Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 13

Þjóðviljinn - 13.12.1983, Síða 13
Þriðjudagur 13. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 þegar hann er í okkar vítateig er spennan óbærileg. Mér líður ekki þannig þegar ég leik með, því allir leikmenn finna að þeir geta haft áhrif á leikinn. En þegar ég sit ráðalaus við hliðarlínuna og hætta er á ferðum, hugsa ég aðeins: „Komið boltanum í burtu, komið honum í burtu.“ Eini kosturinn við að sitja á vara- mannabekknum er sá að stundum áttar maður sig ekki á hve hættuleg staðan á leikvellinum er í raun og veru. Flestir byrja á að horfa á leiki sem krakkar og sitja eða standa sem næst vellinum, en þegar maður hugsar til þess, þá sést þaðan lítið annað en hné og fótleggir. Það er ómögulegt að fylgjast með skipu- lagi og leikkerfum. Þess vegna eru margir undrandi á því að fram- kvæmdastjórar skuli svo oft halda sig við hliðarlínuna. Hjá Spurs er Keith Burkinshaw ávallt þar, en þjálfarinn okkar, Peter Shreeves, er uppi á áhorfendapöllunum. En á Wembley sat Ron Greenwood oft í klefa varamannanna eða á bekkn- um hjá þjálfurunum. Þar var ég enn staddur í 2-1 sigri Englands yfir Sviss á Wembley í nóvember 1980. Það er kaldhæðn- islegt að eftir að hafa setið og horft á þessa leiki í undankeppni HM, lék ég næst með vorið eftir í 1-2 tapleiknum gegn Spánverjum. Leikurinn var góður. Spánverjar léku vel og bæði lið gátu sigrað. Ég var ánægður fyrir mína hönd, mér fannst ég leika þokkalega og skoraði markið okkar. En nú fór í hönd hræðilegt tímabil, versti kap- ítulinn í sögu enska landsliðsins. Við gátum ekki sigrað og komum knettinum ekki í netið. Slíkt kemur fyrir hjá öllum liðum. En félagslið losnar út úr því fyrr, því deilda- og bikarleikir eru leiknir mikið þéttar en landsleikir. Þá er það mikill heiður í veði að álagið á leik- mönnum landsliðsins varð enn meiri fyrir vikið. Spánverjar áttu mjög góðar skyndisóknir. Framlínan var sterk og lék af skynsemi þegar tækifæri gáfust. Þetta var heillandi leikur, líklega vegna þess að mér flaug í hug að einn góðan veðurdag léki ég kannski í sama liði og sumir Spán- verjanna og þyrfti að aðlagast þeirra leikstíl. Hver þjóð á sinn leikstíl. Það er talað um „meginlandsknatts- pyrnu“ eins og allar þjóðir handan Ermasundsins leiki nákvæmlega eins. Það er kolrangt. Vestur- Þjóðverjar leika t.d. allt öðru vísi knattspyrnu en Spánverjar. Þeir þýsku valda mikið stífar en Spán- verjarnir, og jafnvel ítalirnir, þótt það virðist einkennilegt vegna þess orðstírs sem af þeim ítölsku fer. En þeir síðarnefndu veita þér meira frjálsræði á miðjunni, meðan Vestur-Þjóðverjarnir reyna alltaf að loka þig af, á miðju vallarins sem í vítateig þeirra. Ég tel að spænski stíllinn hentaði mér vel, ef ég tæki einhvern tíma ákvörðun um að leika þar. Fyrir leik Spurs gegn Barcelona í Evr- ópukeppni bikarhafa nokkru síðar horfðum við á spænska deildaleiki af myndsegulbandi og þeir voru stórkostlegir. Varnirnar héldu sig við eigin vítateiga þannig að nóg athafnasvæði myndaðist á miðj- unni og leikurinn var hraður og jafnframt vel leikinn. Tíminn, at- hafnasvæðið og leiknin gerðu að verkum að spænska knattspyrnan virtist tilvalin. En það var ekki eins skemmtilegt að leika gegn þeim spænsku og skemmtunin var lítil hjá Ron Greenwood þegar Spánn bar sigurorð af okkur. Þegar kom að síðari leiknum við Rúmeníu var ég meiddur í lær- vöðva þannig að ég fylgdist með honum af áhorfendapöllunum, sem og leiknum gegn Brasilíu þar sem England tapaði 0-1. Allir leik- menn Spurs mættu þá á völlinn þar sem þetta var á þriðjudeginum rnilli úrslitaleikjanna tveggja gegn Manchester City í bikarkeppninni: Þar af leiðandi vorum við þrívegis á Wembley á fimm dögum svo það er engin furða að blöðin segðu að við hefðum virst vera á heimavelli í síðari úrslitaleiknum. Brasilíu- mennirnir voru undursamlegir. Það var skemmtilegt að horfa á þá leika vegna