Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 15. desember 1983 ÞJÖÐVÍLJINN - SÍÐA 13 Fjármálaráðherra svarafár um sjúklingaskattinn Hvemig eiga menn að sanna fátækt sína? Spyrjið Matthías Bjarnasonsagði Albert „Ríkisstjórnin hefur fundið nýjan skattstofn, það er þá sem eru veikir á spítölum“, sagði Svavar Gestsson m.a. í umræðum á Alþingi í fyrrakvöld um þá fyrirætl- an stjórnarliða að láta sjúklinga greiða fyrir hluta kostnaðar í sjúkrahúslegu. „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur af örlæti sínu fundið upp nýjan skattstofn rétt fyrir jólahátíðina þegar himins opnast hlið samkvæmt þeim textum sem menn leggja út af einmitt þessa dagana. Og sá maður sem lengst hefur gengið í því að skreyta sig á torgum og gatnamótum sem vinur smælingjanna ætlar nú að leggja skatt á þá sjúku í þjóðfélaginu“. Svavar Gestsson spurði hvort það leyfðist að inna fjármálaráð- herra og heilbrigðisráðherra eftir því hvernig ætti að útfæra þennan skatt í smáatriðum: Á að rukka fólkið þegar það er lagt inn á spítal- ann? Á að segja við þann mann sem lagður er inn á spítala; Hefur þú efni á að liggja hér í tíu daga eða lengur? Verða menn rukkaðir í upphafi 10.11.12. 31. ogtilogmeð 21. dags um 300 kr. dag hvern þeg- ar þeir fá morgunverðinn? Er ætl- unin að rukka um skattinn þegar meðferðinni er lokið, og halda mönnum inni ef þeir ekki greiða umyrðalaust og refjalaust? „Það er ekki mikil virðing fyrir einstakl- ingsfrelsinu þegar menn ganga svo langt í skattheimtugræðgi að ráðast á fólk sem liggur sjúkt og sumt' ósjálfbjarga á spítölum. Eg hélt það gæti ekki gerst, jafnvel ekki undir ríkisstjórn íhalds og fram- sóknar, að menn legðu upp með svona andstyggð eins og þessar hugmyndir eru.“ Svavar benti einnig á að það yrði lögbrot, brot á lögum um almanna- tryggingar, ef reynt væri að hefja innheimtu þessa sjúklingaskatts frá og með 1. janúar. Hinir ríku eiga að borga Svörin hjá Albert Guðmunds- syni fjármálaráðherra voru rýr í roðinu. Hann kvað áróðursræðu formanns Alþýðubandalagsins hafa verið skemmtilega, en fólkið hefði hafnað Alþýðubandalaginu og formanni þess. Bognu bökin í þjóðfélaginu ættu enga vini í Al- þýðubandalaginu og ætlun Sjálf- stæðisflokksins væri að þeir sem hefðu efnu á borguðu matarpen- inga á spítölum meðan að þeir eru á fullum launum og eftir að þeir væru komnir á bataveg. Láglaunafólk ætti ekki að borga, en það væru hinir ríku sem ættu að borga, og það væru þeir sem Alþýðubanda- lagið væri að verja. Hvernig á að sanna á sig fátækt? Kjartani Jóhannssyni fannst svarið um sjúkraskattinn heldur billegt hjá fjármálaráðherra: „Ja, það eru bara þeir ríku sem eiga að borga, sagði ráðherrann, en hann svaraði ekki einu orði hvernig ætti að innheimta þennan skatt, hvern- ig ætti að framkvæma þessa gjald- töku, sem Svavar Gestsson leitaði þó ítrekað eftir svörum við. En ég vil þá spyrja líka í framhaldi af svörum ráðherrans. Þegar hann talar um það að einungis þeir ríku eigi að borga, hverjir eru þessir ríku? Og hvernig eiga menn að sanna fátækt sína á spítölum þegar þessi gjaldtaka á að fara fram? Eiga menn kannski að fara að ganga með skattframtalið sitt á sér? Eða eiga menn að niðurlægja sig með því að biðja um undan- þágu?