Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 7
»i /» i ) •*
Þriðjudagur 13. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Mest, best
eða verst
á Islandi
Þegar rætt er um íslandsmet
dettur víst flestum í hug íþróttaaf-
rek. En það eru til íslandsmet á
mörgum öðrum sviðum og um það
fjallar bók sem Bókaútgáfan Orn
og Örlygur hefur sent á markaðinn
eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin
nefnist lslandsmetabók Arnar og
Örlygs. Bókin er hliðstæðan við
Heimsmetabók Guinness en er ein-
göngu helguð íslensku efni. I bók-
inni er svarað spurningum um
hvað var eða er fyrst - síðast,
stærst - minnst, hæst - lægst,
breiðast - mjóst, elst - yngst, best -
verst, dýpst-grynnst, lengst-styst
o.s.frv.
í íslandsmetabókinni er mikill
fjöldi Ijósmynda af mönnum, dýr-
um, munum, jurtum og landslagi.
Fjallað er um ýmislegt sem telja
má íslandsmet á mörgum sviðum,
bæði í mannlífinu, dýra- og jurta-
ríkinu íslenska og einnig er fjallað
um landið sjálft. í bókinni er að
finna svör við ýmsu því sem kemur
upp í hugann og gaman er að fá
svör við: Landnám og búseta; Há-
vöxnustu íslendingar; Aldur og
langlífi; Frjósemi og fæðingar;
Hjúskapur; Blóðflokkar; Sjúkra-
hús; Læknar og lækningar; Kaup-
staðir og kauptún; Býli og jarðir;
Þjóðhöfðingjar og tignarfólk; Lög-
gjöf og þing; Ráðherrar og stjórn-
ir; Bardagar og óeirðir; Sakamál;
Fjármál og peningar; Verkalýðs-
mál; Póstur og sími; Skóla- og
menningarmál; Trúarbrögð og
málefni kirkjunnar; Slysfarir, óár-
an og bjarganir; Draugar og
skrímsli og margt fleira.
Konan og hinn
þroskahefti
Skáldsagan Tim eftir Collen
McCullogh er komin út hjá fsafold-
arprentsmiðju. Collen McCullogh
er fædd í Astralíu og starfaði á
sjúkrahúsum áður en hún helgaði
sig ritstörfum.
Tim fjallar um „lítt þekkta þætti
tilfinningalífsins með indælum
ferskleika" að því er segir í umsögn
í New York Times. Bókin lýsir ást-
um fertugrar konu og tvítugs
manns, sem er þroskaheftur.
Bókin er 323 blaðsíður að stærð.
Tónlist
á hverju heimili
umjólin
VANTAR ÞIG
JÓLAGJÖF?
ÞAÐERU4750
BÓKATITLAR í
MARKAÐSHÚSI
BÓKHLÖÐ UNNAR
Laugavegi 39 Sími 16180
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 8.
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM
ALLT LAND
í< =
OKHLAOAN
L JL 1 11
ÍSLANDS,
\AtWBOK
íslandsmetabók Arnar og Ör-
lygs er 200 bls. í stóru broti og eins
og áður segir með gífurlegum
fjölda ljósmynda.
6. bindi Jarðarbókarinnar komið:
Dala- og Barða-
strandarsýslur
Út er kumið 6. bindi af Jarðabók
Arna Magnússonar og Páls Vída-
líns í Ijósprentaðri útgáfu Fræða-
félagsins í Kaupmannahöfn. Þetta
bindi er um Daía- og Barðastrand-
arsýslur, og kom það fyrst út 1938 í
útgáfu Björns K. Þórólfssonar.
Jarðarbók þessi er samin á árunum
1703-1705 og 1710.
Fræðafélagið hóf endurútgáfu
Jarðabókarinnar árið 1980 og er
það verk nú hálfnað. Áætlað er að
tvö bindi komi út á næsta ári, en í
12. og síðasta bindi verða ýmis
jarðabókaskjöl sem ekki hafa verið
birt áður, auk atriðisorðaskrár um
öll bindin.
Bókin er 425 blaðsíður og er
verð til áskrifenda kr. 690.- Um-
boð fyrir Fræðafélagið hér á landi
hefur Sögufélag, Garðastræti 13b,
101 R, og geta áskrifendur vitjað
bókarinnar þar.
Paul Banrrtster
ÆVAR R. KVARAN
Wet»l«ð(ÖOtit3ðl wrmála
Ókunn öfl heitir bók sem Prent-
húsið hefur gefið út. Höfundur
bókarinnar heitir Paul Banister en
Ævar Kvaran hefur íslenskað.
í bókinni er varpað fram spurn-
ingunni: Er heimur handan skiin-
ingarvita okkar?, og telur höfund-
ur að það sé eina skýringin á mörg-
um sönnum en dularfullum atburð-
um sem frá segir í bókinni.
VISA
INNANIANDS SEM UTAN!
A,b*°^nkinn
Nú eru VISA-kortin gild í
innlendum viðskiptum.
Eitt og sama kortið er
gjaldgengt hjá 4 milljónum
verslunar- og þjónustu-
fyrirtækjum um allan heim.
Úttektir í reiðufé
Unnt er, gegn framvísun
VISA-kortsins, að fá sérprentað
tékkaeyðublað til úttektar á
reiðufé af tékkareikningi
korthafa í öllum VISA-bönkum
og sparisjóðum hér innanlands.
Úttektartímabil
VISA er frá 18. hvers mánaðar
til 17. næsta mánaðar,
með eindaga 15 dögum síðar,
þ.e. 2. hvers mánaðar.
Fyrsta úttektartímabilið
er þó viku lengra,
eða frá 10. desember
til 17. janúar,
með greiðslufresti til
2. febrúar 1984!
VERIÐ VELKOMIN IVISA-VIÐSKIPTI
Alþýðubankinn hf.
Búnaðarbanki (slands
lðnaðarbankj íslands hf.
Landsbanki íslands
Samvinnubanki íslands hf.
Eyrasparisjóður, Patreksfirði
Sparisjóður Bolungarvíkur
Sparisjóður Hafnarfjarðar
Sparisjóðurinn í Keflavík
Sparisjóður Kópavogs
Sparisjóður Mýrasýslu
Sparisjóður Norðfjarðar
Sparisjóður Ólafsfjarðar
Sparisjóður Reykjavíkur
og nágrennis
Sparisjóður Siglufjarðar
Sparisjóður Svarfdæla
Sparisjóður Vestmannaeyja
Sparisjóður V-Húnavatnssýslu
- Eitt kort um allan heim.