Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 1
DIOÐVIUINN
Skelfiskurinn er
Kjölfestan, segja
hjón frá Stykkis-
hólmi sem litu við á
Þjóðviljanum fyrir
skömmu.
Sjá 6
desember
þriðjudagur
285. tölublað
48. árgangur
Visa stelst til að merkja
sér vélar
Eurocard
„Því er ekki að neita að okkur finnst dálítið
blóðugt hvernig að þessum málum hefur verið
staðið. Eftir að við höfðum gefið Visa Island
leyfi til þess að fá að nota þrykkivélar okkar þá
gera þeir út sérstakan leiðangur, ganga í versl-
anir, og merkja þrykkivélarnar í bak og fyrir
Þeir hafa límt sérstaka auglýsingamiða frá
Visa á vélarnar og þá gjarnan yfir miða sem
augiýsa Eurocard kortin, einnig hefur
verið límt yfir leiðbeiningar sem Euro
card kortþegar eiga að styðjast við og til
þess að bæta gráu ofan á svart þá hefur
verið séð fyrir því að útskrift sem
viðskiptavinirnir fá er með auglýsingu frá Visa
Island. Og allt eru þetta vélar sem Eurocard
keypti til handa verslunum þeim sem skipta við
okkur. Við höfum sem sagt góðfúslega lánað
Visa afnot af vélunum og þannig þakka þeir
greiðann,“ sagði hneykslaður starfsmaður Kre-
ditkorta sf. í viðtali við Þjóðviljann í gær.
Miku harka
komin í kredit
kortastríðið
"“«vsV
‘X,
Þrykkivélin sem stríðinu veldur. Eins og sjá má er hún framleidd fyrir Eurocard en Visa fyrirtækið hefur látið fcsta á hana
upphleypta málmplötu með Visa merkinu og kemur það fram á öllum kvittunum sem viðskiptavinirnir fá. Einnig hefur
verið límd auglýsing frá Visa fyrirtækinu og sjá má til hægri á vélinni. - Ljósm. Magnús.
Sovéska skákstirnið
Garrí Kasparov jók í
gærkveldi forskot sitt í
einvíginu við Viktor
Kortsnoj. Hann vann
9. einvígisskákina í að-
eins 30 leikjum.
Hver á hvað?
Kreditkortastríð það sem
hafið er milli Kreditkorta sf.
sem gefur út Eurocard
greiðslukortið og Visa Island
virðast hafa harðnað allra síð-
ustu daga þó stutt sé síðan Visa
Island haslaði sér völl á innan-
landsmarkaði. Visa Island er
sameignarfyrirtæki fimm banka
og 13 sparisjóða og er áætlað að
aðildarstofnanir fyrirtækisins
séu yfir 80% af bankakerfi
landsins. Forstöðumaður er
Einar S. Einarsson.
Útvegsbanki íslands, Versl-
unarbankinn og Sparisjóður
vélstjóra standa fyrir rekstrin-
um á Kreditkortum sf. sem gef-
ur út Eurocard. Eurocard hefur
verið í notkun innanlands sem
utan. Forstöðumaður Kreditk-
orta sf. er Gunnar Bæringsson.
Tveir brœður unnu 560 þúsund kr. í getraunum
, ,Forlögin réðii þessu“
segir Óskar K. Guðmundsson sem hefur tvisvar
áður fengið 12 rétta
„Þetta er alveg stórkostlegt í
einu orði sagt“, sagði Óskar
Guðmundsson ungur Reykvík-
ingur sem ásamt Birgi bróður
sínum vann stærsta vinning sem
um getur í sögu getrauna eða
alls 560 þúsund krónur. Þeir
áttu eina seðilinn sem kom fram
með 12 réttum auk þess sem
þeir höfðu 11 rétta í 13 röðum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
. Óskar fær góðan vinning í getraun-
um því fyrir tæpum þremur árum
fékk hann 12 rétta og 17 þúsund
krónur á þávirði að launum og í
mars sl. fékk hann aftur 12 rétta og
20 þúsund krónur í það skiptið.
„Ég hef ekki spilað í-mörg ár í
þessu og bróðir minn er nýkominn í
þetta með mér. Við spiluðum stíft í
þetta skipti. Vorum með 108 bleika
seðla og fylltum út eftir svokölluðu
„Meistarakerfi“. Svo sannarlega
skilaði það sér til baka. Seðlarnir
kostuðu okkur 9.720 kr. en við
fáum í sitthvorn hlut um 280 þús-
und krónur.“
Á að halda áfram á sömu braut?
„Það verður ekki nein breyting á
áhuganum fyrir getraununum, en
ég ætla ekki að senda inn sama
kerfi aftur um næstu helgi. Ég ætia
ekki að storka þessum góðu for-
lögum sem gáfu okkur þennan
stóra vinning. Við notum gamla
góða kerfið okkar næst og sendum
inn 27 gula seðla“, sagði Óskar
Guðmundsson. -Ig.
Mikill gróði í áfengisumboðum - 600.000 fyrir eina tegund
Umboðsmenn bannaðir?
Mikill áhugi er á því meðal þeirra sem
eiga að móta tillögur að opinberri áfengis-
stefnu að fella niður umboðsmannakerfi
fyrir áfengi. Samkvæmt upplýsingum Þjóð-
viljans munu hugmyndir um þetta hafa
komið ítrekað fram í Áfengismálanefndinni
sem starfa að mótun stefnunnar fyrir ríkis-
stjórnina.
Umboðsmennirnir þurfa ekkert að gera
annað en setja frímerki á pantanir sem Jón
Kjartansson forstjóri ÁTVR hefur ákveðið
hverju sinni. Ágóði umboðsmannanna er
sagður verða frá 3% til 10% af söluverð-
mæti og getur numið af einni víntegund 600
þúsundum á ári.
Einn umboðsmanna áfengisins er Sigurð-
ur Tómasson mágur Jóns Kjartanssonar
forstjóra ÁTVR. Annar er Hannes Guð-
mundsson í „varnarmáladeild“. Margir um-
boðsmenn þverbrjóta bann við auglýsing-
um á áfengi.
-óg
Sjá 2
• Forstjóri ÁTVR sér i| H Nl
sjálfur um pantanir dk SÍflR
• Mágur forstjórans Mú
er umboðsmaður
• Auglýsingabannið þverbrotið Kl