Þjóðviljinn - 12.11.1983, Page 7
Heigi'n 12.-13. nóvember 1983* ÞjÓÐVÍLJINN - SÍÐA 7
leíkhús
Berglind Stefánsdóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum Söru og James.
„Óvenjuleg ástarsaga
Leikfélag Reykjavíkur:
Guð gaf mér eyra
eftir Mark MedofT
þýðandi: Úlfur Hjörvar
lýsing: Daníel Williamsson
leikmynd: Magnús Pálsson
búningar: Magnús Pálsson
og Kristín Guðjónsdóttir
leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson.
Höfundur segir svo frá, að þegar
verið var að auglýsa upp þetta
leikrit í New York, þá hafi því helst
verið haldið á lofti, að hér væri á
ferð „óvenjuleg ástarsaga“. Bil-
legur frasi kannski, en þó hefur oft
meiru verið logið. Þetta er ástar-
saga þeirra Söru, sem er heyrnar-
laus og James talkennara sem vill
fá hana til samstarfs um að rjúfa
þann þagnarmúr sem sleginn er um
hana. En vitanlega er svo ótal
margt annað í þessu sérstæða og vel
skrifaða leikriti. Höfundi er römm
alvara en hann gleymir ekki húm-
ornum. Hann fjallar um persónur
sem eru heldur geðfelldar flestar
(sem er reyndar óvenjulegt í
leikhúsi eins og hann bendir sjálfur
á) og hann fjallar opinskátt um
sterkar tilfinningar - en sneiðir hjá
væmni. Hann heldur fram skýrri og
áleitinni mynd af baráttu þeirra,
sem hafa skerta skynjun, fyrir reisn
sinni og rétti, og af baráttu þeirra
sem allir eru af vilja gerðir til að
verða þeim að liði - en gera sér oft
ekki grein fyrir því, að hvatir þeirra
kunna að vera blendnari en þeim
sjálfum gott þykir. Leikritið er um
heyrnleysingja og það er um marga
aðra einnig - um þá, sem eru með
einum eða öðrum hætti „öðruvísi“
og þurfa að finna sér sjálfstraust og
tjáningarmáta til að geta talað sínu
máli án milligöngu - líka hinnar
velviljuðu milligöngu - án þess að
þeir séu gerðir ómyndugir af gró-
inni vantrú á möguleika þeirra til
að lifa og starfa.
Þetta er merkilegur texti og Úif-
ur Hjörvar hefur þýtt hann á ís-
lensku sem fór eðlilega í munni. Og
sýningin var blátt áfram sterk og
falleg. Umbúnaður hennar var all-
ur hinn einfaldasti hjá þeim Magn-
úsi Pálssyni og Daníel ljósameist-
ara - tjöld sem voru með aðstoð
ljósa á víxl veggir og garður og
reyndar kom sú útfærsla öll vel
heim og saman við þá athugasemd
að leikurinn gerist „í hugarheimi
James Leeds“. Það er líka vel til
fundið hjá Þorsteini Gunnarssyni
leikstjóraaðafsala sér öllum leik-
munum og hafa aðeins einn hlut á
sviðinu sem tekið verði eftir:
heyrnarhlífar sem James Leeds set-
ur á sig, þegar hann vill reyna að
hlusta á þögnina, sem umlykur
konu hans heyrnarlausa.
Leikstjórn, leikur og hófstilltar
ábendingar í búningum vinna vel
að sérkenna persónurnar. Sigríður
Hagalín er frú Norman, móðir
Söru, þreytt kona og vondauf, sem
hefur að nokkru tekið gleði sína
þegar gæfan virðist brosa við dótt-
Árni Bergmann
skrifar um
leikhús
ur hennar. Haraid G. Haraldsson
fer með hlutverk skólastjóra
Heyrnleysingjaskólans, sem er
kannski að deyja inn í stofnunina
hægt og bítandi, þótt hann enn eigi
sér góða parta. Með Ednu Klein
lögfræðingi sýnir Valgerður Dan
hina vandræðalegu velvild utanað-
komandi, sem getur hvenær sem er
misstigið sig í samskiptum við áður
óþekktan heim - hér heim heyrnar-
skertra. Lilja Þórisdóttir dregur
fram barnslegt daður heyrnar-
skertrar stúlku við kennara sinn
með þeim hætti að sterkari áhersla
varð á hinni skoplegu hlið en hinni
dapurlegu. Orin Dennis er upp-
reisnarmaðurinn meðal heyrnleys-
ingja, sem ætlar í málaferli fyrir
jafnréttisráði: Karl Ágúst Úlfsson
kom til skila í senn kappi hans og
talerfiðleikum. Þetta vargóð hlut-
verkaskipan og engin sérstök
ástæða til að fetta fingur út í
frammistöðu hvers og eins, enginn
hlekkur keðjunnar var lasinn.
Sigurður Skúlason og Berglind
Stefánsdóttir fara með aðalhlut-
verkin, James Leeds og Söru nem-
anda hans og síðan eiginkonu. Er
nú skemmst frá því að segja að
samleikur þeirra var meira en góð-
ur, hann kemur hjörtum til að slá
hraðar í vissu um það að hér sé
sögð „ástarsaga“ sem kemur manni
við, hversu fjarlæg sem hún gæti
sýnst. Hlutverk Sigurðar er gífur-
lega erfitt, hann þarf að mæla fyrir
munn James Leeds og túlka það
sem Sara segir - bæði þýða það á
hljóðmál, og gefa til kynna um leið
viðbrögð James við því sem sagt er.
Þessar þrautir leysti Sigurður af
ágætu öryggi. Berglind Stefáns-
dóttir hefur leikið áður í hópi
heyrnarskertra, en það er vitanlega
ljóst að hún er hvergi nærri eins
sviðsreynd og mótleikari henar. En
þótt hiks gætti aðeins framan af í
framgöngu hennar þá var sem
henni yxi leikþróttur eftir því sem á
leið og þegar dregur að lokaupp-
gjörinu verður hún sigursæl í túlk-
un sinni á einlægri og stoltri ræðu
Söru og örvæntingu hennar sem
sprengir hljóðmúrinn - aðeins einu
sinni.
Svo vill til, að þessi áhorfandi
hér sá Phyllis Frelich (sem leikritið
var skrifað fyrir) og John Rubin-
stein í þessum erfiðu hlutverkum í
frumgerð verksins bandarískri.
Samanburður er flónska, segir ein-
hversstaðar, enda verður ekki
reynt til við hann hér. En hitt er
víst, að aðstandendur sýningar
Leikfélagsins þurfa ekki að biðjast
afsökunar á neinu, öðru nær.
ÁB.
Hinir margeftirspurðu veggplattar úr
vestur-þýsku Kaiser postulíni aftur
fáanlegir.
Teikning eftir Sr. Bolla Gústavsson í
Laufási. Póstsendum.
FRAMTÍÐIN
Laugavegi 45 — Sími13061.
Handsmíðað
víravirki. Allt á íslenska búninginn.
Sendi í póstkröfu.
Eyjólfur Kúld
Hjallavegi 25, sími 32104
LITASJONVORP 20”
A G JAFVERDI
FRÁ KR.25-
með
„Linytron Plus“
myndlampa er
japönsk tækni
í hámarki.
íín^trnn+pL
HUÐMBÆR
HUOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999