Þjóðviljinn - 13.12.1983, Side 15
Þriðjudagur 13. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Helgi Ólafsson skrifar um skákeinvígin
RibK og Smysiov að tafli í London. Fátt getur nú komið í veg fyrir sigur Smysiovs í einvíginu enda hefur hann haft yfirburði á flestum sviðum skáklist-
annnar.
Smyslov hefur alla
þræði í hendi sér
þarf ekki nema einn vinning í þrem skákum til að tryggja
sér sigur í einvíginu við Ribli
Fótt virðist nú geta komið í veg
fyrir sigur Vasily Smyslovs í ein-
vígi hans við Zoltan Ribii. Eftir ní-
undu skák einvígisins sem leidd
var tii lykta á sunnudaginn heldur
hann enn tveggja vinninga for-
skoti og þarf ekki nema tvö jafn-
tefli til viðbótar til þess að tryggja
sér sigur. Taflmennska Riblis í ein-
víginu gefur mönnum ekki tilefni til
þess að halda að einhverrar
breytingar sé að vænta. Virðist
sem röng einvígistaktík ætli að
verða honum að falli. í stað þess
að sækjast eftir flóknum og óljós-
um stöðum hefur hann teflt upp
stöður sem Smyslov unir sér
manna best í. Þar við bætist að Ri-
bli hefur verið fádæma taugaó-
styrkur í einvíginu og hvað eftir
annað gert sig sekan um yfirsjónir
af einföldustu tegund. í dag tefla
þeirfélagar 10. einvígisskákina og
takist Ribli ekki að ná sigri má telja
sigur Smyslovs vísan.
Níunda skák þessa einvígis tók
svipaða stefnu og fimmta og sjöunda
skákin. Ribli beitti Tarrasch-
afbrigðinu með nokkrum breytingum
þó, en taflmennska Smyslovs miðað-
ist öll að því að halda áhættu niðri:
9. einvígisskák:
Hvítt: Vasily Smyslov
Svart: Zoltan Ribli
Tarrasch-vörn
1. d4 Rf6
2. e4 e6
3. Rf3 c5
4. e3
(„Með tveggja vinninga forskot fer
maður nú ekki að gefa leyfi fyrir ein-
hverri ólátabyrjun", gæti Smyslov
hafa hugsað með sér áður en hann
lék þessum leik. Benony-byrjunin
hefur um langt skeið þótt tilvalinn
þegar mikið er í húfi og það veit
Smyslov. Hann velurþví rólegri leið.).
4. .. d5
5. Rc3 Rc6
6. cxd5 exd5
(Ribli er búinn að fá sig fullsaddan af
umræðunni um stöðuna sem kemur
upp eftir 6. - Rxd5 Sjá 5. og 7. skák.).
7. Be2 cxd4
8. exd4
(Með hliðsjón af stöðunni í einvíginu
er skynsamlega að málum staðið
Smyslov reynir að fá samhverfa
stöðu með jafnteflisívafi.).
8. .. Bd6
9. Bg5 Be6
10. 0-0 h6
11. Bh4 g5!
(Nú er að duga eða drepast. Ribli
verður að fá fram flækjur.).
12. Bg3 Re4
13. Bxd6 Dxd6
14. Rd2 0-0-0
15. Hc1 Kb8
16. Rb3 Bc8
17. f3 Rxc3
18. Hxc3 b6
19. Bb5 Bb7
20. De1
(Stefnir að einföldun stöðunnar með
21. Dg3. Þrátt fyrir mikla tilburði hefur
Ribli ekki tekist að rugla Smyslóv í
ríminu. Hvítur stendur nú talsvert bet-
ur að vígi og á góðum degi hefði
Smyslov unnið stöðu sem þessa.
Það vill Ribli hinsvegar til happs að
„gamli maðurinn'' er mjög sáttur við
jafntefli.).
20. ..Re7
21. Dg3 Rf5
22. Dxd6+ Rxd6
23. Bd3 Rd4
24. Hb1
(24. Bxc4 dxc4 25. Hxc4 strandar á
25. - Ba6.)
24. .. Hhe8
25. Kf2 Ba6
26. Rc1 Bb5
27. Re2 Rd6
28. Hbc1 Bxd3
- hér bauð Ribli jafntefli sem Smyslov
þáði.
