Þjóðviljinn - 12.11.1983, Qupperneq 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983
f ram 09
sried li)
Spjallað
við 9 ára
krakka á
Eskifirði
eins árs gamalt barn sem var með
bumbu eins og hún væri ófrísk.
A: Finnst ykkur ekki skrýtið
að það komi svona stór bumba á
börn sem fá næstum ekkert að
borða?
- Já,ég veit það.maginn bólgn-
ar út af hrísgrjónum.
A: En ef þau fá ekki hrís-
grjón?
- Þau drekka svo mikið og
bólgna.
- Þau drekka bara vatn.
- Stundum er ekki einu sinni til
vatn. Þá er þurrkur.
- Og ef það kemur rigning þá
safna þau í krukkur.
- Já, það er sniðugt í nýju
gúmmíbátunum nýju, það er
svona gat sem hægt er að stinga
slöngu upp í gegnum og láta hana
svona ofan í fat.
A: Já, það er skrýtið úti á sjó
að heyra vatnið gutla allt í kring-
um sig og geta ekki drukkið það.
- Það er svo salt.
- Maður verður bara þyrstur af
sjó, alltaf meira og meira þyrstur.
- Veistu? Mér var sagt að ef
maður drekkur salt vatn þá verði
maður fullur.
A: Því trúi ég nú ekki.
- Jú, hann sagðist hafa verið al-
veg á skallanum.
A: Meinti hann ekkibararugl-
aður?
Um heima og geima
Ég fór í skólann á Eskifiröi og
ræddi viö nokkra krakka í 9
ára bekk. Eins og oft vill veröa
í góöu spjalli þá bárust um-
ræðurnar vítt og breitt um til-
veruna. Krakkarnirheita:
Drífa, Anna, Halli, Bjössi, Dí:
ana, Ása, Friörik og Helga. Ég
merkti það sem ég segi meö
A, en þaö sem krakkarnir
segja er ekki merkt hverjum
og einum heldur bara meö
bandstriki þegar einhver nýr
byrjar aö tala.
A: Jæja, krakkar eigum við
ekki að byrja á sígildri spurningu.
Hvað Jangar ykkur til að gera
þegar þið verðið stærri?
- Hjúkrunarkona...
- Ég ætla kannski að verða
læknir.
- Maður getur eiginlega ekki
ákveðið það þegar maður er
svona lítill.
- Það er aldrei að vita hvað
maður verður.
A: En hvað langar ykkur til?
- Mig langar mest til að verða
hjúkrunarkona.
A: Af hverju? Hvað gera
hjúkrunarkonur?
- Færa sjúklingum mat og svo-
leiðis.
- Nei, það er aðstoðarkona.
- eða ljósmóðir. Hjálpa börn-
um að fæðast.
A: Hafið þið öll séð nýfætt
barn?
Hvað heitir hesturinn?
Reyndu að fínna hvað hesturinn heitir. Það stendur í ramman-
um en er í rugli.
- Jú, ekki alveg nýfætt.
- Svona klukkutíma gamalt.
A: Þið vitið hvernig börn
verða til, en hvar eru þau áður en
þau koma hingað?
- Þau eru inni í einhverjum
poka inni í mömmunni.
- einhverjum eggjapoka.
A: En hugur þeirra, sálin?
- Inni í mömmunni.
- Hjá Guði.
A: Eru þá konur með margar
sálir inni í sér ef þær eiga eftir að
eignast börn?
- Nei, hún verður til í barninu
um leið og það sjálft.
- f hjartanu kannski.
- Veistu? Hjartað slær alltaf.
A: Ekki þegar við erum dáin?
- Jú, pínulítið. Ég drap einu
sinni fisk og þegar ég tók hjartað
úr honum þá.sló það.
- Ertu með falskar tennur?
A: Já, eina. Ég datt á baðker
þegar ég var lítil og braut í mér
tönnina.
- En þú - ert þú handleggsbrot-
inn?
