Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 12.11.1983, Blaðsíða 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.-13. nóvember 1983 ALÞYÐUBANDALAGID Álþýðubandalagið Akureyri Opið hÚS Opið hús verður á sunnudag, 13. nóvember kl. 15 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Kaffiveitingar og skemmtiatriði. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30 í Lárusarhúsi. Á fundinum verður fjallað um íþrótta- og æskulýðsmál og farið yfir dagskrá bæjarstjórnarfundar 15. nóvem- ber. Fundurinn er opinn öllum félögum og stuðningsmönnum. Mætið vel og stundvíslega. Starfshópur framkvæmdastjórnar um Umhverfismál og auðlindanýtingu kynnir drög að ályktun landsfundar Alþýðubandalagsins um þau efni að Hverfisgötu 105 á laugardagsmorgun 12. nóvember kl. 10.30. Allt áhugafólk velkomið. - Álfheiður Ingadóttir, Hjörleifur Guttorms- son, Steingrímur J. Sigfússon. Alþýðubandaiagið í Reykjavík Viðtalstímar borgarfulltrúa Næstkomandi laugardag, 12. nóvember, veröur Sigur- jón Pétursson borgarfulltrúi til viðtals í flokksmiðstöð Hverfisgötu 105, frá kl. 11-12. Borgarbúar eru eindregið hvattir til að notfæra sér þessa þjónustu og fá beinan aðgang að borgarfuiltrúunum. - ABR. Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagið í Kópavogi Opinn fundur um málefni einstæðra foreldra verður haldinn í Pinghóli 13. nóvember nk. kl. 14.00. Stuttar framsögur flytja Edda Ragnarsdóttir, Friðgeir Baldursson og Þórunn Friðriksdóttir. - Allirvelkomnir-og börnin líka! 7 ABK Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur bæjarmálaráðs Aðalfundur bæjarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn í Skálanum, Strandgötu 41, mánudaginn 14. nóvember n.k. kl. 20.30. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Starfsáætlun vetrarins. 3) Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarfund 15. nóv. Mikilvægt að allir nefndarmenn mæti. Fundir bæjarmálaráðs eru opnir öllum félögum ABH. Stjórnin. Alþýðubandalagsð, Kjósarsýslu Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 13. nóvember í JC-salnum Þverholti. Dagskrá: 1) Aðalfundastörf. 2) Geir Gunnarsson segir frá stjórnmálaviðhorfinu. Allir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Fundur einstæðra foreldra Edda Ragnarsdóttir Á morgun, sunnudag heldur Alþýðu- bandalagið í Kópavogi opinn fund um málefni einstæðra foreldra í Þinghóli, Hamraborg 11. Hefst fund- urinn kl. 14.00. Stuttframsöguerindi: Framfærslumálin: Edda Ragnars- dóttir ritari Félags einstæðra for- eldra. Um feyfi og launagreiðslur foreldra í veikindum barna: Frið- geir Baldursson rennismiður. Ein- stæðar mæður og feður, sömu möguleikar?: Þórunn Friðriks- dóttir félagsfræðingur. Fundarstjóri verður Sigurður Hjart- arson. Eva Sigurbjörnsdóttir sér um barnahornið. Lovísa Hannesdóttir verður með heitt á könnunni. Fjöl- mennið og takið börnin með! Stjórn ABK Friðgreir Baldursson Þórunn Friðriksdóttir Kúlunni varpað sam- fleytt í 18 stundír Það var ekki þreytu að sjá á nemendum Iþróttakennaraskólans á Laugarvatni er þau komu að íþróttaleik- vanginum í Laugardal um hádegisbilið í gær. Ljósm. Magnús. Lengsta kúluvarpi sögunnar lauk í gær Sérkennilegasta kúluvarpi allra tima lauk um hádegisbilið í gær er nemendur íþróttakennaraskólans á Laugarvatni komu að íþróttaleik- vanginum í Laugardal eftir að hafa varpað kúlu sleitulaust í 18 klukk- utíma alla leið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Að sögn Hermanns Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra fþrótta- sambands íslands gekk ferðin vel að sögn þeirra 40 neménda skólans sem tóku þátt í uppátækinu. Þeim var boðið í hádegisverð að Hótel Esju eftir afrekið og þakkaði Gísli Halldórsson formaður íslensku ól- ympíunefndarinnar nemendum Iþróttakennaraskólans fyrir að vekja með þessum einstæða hætti athygli á starfi íslensku ólympíu- nefndarinnar. Nemendurnir