Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 12

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12-.J3. nóvember 1983 ! Endaþótt ég hefði stöðug afnot af herbergi Bárðar frameftir vetri bar fundum okkar sárasjaldan saman. Hann var í síðasta bekk Menntaskólans og bjó sig undir stúdentspróf af áskapaðri atorku. Þegar við rákumst á þóttist ég lesa úr hýrum augum hans sömu góð- vild og forðum, en í raddblæ hans var kominn kaldrani sem ég felldi mig ekki við. Orðalaust lét hann mig finna að ég hefði á einhvern hátt valdið honum vonbrigðum. Mig tók sárt að heyra kaldsposkan hreiminn í rödd hans og áttaði mig ekki fyrst í stað á orsökinni, en glöggvaði mig á henni einn dag síðla vetrar þegar við hittumst óvænt á Skólavörðustígnum fyrir framan Hegningarhúsið og hann tók mig tali í mestu' makindum einsog prófraunir lægju honum í léttu rúmi. Það var suddaveður og slabb á götu og gangstétt, fáir á ferli nema hópar hermanna úr kampinum á Skólavörðuholti sem ösluðu krapann í ökklaháum kloss- um og hröðuðu sér á framhaldssýn- ingu í Gamla bíói, en slíkar sýning- ar höfðu verið innleiddar árið á undan. Mér var kalt á fótunum og hrollur um allan skrokk á krepju- gráum hráslaganum, en Bárður prunkinn og glaðklakkalegur eins- og honum lægi eitthvað sérlega skemmtilegt á hjarta. Jæja, Kobbi minn sæll, hvernig gengur þér að frelsa heiminn? spurði hann formálalaust og leit á mig kankvíslega með ertnisglampa í augnkrókunum. Ætli ég sé nokkuð að hugsa um það, svaraði ég með semingi og hryllti mig. Nú! Annað heyrir maður sagt! Búinn að stofna enn eitt kristilega félagið, ekkert minna, og farinn að prédika einsog sjálfur eldklerkur- inn. Eitthvað hlýturðu að ætlast fyrir með slíku háttalagi? Er ég nokkuð einn um að reyna að boða það sem ég trúi á? Gera það ekki allir? Líka kommúnistar? Það er nú kannski svolítill skils- munur á því að boða frelsun mannsálarinnar og eilíft líf eða halda fram ákveðinni skynsamlegri stefnu í þjóðmálum. Menn boða það sem þeir halda að sé réttast. Það er það sem ég er að gera. Þú heldur semsé að KFUM- kristnin sé það eina rétta? Ég þekki nú enga sérstaka KFUM-kristni, heldur bara ein- falda og óme. gaða trú sem boðuð er í KFUM og víða annarsstaðar, meðal annars í þjóðkirkjunni og jafnvel líka í Hjálpræðishernum. Ég held hún sé rétt afþví hún byggir á Biblíunni. Hefurðu gert þér ljóst, ljúfling- ur, að í heiminum eru hvorki meira Heldurðu þá að mér sé ekki al- vara með trú minni? spurði ég eftir langa þögn og lagði þunga áherslu á orðin. Það voru ekki mín orð. Vísast er þér blóðug alvara. Þú hefur verið afvegaleiddur og fenginn til að trúa því sem að þér er haldið, en ómeð- vitað liggja líka aðrar hvatir til sinnaskiptanna eða hvað þú vilt kalla það. Þú gerir þér bara ekki grein fyrir því ennþá, afþví þú ert bergnuminn af einhverju sem þú telur þig hafa höndlað. Þetta er mjög algengt og á sér einfaldar sál- fræðilegar skýringar. En þú ert samt að gefa í skyn að allir sem játa kristna trú í KFUM og vinna að boðun fagnaðarerind- isins séu hræsnarar og meini ekki það sem þeir segja. Nei, ekki beinlínis það, heldur hefur þetta blessað fólk misskilið Krist og boðskap hans eða gert sér falsmynd af honum sem síðan er notuð fyrir skálkaskjól. Ef Kristur