Þjóðviljinn - 20.12.1983, Blaðsíða 6
sr. Pétur Ingjaldsson.
Rœða um
Hallgrím Pétursson,
flutt af
sr. Pétri Ingjaldssyni
frá Höskuldsstöðum
í Fríkirkjunni
í Reykjavík
30. nóvember sl.
Texti: Jóh. 4,1-10.
Þessi frásögn Jóhannesar guðspjalla-
manns, er ein af hinum ógleymanlegu lík-
ingum Jesú Krists úr daglegu lífi Gyðinga,
er öllum var auðskilin frá barnsárum
lærðum sem leikum. Ekkert er í Austur-
löndum jafn dýrmætt og vatnið. Lífgjafi
manna, gróðurs, alls þess er lifir og hrærist á
jörðu hér. - Enda herma sagnir frá því
gegnum aldanna skeið, að er til ófriðar kom
milli þjóða eða ættflokka, var vatnsbólið
varið til hins síðasta manns.
Er Gyðingar komu til landsins helga,
eftir seinni heimsstyrjöld og hugðust nema
land, fóru þeir mjög að leiðsögn biblíunnar,
G.T., að leita að lífslindum þar í jörðu.
Hinna fornu vatnsbóla, er þeir vildu klæða
landið að nýju með því að rækta það.
Ég ætla að það sé rétt með farið, að við
skynjum þetta betur í voru kalda landi, er
heita vatnið er orðið lífgjafi til að verja
okkur vetrarkuldanum, enda hefur það
sýnt sig hve áfallið er mikið ef það bregst
um stuttan tíma.
Jesús við
Jakobsbrunninn
Sagnir herma að Jesús fór fótgangandi
um Samaríu og var nú staddur um hádegis-
bil í grennd við borgina Síkar. Sól skein í
heiði, og komu þeir, hann og postular hans
heitir af göngunni yfir fjallið og voru þyrstir
og svangir. Lærisveinarnir fara inn í bæinn
til að fá vistir, en Jesús Kristur er orðinn
vegmóður og sest við Jakobsbrunnin á slétt-
unni. Meistarinn á tal við konu sem kemur
að Jakobsbrunni. Hann biður hana að gefa
sér vatn að drekka og talar við hana um hið
lifandi vatn, en hún veit ekkert betra vatn
en úr Jakobsbrunni sem ómengaðan svala-
drykk. En Kristur tekur líkinguna um vatn-
ið, Guðsorð er verður lind í hjarta mannsins
og uppspretta til eilífs lífs. Hann minnir
hana á liðna ævi hennar og lyftir sjónum
hennar hærra upp yfir fjöllin í norðri, til
hinna eilífu heima Guðs. „Trú þú mér,
kona, sú stund kemur, já er þegar komin, er
hinir sönnu tilbiðjendur skulu tilbiðja föð-
urinn í anda og sannleika, því faðirinn leitar
einmitt slíkra tilbiðjenda. Guð er andi og
þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja hann í
anda og sannleika."
Pað lætur að líkum að Jakobsbrunnur
hafi orðið helgur staður meðal kristinna
manna. Enda reistu krossfarendur þar
mikið kirkjuhús, en síðar þegar þessi bygg-
ing leið undir lok var reist önnur kirkja í
grísk-katólskum stíl. - Eigi munu önnur orð
Jesú Krists vera betur fallin til að gefa oss
grundvöll að orðum Jesú Krists er hann
segir: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Lífstrú
kristinna manna til annars heims, samfara
föðurkærleika Guðs, er oss lífslind hér í
heimi og til hins komanda, handan við gröf
og dauða.
Því var það ekki undarlegt að kirkjan
hefði það á dagskrá sinni að minnast
manna, ártíðar þeirra eins og það nefndist í
katólskum sið, það er dánardagur manns. í
hinum svonefndu ártíðarskrám, dánarskrá
manna, er hafa geymst að nokkru meðal
vor frá liðnum öldum, og betur jafnvel en
fæðingárdagar þeirra. En sálumessur er
fluttar voru fyrir sálu einhvers á hans dánar-
degi voru til þess að stytta dvöl hans í
hreinsunareldinum. Þetta hefur að vísu fall-
ið niður í lúterskum sið.
Lífslind Hallgríms
Ein er sú kirkja meðal vor er heldur upp á
ártíð með hátíðarmessu á dánardegi sr.
Hallgríms Péturssonar 27. okt. 1674, en
kirkjan er helguð Hallgrími Péturssyni.
