Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 15
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 RUV 1 lesendum Fimmtudagur 15. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Róbert Sigurðsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Tritlað við tjörnina" eftir Rúnu Gfsladóttur Höfundur les (8). 9.20 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Fomstugr. dagbl. (útdr.). 11.00 „Ég man þá tíð“ Lóg frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 A jólaföstu Umsjón: Ágústa Bjömsdótt- ir. 12.00 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.20 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Síðddegistónleikar Jacqueline du Pré og Stephen Bishop leika Sellósónötu í A-dúr op. 69 eftir Ludwig van Beethoven / George Pieterson og Hepzibah Menuhin leika Klar- inettusónötu nr. 2 í Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. 17.10 Síðdegisvaka. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. Tónleikar. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Jórunn Sig- urðardóttir. 20.30 Dagskrá um skáldið og baráttumann- inn Björnstjerne Björnson Umsjón: Úlfar Bragason. Lesari með honum: Vigdís Grimsdóttir. (Áður útv. 25. desember 1982). 21.30 Samleikur í útvarpssal Laufey Sigurð- ardóttir og Jórunn Viðar leika á fiðlu og píanó „Þjóðlífsþætti" eftir Jórunni Viðar. (Frum- flutningur). 21.50 „Jólaferð norður" eftir Jón frá Pálm- holti Höfundur les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 í beinu sambandi milli landshluta Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjórna umræðuþætti í beinni útsendingu frá tveim stöðum á landinu. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. RUV 2 Rás 2 er útvarpað á FM-bylgju, 99,9 mhz, mánudaga-föstudaga kl. 10-12 og 14-18 fyrst um sinn. Meðan dagskráin ei á tilraunastigi verður hún ekkLgefin út fyrirfram. Jórunn Sigurðardóttir heiisar upp á unga fólkið kl. 20.00 í kvöld í þættinum „Haiió krakkar“. Skáldið og baráttumaðurmn Björnstjerna Björnsson nefnist dagskrárliður sem endurfluttur er í útvarpi í kvöld. Úlfur Braga- son kynnir norska skáidið og lýsir ferli hans og verkum. Lesari með Úlfi er Vi'gdís Grímsdóttir. Kannski er þessi að leggja í ,jólaferð norður“? Útvarp kl. 21.50 Jólaferð norður í kvöld flytur Jón frá Pálmholti frumsamda frásögn, sem hann nefnir „Jólaferð norður“. Leiðin liggur frá Reykjavík til Akur- eyrar og farartækið er einn af hin- um ágætu Norðurleiðarbflum. Dagurinn er stuttur um þetta leyti árs, lengstaf leiðarinnarekið í myrkri. Bíllinn er eins og ein- angraður heimur líkt og skip á rúmsjó eða geimfar. Undir svona kringumstæðum finna farþegar e.t.v. til nokkurs einmanaleika, því nú tíðkast ekki lengur að syngja í bílum, það er komið úr móð og bflarnir auk þess orðnir of stórir til þess að samsöngur geti farið sæmilega úr munni. En þarna blandast ýmis atvik saman þótt engin stórtíðindi gerist. Þetta er bara venjulegt ferðalag. Einn gumar af ríkidæmi sínu. Aðrir hafa af minnu að státa. Menn velta ýmsu fyrir sér undir svona kringumstæðum og á það er drepið. Og svo er komið á leiðarenda. Þetta samfélag, sem verið hefur við líði í eitt dægur, leysist upp og hver heldur í sína áttina. Sjást kannski aldrei meir. -mhg. svo m.a.: Akureyrarútvarp ... að dómurinn telji „að birt- ing ofangreinds les- og myndefnis sem heild varði við lagagreinina, enda verður birting þessa efnis hvorki talin framlag til málefna- legrar umræðu um trúmál né heldur talin hafa listrænt giidi“. Nú vil ég spyrja: Hver er sá, sem telur sig bæran að dæma um það hvað hafi „listrænt“ gildi? Ætli það sé ekki svo margt sinnið sem skinnið í. þeim efnum? Útvarpshlustandi skrifar: Mér fínnst ástæða til þess að láta í Ijós ánægju mína með Akur- eyrarútvarpið. Síðan það tólk til starfa hefur það flutt hvert efnið öðru betra. Þar