Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. desember 1983
Nato-fundur í Bruxelles
Agreiningur um stefnu í samningum
og skiptingu kostnaðar til vamarmála
Á fundi varnarmálaráð-
herra Nato-ríkjanna í Bruxel-
les í síðustu viku kom fram
ágreiningur um framlag Evr-
ópuríkjanna annars vegar og
Bandaríkjanna hins vegar til
sameiginlegra varna. Þá kom
einnig upp ágreiningur um
þá hugmynd að slá saman
viðræðum um takmörkun
langdrægra og meðaldrægra
vopna tii þess að rjúfa þann
vítahring sem myndast hefur
í afvopnunarviðræðunum,
en Bandaríkin eru andvíg
slíkum samningaviðræðum.
Ráðherrarnir sameinuðust hins
vegar í að lýsa allri ábyrgð á því að
slitnað hefur upp úr samningavið-
ræðunum í Genf á hendur Sovét-
stjórninniogværi framferði hennar
„óverjandi“ og óábyrgt. Sum Evr-
ópuríkin lýstu sig fylgjandi þeirri
hugmynd að samningum um með-
aldræg og langdræg vopn yrði
slegið saman. Bandaríkin hafa hins
vegar lýst sig hugmyndinni andvíg,
og gæti ástæðan hugsanlega Iegið í
því að þá kæmi heildarjafnvægið í
vopnabúnaðinum skýrar í ljós.
Deilur risu einnig á milli Banda-
ríkjanna og Evrópuríkjanna vegna
minnkandi framlags Evrópuríkja
til sameiginlegra hervarna Nato,
en nýjustu tölur sýna að hlutfalls-
lega hefur hlutur Evrópuríkjanna
minnkað úr 40 í 30% frá 1982 á
meðan hlutur Bandaríkjanna hefur
aukist að sama skapi. Það eru hin
geigvænlegu hervæðingaráform
Carrington lávarður, fyrrverandi utanríkisráðherra Breta mun taka við framkvæmdastjóraembætti Nato af
Jósef Luns sem er á myndinni til hægri.
Reagans sem þessu valda, en full-
trúar Bandaríkjanna létu greini-
lega í ljós óánægju sína yfir óvilja
margra Evrópuríkja við að deila
hinum sameiginlegu byrðum
bandalagsins. í þessu sambandi er
því haldið fram að einungis Noreg-
ur, Bretland og Luxemburg hafi
staðið við fyrri fyrirheit um 3%
aukningu á fjárveitingum til varn-
armála.
Á fundinum var mikið rætt um
nauðsyn þess að gera varnir Nato í
Evrópu óháðari kjarnorkuvopnum
með því að efla hefðbundnar varnir
bandalagsins. f þessu sambandi
hefur það einnig valdið Evrópu-
ríkjunum áhyggjum að Bandaríkin
eru nú að leggja út í afar kostnaðar-
sama tæknilega endurnýjun hefð-
bundins vígbúnaðar sem einmitt á
að gegna þessu hlutverki: að gera
bandalagið minna háð kjarnorku-
vopnunum. Innan Nato er sú tækni
sem þarna er verið að innleiða
kölluð „E.T.“, sem stendur fyrir
„Emerging Technology". Evróp-
uríkin óttast að mikil fjárfesting
Bandaríkjanna í þessari nýju tækni
muni gera þau ósamkeppnisfær á
vopnamarkaðinum innan Nato.
Þrátt fyrir tilraunir Caspars
Weinbergers varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna til þess að sannfæra
hina evrópsku starfsbræður sína
um að framleiðsla hinna nýju
vopna yrði sameiginleg, þá er sú
skoðun ríkjandi meðal ráðamanna
í V-Evrópu að vopnaframleiðslan
muni í auknum mæli færast til
Bandaríkjanna. Eina andsvar Evr-
ópuríkja við slíkri þróun væri aukin
samvinna V-Evrópuríkja á sviði
vopnaframleiðslu til þess að mæta
slíkri samkeppni, var skoðun
nokkurra evrópskra aðila.
