Þjóðviljinn - 13.12.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983 Umboðsmannakerfið í áfengi Þeir þurfa ekki að hafa mikið fyrir gróðanum Meðal stærstu umboðssala fyrir áfengi á íslandi eru J.P. Guðjónsson, Globus hf, Karl K. Karlsson, Sigurður Tómas- son, Hannes Guðmundsson, Rolf Johansen og heildv. Al- berts Guðmundssonar. Alls munu vera um 60 umboðssalar fyrir áfengi og fá þeir frá 3% til 10% fyrir að vera til. Upphæð- in sem umboðsmaður getur fengið í sinn hlut fyrir t.d. eina víntegund, getur numið allt að 600 þúsund krónum á ári. Hótelstjórar Þrátt fyrir auglýsingabannið, telja umboðsmennirnir möguleika á að reka áróður fyrir víntegundum hér á landi. Þannig þykja barþjón- ar gegna lykilhlutverki í þessu sam- bandi. Álagning er mikil í vín- veitingahúsunum og ef þau gerast einnig umboðsmenn víntegunda með t.d. 10% þóknun af sölu, þá þarf ekki að sökum að spyrja um gróðann. Að minnsta kosti þrír hótel- stjórar eru einnig umboðsmenn víntegunda, þeir Emil Guðmunds- son Loftleiðum, Þorvaldur Guð- mundsson Holti og víðar, og Jón Hjaltason Óðali. Bifreiöaumboð Margt er skrýtið þegar umboðs- mannaskráin er skoðuð. Þannig eru bifreiðaumboð meðal umboðs- aðiia fyrir áfengi. Glóbus og Bif- reiðar og Landbúnaðarvélar eru meðal þessara og það síðarnefnda flytur að sjálfsögðu inn vodka. Gífurlegir fjármunir? Umboðsmaður fyrir eina vínteg- und upplýsti fyrir skömmu að hann fengi 10% af sölu einnar tegundar frá ÁTVR - og það væru þreföld mánaðarlaun sem hann fengi fyrir það eitt að setja frímerki á bréf mánaðarlega. Er hægt að giska á ágóða vínumboðsmanna, en -á þessu ári áætlað að áfengi seljist fyrir rúman miljarð króna. Hverjir panta áfengi? Innkaupastjóri ÁTVR upplýsti í viðtali við Þjóðviljann að sér væri ekki kunnugt um að umboðsmenn gerðu nokkuð annað en hirða gróðann af sölu áfengisins. Þegar Þjóðviljinn spurði hvort innkaupa- stjóri ÁTVR gerði ekki innkaupa- lista, var svarið neitandi. Forstjór- inn gerði sjálfur innkaupalistann þ.e. réði hvaða tegundir væru keyptar. Einn af stærri umboðsaðilum fyrir áfengi er Sigurður Tómasson mágur Jóns Kjartanssonar for- stjóra ÁTVR. Meðal annarra ágætismanna í þessum bísness er Hannes Guðmundsson, Siglfirð- ingur einsog Jón og fulltrúi í svo- kallaðri „varnarmáladeild" utan- ríkisráðuneytisins. Þverbrotin lög Stjórnvöld láta það bæði átölu- laust og afskiptalaust að umboðs- mennirnir auglýsi áfengi þvert á lög í landinu. Umboðsmennirnir hafa gjarnan samband við barþjóna og neyta ýmissa ráða í auglýsinga- skyni, „til kynningar á áfengi“, segja þeir sjálfir. Þjóðviljinn hafði t.d. spurnir afþví, að einn umboðs- maðurinn hafði keypt auglýsingu inná almanak hjá Lionsklúbbum 'sem verið er að dreifa um þessar mundir. Þá hefur komið fram að eitt fyrirtækjanna, J.P. Guðjónsson hafi keypt auglýsingu inní íslenska kvikmynd og hefur því ekki verið mótmælt. Það er því ljóst að stjórnvöld horfa aðgerðarlaus á lögin um bann við auglýsingum á áfengi þverbrotin. Umboösmannakerfiö lagt niður Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans hafa komið upp þær raddir innan nefndarinnar sem er að móta opinbera áfengismálastefnu, að umboðsmannakerfið • verði lagt niður. Þegar einkasala ríkisins var leyfð, var það enda ein aðalrök- semd með stofnun hennar, að eng- inn einstaklingur eða fyrirtæki högnuðust af áfengissölu. Þegar nú auk þess er bannað að auglýsa og það bann ekki virt af umboðs- mönnum, þykir eðlilegt að hið op- inbera bregðist við með afnámi þessa kerfis sem færir nokkrum vel stæðum mönnum meiri peninga í aðra hönd, fyrir litla fyrirhöfn eða þá ólöglega. -óg Formannaráðstefna ASÍ um húsnæðisfrumvarpið Vegið að láglaunafólki Formannaráðstefna Alþýðusambands íslands sl. sunnudag mótmælir harðlega framkomnu frumvarpi Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra um Hús- næðisstofnun ríkisins. Sérstaklega er því mótmælt að eigið framlag þeirra sem kaupa íbúðir í verkamannabú- stöðum er hækkað um helming eða úr 10% kostnaðar í 20%. í ályktun formannaráðstefnunn- ar er sagt að enginn vafi leiki á að þessi lækkun lána byggingasjóðs ríkisins muni