Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.12.1983, Blaðsíða 16
DlOBVIUINlA Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími Fimmtudagur 15. desember 1983 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 „Sjúklingaskattur“ á sœngurkonur allt að H3 af fœðingarorlofi Auðvitað eiga þær að borga Þessar hamingjusömu mæður á Fæðingarheimilinu sem ljósmyndari 1‘jóðviljans sótti heim í gær, geta unað vel að hafa átt sín myndarlegu börn fyrir áramótin, því á næsta ári verður sængurkonum gert að greiða „sjúklingaskatt“ að boði ríkisstjórnarinnar. Mynd -Magnús. „Þœr eiga nóg af peningum segir Matthías Bjarnason heilbrigð- isráðherra Stór hópur sængurkvenna mun þurfa að greiða um þriðjung af lögbundnu fæðingaroriofi sínu til baka til ríkissjóðs í formi skattlagningar á þá sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, efnýjasta skattatillaga ríkisstjórnar- innar „sjúklingaskattur- inn“ nær fram að ganga. Eins og skýrt var frá í Þjóðviljan- um í gær, lýsti Lárus Jónsson for- maður fj árveitingarnefndar því yfir við 2. umræðu fjárlaga að ríkis- stjórnin ætlaði að leggja gjald á þá sem leggjast inn á sjúkrahús frá 300 - 600 krónur fyrir hvern dag 10 fyrstu dagana sem viðkomandi þarf að dvelja á sjúkrastofnun. Aðspurður hvort umræddur sjúklingaskattur yrði lagður á sængurkonur svaraði Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra: „Auðvitað verður þetta lagt á sængurkonur. Þær eiga nóg af pen- ingum“. Sængurkonur dvelja að jafnaði vikutíma á fæðingardeildum og sé miðað við 600 kr. skattgreiðslu fyrir hvern dag er hér um að ræða 4.200 kr. sem konur þurfa að greiða fyrir að eiga barn á næsta ári. Fæð- ingarorlof er greitt í þrjá mánuði og er frá 14.114 krónur niður í 4.705 krónur á mánuði eftir því hversu mikið konur hafa unnið á al- mennum vinnumarkaði síðustu 12 mánuði fyrir fæðingu. Sængurkon- ur munu því þurfa að greiða allt frá þriðjungi af fæðingarorlofi sínu í „sjúklingaskatt" til ríkissjóðs eftir næstu áramót, nái vilji heilbrigðis- ráðherra og ríkisstjórnarinnar fram að ganga. -4g. íslenskar ár gætu gefið a.m.k. 100 tonnum meira á ári Tvöföldtin laxveiða Nýjar aðferðir hefðu fœrt hálfan miljarð í tekjur Veiðar í íslenskum laxveiði- ám þarf að tvöfalda til þess að fá fram æskilega nýtingu og kom- ast hjá ofsetningu í ánum. Of- setning í íslenskum laxveiðiám orsakar rýrari seiði og lélegri endurheimtur á laxinum. Lax- Dómur fyrir skírlífsbrot: 15 mánaða fangelsi í gærmorgun var kveðinn upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur yfir Kristjáni Sigurði Jósepssyni fyrir kynmök við þrjár 13 ára gaml-: ar stúlkur haustið 1982. Var hann sakfeldur fyrir 18 tilvik og dæmdur skv. 1 málsgr. 