Sérálit Dana
og Grikkja
í sameiginlegri yfirlýsingu ráð-
herranna var uppsetning nýrra
meðaldrægra kjarnaflugvopna í
Evrópu staðfest. En heldur ekki
þar réði eining: bæði Grikkland og
Danmörk lýstu sig andvíg uppsetn-
ingu þessara vopna og var afstaða
Danmerkur staðfest með sérstakri
neðanmálsathugasemd við yfirlýs-
ingu fundarins. Er það í fyrsta
skipti sem slíkur ágreiningur um
grundvallarstefnumótun kemur
fram í sameiginlegri yfirlýsingu
varnarmálaráðherra Nato-ríkj-
anna.
Joseph Luns framkvæmdastjóri
Nato lætur af störfum á næsta ári.
Var Carrington lávarður, fyrrver-
andi utanríkisráðherra Bretlands
útnefndur eftirmaður hans.
Þess má að lokum geta að Morg-
unblaðið hafði það eftir Geir Hall-
grímssyni s.l. föstudag að „mikill
einhugur hafi komið fram á fundin-
um“, en Geir sat fundinn sem full-
trúi ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar og lagði þar blessun
sína yfir uppsetningu hinna nýju
kjarnorkuvopna í Evrópu fyrir
hennar hönd. ólg.
Kvikmyndin „The Day After“
hafði ekki mœlanleg áhrifá afstöðu
Bandaríkjamanna til þess
hvernig bœgja œttifrá
hœttunni á kjarnorkustyrjöld
Bráðadauði af völdum geislunar eins og hann var sýndur í kvikmyndinni „The Day After“: Er nærtækara að
fjalla um þau áhrif sem kjarnorkan hefur á líf okkar nú þegar?
Hryllingsmyndir ánvalkosta
Sprengjan springur: Eru slíkar sýnir vekjandi til pólitískrar athafnar
eða verka þær cins og hvert annað klám á innilokaða veröld sjónvarps-
herbergisins?
Þrátt fyrir að 100 miljónir
Bandaríkjamanna hafi horft
á kvikmyndina „The Day
After“ hjá ABC-sjónvarps-
stöðinni virðast áhrif henn-
ar hafa orðið minni en búist
var við. Myndin virðist ekki
hafa náð að vekja þau við-
brögð sem friðarhreyfingin
hafði vænst - hún virðist
öllu frekar hafa skilið fólk
eftir ósnortið eða enn dýpra
sokkið í þá lamandi tilfinn-
ingu áhrifaleysis sem nær-
vera kjarnorkuvopnanna
veldur. Og skoðanakann-
anir sýndu að myndin hafði
ekki mælanleg áhrif á af-
stöðu manna til þess hvern-
ig ætti að afstýra kjarnorku-
styrjöld.
Kvikmyndin var sviðsetning á
áhrifum kjarnorkuárásar á bæinn
Lawrence í Kansas. Hún lýsir því
hvernig blindandi ljósið frá hin-
um hrollvekjandi kjarnorku-
sveppi truflar daglegt líf borgar-
anna, hvernig menn verða að log-
andi kyndlum og leysast upp í
hita eldsins og hvernig afskræmd
afkvæmi styrjaldarinnar heyja
sína vonlausu lífsbaráttu.
Viðbrögðin við myndinni
vekja þá spurningu, hvort hryll-
ingsmyndir af þessu tagi, sem
fyrst og fremst hafa það markmið
að hræra upp í tilfinningum
áhorfandans án þess að bjóða
upp á nokkra lausn á vandamál-
inu, þjóni tilgangi sínum. Sér-
staklega ef tekið er tillit til þess
mikla magns hryllingsmynda af
almennu tagi sem eru á sjón-
varpsskermum og myndbanda-
bönkum hvarvetna í kringum
okkur og þá ekki síst í Bandaríkj-
unum. Hægt er að mata menn svo
með hryllingi að notkun hans í
heiðarlegum tilgangi hætti að
verka eða verki í besta falli sem
hvert annað klám. Styrjöldin
verður leikur á sjónvarpsskerm-
inum þar sem manneskjan er
leyst upp í frumagnir sínar án
þess að það trufli friðhelgi sjón-
varpssófans eða matarlystina á
því frauðmeti sem fylgir sjón-
varpsglápinu að jafnaði.