valda því að stórhóp- ur lágtekjufólks ráði alls ekki við að eignast íbúð í verkamannabú- stöðum og tapi þannig eina mögu- leikanum á að eignast viðunandi húsnæði. Þá er öðru ákvæði frum- varpsins einnig mótmælt sem er um að færa ákvörðun um vexti til ríkis- stjórnar og Seðlabanka í stað þess að binda slíkt í lögum. Það bendi til þess að stefnt sé á hækkun vaxt- anna með þeim afleiðingum að greiðslubyrði lánanna muni stór- lega aukast og verði oft um 30-50% af dagvinnutekjum láglaunafólks. Formannaráðstefna ASÍ telur að ákvæði frumvarpsins um að hægt verði að lána húsnæðissamvinnufé- lögum og fleirum sem byggja leigu- íbúðir sé hættulegt fyrir verka- mannabústaðakerfið og gagnslaust fyrir húsnæðissamvinnufélögin. Heimildin væri fagnaðarefni ef séð væri fyrir fjármögnun þeirra íbú sem bætast við af þeim sökum. S sé því miður ekki. I lok ályktunar formannará stefnunnar er skorað á Alþingi breyta frumvarpi félagsmálará herra þannig að byggingasjc verkamanna verði gert kleift standa við sínar skuldbindingar, greiðslubyrði kaupenda verl mannabústaða verði ekki aukin, lán sjóðsins verði ekki lækkuð að húsnæðissamvinnufélögum öðrum sem byggja vilja leigu- e kaupleiguíbúðir verði tryggt næj anlegt fjármagn. Fráleitt að hœkka útborgunina í 20% „Sú stefna sem kemur fram í frumvarpi félagsmálaráðherra um að kaupendur verkamanna- bústaða verði að fjármagna sjálf- ir 20% kostnaðar er auðvitað frá- leit, því þegar höfum við nokkur dæmi um að fólk hefur ekki innt af hendi þau 10% sem það þarf að standa skil á í dag. Með samþykkt þessa frpmvarps væri einfaldlega verið að gera stórum hópi lág- launafólks ómögulegt að verða sér út um íbúð í verkamannabú- stöðum“, sagði Guðjón Jónsson formaður stjórnar Verkamanna- bústaða í Reykjavík. Nú er verið að auglýsa til út- hlutunar allmargar nýjar íbúðir svo og endursöluíbúðir hjá segir Guðjón Jónsson verkamannabústöðum í Reykja- vík. Um er að ræða 70 íbúðir í Ártúnsholti af 137 sem þar verða byggðar. Afhending hefst haust- ið 1984 og er áformað að þeim fanga verði lokið fyrir mitt ár 1985. Við Neðstaleiti 2-4 verður úthiutað 31 íbúð og er búið að bjóða það verk út sem er nýmæli því hingað til hefur stjórn verka- mannabústaða annast byggingu sinna húsa að fokheldi. Verða til- boð í verkið opnuö 16. desember og áætlað að fbúðunum verði skilað fyrri hluta árs 1985. Loks er svo um að ræða fjölda endur- söiuíbúða víða um borgina, en undanfarin ár hafa 100-120 íbúðir verið seldar í endursölu árlega. „Á Eiðsgrandasvæðinu eru 176 íbúðir í smíðum og búið að af- henda 80 þeirra. Þeim íbúðum hefur öllum verið úthiutað og verður öllum áfanganum lokið á miðju næsta ári. Það liggur því fyrir að á miðju ári 1985 er öllum okkar verkefnum lokið og því af- skaplega brýnt að strax verði Guðjón Jónsson járnsmiður: Harkalega vegið að láglaunafólki með því að hækka útborgun við kaup á íbúðum verkamannabú- staða um helming. teknar ákvarðanir hjá borginni um hvar og hvenær okkur verður næst úthlutað íbúðum. Við höf- um vilyrði fyrir 200 íbúðum í Grafarvogshverfi en enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um íbúðagerðina þannig að við get- um ekki hafist handa um hönnu- nina“, sagði Guðjón Jónsson ennfremur. „Þörfin fyrir að byggja verka- mannabústaði er brýnni nú en nokkru sinni fyrr. Að undan- förnu hefur komið í ljós að 4 um- sækjendur hafa verið um hverja íbúð svo það er Ijóst að ekki veitir af að byggja og það meira en gert hefur verið. Til þess þurfum við fjármagn og lóðir. Það að lækka lánahlutfallið niður í 80% er því miður skerf aftur á bak sem ég vona að ekki verði stigið. Einnig má aukið hlutverk byggingasjóðs verkamanna ekki verða til þess að okkar hlutur þar minnki frá því sem er. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni að m.a. húsnæðis- samvinnufélagið skuli vilja leggja sig fram um að byggja íbúðir á félagslegum grunni en þá verður líka hið opinbera að tryggja bygg- ingasjóðnum aukið fjármagn í samræmi við auknar fram- kvæmdir“, sagði Guðjón Jónsson formaður stjórnar Verkamanna- bústaða í Reykjavík. - v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.