Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlNNTimmtudagur 15. desember 1983 Rauður: þríhymingur Apn =Viðvömn Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? ilas™ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir Halldór Þorsteinsson Stóragerði 34, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. des- ember kl. 10.30. Rut Guðmundsdóttir, Sigurður R. Halldórsson Kristín Sigurbjörnsdóttir. Birgir Halldórsson Sigríður Auðunsdóttir. VÆNGJA- SLATWR f ÞAKRENNUM. Sagan sem þú hefur beðið eítir án þess að vita aí því. Hún er engri annarri sögu lík. Sagan gerist í Reykjavík, en gœti samt gerst hvar sem er á landinu, jaínvel hnettinum. í Vœngjaslœtti í þakrennum eru sköpunarviljinn og líísgleóin á fullri íerð. Starri í Garði skrifar_ Peningana eða lífið Allir kannast við þessa upphróp- un, vita hvað hún merkir. Menn sjá þá gjarnan fyrir sér ósvikinn byssu- bófa sem otar skammbyssu að veg- faranda, sem á þá ekki annarra kosta völ en seilast ofan í vasann eftir veskinu sínu og afhenda það byssumanni. Þetta þykir fremur gróf og villimannleg aðferð til að græða fé, og kalla menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Margt er látið óátalið í þeim sökum, svo sem vænta má í þjóðfélagi kapítal- ismans, sem telur gróðafíknina hina einu og sönnu dyggð, hina einu og sönnu driffjöður fram- kvæmda og framfara. Hinn dæmig- erði byssubófi framkvæmir sína hótun undir fjögur augu. En hafa menn veitt því athygli að hér notar ein opinber stofnun, Ríkisútvarpið nær daglega til að koma á framfæri nákvæmlega sömu hótun við vipskipta-„vini“ sína, þ.e.: Pening- ana eða lífið. Sá er munur á, að vel má trúa byssubófanum til að láta sitt fórn- arlamb í friði fara eigi það enga peninga þegar á reynir. Stofnunin sem ég nefndi framkvæmir sína hótun hinsvegar fyrst og fremst við hinn peningasnauða. Og það er ekki stofnunum að þakka þó góð- samir nágrannar eða venzlafólk komi í veg fyrir stórslys eða jafnvel dauða, sem hlotizt getur af þessu athæfi. Sú stofnun sem ég á hér við er Rafmagnsveitur ríkisins. Hver er sá sem ekki hefir heyrt eftirfar- andi tilkynningu í útvarpinu: Þeir sem eiga gjaldfallna rafmagns- reikninga eru vinsamlegast hvattir til að gera skil nú þegar. Lokanir eru að hefjast. Lokunargjald er kr. 710.-. Rafmagnsveitur ríkisins. Þorgrímur Starri Björgvinsson: Það er skýiaus krafa til forráða- manna Rafmagnsveitu ríkisins að þeir temji sér mannasiði í sam- skiptum við fólkið í landinu. Á raforkureikningnum sem við hér um slóðir fáum sex sinnum á ári stendur þessi klausa: Vinsamlega greiðið reikninginn fyrir eindaga í næsta banka, sparisjóði eða póst- húsi annars má búast við lokun. Ja, sér er nú hver vinsemdin. Lokun rafmagns hefir auðvitað misjafnlega alvarlegar afleiðingar fyrir hina fjölmörgu raforkukaup- endur. En tökum dæmi af heimili utan hitaveitusvæða, en þau eru mörg í landinu. Sé rafmagn tekið af hús- inu um lengri tíma verður þar ekki hitað upp, þar verður ekki eldaður matur, ekki tendrað ljós, í mörgum tilfellum ekkert neyzluvatn, matar- forði í frystigeymslum gerður ónýt- ur. Sé þetta um hávetur verður að hleypa vatni af hitakerfi. Ef í fjöl- skyldunni eru ung börn, sjúklingar eða lasburða gamalmenni og kald- ur vetur gnauðar utandyra, þá fer að skiljast hvað hin dólgslega hót- un, hvað þá framkvæmd hennar, merkir. Líkingin við byssubófann stenzt, nema hvað aðferð hans kynni að reynast mannúðlegri kunni hann með byssu að fara. Sem sagt: Þessi innheimtuaðferð Rafmagnsveitu- manna er siðleysi, sem því betur á sér tæpast hliðstæðu í viðskiptum yfirleitt. Það eru ýmsar leiðir færar til að tryggja að Rafmagnsveiturnar fái sitt, sem fallið gætu að háttum sið- aðra mann. Ekkert er eðlilegra nú, en að ýmsa reki upp á sker varð- andi greiðslu hinna svimháu raf- orkureikninga á réttum gjalddaga. Eða hvernig á annað að vera, þegar kaup fyrirvinnu heimilisins hefir verið bundið fast um fleiri mánaða skeið, en Rafmagnsveiturnar sem og allir aðrir en launþeginn fá að hækka sína taxta oft og mikið þessa sömu mánuði? Þeim sem stjórna innheimtu þessa fyrirtækis skal ennfremur bent á, að það er fólkið í landinu sem á og hefir byggt raforkuverin í landinu sér til hagsbóta, en ekki til að gefa útlendum auðhringum ork- una. Það er skýlaus krafa til þess- ara sömu manna, að þeir sjái að sér og temji sér framvegis lágmarks mannasiði í þessum efnum. 7.12. 1983. Starri í Garði. Ein af myndunumúr bókinni: Kröfuganga kommúnista í Bankastræti 1. maí 1935. Á einu kröfuspjaldinu má greina vígorðið: Oreigar ailra landa sameinist. s A tímum Mðar og óMðar 1924-1945 Heimildaljósmyndir Skafta Guðjónssonar Út er komin hjá bókaútgáfunni Hagal glæsileg Ijósmyndabók með heimildaljósmyndum Skafta Guð- jónssonar frá árunum 1924-1945. Nefnist hún „Á tímum friðar og ó- friðar 1924-1945“ og eru í henni hátt í 200 gamlar Ijósmyndir. Formáli og ítarlegir myndatextar eru eftir Guðjón Friðriksson blaðamann en Hafsteinn Guðmundsson sá um út- lit bókarinnar. Sérstaklega er vandað til prentunar myndanna. Skafti Guðjónsson (1902-1971) var bókbindari að mennt og starfí en byrjaði snemma að taka Ijós- myndir af merkum atburðum og bæjarbragnum í Reykjavík og víðar. Oft á tíðum starfaði hann eins og þaulvanur blaðaljósmynd- ari og er því safn hans ákaflega merkileg heimild um tímabilið 1924-1945. í bókinni birtist úrval úr myndum Skafta frá þessu tímabili og er hún skemmtileg upprifjun fyrir þá sem muna þessi ár og fróðleg fyrir þá sem yngri eru. Kaflaheiti bókarinnar „Á tímum friðar og ófriðar 1924-1945“ eru þessi og gefa þau nokkra hugmynd um innihald hennar: Alþingishá- tíðin, Bæjarbragur í Reykjavík, Flug- veíár og loftför, tákn hins nýja tíma, Viðburðir í bæjarlífinu, Stjórnmál og stéttaátök, Ófriður nálgast, Hernámið, íslendingar og stríðið og Stofnun lýðveldis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.