- Já, ég datt af girðingu.
A: Varstu í eltingaleik?
- Nei, ég var að ná í kindur.
A: Átt þú kindur?
- Ég á eina kind, einn gemling
og tvo hrúta. Það er bara ekki
búið að slátra þeim.
A: Eignaðist kindin þín tvö
lömb?
- Já, í þetta skiptið. Hún átti
tvö í fyrra líka en hrúturinn fór í
sláturhús. Hitt er gemlingur
núna.
A: Vitið þið af hverju hrútum
er frekar slátrað?
- Já, til þess að það verði ekki
of mikið af hrútum, þá stanga
þeir og drepa hver annan.
A: Þeir mega heldur ekki eiga
lömb með mömmu sinni, þá geta
þau orðið eitthvað veik.
- En, það er kisa inni á Eski-
firði. Hún átti kettling, hann er
strákur. Hann lætur hana alltaf
verða ófríska.
- Já, svona er það líka hjá
hundum.
- Hjá köttum og hundum.
- Veistu hvað? Eitt ár hjá okk-
ur eru sjö ár hjá köttum og líka
hundum.
A: Þá eruð þið bara eins og
rúmlega eins árs gamall köttur.
Kettir eignast samt kettlinga þeg-
ar þeir eru eins árs, en það gerum
við ekki sjö ára.
- Veistu? Það var stelpa í Afr-
íku, nún átti barn þegar hún var
11 ára... svo dó hún.
- Svo var ein stelpa í fátæku
löndunum, hún var 9 ára og
eignaðist barn. Mamma hennar
þurfti að taka það að sér af því
hún var svo lítil.
- Hann Helgi sagði mér, hann
var úti í útlöndum, þá sá hann
- Kannski, ég ælla að spyrja.
A: Passið þið stundum systkini
ykkar?
- Stundum.
- Ég á bara stóra systur, ég get
nú ekki passað hana.
- Stórasystirmín, húnernúsvo
skapvond og svoleiðis. Þegar
mamma er að biðja hana að gera
eitthvað, þá ansar hún bara ekki.
A: Heldur þú að hún sé komin
með unglingaveikina?
- En systir mín - hún er sko
með unglingaveikina. Hún er svo
skapvond að ég bara svitna af
hræðslu.
- Litlasystirmínernúekkimeð
unglingaveikina, hún er samt
alltaf að skamma mann og skipa
mér að gera hitt og þetta. Hún er
samt bara tveggja ára.
- Skipar hún líka Pikkólínu
fyrir?
- Já, húneralltafaðrífaíeyrun
á henni. Hún er minnst með
stærstu eyrun. Þegar hún var lítil
þá dró hún eyrun á eftir sér.
A: Hvað segirðu? Hún litla
systir þín?
- Nei, ertu alveg... Pikkólínaer
sko hundurinn okkar. Hann er
púddel.
(Framhald í næsta blaði)
HhíAK MR ík hMx/hR
hOlhH 5>MfthK KHirlhM
x hhhK x KKhfÍ DK .xrOH fX KtOK
xnRMhK KlMn^ffrKk KflPlhn
Krakkar!
Ég gleymdi að setja ráðn-
ingu á rúnastafaþrautinni í
síðasta blaði. Vísan er svona:
Hver er sá veggur, víður, hár
vcenum settur röndum.
Gulur, rauður, grœnn og blár
gerður af meistara höndum
Og Bjössi búálfur er nú
lukkulega kominn til Vopna-
fjarðar, blessaður karlinn.
Jæja, blaðamenn. Hvað finnst
ykkur um ritstjórann ykkar?
Svo er ég ægilega forvitin um
ykkur. Hvað eruð þið að gera
og hugsa? Sendið mér fréttir
af ykkur og félögum ykkar.
Bless í bili.
Attí.
a>
Mundu mig - ég man þig.
Utanaskriftin er:
Arnlín Óladóttir,
Bakka, 510 Hólmavík.