Þjóðviljinn - 20.12.1983, Síða 14

Þjóðviljinn - 20.12.1983, Síða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1983 Ájólum, hátíð friðarins, ereðli- legt að talað sé um frið. Eðlilegt að grafist sé fyrir um merkingu hugtaksinsfriður. Nauðsynlegt að varpað sé Ijósi á ýmsar hlið- arfriðarmálanna. Þvífriðar- hreyfing fer um heiminn. Með nokkrum hætti vex hún upp af þessu litla orði sem er í raun fyrst allra orða, orðinu LÍF. Hún er ákall lífs andspænis dauða- ógn. Hvert líf þarfnast skilnings, þarfnast samúðar og einnig sjálfskilnings. Á miklu veltur að við skiljum friðarhreyfinguna, markmið hennar og eðli. En friðarhreyfingin þarf líka að skilja sjálfa sig, uppsprettur sínarog takmarkanir. Finna leiðir til að sigrast á því sem heftir. Á jólum er einnig kallað á LÍF, nýtt líf, sí-ungt og endur- borið. Hið smáa líf sem sýnist svo veikt, en er sterkt að stofni og stefnir hátt. Líf til friðar, friður til lífs, - það eru ekki ómerk tengsl. Hjalti Kristgeirsson skrifar Stríð og friður og vonin blíð á jólum Lítum fyrst á frið í sambúð þjóða. Þar er völlurinn sem friðar- hreyfing nútímans hefir haslað sér. Snurðulítil samskipti stórveld- anna, risaveldanna, innbyrðis, - vissulega er það mál sem varðar líf eða dauða mannkyns, eins og nú er komið vopnabúnaði. En bætum við: - og afskiptaleysi stórvelda af smáríkjum. Þegar þjóð segir um sjálfa sig: „við viljum fá að lifa í friði“, þá þýðir það ekki endilega líf án vopnaburðar. Heldur bæri- legt líf í sjálfræði án yfirþyrmandi afskipta. Þetta þarf friðarhreyfing- in að gera að sínu máli. Gleymum því ekki að svo getur stjórnarfar verið illt að betra sé að grípa til vopna en una því sem er. Ekki er nein ástæða til að ætla að alþýða manna í mið-ameríska smáríkinu E1 Salvador sé hernað- arsinnuð úr hófi. Hún kýs þó held- ur að berjast með vopn í hendi gegn herforingjunum sem þar fara með landstjórn, heldur en taka réttleysi og fátækt þegjandi. Jafnvel þótt lögreglan frækna í Pentagon standi þétt að baki inn- lenda hernum og morðsveitum hans. Þetta dæmi dægurfréttanna er talandi vottur þess að hugtakið friður verður ekki einangrað frá daglegri nauð, allra síst í löndum þar sem fólk fer á mis við daglegt brauð. Friður getur ekki verið dag- skrármál, ef sú á að vera forsenda friðarins að fólk sé svipt sjálfsbjörg og lffsafkomu. E1 Salvador-búar berjast sér til lífs, og það stríð sem þeir heyja er ekki háð gegn friðar-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.