Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3' höféV: Matreiðslumenn segja frá: iSmyglaðfrá Argentínu.. 'l’veir matreiðslumenn sem unnu árum saman á Hótel Sögu hafa staðfest að þann tíma sem þeir störfuðu þar hafí allan tímann ver- ið á boðstólnum smyglað nautakjöt frá Argentínu. Annar þessara matreiðslumanna staðfesti í sam- tali við Þjóðviljann í gær að þann tíma sem hann hefði verið á Sögu hefði á fjórum árum aðeins einu sinni verið keypt íslensk skinka, annars alltaf dönsk skinka. Meira að segja þegar bannað var að senda danskt svínakjöt frá Danmörku vegna þess að þar kom upp gin- og klaufaveiki hafi verið dönsk skinka á boðstólnum víða hér á landi. Þessi sami matreiðslumaður sagðist hafa verið kallaður til við- ræðna við rannsóknarlögregluna nú nýverið og hefði hann sagt þar frá öllu sem hann vissi í málinu. Honum var þá sagt að málið sem hann væri að tala um væri orðið of gamalt. Sagðist hann þá hafa greint frá því að hann hafi farið nú í haust til yfirmatreiðslumannsins á Hótel Sögu og boðið honum íslenskt nautakjöt sem bóndi einn bað hann að selja fyrir sig, þar sem ógerlegt er fyrir bændur um þessar mundir að selja nautakjöt og eru í landinu 4ra mánaða birgðir. Á Sögu var honum svarað til að þeir myndu ekkert íslenskt kjöt kaupa á þessu hausti þar sem framboð af argent- ínsku kjöti væri svo mikið. Mat- reiðslumaðurinn sem Þjóðviljinn ræddi við í gær vildi ekki að svo • komnu máli láta nafns síns getið. „Hitt máttu vita, að ef rannsóknarlögreglan og önnur við- komandi yfirvöld gera ekkert í þessu máli eins og ég hef á tilfinn- ingunni eftir að hafa rætt við rannsóknarlögregluna, þá mun ég koma fram opinberlega hvenær sem þess verður óskað, og það eru fleiri menn en ég sem gerþekkja málið, sem eru tilbúnir til að vitna með mér'Vsagði hann að lokum við Þjóðviljann. _ S.dór Aldrei heyrt á þetta minnst - Ég hef aldrei heyrt minnst á þetta mál fyrr en í Þjóðviljanum í morgun, sagði Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna við Þjóðviljann í gær. - Það hefur alrei verið erlent nautakjöt á boðstólum á Hótel Sögu, sagði Konráð Guðmundsson hótelstjóri Hótel Sögu en hann er hættur yfirstjórn veitingareksturs- ins sjálfs fyrir u.þ.b. ári. „Eina sem mér er minisstætt í sambandi við svona eru skammirnar frá viðskipt- „Ég hef ekkert fengið um þetta mál frá Framleiðsluráði og vissi ekkert um það fyrr en ég sá það í Þjóðviljanum“, sagði Jón Helgason landbúnaðar- og dómsmálaráð- herra í viðtali við Þjv. í gær. „Þeir hafa rætt við mig frá Fram- leiðsluráði um almennt eftirlit á þessu, en það er Tollgæslan sem sér um þetta og ég veit að hún gerir það öðru hvoru“. avinum fyrir að fá ekki nautakjöt", sagði hann. „Það var hörgull á nautakjöti og ég held að svo sé enn þann dag í dag“, sagði Konráð enn fremur. „Við höfum ekki frekar áhyggj- ur af þessu nú en undanfarin ár“, sagði Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda. „Það er Framleiðsluráð landbúnaðarins sem óskaði eftir því í september með bréfi til landbúnaðarráðherra sem einnig er dómsmálaráðherra Ætlar þú að láta kanna þetta mál sérstaklega? „Tollgæslan hlýtur að gera það. Ég veit ekki um neitt einstakt mál. Einsog ég segi, menn eru að henda þessu á milli sín svona og ég hef rætt það við Tollgæsluna almennt. Að öðru leyti veit ég ekkert um hvað er verið að tala þarna“. Það hefur engin beiðni komið frá að kannað yrði hvort orðrómur um smygl ætti við rök að styðjast. Við höfum