hafa að undan- förnu safnað áheitum og fram- lögum til að styrkja för íslenskra íþróttamanna á ólympíuleikana í Los Angeles á næsta ári. -v. Formaður SHÍ um málefni LÍN: _ „Amælisverð vinnubrögð ráðherra” „Okkur finnst það ámælisverð vinnubrögð hjá menntamálaráð- herra að hún skuli ekki hafa haft samband við fulltrúa stúdenta í stjórn LÍN um þau úrræði sem hún ætlar að grípa til svo lánaúthlut- annir til handa námsmönnum nái fram að ganga í desembermánuði. Ragnhildur sagði það 95% öruggt að þetta fjármagn yrði útvegað en þrátt fyrir að við margsinnis gengum á hana með spurningar um hvaðan það kæmi varð ekkert um svör. Annað atriði sem við teljum í hæsta máta alvarlegt er það að fjár- veitingum til fyrsta árs nema, sem frestað var í haust með loforðum um að þeim yrði úthlutað í ársbyrj- un ’84, virðist hafa verið gleymt. Svo er einnig um 25% þeirra upp- hæðar sem átti að verja til að fjár- magna bókakaup háskólastú- denta“, sagði Aðalsteinn Steinþórs- son formaður stúdentaráðs í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Málefni LÍN voru til umræðu á fundi í Háskóla ísiands sl. fimmtu- dagskvöld en þar mættu fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna sem sitja á þingi svo og menntamálaráðherra Ragnhildur Helgadóttir. Ragnhildur kvaðst ætla að útvega það fé sem á vantar til að stúdentar geti fengið námslán sín útborguð í desember. Það vakti nokkra athygli á fund- inum að Ragnhildur og Friðrik Sóphusson vörðu löngum tíma í ræðum sínum til að tala um mis- notkun nemenda á námslánum. Þannig sagði Ragnhildur að þess fyndust dæmi að ferðastyrkir til handa námsmönnum búsettum er- lendis væru borgaðar út þó án þess að þeir væru notaðar til ferðalaga. Lagði Ragnhildur það til að stú- dentum væri framvegis gert að koma með farseðla til þess að fá ferðastyrkina greidda. Friðrik Sóp- husson sagði að fólki reyndist erfitt að skilja, að á meðan lægstu laun í landinu væru í kringum 11 þúsund krónur fengu hjón sem stunduðu nám allt að 26 þúsund krónur í námslán í hverjum mánuði. Aðal- steinn var spurður um þetta atriði: „Þessi umfjöllun sneiðir hjá kjarna málsins. Það má kannski finna dæmi þess að hjón í námi fái 26 þúsund krónur í hverjum mán- uði, en þau eru áreiðanlega sárafá. Sömu sögu er að segja um ferða- styrkina. Það sem skiptir máli er það að það vantar 300 miljón krón- ur í sjóðinn". Ragnhildur ininntist á að tími væri kominn til að beina nemend- um inn á þær námsbrautir sem gefa af sér næg atvinnutækifæri að námi loknu. Hver er skoðun Stúdenta- ráðs á þeim ummælum? „Ég held að velflestir vilji eiga kost á því að velja nám eftir eigin löngun og hæfileikum. Kannski vantar eitthvað á ráðgjöf í þessum efnum og þá er við Alþingi að sak- ast því ef maður skoðar fjárlögin sér maður ekki stórar upphæðir til handa þeim málaflokki sem snertir námsráðgjöf“. -hól. Sigríður Thorlacius, fyrrv. formaður Kvenfélagasam- bands Islands, er sjötug sunnudaginn 13. nóvember. Kvenfélagasambandið heldur henni samsæti á Hótel Sögu um hádegi á afmælisdaginn. Þjóðviljinn sendir henni árn- aðaróskir. Fjármagn til LÍN: Kemur úr ýmsum áttum Þessar 22.5 miljónir sem reynist nauðsynlegt að útvega til þess að hægt sé að greiða námslán til allra þeirra sem þess þurfa með fæst úr ýmsum áttum, þetta er einhvers konar kokkteill”, sagði Sigurður Skagfjörð Sigurðsson stjómarfor- maður í LÍN þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær vegna þeirrar viðbótarupphæðar sem Ragnheiður Helgadóttir hefur svo gott sem lofað stúdentum. Af einhverjum ástæðum hefur mönnum reynst erfitt að fá uppgef- ið hvaðan þetta fé kemur og var Ragnhildur margsinnis innt eftir því á fundinum í HÍ sl. fimmtudag. „Mér finnst eðlilegast að gera grein fyrir þessari fjárútvegun á fundi hjá stjórn LÍN áður en það er gert opinberlega”, sagði Sigurður. -hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.