væri á meðal okkar í dag, get ég fullvissað þig um að allir stjórnar- menn í KFUM mundu hrópa hástöfum: Færið oss Barrabas! Krossfestið uppreisnarsegginn, guðlastarann sem samneytir synd- urum og styður Ólaf Friðriksson, verkalýðsfélög, vökulög, verkföll, almannatryggingar og orlof verka- fólks! Og Kristur hefði gengið miklu lengra en kratagreyin um daginn sem fengu Alþingi til að samþykkja tólf daga árlegt orlof fyrir Iaunamenn. Sér er nú hver rausnin! Tólf dagar á ári! Æ, hvers- vegna er ég að angra þig með svona prédikunum? Ég á ekki sökótt við þig, Jakob minn, en þú þarft að átta þig betur á samhengi hlutanna. Að svo mæltu sló Bárður mig bylmingshögg í öxlina einsog til að ná úr mér hrollinum og hélt niður Skólavörðustíg, en ég stóð einsog þvara undir fangelsisveggnum og fannst sem trúarsannfæringu minni hefði verið greitt rothögg. Hafði ég kannski misskilið Krist og Nýja testamentið? En í sömu svipan minntist ég þess sem lærisveinum Krists hafði verið spáð í öndverðu: þeir mundu sæta ofsóknum, lenda í snörum orðháka og annarra freistara, finna jörðina glóa undir fótum sér, sjá trú sinni misboðið með háði, illmælgi og út- úrsnúningum, sannleikann afflutt- an og helga dóma svívirta. En þeim bar að standa stöðugir í trúnni hvað sem á dyndi, leita styrks og leið- sagnar í bæn og íhugun helgra texta. Ég hélt rakleiðis niðrí Bænaher- bergi KFUM og átti langa helgi- stund þarsem ég bað fyrir Bárði og fyrir minni eigin veiku trú sem þoldi illa sviptivinda kaldhamraðra röksemda og nístandi kaldhæðni. HIRTING né minna en ellefuhundruðáttatíu- ogsex mismunandi trúfélög sem öll byggja boðun sína á Biblíunni, fyrir nú utan gyðingdóm og íslam sem líka byggja á henni. Og þvílík- um trúfélögum kvað heldur fjölga en fækka. Ekki geta þau öll setið inni með sannleikann, eða hvað? Það veit ég ekkert um. En hitt veit ég, að kristnar kirkjur og trúfé- lög deila mest um ytri serimoníur um aukaatriði, en ekki um raun- verulegan kjarna trúarinnar. Og hver skyldi hann vera þessi kjarni? spurði Bárður með ávæn- ingi af kaldhæðni. Hann er fórnardauði Jesú Krists, Guðs eingetins sonar, á krossi fyrir syndir mannanna og upprisa hans frá dauðum á þriðja degi. Eða eins- og segir í Litlu Biblíunni í Jóhann- esarguðspjaili: Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn ein- getinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Þetta er kjarninn sem allir, kristnir menn sameinast um. Ég heyri að þú kannt kverið þitt einsog bera ber, sagði Bárður og horfði á mig með samblandi af kímni og vantrú. Ég er ekki svo vel heima í ritningunum að ég treysti mér til að pexa við þig um guð- fræðileg efni, en ansi hreint þykir mér það skrýtinn kristindómur sem hefur Sjálfstæðisflokkinn að vopni sínu og verju. Sjálfstæðisflokkinn? Hvað kem- ur hann málinu við? Kristin trú hef- ur ekkert með pólitík að gera, sagði ég og stappaði niður löppun- um til að fá hita í þær. Ekki það, nei? En hvernig út- skýrirðu þá einkennilegu stað- reynd að þetta höfuðvígi guðs- kristni í landinu, KFUM, skuli nánast vera útibú Sjálfstæðis- flokksins. Ég hef aldrei heyrt talað um pólitík í KFUM og kannast ekki við neitt útibú Sjálfstæðisflokksins. Þá skal ég nú leiða þig í sann- leikann, vinurinn ljúfi, sagði Bárð- ur