Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA v ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983 Landsfundarfagnaður Forsala aögöngumiða að Landsfundarfagnaöi Alþýðubandalagsins er hafin að Hverfisgötu 105. Fagnaðurinn verður haldinn í Félags- stofnun stúdenta, laugardaginn 19. nóvember. Athygli landsfundar- fulltrúa er vakin á því að upplag aðgöngumiða er takmarkað. Alþýðubandalagið. Æskulyðsfylking Alþýðubandalagsins Skrifstofan opin Alla þriðjudaga og fimmtudaga verður skrifstofa Æskulýðsfylkingar- innar opin frá kl. 17-18.30, í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Áhugafólk er hvatt til að líta við eða hringja, síminn er 17500. Stjórnin. Sparisjóður Mýrasýslu: Farsæl þróun Síðastliðinn föstudag minntist Sparisjóður Mýrasýslu 70 ára af- mælis síns, svo sem áður hefur litil- lega verið vikið að hér í blaðinu. í tilefni af því var viðskiptamönnum og velunnurum sjóðsins boðið til kaffidrykkju í húsakynnum hans að Borgarbraut 14 í Borgarnesi. Jóhann Magnússon, bóndi á Hamri, var aðalhvatamaðurinn að stofnun sparisjóðsins. Um til- ganginn með sjóðnum segir svo í bréfi, sem Jóhann ritaði sýslunefnd Mýrasýslu árið 1912: ,,....að gefa mönnum færi á að ávaxta fé sitt með hægu móti og á tryggan hátt og á hinn bóginn að greiða fyrir við- Kanadamenn eru stærstu fisk- útflytjendur í heiminum Kanadamenn eru eins og stend- ur stærstu fiskútflytjendur í heiminum. Árið 1982 seldu þeir fisk og fiskafurðir úr landi fyrir 1 miljarð og 600 miljónir dollara. Þetta er fjórða árið í röð sem Kana- da á metið í fiskútflutningi. Helstu botnfisktegundir austur- standarinnar og Nýfundnalands eru þorskur, ýsa, hlýri, karfi og ýmsar flatfisktegundir. Þá er mikið veitt af humri og hörpudiski á þess- um miðum og eru þetta verðmestu sjávarafurðir þar. Humarinn flytja Kanadamenn lifandi á markað í Bandaríkjunum í stórum stíl. Verðmesti fiskurinn til útflutnings frá vesturströndinni er lax. Þá veiða Kanadamenn einnig talsvert af síld tl útflutnings. Ás.l. ári komu 70% af fiskútflutningnum frá austurströndinni og Nýfundna- landi, 23% frá Kyrrahafsströnd- inni og 7% var vatnafiskur. Yfir 80% af fiskafla Kanadamanna fer á erlendan markað. Eftir að Kanada færði út fiskveiðilögsögu sína í kring um 1977 hefur fiskaflinn vax- ið um 57%. m i a 111 ■ Vandi sem fáir ræða ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér bókina „Ráð sem duga“ fyrir þá er væta rúm, eftir breska barnalækninn Roy Meadow. Bókin er þýdd af Sigurði H. Þorsteinssyni og Ragnhildi Ingibergsdóttur, yfir- lækni. Þýðendur segja í formála bókar- innar „Reynslan er sú að þetta sé vandi sem snerti marga en fáir tali um. Börnin skammast sín fyrir bleytuna og minnast ekki á hana utan heimilis. Foreldrar hafa áhyggjur vegna barna sinna, óttast um heilbrigði þeirra og eins að þau séu bæld eða uppeldið hafi mistek- ist á einhvern hátt“. í bókinni er lýst á einfaldan og auðskilinn hátt hvernig taka eigi á vandanum við rúmvætingu. Bókin er 47 bls. og er útsöluverð hennar 85 kr. Á s.l. ári skiptist fiskútflutning- urinn þannig að 49% var frystur fiskur, 9% var nýr fiskur, 12% var saltaður og reyktur, 6% var niður- soðinn, 9% var skelfiskur og krabbadýr - bæði nýtt og frosið - og 12—15% voru ýmsaar fiskafur- ðir. Fram til þessa hefur meðferð Kanadamanna á veiddum botnfisktegundum staðið langt að baki meðferð okkar íslendinga á slíkum fiski. Af þessari ástæðu hafa Kanadamenn búið við mun lægra verð á frystum fiski á Bandaríkj- amarkaði. Sérstaklega hefur blóðgun á Kanadafiskinum verið ábótavant, þó fleira komi til. Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar á allri fiskmeðferð á austurströndinni og verður sam- fara því komið á ströngu ríkismati á allar útfluttar sjávarafurðir. J.E.K. Vinir úr fótboltan- um Ut er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan FÓTBOLTA- ENGILLINN eftir danska rithöf- undinn Hans-Jörgen Nielsen sem hefur orðið afar vinsæl bæði í Dan- mörku og víða annars staðar í Evr- ópu. Kristján Jóh. Jónsson sneri sögunni á íslensku. Sagan segir frá tveim vinum, Frands og Frank, sem alast upp í sömu blokkinni og spila fótbolta saman fram á unglingsár. Þá skilj- ast leiðir: Frank verður frægur atvinnumaður í knattspyrnu og er seldur til Þýskalands. Hann giftist Ritu hinni fögru úr húsagarðinum heima sem þeir voru báðir svo hrifnir af. Frands velur hins vegar menntaveginn en reynir að sam- eina uppruna sinn og starf með því fötbdta HANS-J0RGEN NIEtS6NA y ' Xx að skrifa lokaritgerð um fótbolta. Svo hittast þeir aftur mörgum árum seinna með voveiflegum afleiðing- um.... Spurt og svarað um Jesú Krist Til fundar við Jesú frá Nasaret er fyrsta bókin í nýjum bókafiokki frá Æskunni sem ætlaður er börnum og unglingum. Höfundur er norsk- ur guðfræðingur sem hefur starfað sem fangaprestur, en Rúna Gísla- dóttir þýddi. í þessum bókaflokki er fjallað um fólk sem hefur haft mikil áhrif á aðra, jafnvel um allan heim, raun- ar á ólíkan og á mismunandi tím- um. Því er það þó sameiginlegt að áhrifa þess gætir enn í dag. Höfundur varpar fram spurning- um sem eflaust leita á ungmenni. Hann svarar mörgum þeirra en minnir jafnframt á að ekki fæst svar við öllu. Sagan um Jesú er hér sögð á ann- an hátt en við eigum að venjast, segir í kynningu, frásögnin er ein- föld og skýr en jafnframt áleitin og vekur til umhugsunar. skiptalífinu með því að veita pen- ingalán þeim, er þess þurfa“. Hug- mynd Jóhanns fékk ágætar undir- tektir í sýslunefnd, hún samþykkti að stofna sjóðinn og tók hann til starfa 1. okt. 1913. Fyrsti stjórnarformaður Spari- sjóðsins var upphafsmaður hans, Jóhann á Hamri, en fyrsti starfs- maðurinn Eðvarð Runólfsson en hann vann þá hjá Kaupfélagi Bor- gfirðinga og var afgreiðslan fyrsta sprettinn á vinnustað hans, í húsinu „Sölku“ við Skúlagötu. Um skeið var sjóðurinn í húsi Bjarna Guð- jónssonar, kaupmanns, „Skuld“, en annars í húsakynnum Kaupfél- agsins til ársins 1920. Þá flyst hann í hús Magnúsar Jónssonar, en þá var hann og lengi síðan sparisjóðs- stjóri. Þarna voru heimkynni sjóðsins í 42 ár eða þar til hann flutti í eigið húsnæði að Borgarb- raut 14, en bygging þess hófst á meðan Halldór Sigurðsson var sparisjóðsstjóri. Síðar var byggt við húsið og sú viðbygging tekin í notkun á árunum 1982 og 1983. Aðal viðskiptasvæði sjóðsins er Mýrasýsla en auk hennar Borgar- fjarðarsýsla innan Skarðsheiðar og sunnanvert Snæfellsnes. Þá hafa og viðskipti farið vaxandi við sveitir sunnan Skarðsheiðar, eftir að sam- göngur greiddust yfir Borgarfjörð- inn. - Hinn 1. okt. sl. voru heildar- innlán í Sparisjóðinn kr. 155 milj. á Ný íslensk