Danskur heimspekingur og
starfsmaður við friðarrannsókna-
stofnunina í Lundi í Svíþjóð, Jan
0berg, segir í nýlegri grein í Dag-
ens Nyheter að endalausar
skýrslur um hinar hryllilegu af-
leiðingar kjarnorkustyrjaldar
geti hugsanlega haft tvíeggjuð
áhrif: hugsanlegt sé að þessi ein-
hliða upplýsingamötun verði til
þess að menn fari að heimfæra
óhugnaðinn upp á ímyndaðan
eða raunverulegan óvin og nota
óhugnaðinn sem röksemd fyrir
hertu vígbúnaðarkapphlaupi. Að
slík upplýsingamötun geti orðið
vatn á myllu hernaðarsinnanna
og þeirra sem hann kallar „nuc-
lear use theorists" (skammstafað
NUTs).
Jan 0berg segir að almenningi
megi skipta í tvennt: annars vegar
þá sem hafa þá sálrænu umfram-
orku sem er nauðsynleg að um-
breyta hryllingsáhrifum af þessu
tagi yfir í pólitísk viðbrögð og
hins vegar þá sem ekki hafa slíka
sálræna umframorku en loki sig
þess í stað inni í sínu híði, þar sem
þeir bæli niður angist sína og ein-
beiti sér að því að vernda börnin
sín án þess að hætta sér út á götur
og torg og tala út. Síendurtekin
lýsing hinna hryllilegu áhrifa
kjarnorkustyrjaldarinnar verkar
öfugt á þessa tvo hópa, segir
0berg, og því meira sem hún er
stunduð, þeim mun meiri er hætt-
an á að slíkar myndir fái óæskileg
áhrif á uppbyggilega umræðu um
friðarmálin, þar sem áhrif vopn-
anna eru tekin til umfjöllunar
áður en þau hafa sprungið en
ekki eftirá. Hvaða áhrif hefur
kjarnorkuvígvæðingin á lýðræðið
sem hún á að verja? Hvaða áhrif
hefur kjarnorkuvígvæðingin á
sálræna líðan fólks eða virðingu
manna fyrir mannréttindum?
Hvaða áhrif hefur kjarnorkuvíg-
væðingin á hugmyndir okkar um
gott og vont, rétt og rangt, og
hvernig samræmist hún eða
mótar það réttarfar og þann al-
þjóðarétt sem við viljum búa við?
Hvernig stendur á því að svo
virðist sem fjölmiðlar hafi meiri
áhuga á því hvernig hugsanlega
muni líta út á jörðinni eftir kjarn-
orkustyrjöld en staðreyndum
eins og þeim, þegar tæknileg mis-
tök eiga sér stað í meðhöndlun
þessara vopna?
Er ekki réttara að beina athygl-
inni frekar að því hvaða mögulegt
samfélag sé til án kjarnorku-
vopna, og hvernig það eigi að líta
út, heldur en þeirri heimsslita-
mynd sem sífellt er verið að
hamra á?
0berg vitnar í bandarísku
kvenréttindakonuna og sagn-
fræðinginn Elise Boulding sem
sagði að stærsta hindrunin í vegi
afvopnunar lægi í því að menn
gætu ekki lengur séð fyrir sér
hvernig heimur án vopna liti út.
„Og það sem menn geta ekki séð
fyrir sér verður þeim aldrei tilefni
til baráttu“.
Hin stóru verkefni í friðarstarf-
inu á næstu árum liggja ekki í því
að benda á fáránleik kjarnorku-
vopnanna og þá áhættu sem þau
hafa í för með sér eða festa sig í
þeim hryllingssýnum framtíðar-
innar sem hér hefur verið fjallað
um, heldur í því að móta og sýna
fram á aðra möguleika, mögu-
leika sem geta orðið fólki tilefni
til baráttu, segir Jan 0berg. ()|g