Staðan: Vasily Smyslov 5Vz - Zolt-
an Ribli 3'h.
Kasparov jók
forskot sitt
stefnir í einvígi Smyslovs og Kasparovs
Úrslit níundu einvígisskákar
Garrí Kasparovs og Viktors
Kortsnoj í Lundúnum í gærkveldi
þarsem Kasparov náði sigri taka
endanlega af öll tvímæli um úrslit
einvfgisins. Svo viröist sem
Kortsnoj hafi alls ekki náö aö
jafna sig eftir tapið í 6. einvígis-
skákinni og í síðustu skákum hef-
ur hann verið gjörsamlega ó-
þekkjanlegur frá því sem var í
fyrstu skákunum er hann tefldi af
mikilli grimmd og gaf hvergi
höggstað á sér.
í aðeins 30 leikjum tókst Kasp-
arov að yfirbuga andstæðing
sinn. Eftir örfáa leiki var hann bú-
inn að ná slíkum yfirburðatökum
á stöðunni að úrslitin gátu ekki
orðið á annan veg. Eina ferðina
enn beitti Kasparov katalónskri
byrjun, en Kortsnoj brást við á
heldur klaufalegan hátt, lenti í
miklum erfiðleikum með hrók
sinn og þegar hann skundaði
með drottningu sína á vettvang til
bjargar hróknum, flækti það mál-
in aðeins enn meira enda fór svo
að hrókurinn varð ofurseldur
riddurum Kasparovs sem dönsu-
ðu um allt borð af mikilli fimi. Þó
Kortsnoj hafi teygt skákina upp í
30 leiki var nokkru áður orðið Ijóst
um úrslit.
8. einvígisskák þeirra félaga
vartefld sl. laugardag og þá lagði
Kasparov mikla áherslu á frið-
sama lausn mála. Hann varðist
öllum atlögum Kortsnojs af ör-
yggi og jafnteflisúrslitin voru rök-
rétt afleiðing óaðfinnanlegrar
taflmennsku beggja.
Kasparov gegn Smyslov
Nú þykir sýnt að Kasparov
mæti Smyslov í næsta og um leið
síðasta áfanga áskorendakepp-
ninnar. Þó Smyslov hafi komið
rækilega á óvart á hann vart
mikla möguleika gegn pilti. Þeir
hafa teflt nokkrum sinnum og
hefur Kasparov haft í fullu tré við
hinn reynda andstæðing sinn.
8. einvígisskák:
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Garrí Kasparov
Katalónsk byrjun
1. d4 d5
2. c4 e6
3. Rf3 Rf6
4. g3 dxc4
5. Bg2 c5
6. Da4+ Bd7
7. Dxc4 Bc6
8. dxc5 Rbd7
9. Be3 Bd5
10. Da4 Bc6
11. Dc4 Bd5
12. Db4 Dc8!
(Ekki 12. - b6 13. Da4! Bxc5 14. Bxc5
bxc5 og svartur situr uppi með stakt
peð.)
13. Rc3 Bxc5
14. Bxc5 Dxc5
15. Rxd5 Rxd5
16. Dd2
(Hugsanlega var betra að leika 16.
Dxc5 Rxc5 17. Rd4 en svartur virðist
þó hafa allt á hreinu eftir 17. - Hd8.)
16. .. Hc8
17. 0-0 0-0
18. Hac1 Db6
19. Dd4 Hfd8
20. Hfd1 Dxd4
21. Rxd4 R7b6
(Svo sem oft vill verða, hefur afskap-
lega litlaus taflmennska af beggja
hálfu leitt til jafnteflislegrar stöðu.
Kortsnoj ætti e.t.v. einhverja mögu-
leika á að vinna þessa stöðu gegn sér
lakari andstæðingi, en Kasparov gef-
ur hvergi höggstað á sér og nær ör-
ugglega jöfnu.)
22. Rb3 Hxc1
23. Hxc1 Hc8
24. Hxc8 Rxc8
25. Bxd5 exd5
26. Rc5 Rd6!
(Varúð! Hættu ber að höndum. Marg-
ur hefði leikið 26. - b6 en eftir 27.