“ Kommúnistar, kommúnistar Svavar Gestsson og Kjartan Jó- hannsson voru sammála um að sjúklingaskatturinn væri ólíðandi og stórhættulegur. Albert fjár- máiaráðherra kom aftur upp og svaraði engri spurningu. Hinsvegar hélt hann áfram að lýsa Alþýðu- bandalaginu. Hann sagði að Svav- ar Gestsson hefði endað skæting sinn á því að spyrja hvaða einstak- lingar fái að vera í friði fyrir ríkis- stjórninni. Síðan sagði hann: „Ein- hverju lýðfrjálsasta landi sem til er og spursmál hvort kommúnistar eiga heima í slíku landi“. ( Frammíkall Sv. G. : Svo já). „Það er útaf fyrir sig ekkert spursmál, þeir eiga ekkert heima í slíku landi“, sagði Albert. Matthíasi að kenna Um sjúkragjaldið sagði Albert að Matthías Bjarnason heilbrigðis- ráðherra yrði sjálfur að svara því hvernig hann ætlaði að innheimta sjúkragjaldið. Það væri ekki rétt að fjármálaráðherra legði þennan skatt á eða hefði fundið hann upp. Ertu að kenna Matthíasi um og koma skiridinniiyfir á hann? var þá spurt í salnum. Eg er ekki að kenna neinum um, sagði Albert, en ríkis- stjórnin hefur þá stefnu að skera niður útgjöld til heilbrigðismála, og þetta er ein af-hugmyndum sem fram hafa komið í því sambandi. - ekh Söfríun fyrir skóla- börn í El Salvador El Salvador-nefndin á íslandi hefur ákveðið að standa fyrir söfn- un til skólabarna á frelsuðu svæð- unum í El Salvador og verður öllu því fé sem safnast varið til kaupa á bókum og ritföngum til að hjálpa þeim að læra að lesa og skrifa. Hef- ur nefndin snúið sér sérstaklega til kennara hér á landi í þessu skyni og hafa stjórnir Kennarasambands ís- lands og Hins ísl. kennarafélags ákveðið að styðja söfnunina með fjárframlögum til að standa straum af kostnaði vegna hennar. Trúnaðarmönnum kennara í öllum skólum hefur verið sent bréf til að vekja athygli á söfnuninni og einnig bæklingur frá heildarsam- tökum kennara í E1 Salvador. Hann kostar 40 krónur og rennur söluverð hans óskipt í söfnunina. í fyrsta skipti gefst nú börnum fátækra bænda og verkamanna kostur á að ganga í skóla á þeim svæðum sem Þjóðfrelsisfylkingin FMLN ræður yfir, svonefndum frelsuðum svæðum. Þau eru nú um 1/4 hluti landsins. Chalatenango og Morazan, sem eru stærst og liggja að landamærum Honduras, hafa verið sá hluti landsins þar sem fá- Kreditkortamálið: Ekkert Eins og Þjóðviljinn greindi frá í gær héldu forráðamenn Visa Island og Kreditkorta sf. með sér fund þar sem samkomulag náðist í deilu þessara aðila um notkun á þrykki- vélunum svokölluðu. Sameiginleg tilkynning þessara aðila hljóðar svo: Vegna frétta í einu dagblaðanna undanfarna daga um svokallað kreditkortastríð - milli Eurocard á íslandi - Krcditkorta sf. og Visa Islands vilja stjórnir fyrirtækjanna koma eftirfarandi á framfæri. Ekki er um neitt stríð að ræða milli fyrirtækjanna - en vegna mis- Það er fyrst nú sem meirihluti barna í El Salvador hefur möguleika á skólagöngu. tækt var mest og jörð ófrjósömust. Þar hefur nú tekist að byggja upp samfélög, þar sem alþýða manna hefur sjálf kosið sína fulltrúa í svæðisstjórnir. Þær eru skipaðar 5 fulltrúum, sem skipuleggja mat- vælaframleiðsluna, kennsíu jafnt fyrir fullorðna sem börn, heilsu- gæslu og ráðgjöf um holla fæðu, en stríð! taka við merkingu nokkurra véla sem notaðar eru til áritunar úttekt- arseðla - kom upp misskilningur sem nú hefur