og horfði á eftir hópi hlæjandi hermanna sem skokkaði niður strætið, en ég hnipraði mig saman undir gráum fangelsisveggnum. Veistu hverjir sitja í æðstu stjórn þessa hákristilega félagsskapar? Formaðurinn er nú enginn annar en sjálfur dómkirkjupresturinn og vígslubiskupinn, rakinh íhalds- maður sem hefur verið staðinn að því að hvetja söfnuðinn til aðkjósa D á kosningadegi, en bætti við að D stæði fyrir Drottin, sem útaf fyrir sig ekki óhnyttilegt. Varaformað- urinn er forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur, einhver harðasti íhaldshlunkur í landinu. Aðrir stjórnarmenn eru fyrrverandi borgarstjóri íhaldsins í Reykjavík, afdankaður kaupmaður sem er einn skæðasti kosningasmali Sjálf- stæðisflokksins, umsvifamikill for- stjóri sem er giftur umfangsmestu Hvatarkonu íhaldsins, bakara- meistari og fyrrverandi bóksali - upptil hópa sauðtryggir og stríðald- ir sjálfstæðismenn. Ég hef nú alltaf staðið í þeirri meiningu að kristnir menn mættu hafa sínar pólitísku skoðanir rétt einsog aðrir menn, svaraði ég veikum rómi. En þú kemur bara ekki auga á samhengið, Jakob minn. Var Kristur kannski vildarvinur fursta og fyrirmanna, braskara og brodd- borgara? Ekki aldeilis. Ég held hann hafi enga menn fyrirlitið jafn- innilega og kaupmenn og braskara, samanber atvikið í musterinu þeg- ar hann rak þá út með hnútasvipu. Hann var vinur smælingja, toll- heimtumanna og hórkvenna, lagði lag sitt við lágstéttirnar og úrhrök mannfélagsins, alls ekki fína fólkið og flottræflana. Hvernig heldurðu nú að Kristur kynni við sig á sam- komum KFUM eða landsfundum Sj álfstæðisflokksins? Kristur fer ekki í manngreinará- lit, svaraði ég og fann til ónota innan um mig gagnvart stórorðum yfirlýsingum Bárðar. En það gerir fína fólkið í KFUM sem þú ert kominn í slagtog við. Skilurðu það ekki? Ætli sé mikið um að óbreyttir verkamenn eða sjómenn sæki samkomur í þeim fé- lagsskap? Kannski ekki mikið. Þeir koma þar stundum. Frekar þó konurnar. KFUM er öllum opið. Þar er eng- inn mannamunur. Þú getur ekki verið svona blindur, sagði Bárður með greini- legu óþoli. Sérðu ekki að þessi fé- lagsskapur er byggður upp af kaupahéðnum og verslunarlýð sem er að reyna að klifra upp mannvirðingastigann? Þegar séra Friðrik byrjaði á þessu safnaði hann til sín börnum svokallaðra skárri borgara, verslunarfólks og efnaðra iðnaðarmanna. Menning- arsnobbarnir fóru í guðspekina með Einari Kvaran og spíritismann með Haraldi Níelssyni, en hálf- menntað miðstéttarfólk fór í KFUM og er þar enn. Ég skil ekki hversvegna þú þarft endilega að draga fólk í svona- lagaða dilka. Ekki er ég í þessari svokölluðu miðstétt. Þáð er einmitt lóðið. Þú ert að leitast við að rífa þig upp á hársrótunum, komast uppúr þinni eigin stétt, sem er lágstétt hvað sem þið feðgar segið, og verða hlut- gengur hjá nýríka peningaðalinum í miðstéttinni. Svo einfalt er það! Ég mændi orðlaus á Bárð, því ég hafði mér vitanlega aldrei lagt dæmið niður fyrir mér einsog hann lýsti því, en fann samt sannleiks- brodd í orðum hans, brodd sem stakk mig óþægilega. Kafli úr Jakobsglímunni eftir Sigurð A. Magnússon, sem er komin út hjá Máli og menningu, en hún er þriðja bindið í uppvaxtarsögu Sigurðar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.