Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN! JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 Gandhi og Orwell Mohandas Karamchand Gandhi gaf á sínum tíma út litla bók er nefnist Um ævi mína og hefur hún verið endurprentuð nýlega hjá Gyldendal í Danmörku. í þessari bók eru samandregin nokkur ævi- atriði hans og trúarlegar athuga- semdir hans frá ýmsum tímum. Þær snúast flestar um kenningar hans um a-himsa: ofbeldisleysi. Gandhi og Kristur Gandhi var nær áttræður að aldri er hann var myrtur og er líf hans og breytni hans eiginlegi boðskapur til mannanna. Pau orð sem hann hef- ur skrifað eða látið eftir sér hafa eru hins vegar álíka og stuttaraleg og hinn knappi og óræði texti Jesús í Nýja testamentinu. Erfitt er að finna samfelldan boðskap út úr honum. Líkt og með krist er það líf og persóna Gandhis sjálfs sem gefur skilning á boðskap hans. Hann var fyrst og fremst maður framkvæmd- anna. Hann átti bæði erfitt með að tjá sig (málið er fátækur tjáningar- máti, segir hann á einum stað) og finna rétta afstöðu gagnvart sér- hverju því sem á daga hans dreif: „Lífið stjórnast af margbreyti- legum öflum. Aldrei er hægt að láta gjörðir sínar stjórnast af einni ákveðinni reglu og ef maður tekur afstöðu eftir slíkri reglu fær maður yfirleitt strax bakþanka. En ég minnist þess ekki í eitt einasta sinn að það væri svo auðvelt að taka afstöðu", segir hann lærisveinum sínum. Akvarðanir hans og hugmyndir voru ekki endanlegar. „Ég get kannski breytt þeim á morgun“, segir hann. Og það var tilfellið. Gandhi hafði allt sitt líf margar skoðanir og það er þessi bók hans bestur vitnisburður um. Hún lýsir þróun hans frá því að vera ungur, breskmenntaður lögfræðingur í S- Afríku, sem þá var bresk nýlenda, til þess að vera óumdeilanlegur for- ingi í sjálstæðisbaráttu lands síns, Indlandi, gegn breskri nýlendu- stjórn en rauði þráðurinn er sífellt staðfastari ofbeidisleysis-trúar- brögð. Trúarbrögð - ekki heimspeki Trúarbrögð en ekki heimspeki. Gandhi undirstrikar það hvað eftir annað, m.a. með leit eftir sjálfum sér í hindúískum meinlætastíl. Eftir því sem meinlætalíf hans varð strangara fjarlægist texti hans raunveruleikann. f fyrsta hluta bókarinnar lýsir hann lífi sínu og þar með hugsunum sínum en eftir því sem líður á bókina verður hann sjálfur æ minna sýnilegur, vafa- laust í þeim tilgangi að þurrka sjálf- an sig algjörlega út sem persónu. Arangurinn verður sá að kenning- ar hans verða naktar eins og laga- texti án útskýringa. Og þetta verður svo til þess að hægt er að túlka snjöll og tær orð hans á hvaða veg sem er ef þau eru rifin út úr samhengi. Það er það sem goðsögnin um Gandhi er á góðri leið með að gera í vestrænni mótmælahreyfingu sem þyrstir eftir goðsögnum. Hugsanir Gandhis fóru snemma inn á óhlutiægar brautir. Hann viðurkenndi að hann gæti ekki ver- ið vinur neins því að ekki er hægt að leyfa sér að hafa náið samband við þann sem maður vill breyta og bæta: „Sá sem óskar þess að vera vinur Guðs verður annaðhvort að vera aleinn eða gera allan heiminn að vini sínum“, segir hann. Mjög fallegt en hættulegt. Fólki, sem þykir vænt um þá sem næstir því eru, er betur treystandi en því sem elskar mannkynið allt eins og það leggur sig. Okkar tímar hafa einmitt alið af sér hræðileg dæmi um pólitíska hugmyndafræðinga sem elska mannkynið svo mikið að þeir víla ekki fyrir sér að grípa til vopna til að sanna ótakmarkaða elsku sína. Þetta er ekki aðferð Gandhis en samt sem áður er þarna skyldleiki á milli. Ef maður getur ekki kastað Orwell - Friðarsinnarnir krefjast þess ómögulega og krefjast þess vegna í raun og veru mjög lítils. En Gandhi var þó - öfugt við evrópska lærisveina sína - svo heiðarlegur að hann vék sér aldrei undan því að svara óþægilegum spurningum. , Nafn Gandhis er ofarlega á baugi hjá mörgum friðarsinnum nú til dags og kvikmyndin um hann, sem m.a. hefurveriðá bíótjaldinu í Reykjavík að undanförnu, hefur orðið til þess að nafn hans er á hvers manns vörum. En hvað