Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.10.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 27. október 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 Vaxtarbroddur ríkisstjórnarinnar Minnsta fjármagn til orkumála síðan 1964! Þaö var skrítinn svipur á Sverri Hermannssyni iönaö- arráðherra frammi fyrir alþjóð, þegar Hjörleifur Guttorms- son benti á þaö í viöræöuþætti í sjónvarpinu í fyrrakvöld, að samkvæmt fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1984 væri ætlaö minna fjármagn til orku- mála en sést hefur síöan árið 1964. Sem hlutfall af þjóöar- framleiðslu er til ráöstöfunar í þennan „vaxtarbrodd" sam- kvæmt stjórnarsáttmála 2.86% af þjóðartekjum sem er lægsta hlutfall í tuttugu ár. Samdrátturinn frá síðasta ári er rúm 37% reiknað á sama verö- lagi. Þessi mikli samdráttur til ra- forkumála, sem er langt umfram samdrátt þjóðartekna, kemur m.a. fram í eftirfarandi: Sverrir Hermannsson: Setti upp skrítinn svip frammi fyrir alþjóð. Blönduvirkjun frestast „um a.m.k. eitt ár“ eða til 1988. Til .virkjunarinnar eru ætlaðar 200 m.kr. næsta ár, en Landsvirkjun telur þurfa 320 m.kr., ef tryggt eigi að vera að hægt sé að gangsetja 1. vél Blönduvirkjunar haustið 1988. Kröfluvirkjun fær ekki krónu Hjörleifur Guttormsson: í orku- málum er allt látið snúast um hagsmuni Alusuisse. vegna borana til gufuöflunar, en tvö síðustu ár hefur loks farið að miða sæmilega á nýju jarðhita- svæði við Hvíthóla. Suðurlína á að fresta annað árið í röð samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og Sverris iðnaðar- ráðherra, en framkvæmdir við lín- una voru langt kontnar við stjórnarskiptin sl. vor og átti línan að tengjast nú í haust. Kísilmálinvcrksmiðja er ekki á blaði nema hvað sagt er í texta: „Ekki er gert ráð fyrir framkvæmd- um við Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, en samþykki Alþingis þarf til að hefja byggingu verk- smiðjunnar." Það sem ekki er hins vegar skorið niður af óskunt Lands- virkjunar eru lán til framkvæmda á Þjórsársvæðinu, þ.e. við Kvíslveitur og Þórisvatnsmiðlun. Hjörleifur vakti athygli á þessari staðreynd og að hún tengdist greinilega áformunum um stækkun álversins í Straumsvík. I orkumál- unum sé allt látið snúast um hagsmuni Alusuisse og uppgjafar- samninginn sent undirritaður var í síðasta mánuði. Greinasafn eftir Erlend Patursson „Sjón og seiggj" heitir greina- safn sem nýlega kom út og er eftir Erlend Patursson, hinn kunna for- ingja færeyskra Þjóðveldismanna, en hann varð sjötugur fyrr á þessu ári. Greinarnar í bókinni fjalla marg- ar unt sjálfstæðisbaráttu Færeyinga sem og um baráttu verkamanna og sjómanna fyrir lífvænlegum kjörum. Ennfrentur eru í bókinni greinar unt fiskvinnslu, verslun- armál, skólamál, bókmenntir og margt fleira. Ástríður Sigurðardóttir með sýnishorn af framleiðslunni. Mynd: mb. Álafossdagar Fyrirtækið Álafoss hefur nú brotið upp á þeirri nýbreytni að efna til svonefndra Álafossdaga. Hófust þeir þann 25. þ.m. og standa til 7. nóv. n.k. Tilgangurinn með dögunum er fyrst og fremst sá, að kynna fyrir- tækið og framleiðslu þess og þá einkum hverskonar nýjungar í framleiðslu verksmiðjunnar. Að þessu sinni verður fyrirtækið kynnt sem heild. Rútuferðir eru alla dag- ana frá Álafossbúðinni á Vestur- götu 2, kl. 14.00. Þar í búðinni er og alla dagana kynning á starfsemi fyrirtækisins og verða þar ýmsar nýjungar til sýnis. Hugmyndin er að Álafossdagar verði árlegur við- burður eftirleiðis. Ýmsar prjóna- og saumastofur á landinu starfa í samvinnu við Ála- foss og einnig kaupir fyrirtækið flíkur af einstaklingum. Um 80% framleiðslunnar er flutt út. Starfs- menn í höfuðstöðvunum eru um 400 og álíka margir eru búsettir úti á landi. Álafossverksmiðjan er elsta iðn- fyrirtæki, sem starfandi er á ís- landi, stofnað árið 1896 af Birni Þorlákssyni bónda og hreppstjóra á Varmá, en hann setti niður tó- vinnuvélar við fossinn. - mhg. Það er ekki slegið slöku við handavinnuna í Álafossbúðinni þessa dagana. Mynd: -mb. PORT SALUT á sér langa og merkilega sögu, eöa allt frá 13. öld er munkar i samnefndu klaustri hófu tilraunir meö hann. Osturinn er mjúkur meö sterkum bragö- og lyktareinkennum auk mjúkrar skorpu sem ýmsum þykir hlö mesta hnossgæti. Bragögæöi ostsins njóta sfn best sé hann látinn standa utan kælís í 1—2 klst. fyrir neyslu. Mlffar Karlsson er ostameistari Mjólkursamlags K.Þ. á Húsavfk og hefur starfaö þar frá þvf aö hann lauk mjólkurfræöinámi f Danmörku áriö 1977.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.