alltaf haft áhuga á að þetta mál yrði kannað og komið í veg fyrir hugsanlegt smygl“. „Þið eigið ekki að vera að dylgja svona einsog þið gerið í dagblaði, heldur eigið þið að tilkynna lögreglunni ef þið komist að einhverju misjöfnu", sagði Ingi Tryggvason formaður Stéttarsambands bænda. Emil Guðmundsson hótelstjori sagði að sér hefði aldrei boðist er- lent kjöt, hvorki nautakjöti né skinka. „Það hafa aldrei neinir sölumenn komið til mín, enda myndi ég vísa þeim beint út“, sagði Emil Guðmundsson hótelstjóri. En Hótel Loftleiðir hafa sent frá sér fréttatilkynningu þarsem frétt Þjóðviljans er flokkuð undir „mis- heppnaða gamansemi í skammdeg- inu“. -og ykkur um að kanna þetta sérstak- lega? „Nei, ég hef ekki gert það. „Vit- anlega er þetta mikið hagsmunamál fyrir landbúnaðinn og þess vegna hef ég spurt Tollgæs- luna um þetta fyrir löngu síðan. Ég veit að þeir hafa skoðað þetta og það kom ekkert út úr því“, sagði Jón Helgason dóms- og landbún- aðarráðherra að lokum. -Ig. Frétt frá Hótel Loftleiðum: íslenska nautakjötið bragðast vel Að gefnu tilefni skal tekið fram, að á Hótel Loftleiðum er jafnan hægt að fá fyrsta flokks íslenskt nautakjöt. Kjötið er unnið sam- kvæmt stöngustu kröfum mat- reiðslumeistara hótelsins og hefur hlotið lof jafnt innlendra sem er- lendra sælkera. Hins vegar ganga þeir bónleiðir til búðar, sem telja sig geta fengið erlent nautakjöt í veitingasölum Hótels Loftleiða. Þar er ekki og hefur ekki verið selt erlend kjöt. Frétt Þjóðviljans miðvikudaginn 14. desember þess efnis, að Hótel Loftleiðir hafi haft erlent nautakjöt á boðstólum er al- röng og hlýtur að flokkast undir misheppnaða gamansemi í skamm- deginu. Til fróðleiks skal þess getið, að það sem af er þessu ári hafa Flug- leiðahótelin keypt 47 tonn af unnu íslensku nautakjöti fyrir nær 7 milj- ónir króna, auk annarra landbún- aðarafurða. Af hálfu hótelsins hef- ur jfanan verið lögð rík áhersla á að kynna það besta í íslenskri mat- vöruframleiðslu, enda stór hluti gesta útlendingar. En fréttir um smyglað kjöt á Hótel Loftleiðum og kærur þar að lútandi eru úr lausu lofti gripnar". Jón Helgason landbúnaðarráðherra Ekkert fengið frá Framleiðsluráði Rétt hjá Þjoð- viljanum - Það var kominn tími til að vekja athygli á þessu smygli - og frétt Þjóðviljans er alveg rétt nema að einu leyti, sagði maður sem hringdi í Þjóðviljann í gær og kvaðst gjörkunnugur þessum við- skiptum. - Ég held að Hótel Loftleiðir hafi ekki verið í þessum viðskiptum en það er hárrétt með Sögu og mörg fleiri veitingahús, sagði mað- urinn. Sagði hann að merkilegast væri í þessu máli hve auðvelt væri að halda þessum viðskiptum utan við alla pappíra, því hér væri um gífur- j lega fjármuni að ræða. — óg Þórir Oddsson Rannsóknarlög- reglu ríkisins iBeiðni borist Framhaldið óljóst - Það er rétt að okkur hefur bor- ist beiðni um athugun á hugsanlegu smygli, en beiðnin er mjög almenns eðlis, sagði Þórir Oddsson varar- annsóknarlögreglustjóri í viðtali við Þjóðviljann i gær. - Ég hef framkvæmt byrjunarkönnun í mál- inu en framhaldið er mjög óljóst, sagði Þórir Oddsson. Ekki er ólíklegt að þegar frum- rannsókn er lokið, muni Rannsóknarlögreglan senda málið til ríkissaksóknara, sem er faglegt yfirvald rannsóknarlögreglunnar. Ríkissaksóknari ákveður í slíkum tilvikum hvort og þá á hvaða atriði máls rannsókn á að beinast. En ! Þórir vildi ekkert tjá sig um fram- gang þessa máls. -óg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.