verið leiðréttur. Eðlileg samvinna mun verða á milli fyrirtækjanna til hagræðingar fyrir alla viðskiptaaðila - enda hafði þegar orðið um þetta atriði, sem og önnur, fullt samkomulag, þegar fyrrgreindur misskilningur kom upp. Reykjavík, 14. desember 1983, Haraldur Haraldsson stjórnarformaður Kreditkorta sf. Jóhann Ágústsson stjórnarformaður Visa tsland. næringarskortur hefur verið mjög alvarlegt vandamál meðal barna sérstaklega, kennslu í sjálfsvörn og veitt er lögfræðiráðgjöf. Auk þess hefur verið lögð mikil rækt við þá alþýðumenningu, sem á sér alda- gamla hefð, meðal Indíánanna, af- komenda Maya. Þetta uppbyggingarstarf hefur þegar skilað gífurlegum árangri. Þeim 250.000 íbúum, sem búa á frelsuðu svæðunum, gefst nú í fyrsta sinn kostur á grundvallar- mannréttindum, sem talin eru sjálfsögð. Það er mikill skortur á öllum tækjabúnaði og aðstoð varðandi matvælaframleiðslu, læknisþjón- ustu og kennslugögn. Þrátt fyrir yfirvofandi innrás ógnarstjórnar E1 Salvador með að- stoð herja Guatemala og Hondur- as inn á frelsuðu svæðin, eru börnin þar full af trúnaði og bjartsýni um betri framtíð. Stefnt er að því að senda það fé sem safnast út um miðjan janúar. Söfnunarfé er hægt að leggja inn íöllum bönkum: Bankareikningur- inn er: 303^25-59957, og þarf að merkja þetta: Jólagjöf til skóla- barna á frelsuðu svæðunum. Lilja Árnadóttir tendrar Ijós á jólatré frá gamalli tíð. Með henni á mynd- inni eru þau Margrét Gísladóttir og Árni Björnsson sem unnið hafa að uppsetningu sýningarinnar ásamt Lilju og Halldóru Ásgeirsdóttur. - Ljósm.: - eik. Sýning í Þjóðminjasafninu: Bændajól og Borgarjól Þjóðminjasafnið opnar í dag sýn- ingu á munum frá gamalli tíð sem tengjast jólahaldi. Hér er um að ræða jólaskraut eins og það leit út hér á árum áður, heimagerð jólatré og myndir af jólasveinum. Auk þess liggja fyrir gamlar heimildir um jólasveina sem Árni Björnsson þjóðháttafræðingur hefur tekið saman. Sýning þessi ber yfirskrift- ina Bændajól og Borgarjól og spannar hún yfír alllangt tímabil sem m.a. nær til þeirra stór- breytinga sem urðu á jólahaldi frá því sem var á sveitabæjum og til þess sem flestir þekkja nú. Sýningin opnar k. 20.30 í kvöld með erindi sem Árni Björnsson mun flytja. Hann gerir þar grein fyrir jólasiðum íslenskum og kem- ur m.a. inná breytingar manna á afstöðu sinni til jólasveina, en ekki er langt síðan jólasveinar voru litn- ir hornauga af þorra landsmanna og taldir komnir frá hinum verri öflum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík sýning er opnuð hér á landi, en auk Árna hafa staðið að undirbún- ingi hennar þær Lilja Árnadóttir, Margrét Gísladóttir og Halldóra Ásgeirsdóttir. Það kom fram í spjalli við aðstandendur sýningar- innar að ótrúlega lítið liggur fyrir af munum tengdum jólunum og virt- ist sem fólk gerði sér ekki alltaf grein fyrir heimildargildi gamalla muna sem dregnir voru fram þá er jólin nálguðust. M.a. þess sem verður á sýningu eru jólatré sem búin voru til á síðustu öld. Efnivið- urinn í jólatrjám var margvíslegrar gerðar. Var gjarnan notað lyng t.d. krækiberjalyng eða sortulyng við gerð jólatrjáa. Það eru ekki nema 50 ár síðan fyrstu jólatrén komu hingað til lands erlendis frá. - hól

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.