Ra6! f6 28. Rc7! Re7 29. e3! kemst
svarti kóngurinn ekki á vettvang.)
27. Kg2 Kf8
28. Kf3 Ke7
29. Kf4 f6
30. h4 g6
31. g4 b6
32. Ra6 Re4
33. f3 Rc5
34. Rc7 d4
35. Rd5+ Ke6
36. Rb4 a5
37. Rd3 Kd5
38. g5 f5
39. Kg3 Rxd3
- og hér bauð Kasparov jafntefli sem
Kortsnoj hlaut að þiggja. Peðsenda-
taflið gefur enga möguleika til áfram-
haldandi taflmennsku. Staða eftir
átta skákir: Garrí Kasparov 472- Vikt-
or Kortsnoj 372.
9. einvígisskák:
Hvitt: Garrí Kasparov
Svart: Viktor Kortsnoj
Katalónsk byjrnun
1. d4 Rf6
2. c4 e6
3. g3 d5
4. Bg2 dxc4
5. Rf3 Rbd7
6. 0-0 Hb8
(Óvæntur leikur sem gefur til kynna
að Kortsnoj hafi ekki fundið haldgott
vopn gegn katalónsku byrjuninni.
Kortsnoj hyggst koma valdi á c4-
peðið með b7 - b5, en Kasparov á
auðvelt með að fyrirbyggja þær áætl-
anir.).
7. a4 b6
8. Rfd2 e5
9. Rxc4 exd4
10. Dxd4 Bc5
11. Dd3 0-0
12. Rc3!
(Ótrúlegt en satt. Svartur á við stór-
kostlegan vanda að etja eftir þennan
leik. Hótun hvíts er 13. Rb5 a6 14.
Ra7! með yfirburðastöðu. Kortsnoj
velur leik sem leysir einn vanda en
skapar annan. Sennilega er best að
leika 12. - a6, en sá leikur hefur ekki
bein áhrif á gang mála.).
12... Bb7?!
(12. - Ba6 strandar á 13. Rb5!)
13. Bxb7 Hxb7
14. Df3! Da8?
(Ömurlegur leikur. Kortsnoj hyggst
bjóða fram drottningaruppskipti með
15. - Hbb8, en sú áætlun kemst
aldrei í framkvæmd.).
15. Bf4! a6
16. e4 Ha7
17. Rd5!
(Svarta staðan er allt að því töpuð
eftir þennan geysisterka leik. Ef nú
17. - Rxd5 18. exd5 og veikleikarnir í
stöðu svarts drottningarmegin eru
yfirþyrmandi.)
17. ,.b5?
(Ekki bætir þessi leikur úr skák.
Kortsnoj er gjörsamlega heillum horf-
inn.)
18. Ra5 bxa4
19. Hfc1 Bd4
20. Hxa4 Bxb2
21. Re7+ Kh8
22. Hc2!
abcdefgh
(Hér hefði Kortsnoj getað gefist upp!
Hann tapar skiptamun án þess aö fá
nokkrar bætur, t.d. 21. - Be5 22.
Rec6. En það er ekki gott til afspurnar
að tapa í 21. leik svo Kortsnoj heldur
baráttunni áfram um stund. Hvílík
umskipti frá fyrstu skákum einvígis-
ins. Á vissan hátt minna síðustu
skákir á viðureign Bobby Fischers og
Tigran Petrosjan í Argentínu 1971.
Petrosjan tefldi af miklu öryggi í fimm
fyrstu skákunum, en síðan gaf hann
aðeins eftir í sjöttu skák og þá missti
hann móðinn og tapaði öllum þeim
skákum sem eftir voru.)
22. .. De8
23. Hxb2 Dxe7
24. Rc6
(Og þar féll hrókurinn ólánsami.)
24. .. Dc5
25. Rxa7 Dxa7
26. e5 Rg8
27. Be3 Da8
28. Dxa8 Hxa8
29. f4 Re7
30. Hd2
- og Kortsnoj lagði niður vopnin.
Staðan eftir níu skákir:
Garrí Kasparov 57z - Viktor Korts-
noj 37j.
Næsta skák verður tefld á morgun.