þess hve leiknir þeir voru og rólegir þegar þeir voru með knöttinn. Þeir eru frægir fyrir leiknina en mér kom á óvart hversu mikið þeir notuðu viðstöðulausar sendingar, mun meira en sjá má á myndum af heimsmeistaraliði þeirra frá 1970. í millitíðinni höfðu þeir greinilega ákveðið að mestar framfarir næðust með því að laga sig að því besta í leikaðferðum Vestur-Þjóðverja, Englendinga og Spánverja. En maður villist aldrei á brasilísku liði. Það sannar orð mín hér á undan - hver þjóð á sinn eigin leikstíl. Annað sem vakti athygli mína hjá Brasilíumönnunum var yfirsýn þeirra. Þeir voru kannski að leika á milli sín í einföldum þríhyrningum þegar tveir aðrir tóku sprett fram á við og sá sem var með knöttinn sendi alltaf á þann sem var kominn í hættulegri sóknarstöðu. Það var menntun að horfa á þá. Það er synd að þeir skuli aðeins koma einu sinni í keppnisferð til Evrópu á milli heimsmeistaramóta. Breska meistarakeppnin sem nú tók við leiddi til þess að Ron Greenwood lenti í fyrsta skipti í alvarlegum deilum við fjölmiðlana á ferli sínum sem landsliðseinvald- ur. Við byrjuðum á 0-0 jafntefli gegn Wales sem reyndist mér örla- garíkt eins og sjá má hér á eftir. Allt í einu birtust í blöðunum sögur um völd leikmanna, þar sem því var haldið fram að við veldum liðið fyrir Ron - sem var fjarri raunveru- leikanum. Við vorum spurðir álits og ég verð að segja að mér finnst að ekki hafi verið rétt jafnvægi í liðinu gegn Wales. Peter Withe var frem- sti maður og Peter Barnes útherji og það gekk einfaldlega ekki upp. En það vorum ekki við sem réðum breytingunum fyrir leikinn við Skota. Það var Ron. Það var ekk- ert persónulegt gagnvart Peter Barnes að hann var settur úr liðinu fyrir þann leik. Nokkrum okkar fannst bara að kerfið sem notað var gegn Wales hefði ekki komið að notum á réttan hátt; það var augljóst á úrslitum leiksins. Ron vissi þetta sjálfur. Ég hafði meira að segja í þessum umræðum en nokkur áttaði sig á. Ron kom til mín fyrir leikinn gegn Wales og sagðist hafa fylgst með hvernig Zico hjá Brasilíu og Tor- ocsik hjá Ungverjalandi léku frjálst fyrir aftan framlínumenn- ina. Hann bar þá saman við minn leikstíl og taldi að ég gæti skilað svipuðu hlutverki með landsliðinu. „Þú getur verið Zico Englands," var hann í raun og veru að segja. Þetta voru stórkostleg tíðindi og einstaklega uppörvandi. Ron sagði við mig að ég gæti orðið enn áhrif- ameiri í þessari stöðu ef ég fengi að leika þar um hríð til að venjast henni. Ég hafði aldrei fengið fast sæti í enska liðinu og ég hélt að þetta dygði mér til þess. En síðan gengu hlutirnir ekki upp gegn Wa- les, og ég tel að það hafi einkum verið vegna þess hvernig liðið í heild var skipað, ekki vegna þess að ég hafi brugðist. Mér fannst að hver sá sem léki í frjálsri stöðu framan við miðju- mennina þyrfti á tveimur miðherj- um að halda, í stað eins miðherja og útherja sem héldi sig alfarið á kantinum. Þannig var stillt upp til að byrja með gegn Wales og ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Stjórinn minntist aldrei á þetta við mig aftur, skýrði hvorki fyrir mér hvort hann hefði ákveðið að bíða með tilraunina eða væri alfarið hættur við hana. Eina stundina var ég skýjum ofar því ég taldi að þarna fengi ég virki- legt tækifæri til að nýta hæfileika mína sem best með landsliðinu, þá næstu var ég kominn í sama farið aftur - settur út, varamaður, inni, settur út á ný. Samt er ég fullviss um að þessi frjálsa staða hentar mér best. Jafnvel með Spurs hef ég vanalega leikið hægra megin á miðj unni, en þegar ég hef fengið að leika frjálst í miðjum leik, t.d. vegna meiðsla annarra, hef ég not- ið mín til fulls. Ég er viss um að þetta gæti ég gert með landsliðinu - bara ef ég fengi tækifæri til þess. Jólasœlgœti Hér kemur góð uppskrift af heimatiibúnu marsípan, en það þarf að búa til í tímafyrir jólin til að það nái að jafna sig eðiilega. Fyrst koma leiðbeiningar