getum við lært af manninum, sem stakk upp á þvíað þýskirgyðingarfremdu fjöldasjálfsmorð til að mótmæla Hitler. Rithöfundurinn George Orwell, samtíðarmaður Gandhis, skrifaði töluvert um hann á sínum tíma og varaði við að draga of ákveðnar ályktanir af kenningum hans. því öllu frá sér sem næst manni er getur maður það ekki heldur í al- heiminum. Ofbeldisleysið Ofbeldisleysi Gandhis er ekki alltaf sjálfu sér samkvæmt. Hann viðurkennir það t.d. í S-Afríku að hjarta hans var með uppreisnar- mönnum Búa (sem nú ríkja yfir landinu) þó að hann styddi bresk yfirvöld. Hins vegar getur hanri þess ekki hvort hjarta hans var með meirihluta svartra í landinu. Seinna og við önnur tækifæri segir hann kannski að hann elskaði allt mannkynið jafnt hvort sem það væri svart eða hvítt, kristið eða gyðinglegt o.s.frv. Elska hans nær til mannkynsins í heild en þegar til kastanna kemur eru það sem sagt Búarnir. Hann taldi ofbeidisleysi ekki eiga við í öllum tilfellum. Hann fékk t.d. martraðir yfir því að as- hram hans yrði neytt til að stöðva apaflokk sem ætlaði að éta upp alla ávexti jarðarinnar. Apar - öfugt við mannfólkið - láta hungurverk- fall tæplega hafa áhrif á sig. Einnig sú hugmynd að kálfur yrði gripinn af þjáningarfullum, banvænum sjúkdómi og Garidhi viðurkennir að þá sé best að binda enda á þjáningar hans með því að slá hann í hel. Það er ekki ofbeldi að binda enda á óþolandi þjáning- ar, álítur hann. „Ef dóttur minni yrði ógnað með nauðgun sem ekki væri nokkur léið að forða henni frá, tel ég að besti vegurinn fyrir ahimsa af minni hálfu væri að binda enda á líf henn- ar og láta æði óþokkanna bitna á mér“, telur hann. Skyldi þetta falla í geð („Women for pease“) „Konum fyrir friði“ sem hafa nú á nýjan leik tekið upp hvíta friðarfánann í stað rauðu sokkanna? Það var í þessum anda sem hann lagði til að gyðingar í Evrópu frem- du fjöldasjálfsmorð gegn ógnunum SMASAGA Peningaseðillinn Ég er ekki fæddur, heldur hann- aður af mannverum, síðan prent- aður, sem sagt búin til. Fullu nafni heiti ég tíukrónuseðill, en er venju- lega kallaður „tíkall“ (ísiensk mynt). Ég er hvítur og blár á lit með tölustafinn 10 á mér. Á mér eru myndir af mannverum. Á fram- hliðinni er mynd af lærðum manni, íslending: Arngrími Jónssyni lærða. Bakhliðin á mér sýnir fólk í íslenskri baðstofu við vinnu. Ég er númer 04595396. Það er mitt sér- kenni, þótt ég eigi marga bræður þá er enginn þeirra eins og ég, því allir höfum við sitthvort númerið, scm skilur okkur að. Það er ekki borin mikil virðing fyrir mér í veröld mannanna. Af hinum mannlegu verum hef ég kynnst nokkrum tegundum: börn- um, unglingum, konum og karlmönnum. Þessi mannskapur gegnur undir ýmsum nöfnum, sem dæmi: pönkarar, pæjur, fínar frúr, karlrembusvín og svo eru það elli- lífeyrisþegar. Allt þetta fólk hefur meðhöndlað mig en á ákaflega misjafnan hátt. Er ég kom inn í þessa veröld var ég mjög fínn, sléttur og hreinn. Mig þyrsti að komast út í hin stóra heim, sjá sólina, blómin og birtuna miklu, því á mínum heimaslóðum var mjög dimmt. Ég var settur í peningaskúffu hjá bræðrum mí- num og fleiri stystkinum í banka. Fimir fingur gjaldkerans með ra- uðum nöglum handfjötluðu okkur öll daglega, en ég fór lengi vel alltaf ofan í skúffuna aftur. Þótt mér þætti vænt orðið um þessa fingur sem struku mér blíðlega, langaði mig út í hin stóra heim. Ég var orð- in óþolinmóður er dag einn fingurnir fimu tóku mig upp og ýttu mér yfir borðbrúnina. Hvflík birta. Það tók snökkt yfir, því aðrir fingur tóku við mér, ekki eins mjúkir og gjaldkerans, sneru mér og settu mig ofan í seðlaveski með öðrum seðlum. Þótt mér liði svosem ekk- ert illa þarna hjá systrum mínum og bræðrum, þá var þetta enn verra en í peningaskúffunni í bankanum því þarna var svo þröngt. Nú gekk hin mannlega vera af stað, upp, niður, upp, niður,. Þetta gat varla verið heimurinn???. Allt í einu var ég þrifin upp úr veskinu og ýtt út á klístrugt borð, oj, en ógeðs- legt. Tekinn snökkt upp aftur og settur