Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 5

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Side 5
Helgin 12.-13. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kapphlaup Amundsens og Scotts Kapphlaupið heitir heimilda- skáldsaga sem fjallar um ferðir Amundsens og Scotts og félaga þeirra til Suðurskautsins 1911- 1912. Sagan er vel rituð og uppfyll- ir jafnframt kröfur sem gerðar eru til spennusagna. Æskan gefur út. - Norðmaðurinn Roald Amuns- en hefur undirbúið ferð á skipinu Fram til að freista þess að komast á Norðurheimskautið. Meðan á undirbúningi stendur berst frétt um að doktor Cook hafi komist á Norðurpólinn - og síðar einnig Ro- bert Peary. Amundsen ákveður þá að fara til Suðurskautsins. Eng- lendingurinn Robert Scott er for- ingi leiðangurs sem stefnir þegar þangað. - Þeir hafa aldrei sést. En á milli þeirra verður mikil keppni um að komast fyrstur á pólinn. Sál- rænt álag setur mark sitt á sam- skipti þeirra við félaga sína og ferð- irnar í heild. í kynningu segir m.a. „Bókin varð umdeild í Noregi enda dregur höfundur ekkert undan, felur ekkert, fegrar engan. Hún er ágeng, jafnt hvað varðar efnistök höfundar sem skírskotun hennar til lesenda - og lætur engan ósnortinn." Káre Holt hefur samið yfir 30 bækur. Margar þeirra eru sögulegs eðlis. Hann hefur hlotið margs konar verðlaun í Noregi. Þáttasafn Jóns ísfelds Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér þriðja bindi bóka- flokksins Leiftur frá liðnum árum sem Jón Kr. ísfeld hefur safnað. f bókarkynningu segir ma.: Sagt er frá margháttuðum þjóð- legum fróðleik, reimleikum, dul- rænum atburðum, skyggnu fólki, skipsströndum, skaðaveðrum, sér- stæðum hjúskaparmálum ofl. Nöfn eftirtalinna þátta gefa hugmynd um hið fjölbreytta efni: Erfiðleikar á Atlantshafi, Fóta- lausa Gunna, Örlagadraumur, ■ Köld er sjávardrífa, Álfkonuberg, Var það Sólheimamóri? Svona fór um sjóferð þá, Fyrsta símaskákin mín, Réttvísandi kompás, Hrakn- ingar hjá Skálanesbjargi, Ein- kennilega notkun kaffis, Læknast í svefni, Leiði ókunna sjómannsins í iSelárdal. Samvinnan Okkur hefur borist 3. hefti Sam- vinnunnar í ár. Ritstjórinn, Gylfi Gröndal, skrifar þar forustugrein sem hann nefnir: „Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna“. Er þar vitn- að til orða Péturs frá Gautlöndum í grein, sem hann ritaði í Búnaðar- ritið árið 1893 og segir þar m.a.: „Eitt hið versta gönuhlaup þjóð- anna er misskipting auðsins, ekkert hefur meiru illu til leiðar komið en hún“. Sagt er frá þróun Sambandsiðn- aðarins í 60 ár og rætt við Þorstein Davíðsson, sem unnið hefur við hann frá uphafi. Sigríður Haralds- dóttir skrifar um neytendamál. Sambandið efndi til ritgerðarsam- keppni í vetur meðal nemenda í grunnskólum og framhaldsskólum. Er nú birt sú ritgerð, sem hlaut 1. verðlaun og er hún eftir Helga Har- aldsson frá Jaðri í Reykjadal S- Þing. Þá er sagt frá nýju húsnæði Landflutninga og birtir kaflar úr ræðu Jóns Sigurðssonar, skóla- stjóra í Bifröst við skólaslit í vor. Valgeir Sigurðsson ritar greinina Skógarteigur í Nýpsmó. Sagt er frá síðasta aðalfundi SÍS og birtir kafl- ar úr ræðum, sem þar voru fluttar. Smásögur eru í ritinu eftir Oddnýju Guðmundsdóttur og Frank Jæger og kvæði eftir Pálma Eyjólfsson og Sigfús Kristjánsson. - mhg Vatn og vellíðan Þýðandinn, Sigurður Gunnars- son fv. skólastjóri, las söguna í út- varp haustið 1979. Bókin er 215 síður. Eftirfarandi bréf fekk blaðið sent utan úr bæ: „Gaukur úr Hlíðunum galaði þessa sögu í eyra mér: Ráðherra nokkur (sem nú hefir raunar misst þá vegtyllu) lét glepj- ast af auglýsingu sem lofar fólki vatni og vellíðan og koma slíkum tólum fyrir í baðherberginu. Ráðherrann áttaði sig þó ekki á því að öldruð rörakerfi í Hlíðunum búa yfirleitt ekki yfir því töfratæki einstefnulokanum. Það tól er krani sem kemur í veg fyrir að heitt vatn renni inn í kaldavatnskerfið og öfugt þar sem þessir straumar koma saman, t.d. í blöndunartækj- um. Þessi lítilvæga yfirsjón varð meiri örlögvaldur en við mætti bú- ast að óreyndu. Þannig er nefnilega mál með vexti að nágranni ráðherr- ans hafði um áratugaskeið haft þann hollustusamlega sið að teyga svalandi gvendarbrunnavatnið beint af stút. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í þann sama mund sem fjöl- skylda ráðherrans kepptist um að dásama þetta tækninnar undur, hitastýrð sturtutæki, þá uppgötv- aði nágranninn að í stað svalandi veiga Gvendar góða spratt nú úr vatnskrananum eiturfúlt, sjóðheitt sull úr iðrum jarðar. Gaukurinn færði þetta í búning rímsins en þess ber að geta að kröf- ur skáldskaparins og formsins eru metnar meira en smásmugulegt raunsæi og sannfræði: Grohe er vatn og vellíðan - það vildi prófa ráðherrann - en tengdi vitlaust vatnshanann svo vatnið brenndi nágrannanln. Ncepuhvítur nágranninn nuddað’ á sér kjaftvikin. Illa brenndur auminginn œpt’ og skyrpt á formanninn. - en þetta síðasta er auðvitað hreinn skáldskapur." Væntanleg næstu daga Benjamin Eiríksson. Háskólanám í Berlín og Moskvu 1932-38. Fil.kand. í hagfræði og slavneskum málum og bókmenntum við háskólann i Stokk- hólmi 1938; Meistaragráða í hagfræði og stjórnmálafræði við ríkisháskól- ann í Minnesota 1944. Doktorsgráða i hagfræði frá Harvard 1946. Starfs- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Washington DC 1946-51. Ftáðunautur ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum 1951 -53. Bankastjóri Framkvæmda- bankans 1953 - 1965. eftir Dr. Benjamín Eiríksson EG ER eftir dr. Benjamin Eiríksson, er mikil bók að vöxtum. á fimmta hundrað blaösiður. Dr. Benjamín stundaði öll algeng störf, eyrarvinnu og sjómennsku framan af ævi meðfram glæstum námsferli við sex erlenda háskóla, og þessi víðfeðmu kynni af lífi eigin þjóðar og stór- þjóða móta öll efnistök hagfræðingsins; hann horfir á þjóö sína undan mörgum sjónarhornum, og er þó allra manna íslenskastur. Meðal efnis bókarinnar eru hin stórsnjöllu skrif hans um þjóðmálin siðustu þrjú ár. Doktornum er gefin su gáfa að reiða fram flókin málefni á svo Ijósu og kjarnyrtu alþýðumáli, og raunar meinfyndnu. að auöskiljanleg verða hverju mannsbarni. Meira en helming- ur bókarefnisins er áður óbirt, með fjölbreyttu ívafi endurminninga frá ýmsum skeiðum ævinnar, en dr. Benjamín dvaldi við háskóla i Berlín og Moskvu á umbrotatimum nasisma og kommún- isma. Á þeirri dvöl reisir hann kynngimagnaða úttekt sína á nasismanum (Hefndin og endurkom- an) og kommúnismanum (Dýrið), og skipar í guðfræðilegt samhengi, en yfirburðaþekking dr. Benjamins á guðfræði, ein sér, er allrar athygli verð. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa hugmynd um fjölbreytni efnisins: Þaö er fleira súrt en súrál. Af sjónarhóli manns, Af sjónarhóli Guös. Rettlæti. Menntaður skrill, Ljóðaóhljóð, Gullkranarnir, Hásæti Satans, Mál og málnotkun. Meðal óbirts efnis eru eldfim skrif gegn guðfræði þriggja höfuðklerka. Sigurbjörns Einarssonar, Jakobs Jóns- sonar og Þóris Kr. Þórðarsonar: og hann tekur Halldór Laxness rækilega í karphúsiö, og það ekki með einni atlögu, heldur mörgum. Þungur áfellisdómur dr. Benjamíns yfir sósialismanum. sírennsli lyginnar i Þjóðviljanum, dauðri hönd embættismannarekstrarins á fyrirtækjum. óstjórn efnahagsmála þjóðarinnar, og þvi stórfljóti lyginnar, sem hann kveður Einar Olgeirsson og félaga hafa veitt yfir þjóðina í hálfa öld, er sá rammislagur sem seint mun liða lesandanum úr eyrum. Ríkulegt myndefni úr einkalífi og náms- og starfsferli doktorsins eykur mjög á ævisögulegt gildi bókarinnar. Ef einhver rödd getur kallast rödd hrópandans í eyðimörkinni í íslensku samfélagi um þessar mundir, þá er það rödd dr. Benjamíns Eiríkssonar. Jóhannes Helgi Armúli 36, sími 83195

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.