Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 21
Helgin 12.-13. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA21 sHák____________ Skákmótið i Tilburg: Baráttumaðurinn Rafael Vaganinan Fyrir fimmtán árum síðan var haldið skákmót í smábæ einum í Júgóslavíu Vinkovci sem vakti meiri athygli en aðrir skákviðburðir sem fram fóru um líkt leyti, fyrir sakir þær að þar var meðal þátttak- enda bandaríski snillingurinn af ættkvísl Davíðs, Robert James Fischer. Fischer var ekki sérlega tíður gestur á miklum skákmótum, hann hafði í vonbrigðum sínum með áskorendakeppnina 1962 dregið mjög úr þátttöku í skák- mótum og þegar endurkomu hans I baráttuna um æðstu metorð skák- listarinnar bar upp á millisvæða- mótinu í Sousse í Túnis árið 1967 fékk hún heldur dapurlegan endi. Þrætur við skákstjóra mótsins neyddu Fischer til þess að hætta þátttöku eftir að hafa sópað af sér vinningum. Júgóslavía hafði alltaf heillað Fischer og þegar hann fékk boð um að tefla í mótinu í Vinkovci var hann fljótur að þekkjast það. Hann var ekkert að tvínóna við hlutina þegar blaðamenn tóku á móti honum á flugvellinum í Bel- grad sem var fyrsti áfangastaður á leiðinni til Vinkovci. „Þú spyrð um hverjir munu berjast um 1. verð- laun í þessu móti,“ ku hann hafa sagt við einn blaðamanninn, „...en veistu það ekki að spursmálið í sambandi við þetta mót snýst um það hver verður í öðru sæti?“ Skákir hans í Vinkovci voru leikandi léttir og sterkustu stórmeistarar voru eins og börn í höndunum á snillingnum. Jafntefli gaf hann fjögur en ekki fyrr en eftir harðvítugar baráttuskákir þar sem hann þrautkannaði allar leiðir til að ná sigri. Þcgar upp var staðið hafði hann hlotið 11 vinninga af 13 mögulegum, næstu menn Tékkinn Hort og Júgóslav- inn Matulovic hlutu 9 vinninga. Mér varð hugsað til þessa móts þegar eitt kvöld í vikunni að ég lenti í þeirri ógæfu að skoða skákir frá sterkasta skákmóti ársins, sem haldið var í Til- burg í Hollandi. Þar í landi hafa menn áttað sig á því að skáklistin eigi tilkall til þess að skipa virðingarsess og allar ábendingar Fischers um aðstæður á skákstað, sem þá þóttu hinar frekjuleg- ustu kröfur, þykja nú sjálfsagðar og eðlilegar. Aðstæður eru þar allar eins og þær bestar geta orðið. En Fischer gerði líka aðrar kröfur - til sjálfs sín. Ekkert fyrirleit hann meir en stór- meistarajafntefli og hræðslubandalög skákmanna. f Tilburg gleymdist öllum keppendum þessi sjónarmið og því er nú svo komið að þeir sem komu þessu móti í kring í þeirri góðu trú að það yrði skáklistinni til framdráttar hafa fengið bakþanka. Miklar líkur eru á því að mötið leggist niður. Einn var sá skákmaður i Tilburg sem skynjaði gleði baráttunnar, sovéski Helgi Ólafsson skrifar stórmeistarinn Rafael Vaganian. Ef undan eru skildar stuttar jafnteflis- skákir við þá Karpov og Polugajevskí tefldi Vaganian af slíkum krafti og hörku að aldrei hafa menn kynst öðru eins frá þátttakanda í þessu árlega móti. Hann byrjaði á því að vinna Húbner í 28 leikjum, síðan Van der Wiel í 51 leik, Rafael Vaganian. Hann er án tvfmæla kominn í hóp fimm sterkustu skák- manna Sovétríkjanna. tapaði þvínæst fyrir Timman í 45 leikjum. Aftur tapaði hann í 4. umferð nú fyrir Seirawan í skák sem stóð í 76 leikjum, en lét ekki deigan síga og kreisti fram vinning í maraþonskák við Spasskí sem stóð í u.þ.b. 13 klst. og 117 leiki! Undir lok mótsins var farið að draga örlítið af þessum baráttujaxli ekki síst vegna lengstu skákar sem tefld hefur verið í sögu Tilburg-mótanna. gegn Anderson, sem lauk ekki fyrr en eftir 119 leiki. Hann hlaut að lokum 6 vinninga af 11 mögulegum og deildi 4. sætinu með Hollendingum Sosonko en fær áreiðanlega boð á þetta mót aftur, verði því haldið áfram. Það eru svona baráttumenn sem gefa skáklistinni gildi. Inn á meðal allra þessara marþon- skáka Vaganian tefldi hann eina stutta og snaggaralega skák. Hún var tefld í 1. umferð og andstæðingur Vaganians var v-þýski stórmeistarinn Robert Húbner: iroskahjálp NÓA TÚN117.105 REYKJA VÍK, SÍMI29901 Landsamtökin Þroskahjálp auglýsa stööu framkvæmdastjóra. Nauðsynlegt er aö viö- komandi hafi víðtæka þekkingu á málefnum þroskaheftra/fatlaöra ásamt nokkurri reynslu af stjórnun og skrifstofustörfum. Umsókn fylgi greinargóöar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Viðkomandi þarf aö geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur til 30. nóvember. Umsókn sendist skrifstofu Þroskahjálpar Nóatúni 17 Reykjavík. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu Þroskahjálpar í síma 29901. 