um gerð möndlumassa, sem er uppi- staðan í marsípani. Heimatilbúinn möndluntassi geymist mánuðunt saman í ís- skáp, þannig að óhætt er að búa til talsvert magn af honum. Til að massinn ofþorni ekki þarf að vefja honum innan í raka grisju og geyma í loftþéttu íláti í ís- skápnum. En uppskriftin er svona miðuð við 1 kíló af mönd- lumassa: Vz dl flórsykur 400 g sykur 450 g ftnt malaðar möndlur 1 dl appelsinusafí Stráið dálitlu af flórsykri á ofn- skúffu. Látið sykurinn og ZVi dl af vatni í þykkbotna pott og hrær- ið vel saman. Hitið að suðumarki við vægan hita og hrærið í þar til allur sykurinn er uppleystur. Látið lok á þegar suðan kemur upp og sjóðið í 2-3 mínútur. Dýf- ið bursta í kalt vatn og skafið all- an sykur niður með hliðunum ofan í pottinn. Þetta á síðan að sjóða án loks og án þess að hrært sé í pottinum, þar til réttu hita- stigi er náð, en það getið þið prófað með því að taka sýni úr pottinum með teskeið og láta innihaldið renna í bolla með köldu vatni. Nóg er soðið þegar innihaldið myndar ólöguiega kúlu, sem auðvelt er að ná í sund- ur með fingrunum. Ef þið sjóðið of lengi getið þið bætt í pottinn 1-2 ntsk af vatni og soðið dálítið áfram. Takið því næst pottinn af plötunni og hrærið möndlunum og appelsínusafanum saman við og hrærið þar til innihaldið er orðið mjúkt og fínt. Hellið í ofn- skúffuna og látið kóina, en hnoð- ið þá vel saman. Vefjið massan- um í rakan klút og geymið í loft- þéttu íláti. Hann þarf að geymast í vikutíma fyrir notkun, en þá er hann tekinn fram og látinn ná herbergishita og hnoðaður til að mýkja hann. Ef þið eigið góða kvörn til að hræra og mala í er þessi uppskrift upplögð, en hún er til muna fljót- legri og svo sem ekkert síðri á bragðið: 1 dl appelsínusafí Vz 1 möndlur 200 g sykur Látið appelsínusafann, helm- inginn af möndlununt og sykur- inn í kvöm og hrærið þar til möndlurnar eru vel malaðar. Bætið þá hinum helmingnum af möndlunum saman við og hrærið þar til þær hafa malast. Hnoðið vel saman, vefjið í rakan klút og geymið í loftþéttu íláti t ísskáp. Og þá er komið að sjálfu mars- ípaninu. Notkun marsípans er óendanieg, eins og þið þekkið. Það er hægt að hjúpa kökur með því og búa til alls konar sælgæti. Efnin, sem þið þurfið, eru þessi: 225 g möndluinassi, ekki beint úr ísskáp 2Vz dl flórsykur ÍVi tsk vatn Hnoðið saman í höndunum möndlumassann, flórsykurinn og vatnið. Það þarf að hnoða vel í 10-20 mínútur eða þar til massinn er orðinn mjög meðfærilegur. Ef þið ætlið ekki að nota marsípanið strax skuluð þið vefja því inn í rakan klút og geyma í tsskáp í loftþéttu íláti. Kryddþáttur Kaffi Coffea arabica Óhætt er að telja kaff ið til kryddjurta, þótt ekki sé það beinlínis sett i pottana svona hvunndags. Notkun kaffis er það almenn um heiminn, einkum þó í drykkjarformi, að jurtin skipar heiðurssessinn í húsum flestra eldabuskna. Talið er, að kaífijurtin eigi ræt- ur áð rekja til Eþíópíu, en þar var fyrst byrjað aö rækta hana og nota baunir hennar einhvern tfma á 13. öld. Frá Eþíópíu barst þessi drykkjarsiður síðan til írans og Arabalanda. Englendingar fengu kaffi frá Eygptalandi en ekki fyrr en undir lok 16. aldar. Nú er kaffiræktun mest í S- Ameríku og er Brasilía þar efsta land á blaði. Önnur rnikil kaffi- ræktarlönd eru Java, Jemen, Ind- land og Sri Lanka. Kaffið er eins og við allar vitum mjög bragðgott og ilmurinn eftir því og áhrifin ögn örvandi. Fé- lagslegt gildi kaffisins þarf vart að tíunda. Kaffi er einnig notað til bragðbætis í búðinga, kökur og ís. Búa má til kaffi á marga og mismunandi vegu. Það má sjóða það í potti, hella upp á, sjóða í sjálfvirkum kaffikönnum o.s.frv. Að sögn kunnugra fæst besta kaffið með því að hita rjóma, þó ekki mikið, láta útf grófmalaðar baunir og iáta standa svona um tíma. Þannig eiga baunimar að halda algerlega bragði sfnu sem annars gufar upp í vatnshitanum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.