200. greinar al- mennra hegningarlaga í 15 mánaða óskilorðisbundið fangelsi. Sækj- andi í málinu var Pétur Guðgeirs- son saksóknari en verjandi Örn Clausen hrl. Dóminn kvað upp Jón Abraham Ólafsson. GFr veiði sumarið 1982 hefði að lík- indum mátt auka úr 120 tonn- um upp í 220 tonn eða um verð- mæti sem svara til 15 miijóna króna. Það er heimingi hærri upphæð en erlendir laxveiði- menn gréiddu fyrir í íslenskum laxveiðiám á sama tíma. Þannig komst Úlfar Antonsson vatnalíffræðingur að orði í viðtali við Þjóðviljann sem birtist í blað- inu í dag. Úlfar starfar nú hjá Rannsóknaráði ríkisins að tillögu- og áætlunargerð um fiskeldi og fiskirækt hér á landi. - Samkvæmt athugunum sem ég hef gert á Elliðaánum er ekki nema rétt um helmingur veiddur af þeim laxi sem taka þyrfti til þess að koma í veg fyrir ofsetningu í ánum. Of- setningin veldur því að of mörg seiði eru um æti og rými í ánum, vaxtarhraði þeirra verður hægari, streituáhrif gera þau næmari fyrir sjúkdómum, þau verða veikbyggð- ari þegar þau fara til sjávar og endurheimtur verða lélegri. Til þess að hægt sé að fullnýta laxastofninn þarf að breyta um veiðiaðferðir, segir Úlfar og heldur því fram að fullnýting náist aldrei fram með stangveiði. Hafi lax í ís- lenskum laxveiðiám verið vannýtt- ur eins og rannsóknir Úlfars benda til á árunum 1965-1982, þá er sá lax sem ekki hefur verið veiddur á landinu öllu að verðmæti um 480 miljónir króna á þessu tímabili miðað við verð á laxi síðastliðið sumar. Það er hægt að ná þeim laxi, sem Halldór Ásgrímsson vill veiða úr sjó með því að taka hann í ána, en þá þurfum við að breyta skipu- lagi laxveiðanna. Laxinn verður að taka í kistur eða með öðrum skipu- lögðum hætti undir eftirliti. Af- rakstrinum mætti síðan skipta á milli veiðirétthafa. Úlfar heldur því fram að laxveiði hafi verið meiri hér á landi á síðustu öld áður en laxveiðilögin frá 1886 voru sett, en þá tóku menn laxinn gjarnan í kistur. Nefnir hann sem dæmi að árið 1872 voru um 50 tonn af laxi seld til útlanda og heimildir eru fyrir því að árið 1806 hafi um 6000 laxar (ca. 18 tonn) verið tekin úr Elliðaánum á einum degi. Margt fleira forvitnilegt varðandi stefnu okkar í fiskirækt og fiskeldi kemur fram í viðtali Úlfars sem birtist í Þjóðviljanum á morgun. ólg. Sjá opnu. Bankastjóraráðning í Búnaðarbanka: Dregur dilk á eftir sér Bankaráð Búnaðarbankans ákvað í gær einróma að ráða Stefán Pálsson framkvæmda- stjóra Stofnlánadeildar land- búnaðarins bankastjóra frá og með 1. jan. n.k., en þá lætur Þórhallur Tryggvason af bankastjórstörfum að eigin ósk. Aðrir kandidatar í stöð- una voru Hannes Pálsson, sem forsætisráðherra hafði mælt með, og Stefán Valgeirsson al- þingismaður. Miklar deilur hafa verið innan Framsóknarflokksins um þessa bankastjórastöðu. Stefán Valgeirsson alþingis- maður sem er formaður bank- aráðsins gerði kröfu til að fá stöðuna og mætti ekki í tvær vikur á fundum þingflokks Framsóknarflokksins þegar Steingrímur Hermannsson tók Hannes Pálsson fram yfir Stefán Valgeirsson. Eftir að bankaráðið hafði tekið sína ákvörðun í gær mætti Stefán Valgeirsson ekki vð atkvæða- greiðslu um fjárlögin á Al- þingi. Heimildir Þjóðviljans telja að neitun bankaráðsins að samþykkja kröfu Stein- gríms um ráðningu Hannesar Pálssonar eigi eftir að draga dilk á eftir sér. Harðasti stuðningsmaður Hannesar hefur verið Kristinn Finn- bogason. -4g.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.