Minnir þetta á verndardýrðlinga kirkna er
hún er nefnd Hallgrímskirkja, en katólskar
kirkjur voru kallaðar eftir verndardýrðling-
um sínum, samanber Nikulásarkirkja í
Odda er helguð var heilögum Nikulási á
Bár á Ítalíu sem var verndardýrðlingur sjó-
farenda.
Það má segja að Hallgrímur Pétursson
segi í þessum tveimur versum frá upphafi
vega sinna og efstu árum.
Pá kom Guðs anda hrœring hrein.
í hjarta mitt inn sá Ijómi skein.
En í heimskunni svo ég svaf
sjaldan mig neitt að slíku gaf.
Við þennan brunninn þyrstur dvel ég
þar mun ég nýja krafta fá.
í þessi inn mig fylgsnin fel ég.
Fargar engin sorg mér þá.
Sœlan mig fyrir trúna tel ég.
Hún tekur svo Drottins benjum á.
Þetta seinna vers er úr 48. sálmi úr Passí-
usálmunum, en þann sálm telja margir vera
fremstan að andagift og þetta sé játning
höfundarins er hann drepur á, hver var sú
lífslind er hann teygaði af, er hann hóf að
nota skáldgáfu sína um píslarsögu Jesú
Krists. Þetta er játning hans, að kenning
Jesú Krists hafi gert hann heilan eftir
þrautagöngu ævi sinnar.
Þá fann
Brynjólfur Sveinsson hann
Sr. Hallgrímur var stórættaður og átti
marga gáfumenn í frændliði sínu, er gátu sér
góðan orðstír lífs og liðnir. Lentu þeir
margir í deilum, en höfðu jafnan sigur, og
urðu stundum fyrir fjárútlátum.
Hallgrímur fór ekki varhluta af þessum
eiginleikum, skólapiltur mátti hann yfir-
gefa Hólaskóla og halda af landi burt. Talið
er að kveðlingar hans um Arngrím lærða
Jónsson skólameistara á Hólum hafi ráðið
hér nokkru um. Það má ætla að þetta hafi
verið að óvilja Halldóru Guðbrandsdóttur,
biskups, frændkonu Arngríms og Hallg-
ríms. - Það eru taldar líkur til að Halldóra
hafi komið því til leiðar að Brynjólfur
Sveinsson frá Holti í Önundarfirði hafi ver-
ið beðinn um að leita uppi Hallgrím skóla-
pilt, er hann færi til Kaupmannahafnar.
Með þessu hefjast kynni þessara manna,
sem vara alla ævi þeirra og eru hin merki-
legusta,- Það er af Halldóru Guðbrands-
dóttur að segja, að hún studdi að því að
Þorlákur Skúlason hálfbróðir hennar varð
biskup 1628, en ekki Arngrímur Jónsson,
er mátti yfirgefa Hóla.
Um Hallgrím Pétursson er svo komið
sögu, að honum var um alla ævi horfið
Norðurland og mátti segja að hann ætti
hvergi heima. - Þá fann Brynjólfur Sveins-
son hann.
Það mun ekki hafa látið liggja í láginni,
næmi og gáfur Hallgríms í eyru Brynjólfs,
enda kom hann honum í helsta skóla í Dan-
mörku, Frúarskólann í Kaupmannahöfn,
og var Hallgrímur kominn í efri bekk þegar
hann hlaut að fara úr skóla vegna kynna
sinna við Guðríði Símonardóttur, er varð
kona Hallgríms. Hefur hún á seinni tfmum
verið lofuð að verðleikum af sagnfræðing-
um.
Þrautaganga
á Suðurnesjum
Er þau komu til íslands 1637 hófst
þrautaganga Hallgríms sem sjómanns og
verkamanns á Suðurnesjum, firrtur öllum
embættisframa, þó lærður væri umfram
marga. - Má ætla að Brynjólfi Sveinssyni
biskupi hafi orðið þungt í skapi til skjól-
stæðings síns og hætt afskiptum af honum. -
Brynjólfur þótti sækja skaphöfn til móður-
afa síns Staðarhóls-Páls er tók menn mjög
dátt, en snérist oft á annan veg, ef þeir áttu
ekki skap saman.
Eftir sjö ára útlegð hefur Hallgrímur sig
upp í að sækja um brauð og gerir ferð sína
austur í Skálholt. Brynjólfur Sveinsson
Sjá 8