vil ég nefna: Þátt Einars frá Hermundar- felli, „Mér eru fornu minnin kær“. Kvöldgestina hans Jónas- ar, Kotru Signýjar Pálsdóttur, Sveitalínuna Hildu Torfadóttur, hinn nýja þátt Við aldahvarf, Á bökkum Laxár með Jóhönnu í Árnesi, Ljáðu mér eyra, Við Pollinn, Þætti úr sögu Akureyrar og er þó æði margt ónefnt. Mér er sagt að Akureyrarút- varpið búi við ófullkomið hús- næði en þetta hefur því samt tek- ist. Er ekki að efa að Jónas Jónas- son er réttur maður á réttum stað og hann kann vel að velja sér samstarfsmenn. Það er svo skemmtilegt til þess að vita að þarna heldur um stjórnvölinn sonur fyrsta útvarpsstjórans á ís- landi. Á jólaföstu Skagfírðingur sendir okkur eftirfarandi vísur og þarfnast þær ekki skýringa: Upp er hér komin erfið staða, æðrast nú kaupmanna lundin. Samkeppnin orðin að eyðandi skaða því upp reis verslun við Sundin. Spón úr aski sínum syrgja - sú var byggð í flœðarmáli fljótt þann verður brunn að byrgja þótt beita þurfi eitri og stáli. En borgarstjórinn brögðin kann og bœtti úr fyrr en varði. Innsiglað því hefur hann hlið að Miklagarði. Jónas kann vel að velja sér sam- starfsmenn. Hver er bær...? Selfyssingur hringdi: Úlfar Þormóðsson ritstjóri Spegilsins hefur nú, af þremur réttlátum, verið dæmdur fyrir guðlast. I dómsforsendum segir Hlýtur ekki hver og einn að dæma sjálfur um það hvað hann telur hafa listrænt gildi og hvað ekki? Hér er um svo afstætt hug- tak að ræða að ég sé ekki að það sé á valdi eins né neins að ákveða hvað hafi „listrænt" gildi. Einn telur það list, sem annar telur af- káraskap. Dómar verða ekki byggðir á slíkum sandi. skák Karpov aö tafll - 251 Paö er oft talað um það að þegar sterkir skákmenn eigist við komi hinar svokölluðu glæsifléttur aldrei fram á yfir- borðið, þær fyrirfinnist aðeins I huga skákmeistaranna. Hér kemur eitt dæmi um þetta atriði frá IBM-skákmótinu í Am- sterdam 1981: Karpov - Miles Miles á leik og fjölmargir áhorfendur bjuggust við hinum nærtæka 29 - Bxg2. Miles er þekktur fyrir útsjónarsemi sína í erfiðum stöðum og eftir alllanga um- hugsun lók hann leik sem olli vonbrigð- um... 29... h6 (Hvers vegna ekki 29. - Bxg2 sem hótar 30.-Hh1 + og31.-Hh3+ogdrottningin fellur. Miles leist ekki á hina gullfallegu leið sem Karpov var búinn að sjá löngu áður: 30. Dh6+!! Kxh6 31. Bf8 mát. 30. - Kg8 dugar skammt vegna 31. Df8 mát.). 30. f3 Bxg2 31. Bc5 Hb8 32. d5! Df6 33. Hh5! (Glæsilega teflt. Ef 33. - gxh5 þá 34. Bd4 og drottningin fellur.). 33. .. Kg8 36. Dxh6 Dxe5 34. Bd4 Dd6 37. Hxe5 Hxe5 35. Be5 He8 38. d6 - og Miles gafst upp þrem leikjum síðar. bridge Chip Martel og Lew Stansby, heimsmeistarar í tvímenning eru um margt afar áhugavert par. Ekki bara fyrir útlitsmuninn (annar eins og símamastur og hinn einsog venjulegur girðingar- staur) heldur einnig „móralskt“ séð. Hér er spil með þeim frá USA- meistaramótinu í sveitakeppni 1983 (Grand National Team), þarsem reynir mikið á makkersskapinn: D6432 Á9 8 ÁD106 ÁG10875 G10 K103 ÁG7 K985 432 3 KD642 K875 D96542 G7 9 Martel og Stansby sátu A/V og sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 lauf Pass Pass Dobl (1)Redo(2)Pass Pass Pass(3) Útskýringar: (1) Enginn stelur frá mér (2) Hef þig... (3) Ég stend og fell með ákvörðun minni... Þegar Martel passaði yfir redoblinu sýndi Stansby „alert“ kortið (viðvörun) °g aðspurður skrifaði hann á útskýring- arseðilinn: Félagi minn hefði passað 2 lauf dobluð (sekt), mjög kurteis. Eftir spil- ið þegar Noröur skrifaði 1510 voru allir mjög kurteisir. Tikkanen í Bandaríkjunum hafa menn haft þá fyrirhyggju að kvik- mynda þriðju heimsstyrjöldina fyrirfram. Gœtum tungunnar Sagt var: Hann fékk mann til hreingerningu hússins. Rétt væri: ... til hreingerningar hússins. Betra væri þó: Hann fékk mann til að gera húsið hreint.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.