í gamla skúffu, ég var allur orðinn skítugur. Þarna voru margir af bærðrum mínum saman komnir, ósköp var að sjá þá alla meira og minna krumpaðir og rifnir. Þú stansar ekki lengi hér bróðir, sagði einn af þeim við mig. Þú ert í sjoppu. Ég átti eftir að fara í þær margar um ævina, sjoppurnar. Ég var fjótlega tekinn upp úr og ýtt aftur yfir klístrugt borðið, litlir f- ingur tóku við mér, krumpuðu mig saman í blautum lófa og síðan hlup- um við af stað, upp, niður, upp, niður. Er ég slapp úr þessum litla lófa kom smá rifa á mig, á, það var sárt, ósköp var ég orðinn sjú- nasista. Hann áleit að það mundi vekja upp samvisku heimsins og sérstaklega fyrirlitningu þýsku þjóðarinnar á ofbeldi Hitlers. Þó að örlög gyðinga yrðu langtum verri í Þýskalandi en Gandhi óraði fyrir er hugmyndin mjög abstrakt. En þó að orð Gandhis séu toguð og teygð (hann býður upp á það með sinni sjálfvöldu alheims- hyggju) er hann einn af mestu per- sónuleikum okkar tíma. Það verð- ur enginn nema hann sýni mikið hugrekki. Hann virðist aldrei alla sína löngu ævi hafa látið sér neitt vaxa í augum né vikið sér undan því að takast á við erfiðleikana, hvorki í S-Afríku né seinna á Indlandi. Hugrekki hans var ekki síður fólgið í því að standa gegn valdbeitendum meðal sinna eigin stuðningsmanna og segja að það frelsi, sem Indland gæti náð með blóðsúthellingum, væri ekkert frelsi. Áhrif Gandhis Ekki er hægt að segja að þjóð- frelsishreyfingar 3. heimsins á síðari árum né þjóðir yfirleitt hafi lagt sig eftir kenningum Gandhis. Það rýrir þessar þjóðir samt ekki. hin spillta náttúra valdsins er t.d. greinileg í nýkommúniskri heimsvaldastefnu Víetnams og hinu óskiljánlega blóðbaði Pol Pots á stund sigursins í Kampútseu. Dæmin eru legio. Hægt væri að deila um það hvort Gandhi átti mestan þátt í sjálfstæði Indlands en hann var með og átti sinn þátt í að tryggja að frelsunin varð ekki blóðugri en hún var og gott samband hélst við Bretland. Margir breskir heimsvaldasinnar glöddust í laumi yfir guðspjalli Gandhis um ofbeldisleysi því að þeir héldu að það framlengdi völd þeirra í hinni stóru nýlendu. Þess vegna m.a. gerðu Bretar allt til að vernda Gandhi þó að þeir berðust gegn honum. Hann var vinur og fjandmaður meðan hinir þjóðern- issinnarnir voru bara fjandmenn. Jafnvel þótt ný valdaklíka í Ind- landi haldi nafni Gandhis á lofti er kenningum hans ekki eins hamp- að. Hún man kannski orð hans, er hún kallar sína eigin kjarnorku- sprengju „friðarsprengju". Hann sagði eftir Hiroshima-sprengjuna að ef heimurinn gengist ekki inn á ofbeldislausa stefnu þýddi það sjálfsmorð mannkynsins. En sjálf tilvera hinnar indversku sprengju er kannski vitnisburður um að Ind- land verður ekki alltaf tilbúið að rétta fram hina kinnina. Það sem Gandhi skildi eftir sig hefur e.t.v. mun meiri áhrif á Vest- urlöndum nú til dags heldur en í hans eigin heimalandi og það ein- mitt innan friðarhreyfingarinnar. Alræði og undanlátsstefna Þess vegna er vel þess virði að skaður. Ég var lagður á hárautt borð og yndisleg birta lék um mig. Þarna voru blóm og góð lykt. Hér vildi ég vera, en ég tíkallinn var ekki lengi í paradís. Aðrir fingur tóku mig, tróðu ofan í buxnavasa, þar lá ég ásamt smápeningum, fimmkrónupeningum, einnarkrónupeningum, tíuaurapeningum og eitthvað var af fimmeyringum líka. Þarna í vasa- num leið mér ósköp illa, við rák- umst hern á annan æ ofan í æ. Ég lenti aftur í sjoppu, út aftur og oft aftur í buxnavösum, í verslunum margskonar og stöku sinnum aftur í banka. Ég var orðinn ansi þvæld- ur og rifinn er ég lenti í litlu veski sem var skrítin lykt í. Þar fór vel um mig. Er ég var tekinn upp úr þessu veski hand- fjölluðu mig mjúkir fingur, struku mig og réttu úr öllum hornum, límdu saman rifurnar á mér, síðan var ég lagður í gluggakistu þar sem mér var vel heitt. Birtan streymdi á móti mér, blóm allt í kringum mig. Mér leið vel. Þarna var ég nokkuð Iengi og kynntist töluvert af

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.