1. umferö: Hvítt: Rafael Vaganian (Sovétríkin) Svart: Robert Hiibner (V-Þýskaland) Drottningarbragö 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rc3 e5 4. e3 (Þessi leikaðferð hvíts hefur gefið góða raun uppá síðkastið. Hann tekur á sig stakt peð en fær frjálst spil fyrir menn sína.) 4. ... exd4 5. exd4 Rf6 6. Bxc4 Be7 7. Rf3 0-0 8. 0-0 Bbd7 9. He1 Rb6 10. Bb3 C6 11. Bg5 Bg4 12. Dd3 Rxf3 (Nauðsynleg uppskipti. Nái hvítur að koma riddara sínum til e5 er hætt við að þrýstingurinn eftir skálínunni a2-g8 verði meiri en góðu hófi gegnir.) 13. Dxf3 Rfd5 14. Bxe7 Rxe7 (Það er út frá stöðum sem þessari sem hægt er að dæma styrk manna. Hvítur þarf að finna góða áætlun og margar leiðir standa til boða. Sú sem Vaganian velur er best.) 15. He5! Rg6 16. He4 (Hvítur stendur traustum fótum á e- línunni. En það var ekki eina hugmynd- in með 15. leiknum. Með því að hrekja riddarann í g6 fær hvítur ákjósanlegt skotmark á kóngsvængnum (sjá 20. leik) og eykur um leið áhrif biskupsins á b3. Svartur hefur ratað í hartnær óyfir- stíganlega erfiðleika.) 16. .. Rd7 17. Hd1 Da5 18. He3! (Annar sterkur hróksleikur. E4-leikur- inn losnar fyrir riddarann.) 18. .. Had8 19. Re4 Dc7 20. h4! (Opinberar helstu annmarkana á stöðu svarts; riddarinn á g6 stendur afar illa.) .20. .. h6 (Ekki 20. - Rxh4 vegna 21. Dh5 Rg6 22. Hh3 h6 23. Dxg6 og vinnur eða 20. - Df4 21. Dxf4 Rxf4 22. Rd6! og svartur er glataður.) 21. Dg4 Kh8 22. h5 Rf4 23. Hg3 g5 24. hxg6 fxg6 25. He1! Hde8 26. Hge3 (Veikleikarnir í kóngstöðu svarts eru of margir ogstaðahansþvíóverjandi. Hú- bner átti að auki við aðra erfiðleika að stríða. Klukkuvísirinn sýndi að ekki lifðu meira en 3 mínútur af tímanum fram að takmörkunum við 40. leikinn.) 26. .. Rb6 27. Rc5! Dc8? (Afleikur í tapaðri stöðu.) 28. Dxf4! - Snyrtilegur leikur sem gerir alla frek- ari baráttu vonlausa. Húbner gafst upp. Þó Vaganian hefði orðið að gera sér að góðu 4.-5. sætið þá var hann sá skák- maður sem mest gaf af sér í keppni þess- ari. Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands UMSÓKNIR UM LÁN Á ÁRINU 1984 OG ENDURNÝJUN ELDRI UMSÓKNA Um lánveitingar úr Fiskveiöasjóöi íslands á árinu 1984 hefur eftirfarandi verið ákveðið: 1. VEGNA FRAMKVÆMDA í FISKIÐNAÐI Engin lán verða veitt til byggingaframkvæmda nema hugsanleg viðbótarlán vegna bygginga, sem áður hafa verið veitt lánsloforð til, eða um sé að ræða sérstakar aðstæður að mati sjóðsstjórn- ar. Eftir því sem fjármagn sjóðsins þar með talið hag- ræðingarfé hrekkur til verður lánað til véla, tækja og breytinga, sem hafa í för með sér bætt gæði og aukna framleiðni. Framkvæmdir skulu ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 2. VEGNA FISKISKIPA. Eftir því sem fjármagn sjóðsins hrekkur til verður lánað til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endur- bóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt. Framkvæmdir skuli ekki hafnar fyrr en lánsloforð Fiskveiðasjóðs liggur fyrir. 3. ENDURNÝJUN UMSÓKNA. Allar umsóknir vegna óafgreiddra lána þarf að endurnýja. Gera þarf nákvæma grein fyrir hvernig þær framkvæmdir standa sem lánsloforð hefur verið veitt til. 4. UMSÓKNARFRESTUR. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1983. 5. ALMENNT. Umsóknum um lán skal skila á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsing- um, sem þar er getið, að öðrum kosti verður um- sókn ekki tekin til greina (Eyðblöðin fást á skrif- stofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og sparisjóð- um utan Reykjavíkur). Umsóknir er berast eftir tilskilinn umsóknarfrest verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1984, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Reykjavík, 5. október 1983 FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS Útboð Fyrir hönd ÍSÍ er óskaö eftir tilboðum í eftir- talda verkþætti viö íþróttamiðstöð í Laugar- dal í Reykjavík. Númer 1 raflagnir. Númer 2 hreinlætis- og hitakerfi. Númer 3 loftræstikerfi. Útboösgögn eru afhent á Verkfræöistofu Siguröar Thoroddsen hf, Ármúla 4 Reykja- vík, gegn 1000 kr. skilatryggingu fyrir hvern verkþátt. Tilboðin veröa opnuö á Verkfræöistofu Sig- urðar Thoroddsen hf, Ármúla 4 Reykjavík, þriöjudaginn 22. nóvember 1983. Verkþáttur 1 kl. 10 fyrir hádegi. Verkþættir 2 og 3 kl. 11 fyrir hádegi. ÁRMÚLA 4 REYKJAVIK HF. VCRKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN hf Tilboð óskast í framleiðslu á einkenni: tum, yfir- höfnum og skyrtum fyrir opinbera start nenn. Út- boðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gartúni 7. Tilboð þurfa að hafa borist skrifstofu vorri r kl. 11.00 f.h. föstudaginn 16. desember n.k. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.