til þess að hver sá sem trúir á þetta barn glatist ekki...“ Þessi tilraun, sem kirkjudeildir með um 40 miljónum meðlima standa að, eiga að sögn geðjast kon'um - þær byggja á þeirri fors- endu, að þeim þyki það lítilsvirð- ing við sig ef guð er karlkenndur og Kristur sé sonur hans. Að sjálfsögðu munu breyting- ar þessar vekja upp margskonar mótmæli. Sumpart guðfræðilegs eðlis. Sömuleiðis er þegar komið fram, að m,önnum finnst tungu- tak Biblíunnar mjög setja ofan méð þessum umskriftum: „Guð, faðir og móðir í þínar hendur fei ég anda minn". Enn er það, að hvort sem menn eru trúáðir eða ekki, þá hljóta þeir að spyrja: er leyfilegt að fara með forna texta eftir hentugleikum samtíma- manna? Er hægt að „leiðrétta söguna“ eftir á - hvort sem er um að ræða sögu trúarhugmynda eða aðra sögu? - áb. Kristur vísar Satan frá sér: skyldi síðarnefndur fá að vera karlkyns áfram? Annað-kvöld, föstudaginn 28. október, sýnir íslenska óperan hina vinsælu óperu Verdis, La Traviata, í þriðja sinn. Hafa hin- ar tvær fyrri sýningar gengið vel og verið afburða vei tekið. Hefur óperuhúsið skolfið af fagnaðar- látum sem aldrei hefur ætlað að linna, segir í fréttatilkynningu frá íslensku óperunni. „La Traviata“ merkir hin af- vegaleidda, hin bersynduga. Nafn sitt fékk óperan eftir sögu- hetju Kamilíufrúarinnar sent Ai- exandre Dumas skrifaði um 1850. I La Traviata er því sögð ein frægasta ástarsaga allra tíma en þar með er ekki öll sagan sögð því að tónlistin í allri sinni fegurð margfaldar áhrif sögunnar, Miðasalan er opin daglega frá kl. 15 - 19 nema sýningardaga til kl. 20 og síminn er 11475. Úr gosefnum og grjóti Sigurður Sólmundarson í Hveragerði sýnir um þessar mundir sautjt n myndir í Verslun- inni Álafoss, Vesturgötu 2, og er hún opin á verslunartíma til 1. nóvember. Myndirnar eru unnar úr íslenskum j arðvegi - gosefnum hverasvæða, mislitu grjóti - svo og úr járni, timbri og ýmsum gróðri. Þessi mynd heitir Einar Benediktsson. Leikur á tveim tungum Karlleggurinn á það til að snúa á ættfræðingana því stundum leikur grunur.á að fólk sé rang- feðra. Einn af þeim mönnum var Guðmundur Karl yfirlæknir á Akureyri og var honum auðvitað kunnur sá orðrómur. Eitt sinn lenti aldraður maður á Akureyri, Halldór að nafni, í bílslysi, og skaddaðist talsvert á höfði. Halldór var fluttur í sjúkrahúsið og gerði Guðmundur Karl að meiðslum hans. Morgun- inn eftir slysið fór læknir á stofu- gang. Halldór var vaknaður en óvíst þótti, enn sem komið var, hversu alvarlegir áverkar hans voru. Guðmundur hugðist nú at- huga það svona í rólegheitum, bauð Halldóri góðan daginn og Halldór Guðmundi sömuleiðis. Síðan spyr Guðmundur: „Þekkir þú mig?“ „Já, ég þekki þig“, svarar Hall- dór. „Veistu hvað ég heiti?“, spyr Guðmundur. „Já, ég veit hvað þú heitir“, svarar Halldór. „Hvað heiti ég?“ spyr Guð- mundur. „Þú heitir Guðmundur Karl“, svarar Halldór. „Veistu hvers son ég er?“ spyr Guðmundur. „Ja, það fer nú tvennum sögum af því“, svarar Halldór. „Nú, þú ert þá bara svona Ijómandi góður“, segir Guð- mundur hinn ánægðasti og mun nú ekki lengur hafa óttast að höfuðáverkar Halldórs væru mjög alvarlegir. Stolið úr Frey. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.