skáldsaga Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ný íslensk skáldsaga eftir Ragnar Þorsteinsson, „Þess bera menn sár“. Haraldur og Karl voru æskuvinir og félagar, sem ólust upp við gjör- ólíkar aðstæður. Annar var sonur fátækrar verkakonu, hinn frá auðugu kaupmannsheimili. Báðir lögðu þeir hug á sömu stúlkuna. Þá skildu leiðir. í stað vináttu tóku undirferli og hatur völdin. Gamalt leyndarmál snerti þá báða, leyndarmál einstæðrar móður og auðugs athafnamanns. ÞESS BERA MENN SÁR er „íslensk ástar- og örlagasaga, raun- veruleg en umfram allt spenn- andi“, segir í kynningu. Hún er 159 bls. Mary Stewart og Alistair Mac Lean Út er komin hjá Iðunni sagan Óvœnt endalok eftir Mary Stewart. Þetta er áttunda bók þessa vinsæla breska skemmtisagnahöfundar sem út kemur á íslensku, en Mary Stewart sameinar spennu og róm- antík í sögum sínum. Inga Huld Hákonardóttir þýddi Ovænt endalok. Bókin er 183 blað- síður. Út er komin hjá Iðunni ný skáld- saga eftir hinn fræga breska spennusagnahöfund Alistair Mac- Lean. Nefnist hún Skæruliðarnir og er 26. bók höfundar sem út kem- ur á íslensku. - „Skæruliðarnir berjast í Júgóslavíu á stríðsárun- um. Þeir eru hinar frægu liðssveitir Títós sem berjast við sameinaða andstæðinga úr ýmsum áttum, bæði Þjóðverja, ítali og konung- hollar hersveitir. Þýska herstjórnin gerir áætlun um það hvernig á að gersigra skæruliða TítÖs.“ Skæruliðana þýddi Álfheiður Kjartansdóttir. Bókin er 206 bls. í 70 ár 8053 reikningum. Á sama tíma voru útlán kr. 125 milj. og bundið fé, samkvæmt bindiskyldu Seðla- bankans 42 milj. Um sl. áramót nam varasjóður rúmum 10 milj. kr. Það hefur verið megin markmið Sparisjóðsins með útlánum sínum að stuðla að eflingu og framförum atvinnulífsins á viðskiptasvæði sínu og styrkja afkomu heimilanna. Mest útlán eru nú til landbúnaðar, íbúðabygginga og ýmiss konar iðn- aðar. Sjóðurinn býr nú við rúmgott húsnæði, sem fullnægir þeim kröf- um, sem gerðar eru til slíkra bygg- inga um öryggisgeymslur og annan búnað. Er það von forráðamanna sjóðsins að bætt aðstaða hans skili sér í meiri og betri þjónustu við viðskiptavinina. Sparisjóður Mýrasýslu hefur frá fyrstu tíð notið þess að eiga marga trausta viðskiptavini. Og fyrir framtíð hans skiptir það megin máli, að héraðsbúar standi fast saman um hann, svo sem verið hef- ur hingað til. Með því móti tryggja þeir, að það sparifé sem myndast, nýtist sem lyftistöng framfara undir fullum umráðum heimamanna. Starfsmenn Sparisjóðsins eru 20 en 5 af þeim í hálfu starfi. Spari- sjóðsstjóri er Friðjón Sveinbjörns- son en formaður sparisjóðsstjórnar Magnús Sigurðsson, bóndi á Gils- bakka. - mhg Stríðssaga frá Noregi Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir norska rit- höfundinn Asbjorn 0xendal sem heitir Fallhlífasveitin. Þetta er stríðssaga og segir frá því þegar Rörosjárnbrautin var sprengd 10. desember 1944. Næstu sprengingar 30. desember eru mestu járnbrautaskemmdarverk sem framin voru í Noregi á stríðsár- unum og lömaði gjörsamlega herf- lutninga Þjóðverja til Austurvíg- stöðvanna um langan tíma. Norski rithöfundinn Asbjprn 0ksendal skrifar einungis frásagnir af hildarleiknum í Noregi á stríðs- árunum, og eru bækur hans skráðar eftir viðtölum við fólk, sem upplifði þessa atburði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.